Tíminn - 13.12.1995, Side 10

Tíminn - 13.12.1995, Side 10
10 IföBIÍIMi Miðvikudagur 13. desember 1995 80 ára: Brautrybjandinn Gunnar Bjamason Gunnar lljarnason hrossarækt- arrábunautur til margra ára er áttræöur í dag og HESTAMÓT verba ab þessu sinni ab mestu helgub honum og því starfi sem hann hefur áorkab varbandi ís- lenska hestinn. Gunnar er fæddur á Húsavík vib Skjálfanda, sonur Bjarna Benediktssonar, síbast póstmeist- ara, og konu hans I'órdísar Ás- geirsdóttur. Bjarni var sonur sr. Benedikts Kristjánssonar, prests á Grenjaðarstað, en Þórdís dóttir Ásgeirs Bjarnasonar, bónda á Knarrareyri á Mýrum. Aö honum standa því gjörvilegt fólk og mikl- ar ættir. Gunnar ólst upp í stórum systk- inahópi, en þau voru alis 13. For- eldrar hans stóöu í ýmsum fram- kvæmdum, m.a. verslunarrekstri, útgerö, búskap og hótelrekstri. Gunnar haföi því snemma kynni af athafnasemi og djörfu frum- kvæöi, sem síban hefur verið fylgifiskur hans. Sem unglingur komst hann í sveit hjá bændahöfðingjanum Hallgrími Þorbergssyni á Hall- dórsstöðum í Laxárdal og konu hans Bergþóru Magnúsdóttur. Þab var ungum mönnum mikill skóli aö dveljast á Halldórsstöb- um. Engum manni hef ég kynnst sem betur var til þess fallinn að kenna unglingum og láta þá vinna meö sér en Hallgrími. Hann var eins og svo margt af Halldórsstaðafólki víðmenntað- ur, haföi dvalist meö öörum þjób- um til ab nema af þeim búskapar- hætti og kynbætur sauöfjár. Þarna var yndislegt aö dvelja. Þaö reyndi ég sjálfur, þó ég væri þar 15 til 20 árum seinna en Gunnar. Þarna fékk Gunnar tilfinninguna fyrir ræktun og þann skilning aö ræktun, af hvaöa toga sem hún væri, væri göfugasta hlutskipti mannsins. Á henni byggðist þroskinn og framfarirnar. HEJTA- MOT KARI ARNÓRS- SON hestahaldi víða um heinr og ég held aö enginn hafi staðið hon- um þar á sporöi. Þaö kom enda síöar í ljós aö þekking hans á þessu sviöi átti sinn þátt í því hve vel honum gekk aö skapa sér til- trú erlendra hestamanna. Baráttumaðurinn "Svo kemur Gunnar heim og hefst handa. Lýsingar á hans fyrstu starfsárum eru margar skrautlegar, enda maðurinn lærð- ur meira af bók en reynslu sem reiðmaður. En eöli Gunnars var námfýsi og metnaöur og hann komst fljótt í góðan kunnings- skap viö helstu stóðbændur landsins. Hann byrjaöi á því aö leggja á rábin um ræktun traustra dráttarhesta, sem gætu nýst bændum vel. Þó mörgum hafi á stundum þótt Gunnar fljóthuga, þá var hann hagsýnn þegar til framtíðar var litiö. Honum fannst vanta betri ræktun á sviði vinnu- hesta sem kæmu aö betra gagni við notkun hestaverkfæra. En þessi tími stóö stutt. ísland breyttist á fáum árum frá frum- býlingshætti í búskap til vélaald- ar. Not fyrir dráttarhestinn heyrðu sögunni til. En þá var þaö hlutverk ráðunautarins aö efla þann þátt íslenska hestsins, sem í raun hafði alltaf veriö hans aðall, reiðhestskostina til yndis og á- nægju þjóðarinnar. Þetta var ekki Iétt verk, því hest- urinn var á undanhaldi fyrir vél- um og hraöa tímans. En hann fékk góöa menn í lið með sér við að endurreisa hestinn sem reiö- hest og færa ræktunina frá drátt- arhesti yfir í reiöhestinn. Þar með var bjargað óhemju verömætum