Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 3
Þri&judagur 19. desember 1995
WUmMw
3
Vopnuöum glœpum hefur stórfjölgaö í nágrannalöndunum. Veröur þróunin sú sama í Reykjavík?
Haglabyssa og svebjur í
bankaráni á Vesturgötunni
Bíræfib bankarán var framib
við útibú Búna&arbankans vi&
Vesturgötu 54 í gær. Þrír
menn vopna&ir haglabyssu og
sveöjum rændu þar bankann
á 12. tímanum í gærmorgun,
eftir a& hafa ógna& starfs-
mönnum og nokkrum viö-
skiptamönnum bankans. Lög-
reglan haf&i mikinn viöbúnaö
til aö reyna aö finna ræningj-
ana sem komust burt meö
fenginn en leit haföi engan
áhuga boriö þegar Tíminn fór
í prentun í gær.
Rániö vir&ist hafa veriö vel
skipulagt og ber harðari og skipu-
lagðari blæ yfir sér en fyrri til-
raunir hérlendis til bankaráns.
Mennirnir þrír komu akandi á
fólk'sbifreið sem þeir höföu stolið,
og höföu sett nýjar númeraplötur
á bílinn sem þeir stálu annars
staöar. Þeir skildu eftir bílinn í
gangi framan við bankann og réö-
ust síðan til inngöngu, hrópuöu
Tófuvinafélagiö:
í góbu lagi ab
éta útlenda refinn
Fimm Patreksfiröingar unnu sér
þaö til frægöar fyrir helgi aö
Ieggja sér til munns refakjöt.
Þeirri veislu hefur veriö lýst í
fjölmiölum. Engum varö meint
af.
„Þaö er í góöu lagi aö þeir éti út-
lendar tófur, þær eyðileggja ekki
okkar tófustofn á meöan," sagði
Sigurður Hjartarson, enn formað-
ur Tófuvinafélagsins. Hann segir
hins vegar aö sér finnst matar-
geröin hjá Pottormunum á Pat-
reksfirði frekar ógeösleg.
Tófuvinafélag Siguröar og fjöl-
margra kunningja hans er enn til
á blaðinu. Sigurður segir þó aö
frekar dauft hafi verið yfir félags-
skapnum á síöari árum.
-JBP
Eldur í fiskflutningabíl á Noröurleiö í Hvalfiröi:
Bíllinn eybilagbist
Frá Stefáni Lárusi Pálssyni, fréttaritari
Tímans á Akranesi.
Bifreiðin sem er af Volvo-gerð
var stödd viö bæinn Miðfell í
Hvalfirði um kl, 10 í gærmorg-
un. Bíllinn ásamt tengivagni var
fullhlaðinn fiskúrgangi í plast-
körum. Ökumaður fann aö eitt-
hvaö óeðlilegt var við hjólabún-
aö bílsins. Þaö reyndist sprung-
ið á afturöxli og óviðráðanlegur
eldur logaði í hjólbörðum. Eld-
urinn komst í fiskúrganginn,
þar sem lítill eldsmatur var, en
viö hitann frá logandi gúmmí-
inu kviknaði í grind bílsins sem
seig niöur þannig að eldur
komst í klæðningu á veginum.
Slökkviliðið af Akranesi
slökkti eldinn og urðu engin
slys á mönnum en bíllinn er
ónýtur. Eigandi bifreiðarinnar
segir að hjólbarðar hafi verið
nýlegir og vissu menn harla fá
dæmi um uppákomu sem þessa
en öll dekkin á tveimur öxlum
ab aftan eru ónýt.
„Vopnað rán" og skipuðu við-
stöddum að leggjast á gólfið. Erf-
iðlega gekk í gær að fá uppgefið
hve miklu fé ræningjarnir náðu
en talið var að í peningaseðlum
væri að hámarki um 1,5 milljónir
króna að ræða. Eftir ránið, sem
tók um eina og hálfa mínútu,
hlupu þremenningarnir svo áleið-
is til hafnarinnar, en skildu bílinn
eftir. Ekki er talið að mynd hafi
náðst af ræningjunum við verkn-
aðinn.
