Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 5. janúar 1996 Tíminn spyr... Er SH ab skapa ný störf meb flutningi Opal til Akureyrar? Pétur Jónsson, formaöur Atvinnumála- nefndar Reykjavíkurborgar: „Nei, ég held ekki. Það er bara verib að taka störf annars staðar frá og er trúlega hluti af samningi SH vib Akureyringa, vegna sölu á afurðum Utgerb- arfélags Akureyringa. Þetta er því hluti af þeim kvóta sem SH hefur lofað til ab fá áfram- haldandi viðskipti. Ég held þó ab þetta sé einstakt dæmi og hef ekki trú á því ab fleiri stór- fyrirtæki á vib SH reyni ab skapa sér vibskiptavild meb þessum hætti." Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka ibnabarins: „Ég fulla trú á því ab rekstur Opal verbi í góbu lagi hjá þeim sem stjórna Nóa-Síríus, en ég get ómögulega séb ab meb þessu séu sköpub ný störf. Ekki bý ég til nýjan bíl með því ab keyra til Akureyr- ar. Ég gef því ekki mikib fyrir þær hástemmdu yfirlýsingar um ab þab sé verib ab búa til ný störf meb þessu." Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerbarfélags Akureyringa. „Já. Þessi rábstöfun ab láta Opal hasla sér völl á Akureyri held ég ab hljóti að skapa ný störf í bænum." Úr Kirkjugarbsklúbbnum. Gleöi og sorg í Kirkju- garðsklúbbnum Samkeppnisstofnun: Gallerí Borg getur ekki firrt sig ársábyrgö á uppboösteppum sínum: Innflutt sem lausafé Gallerí Borg hefur fengib áminningu frá Samkeppnis- stofnun sem bendir á ab skil- málar sem Gallerí Borg hefur sett vib uppbobssölu á hand- ofnum teppum, um ab kaup- endur beri alla ábyrgb á hugs- anlegum göllum í teppunum, þeir standist ekki lög. Þar sem teppin séu flutt inn sem lausafé en ekki listmunir gildi um þau lög um lausafjárkaup. Og sam- kvæmt þeim beri seljandi eins árs ábyrgb á vöru sem reynist göllub. Samkeppnisstofnun mælist til þess ab Gallerí Borg taki þetta til greina framvegis. Ástæða fyrir þessum tilmælum eru uppboð sem Gallerí Borg hefur haldið á handofnum tepp- um undanfarna mánuði. í upp- bobsskilmálum gallerísins hefur það sérstaklega verið tekið fram ab kaupandi beri alla ábyrgð á göllum sem kunni ab vera á þeim hlutum sem seljist á upp- boðinu. Vib nánari athugun Sam- keppnisstofnunar kom í ljós ab teppin voru flutt inn sem lausafé en ekki sem listmunir og um þau gildi því lög um lausafjárkaup. í samkeppnislögunum segi einn- ig, ab seljendur megi abeins gefa yfirlýsingu um ábyrgb séu þeir ab veita kaupendum meiri rétt en lög mæli fyrir, þ.e. meira en eins árs ábyrgb þegar um lausafé er ab ræba. ■ „Þetta vandamál er ab skjóta upp kollinum víbar í kirkjun- um og er ekkert einsdæmi. Því mibur er afar illa gengib frá verkaskiptingu presta og org- anista, en unnib ab því ab fá starfsheiti organista lögvernd- ab. Fyrir Alþingi liggur frum- varp um starfshætti kirkjunn- ar. Þar verbur skilgreint í lög- um hvernig starf organista skal vera í kirkjunni," sagbi Kjartan Sigurjónsson, formab- ur Félags organista í samtali vib Tímann í gær. í kvöld, föstudag, frumsýnir Þjóbleikhúsib bandaríska gamanleikritib Kirkjugarbs- klúbbinn á Litla svibinu. Höf- undurinn, Ivan Menchell, er abeins þrítugur ab aldri, en fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkj- ur sem komnar eru á efri ár. Þær hafa verið vinkonur ár- um saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundib sína leib til þess að takast á við sorgina. Líf- ib heldur áfram, þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánubi fara vin- konurnar saman í kirkjugarð- inn ab vitja leiba eiginmann- anna. Dag nokkurn hitta þær fullorbinn ekkil í garbinum og „Menn verba ab geta unnib saman í kirkjunni, en vib höf- um orðið aö hafa nokkur af- skipti af svipuðum málum. Oft hefur okkur tekist að leysa þessi samskiptavandamál," sagbi Kjartan Sigurjónsson. Hann kvabst ekki vilja nefna einstök dæmi um væringar milli organ- ista og presta í kirkjum landsins. Kjartan sagbist taka undir með Hauki Gublaugssyni söngmála- stjóra þjóökirkjunnar, að í flest- um tilvikum væri samstarfiö meb ágætum. Menn væru með þar með lenda vinkonurnar í óvæntri kreppu. Nær tryggðar- heit hjónabandsins út yfir gröf og dauöa? Vinkonurnar þrjár eru leikn- ar af þeim Margréti Gubmunds- dóttur, Guðrúnu Þ. Stephensen og Sigurveigu Jónsdóttur. Ekkil- inn leikur Bessi Bjarnason og Þóra Friðriksdóttir er í