á íslandi og eiga allir þeir menn, sem þar lögöu hönd á plóg, ó- mældar þakkir skiliö. En þaö þurfti eldhuga í þetta verkefni, mann sem haföi framsýni, þekk- ingu og óbilandi trú. Þaö kom líka fljótt í ljós aö menn á æbri stööum áttu oft erfitt með aö fylgja Gunnari eftir og fannst hann fljúga fullhátt til aö geta náö góöri lendingu. Með starfi sínu sem ráðunautur var Gunnar lengst af kennari á Hvanneyri og hafa nemendur hans jafnan rómaö hve gaman hafi veriö í tímum hjá Gunnari. Þurr kennslubókin var þar ekki meginmál frekar en hjá öörum góðum kennurum, heldur þaö líf og sá kraftur sem í kennaranum var til aö hrífa nemendur meö sér. Þetta starf hans gaf honum mögu- leika til aö kveikja neista hesta- mennskunnar og efla starfið meö- al verðandi bænda í landinu. Þetta skilaði ríkulegum ávexti er tímar liðu. En þaö var ekki átakalaust að sannfæra yfirvöld um framtíð hrossaræktar á íslandi og um fjár- hagslegt gildi hennar sem sölu- vöru. En Gunnari var mjög um- hugað að bændum yröi eitthvað úr þessari framleiðslu sinni. Hrossaræktin átti ekki bara aö vera leikur, heldur hagnýt rækt- un. Ótrúlegur árangur Þegar Gunnar hóf störf sem ráðunautur, var íslenski hestur- inn seldur úr landi til vinnslu í námum eöa sem dráttardýr í öör- um störfum. En Gunnar vissi hvað í þessari skepnu bjó og eftir LH á ársþingi á Húsavík 1990. að reiðhestarækt hefst fyrir alvöru eftir stríö fer Gunnar aö vinna hestinum fylgi sem reiöhesti og vini fjölskyldunnar. Þaö var löng barátta og ströng, því fáir höföu þá framsýni sem hann í þeim efn- um og höfðu miklar efasemdir um hvernig Gunnar myndi lenda þessu máli. Þaö er skemmst frá því að segja að starf hans á þessu sviði mun halda uppi nafni hans um ókom- in ár. Þaö er meö ólíkindum hve afrek hans á þessu sviði er mikil og um leið þáttur hans í því aö kynna ísland í gegnum hestinn. Þar nutu sín leiftrandi gáfur hans, flugmælska og sannfæringarkraft- ur. Hann gat hafið menn til skýj- anna, hann Gunnar, meö lýsing- um sínum á fjölhæfni íslenska hestsins. Hann sannfærði þús- undir manna og reynslan kenndi þessu fólki aö allt gekk eftir sem hann sagði um þessa einstöku skepnu. Gunnar er prýöilega ritfær og stóð í stanslausum bréfaskriftum bæöi innanlands og utan. Hann hefur ritaö sögu íslenska hestsins, sem fyllir 7 bindi. Þar er starfssaga hans rakin og þar er ættbók ís- lenska reiðhestsins. Hann feröaö- ist land úr landi til að kynna hest- inn og stofna hestamannafélög. Hann var aðalhvatamaður aö stofnun Landssambands hesta- mannafélaga og haföi forgöngu um fyrsta landsmót hestamanna á Þingvöllum 1950. Síðast en ekki síst stofnaöi hann íslandshestavinafélagið FEIF (Föderation Europaischer Is- landpferde-Freunde) sem heföi líka geta verið skammstöfun fyrir1 I elag eigenda íslenskra fáka. Þessi félagsskapur varö 25 ára á síðasta ári og hélt upp á afmæli sitt á ís- landi þar sem Gunnar Bjarnason var heiðursgestur. Gunnar sat lengi í stjórn þessara samtaka sem varaforseti. Þaö var í raun heið- urssæti, því fylgdu ekki embættis- skyldur. Áriö 1983 var hann svo kosinn fyrsti heiöursforseti FEIF'. Þessi samtök ná nú til 19 landa í Evrópu og Ameríku