Enginn viöstaddra varö fyrir
meiðslum en bæbi starfsfólk og
viðskiptavinir urðu felmtri siegnir
og var trúnaðarlæknir bankans
m.a. fenginn til að ræða við af-
greiðslufólkið.
Víðtæk rannsókn RLR og Lög-
reglunnar í Reykjavík hófst strax
og var reynt að komast á slóð
mannanna með því að láta leitar-
hunda þefa af munum úr bíl ræn-
ingjanna. Þá var Víkingasveitin
kölluö til og lögreglan gerði átak í
að fylgjast með bílaumferð, sér-
staklega út úr borginni. Um miðj-
an dag í gær var tveggja Toyota-
bifreiða leitað, ef hugsast gæti að
þær tengdust ráninu. Tilkynnt
var um stuld á annarri þeirra á
sunnudag en á hinni í gærmorg-
un. Mögulegt er talið að ræningj-
arnir hafi notaö tvo bíla við
verknaöinn.
Gífurlegt áhyggjuefni
Samkvæmt eðli og tíðni afbrota
í Skandinavíu má telja mögulegt
að sama þróun verði hérlendis, en
vopnuðum ránum hefur stór-
fjölgað í Svíþjóð og póst- og
bankarán í Kaupmannahöfn
skipta hundruðum síðustu árin.
Guðmundur Guðjónsson, yfir-
lögregluþjónn í Reykjavík, sagði í
samtali við Tímann í gær að
vissulega væri ekki hægt að al-
hæfa um það út frá þessu einangr-
aða tilviki hvort svokölluðum
hörðum glæpum, eða vopnuöum
ránum, væri að fjölga hérlendis
en hann lítur glæp gærdagsins
mjög alvarlegum augum. „Þetta
er gífurlegt áhyggjuefni. Það fer
ekki milli mála," sagði yfirlög-
regluþjónn í gær.
Guðmundur segir ránið sérstakt
þar sem fólki hafi verið ógnað
með vopnum og það sé vissulega í
hópi algrófustu glæpamála inn-
anlands.
Samkvæmt upplýsingum Tím-
ans tengdust um 40% afbrota-
manna sem frömdu rán í fyrra
fíkniefnum. Þab ár var óvenju-
mikið afbrotaár og heimildir
blaðsins segja að fjöldi rána hér-
lendis virðist svipaður í ár og í
fyrra. -BÞ
Frá brunastab á þjóbvegi 1 í Hvalfjarbarstrandarhreppi í gœr.
Tímamynd: SLP
Formaöur Lögmannafélagsins hefur áhyggjur afmeintri slœmri ímynd íslenskra lögmanna. Hún hvetur til nýrrar
hugsunar lögmanna:
Gætum lent í útrýmingarhættu
„Ef ekkert er aö gert þá gæti far-
iö svo aö lögmenn lentu á lista
yfir dýrategundir sem eru í út-
rýmingarhættu, ásamt nashyrn-
ingum, skallaerninum o.fl. Lög-
menn, eins og nashyrningar,
eru ávallt reiöubúnir til atlögu,
nashyrningar gegn óvinum sín-
um, en lögmenn fyrir skjólstæö-
inga," segir Þórunn Guömunds-
dóttir hæstaréttarlögma&ur í
lokaoröum greinar sinnar um
ímynd íslenskrar lögmanna-
stéttar, sem hún ritar í Lög-
mannablaöiö.
Þórunn hefur áhyggjur af
ímyndinni, en telur hana þó ekki
eins slæma og af er látið, meðal
annars í fjölmiðlum. Hún segist
hafa af því spurnir að lögmenn
segist vera skrifstofumenn þegar
það hendir þá að fara á skemmti-
staöi. Greini þeir frá starfsheiti
gerist eitt þriggja: Þrjúhundruö-
punda menn vilji fá lögmanninn
afsíðis „til að ræða málin vegna
þess að einhver lögmaður hirti af
þeim bílinn". Menn biðja um lög-
fræöilega ráögjöf, eða í þribja lagi
að menn ætlast til að ríki lögmað-
urinn opni veski sitt og splæsi
sjússum.