hlutverki málglaðrar kunningjakonu. Þýbandi verksins er Elísabet Snorradóttir, Ásmundur Karls- son hannar lýsingu, Úlfur Karlsson er höfundur leik- myndar, Helga I. Stefánsdóttir höfundur búninga, Andrea Gylfadóttir hefur umsjón með tónlist og Andrés Sigurvinsson leikstýrir. ■ vinnureglur sem þeir settu sér á hverjum staö. Hins vegar væri afar brýnt aö setja reglur til ab gera samstarfið tryggara. Félag organista er meb eitt- hvað á þriðja hundraö félaga um land allt. Félagið stybur Jón Stefánsson, félaga sinn í deilun- um í Langholtssókn, ab sögn Kjartans Sigurjónssonar. Kjartan sagöi í gær ab Jón heföi bebið fé- lagib um stuðning og fengib hann óformlega. Lítið annað gæti félagið aðhafst í þessari deilu. -JBP Sagt var... Ekki hægt ab reiba sig á Jón „Mér finnst ótrúlegt aó söfnuóurinn sætti sig við að maður sem tvisvar hefur hótað að koma jólahaldi í upp- nám með því að fara, og gert alvöru úr því í seinna sinnið, komi aftur til starfa. Það er augljóst að ekki er hægt að reiða sig á slíkan starfs- kraft." Séra Flóki um Jón Stefánsson. DV. Ábur verib erfitt „Auvitað verður þetta erfitt, en það er hægt að standa af sér nokkrar messur. Ég hef ábur leikið við erfiðar abstæbur, til dæmis jarbarfarir ná- kominna." Jón organisti um séra Flóka. DV. Loksins, loksins „Alvöru leikir hér á landi næsta haust" íþróttafyrirsögn í DV í gær. Kominn tími tii. AJIir vegir færir „Ég hef trú á því, já, ab ég geti bætt Islandsmetið. Þá trú mína byggi ég fyrst og fremst á líkamlegu ástandi mínu í dag og samanburði vib út- komu í líkamsprófum síöustu ár." Segir spjóthetjan Einar Vilhjálmsson í Mogganum, kokhraustur ab vanda. En hvab meb meibslin? Foreldrar óþarfir „Þeim börnum fer fjölgandi sem verða háð alnetinu og eyba allt ab fjórtán klukkustundum a dag fyrir framan tölvuskjáinn, ab sögn bresks sálfræbings." Úr frétt Moggans. Blessab tölvulán. Mesta afrekib „Enda hlýtur eitt mesta afrek ís- lenskra stjórnmálamanna aldarinnar ab vera hvernig þeim tókst ab fífla al- þýðu manna til þess ab kyngja álagningu fulls virðisaukaskatts á matvæli. Þeim hlýtur ab bera taum- laus abdáun okkar greiðendanna." Halldór Jónsson í Mogga. Hálfvitar alls stabar „Það eru hálfvitar út um allt. Sumir skrifa í blöðin, abrir eru í bókmennta- fræbi, fjölmargir eru lögfræðingar og ótrúlega margir eru á þingi... Ekki fordæmi ég Alþýbuflokkinn fyrir alla hálfvitana sem leynast í honum og eru örugglega fleiri en ég þekki... Svo er hellingur af algjörum fíflum að læra bókmenntir hérna meb mér í Montpellier og mörg þeirra hafa ver- ið meb mér í bekk." Skrifar Sigurbur Ingólfsson til Hrafns Jökulssonar í opnu bréfi í Alþýbublab- inu. Á nýársfagnaði '68-kynslóðarinnar á Hótel Sögu tróðu mebal annars upp nokkrar áhugasamar konur sem rifjubu upp sögu kvennabaráttunnar fyrir fé- laga sína. Eitthvab mun frásögnin hafa farib fyrir ofan garb og neöan hjá ýms- um viðstaddra og endabi atribib meb því ab konurnar voru hraktar niöur af svibinu eftir 40 mínútna tölu. í heita pottinum telja menn að þessar viðtök- ur við boöskap rauðsokkanna fyrrver- andi sanni endanlega ab '68-kynslóbin hafi lagt allar gömlu hugsjónirnar á hilluna og sé orðin ekkert annað en samsafn miðaldra smáborgara. • Ekki eru allir á einu máli um ágæti þess ab flytja störf frá Reykjavík til Akureyrar og bjóba starfsfólki upp á hreppaflutn- inga eba atvinnuleysi ella. í heita pott- inum voru sumir æfir út af fyrirtækja- möndli Sölumibstöbvarinnar og ab Nói-Síríus væri skyldabur til ab efla at- vinnulífið fyrir norban. Mér er svosem sama, sagbi fýldi karlinn, næst tröpp- unum, en mér finnst aldeilis óþarfi ab vera ab fjölga Akureyringum. • I heita pottinum í gær voru allir sam- mála um ab þab hefbi mátt sleppa kosningu íþróttafréttamanna til íþrótta- manns ársins hér á landi, svo augljóst væri ab Jón Arnar Magnússon, tug- þrautarmabur væri íþróttamabur árs- ins. Iþróttafréttamenn kusu íþrótta- mann ársins á Hótel Loftleibum í gær, en höfðu ábur birt lista yfir þá tíu íþróttamenn sem ab þeirra mati stóbu fram. Sem sagt: Listinn óþarfur og Jón Arnar Magnússon sannkallabur íþróttamabur ársins, bæbi í kosningu þjóbarinnar og íþróttafréttamanna. Formaöur Félags organista, Kjartan Sigurjónsson: Langholtsmálið ekkert einsdæmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.