og félögun- um fjölgar stööugt. Þau standa fyrir heimsleikum íslenska hests- ins annaö hvert ár og þátttakan þar fer árvaxandi. íslenski hesturinn dregur fleiri ferðamenn til íslands cn nokkur annar þáttur í íslensku menning- arlífi. Ariö 1994 var metár hvaö varðar erlenda feröamenn á ís- landi, vegna þess aö þaö ár var haldið landsmót hestamanna og þaö sóttu um 4000 útlendingar. Forseti íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir hefur sagt aö íslenski hesturinn sé einhver besti ambassador sem viö eigum. Alit þetta eigum viö Gunnari Bjarna- syni öðrum fremur að þakka. Gunnar hefur hlotið margar viöurkenningar fyrir störf sín, m.a. riddarakross fálkaorðunnar. Hann er heiðursfélagi í l.ands- sambandi hestamannafélaga og Félagi tamningamanna og fátt hefur mér fundist ánægjulegra en aö mega sæma hann gullmerki fyrir hönd Landssambands hesta- manna í fæöingarbæ okkar beggja á landsþingi LH á Húsavík á 75. aldursári Gunnars. Enn í dag stafar miklum ljóma af nafni Gunnars Bjarnasonar í augum hestamanna, enda var hann langt á undan sinni samtíö hvaö þaö varðar aö gefa útlend- ingum kost á aö kynnast íslenska hestinum og um leiö aö gera hann að verömætri útflutnings- vöru. í augum útlendinga er hann dáöur brautryðjandi. Nú á áttræðisafmæli Gunnars er komin út ævisaga hans, sem ég veit að mörgum leikur hugur á aö lesa og kynnast meö því þessum eldhuga enn betur. Þeirri bók verða síðar gerð skil hér í blaðinu. Hestasíöa Tímans, HESTAMÓT, færir Gunnari árnaöaróskir á þess- um tímamótum og óskar honum innilega til hamingju meö afmæl- iö. Sú ósk er fram borin fyrir hönd allra þeirra sem unna íslenska hestinum. ■ Brábskemmtileg frásögn og fróðleg Tilviljun réb framtíb- arstarfi Gunnar fór til náms til Akur- eyrar og síðan í Bændaskólann á Hvanneyri. Aö því námi loknu innritast hann í Landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn og út- skrifast sem búfræöikandídat þaö- an. Þaö var í sjálfu sér tilviljun sem því réö aö Gunnar varö ráðu- nautur í hrossarækt og hrossa- verslun. Áriö sem Gunnar útskrif- ast í Kaupmannahöfn lést Theó- dór Arinbjarnarson hrossaræktar- ráðunautur og því vantaði mann til að gegna því starfi. Haft var samband við Gunnar og hann beðinn að taka þetta starf aö sér. Hann hafði ekki haft nein sérstök kynni af hestum fram aö þessu önnur en flest ungmenni á ís- landi á þeim tíma. Dráttarklárum hafði hann kynnst í sveitinni og raunar fræöst miklu meira um sauöfé af húsbónda sínum, sem var sérfræðingur á því sviöi. Ef Gunnar Bjarnason heföi orðið sauðfjárræktarráðunautur, væri hann vís til aö hafa útvegað markað fyrir allt umsýslukjötið okkar. En hann tók þessu boði að gerast ráðunautur í hrossarækt. Hann fór þá í starfsþjálfun í hrossadómum og kynbotaskipu- lagi á Norðurlöndum. Á skömm- um tíma náöi Gunnar mikilli þekkingu á hestakynjum og Hestar og menn 1995 — árbók hesta- mannsins. Útgefandi Skjaldborg. Höfundar Cub- mundur jónsson og Þorgeir Cublaugsson. Þá hefur Bókaútgáfan Skjaldborg sent frá sér Árbók hestamannsins og er þaö níunda bókin í þessari ritröð. Það hefur alltaf fylgt því nokk- ur spenningur þegar von hefur veriö á