„Getur það verið að ímynd
stéttarinnar sé svo slæm aö lög-
menn séu farnir að skammast sín
fyrir ab vera lögmenn? Víst er það
að margir telja lögmenn óalandi
og óferjandi. Þeim er gjaman líkt
viö ýmsar tegundir úr dýraríkinu,
svo sem skunka, snáka eða refi.
Lögmönnum er tíörætt um ímynd
stéttarinnar. Er þá gjaman vísað
til umsagnar í fjölmiðlum, um-
mæla stjórnmálamanna sem telja
illyrði um lögmenn og lögfræð-
inga ódýra leið til að afla sér vin-
sælda. Lögfræöingabrandarar eru
margir og eru flestir í hemlafara-
stíl. („Hver er munurinn á dauð-
um skunki og dauðum lögmanni á
þjóðveginum? Það eru hemlaför
fyrir framan skunkinn").
Segir Þórunn að lögmenn hafi
gert ýmislegt til að bæta þessa
meintu slæmu ímynd. Hafi ýmsir
þeirra veriö tilbúnir að láta ýmis-
legt yfir sig ganga í nafni bættrar
ímyndar. Þannig hafi í mars síðast-
liðnum veriö samþykkt breyting á
málflytjendalögum á Alþingi. Sú
breyting hafi í för með sér að lög-
menn eru nú skyldaöir til aö kaupa
sér starfsábyrgðartryggingu og til
að hafa vörslufjárreikninga. Neyt-
endavernd hafi mjög verið hent á
lofti þegar þessi lagabreyting var
samþykkt. Það er, aö sérstakra ráð-
stafana hafi verið talin þörf til ab
vernda neytendur gegn lögmönn-
um. I greinargerð hafi verið tekið
fram að ekki skipti máli hvort fjár-
hagstjónið sem lögmaðurinn hefði
valdið viðskiptamanni sínum væri
að rekja til ásetnings eða gáleysis
lögmannsins.
Segir Þórunn að á aukaaðal-
fundi Lögmannafélags íslands í
októberlok hafi verið sámþykktar
starfsábyrðartryggingareglur sem
fela í sér að ekki er trygginga-
skylda aö því er varðar ásetnings-
brot. Ekki sé ljóst nú hvort dóms-
málaráðuneyti staðfesti reglurnar
eins og aukaaðalfundurinn sam-
þykkti þær.
„Þeirri skoöun hefur verib
hreyft aö það mundi bæta mjög
ímynd lögmannastéttarinnar ef
lögmenn væru skyldaðir til að
kaupa sér tryggingu gegn ásetn-
ingsbrotum. Hvernig í veröldinni
getur það aukið virðingu almenn-
ings fyrir stéttinni ef lögmenn
hafa ásetningsbrotatryggingu?
Mun það ekki frekar hafa þveröfug
áhrif," spyr formaður Lögmanna-
félags íslands í greininni.
Þórunn Guðmundsdóttir kemst
að þeirri niðurstööu að almenning-
ur, þar með taldir fjölmiðlungar og
stjórnmálamenn, þurfi oft að leita
til lögmanna. Miöað viö þann
stóra hóp sem þurfi á aðstoð lög-
manna aö halda, virðist aðeins lít-
ill hluti fólks óánægður með þjón-
ustuna. Ef ummæli í fjölmiðlum
endurspegluðu almenna óánægju
með lögmenn, þá hlytu umkvört-
unarefnin sem berast Lögmannafé-
laginu að verða margfalt fleiri. Þeg-
ar grannt væri skoðað væri ímynd
lögmanna kannski ekki jafn slæm
og af hefur verið látiö. Lögmenn
megi ekki láta hræðslu viö ímynd
stéttarinnar draga úr sér mátt.
„Lögmenn eiga ab stíga sjálfir á
bremsurnar og berjast gegn ósann-
gjörnum álögum á stéttina. Það má
ekki setja reglur sem eru það
íþyngjandi að þær takmarka mögu-
leika ungs fólks að hefja lög-
mennsku eða leiði jafnvel til þess
að þær hreki starfandi lögmenn úr
starfi," segir Þórunn Guðmunds-
dóttir. -fBP