Árbókinni. Þá gefst tæki- færi til aö rifja upp helstu viö- buröi í hestamennskunni frá liönu sumri. Bókin fjallar um helstu atburöina, svo sem Fjórð- ungsmótið á Fornustekkum, ís- landsmótið í Borgarnesi og Heimsleikana í Sviss. Öllum þess- um stórmótum eru gerð góð skil og birtur fjöldi mynda frá mót- unum, auk úrslitanna. Það er því mjög handhægt ab fletta henni upp, þegar leita þarf heimilda frá þessum mótum. Þá eru í bókinni frásagnir af þeim knöpum sem nú skipuðu landsliðið í fyrsta sinn. Ungir knapar Bókin hefst á mjög notalegri frásögn af lífi og starfi Vignis Jónassonar meö hestunum, en hann hefur 'veriö viöriöinn hestamennsku frá æsku. Hann hefur í hógværö sinni sífellt ver- iö aö ná betri og betri árangri; komst á þessu ári í landsliðið og tók þátt í mótinu í Sviss meö góöum árangri. Svipað má segja um frásögn Gísla Geirs Gylfason- ar, sem einnig var valinn í lands- liðiö með góðum árangri. Hann hefur veriö í hestamennsku frá bernskuárum og oft veriö á verö- launapallinum. Það er sameigin- legt með þessum ungu knöpum aö þeir byrja snemma og hafa góöan stuðning foreldra og ætt- ingja. Segja má um þá, aö æfing- in skapi meistarann. Þá er ítarleg umfjöllun um líf og starf Huldu Gústafsdóttur, en hún var á þessu ári fyrsta konan sem kom- ist hefur í landsliöið í 20 ár. Hestamennskan í sinni fjöl- breyttu mynd er starf Huldu í dag, en hún og eiginmaður hennar Hinrik Bragason eru meö stærstu útflytjendum íslenska hestsins. Hulda er löngu lands- þekktur knapi og fróölegt að kynnast lífshlaupi hennar. Sama má segja um annan landsþekkt- an knapa, Sigurö Marinusson, en honum eru gerð góð skil í bók- GUÐMUNDUH JÓNSSOfí OG ÞORGEIH GUÐLAUGSSON ÁRBÓK HFISTflMflWNA 1QB5 inni. Þaö er mjög gaman að lesa um Sigurð, því hann er sjálfur hlédrægur, en þarna kemur saga hans skemmtilega fram. Hann var líka í landsliðinu í sumar. Þá er frásögn Karly Zingsheim fróö- leg, en hann tengist okkur ís- lendingum meir en margir aðrir erlendir keppendur. Hann er eig- inmaður Rúnu Einarsdóttur, sem allir hestamenn kannast við. Hjónin Skafti Steinbjörnsson og Hildur Claessen unnu þab af- rek á þessu ári að eiga hæst dæmda kynbótahrossið á íslandi. í bókinni er forvitnilegt viötal viö Skafta um hestamennsku hans og hrossarækt. Skafti sýndi stóðhestinn Fána frá Hafsteins- stöðum á heimsleikunum í Sviss og stóö þar fremstur. Fáni er nú í eigu Rúnu og Karly Zingsheim. Sagt er frá afreksskeiðhestinum Baldri, sem 20 vetra(?) sigraöi alla keppinauta sína. Skemmtileg ferbasaga Síðast en ekki síst þá er skemmtileg ferðasaga í bókinni, en Siguröur Oddur Ragnarsson á Oddstööum í Borgarfiröi segir frá ferö um Snæfellsnes þar sem dögum saman var ferðast um Löngufjörur. Bráöskemmtileg frásögn og fróðleg, sem gefur bókinni aukna vídd. Bókin HESTAR OG MENN 1995 hefur sjaldan verið betur unnin en nú og er aö henni mik- ill fengur. Hún ætti því aö vera hestamönnum kærkomin lesn- ing um hátíðarnar. Sem fyrr eru þaö Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson sem bókina rita, en myndasmið- ir eru margir. Bókin er mjög ríku- lega myndskreytt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.