Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 4
4 Wmitm Föstudagur 5. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. í botnbaráttunni Daginn eftir að kjaranefnd úrskurðaði launahækkanir til presta og nokkurra annarra embættismanna dæmdi Félagsdómur uppsagnir fjögurra verkalýðsfélaga ógild- ar. En óróleikinn á vinnumarkaði og ólöglegar upp- sagnir launþegafélaga á samningum á miðju samnings- tímabilinu stafar ekki síst af úrskuröi Kjaradóms s.l. haust um launahækkanir til alþingismanna og þeirra embættismanna sem þiggja laun samkvæmt ákvörðun þess dómstóls. Síðan munu samningar ríkisins við flug- umferðarstjóra síst verða til þess að lægja öldurnar á al- mennum vinnumarkaði. Eftir úrskurð kjaranefndar um launahækkanir til þeirra embættismanna sem hún ákvarðar kjör fyrir, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, að það ríki geðbilað ástand á launa- markaðinum í landinu, í viðtali við Tímann. Aðrir for- ystumenn verkalýðsfélaga hafa uppi þung orð um ástandið, en segjast munu hlíta lögum, þar sem efni eru ekki til að rifta samningum. Það er óheppilegt að opinberar launanefndir og dóm- stólar skuli nær samtímis kveða upp úrskurði um launa- hækkanir til ríkisstarfsmanna og ógildingu uppsagna verkalýðsfélaga, sem telja sig hlunnfarin í öllu kjara- málaferli síðasta árs. Félögin telja að þjóðarsáttin um kjarabætur þeirra til hinna lægstlaunuðu og stöðugleika hafi verið svikin illilega. Því verður ekki á móti mælt að þau launþegafélög, sem fyrst sömdu um næstliðin áramót, sitja á botnin- um miðaö við mörg þau sem síðar gerðu sína kjara- samninga og úrskurðir um kjör ríkisstarfsmanna draga dám af. En samanburðarfræðin um krónur og prósentur er ekki ávallt einhlít. Hækkunin, sem launanefnd ákvarð- aði til handa prestum og nokkrum öðrum ríkisstarfs- mönnum, byggir á því að þeir hafa ekki fengið kaup- hækkun í rúmlega tvö ár, en kjör á almennum vinnu- markaði voru ákveðin með samningum á síðasta ári. Það sýnir að launahækkanir er ekki alltaf hægt að jafna saman, enda forsendur oft af ólíkum toga. „Við sitjum á botninum eins og vant er," sagði séra Geir Waage, formaður Prestafélagsins, við Tímann þeg- ar hann var spuröur um hug sinn til úrskurðar kjara- nefndar. Það eru því fleiri en almennu verkalýðsfélögin sem telja sig í botnsætum kjaramálabaráttunnar. Samanburður á launum og lífskjörum stétta er oft varasamur, því forsendur eru ærið misjafnar og krónu- tala og prósentur sem upp eru gefnar eru ekki ávallt eins og sýnist. Til dæmis eru kjör presta svo misjöfn að ein- hver prósentutala um kauphækkun segir í raun fátt eitt um hverjar raunverulegar tekjur stéttarinnar eru. Því vill oft fara svo að karpið um kaup og kjör er varla ann- að en deilur um keisarans skegg. Þau verkalýðsfélög, sem sitja uppi með sína samn- inga eftir að Félagsdómur dæmdi uppsögn þeirra ólög- lega, munu að sjálfsögðu hlíta þeim úrskurði. Hins veg- ar er urgur í mönnum og talað er um skæruhernað á vinnustöðum eða einhverjar þær aðgerðir sem atvinnu- rekendur verða að þola. En eðlilegast er að bíða næstu samningalotu til að rétta hlut þeirra sem telja sig illa svikna eftir að hafa gert fyrstu láglaunasamningana. En það má taka undir spurningu þeirra sem undrast samninga og úrskurði um kjör opinberra starfsmanna, hvort efnahagur ríkisins og rekstur sé með þeim hætti að það geti boðið snöggtum betri kjör en almenni vinnumarkaðurinn. G-blettir þjóbarinnar „Gebbilab ástand" er lýsingin sem formabur Verkamannasambandsins gaf á stöbunni í launa- málum þjóbarinnar í Tímanum í gær. Björn Grét- ar var þar ab vísa til þess ab á sama tíma og Félags- dómur stabfestir ab 2.700 krónur séu það sem lág- launaliðib á rétt á ab fá í hækkun um áramót, úr- skurbar kjara- nefnd ab embætt- ismenn og prest- ar, sem höfbu meira fyrir, skuli fá allt upp í tífalda þessa upphæb. Garri getur tekið undir það með Birni ab meb tilliti til jafnlaunastefn- unnar víbfrægu er hér á ferbinni eins konar „G-vara" eins og unglingarnir myndu kalla það vegna þess hve G-in eru áber- andi: G- rátleg G-eggjun. En verkalýbsforingjarnir geta aubvitab sjálfum sér um kennt, því þessi G-vara er náttúrlega unnin af þeim sjálfum að mestu leyti, og þó tæpt ár sé libib frá framleibsludeginum í febrúar, geymast samningarnir vel og eru alltaf jafn ferskir eins og Félagsdómur ber vitni um. Tvöfalt G og þrefalt G En á meðan Grátleg Geggjunin ríkir í hugar- heimi verkalýbs og vinnandi alþýbu, eru önnur G að verki hjá hinni þjóbinni í landinu. Davíð Oddsson gerbi þessi G ab meginþema áramóta- ræbu sinnar og Seblabankinn og aðrar peninga- stofnanir taka nú mib af þeim, þegar vextir eru hækkaðir meb handafli. Þetta eru að sjálfsögðu G- in þrjú: „Góbærib er Gengib í Garð." Þetta þre- falda G hljómar eins og tónlist í eyrum þeirrar þjóbar, sem stendur utan ASÍ, og hún nýtur þess ab láta rábamenn og bankastjóra gæla við sig meb þessum hætti. Og eðli málsins samkvæmt strjúka þeir þennan unabsblett neyslumannsins, sjálfan G-blett „Homo economicusar". En sem ábyrgir landsfebur hafa bæbi Davíb Oddsson og Birg- ir ísleifur sebla- bankastjóri préd- ikað hófsemd í neyslunautninni og bent á að þó sjálfsagt og ebli- legt sé ab strjúka G-blett þjóbar- innar, sé betra að fara sér hægt og rólega og reyna aðeins ab halda aftur af æsingn- um. Aubvelt sé að framkalla ótímabæran endi unabsins með því ab fara of geyst í hlutina. Ymis hjálpartæki eru líka fyrir hendi og þannig vill seðlabanka- stjórinn beita vaxtahækkun til að draga góbærið á langinn og for- sætisráðherrann hefur aðeins talab um ab ef rétt væri á málum haldib, væri hægt ab hámarka áhrif góbærisins á árunum fram til aldamóta. Ánægjukurr eöa sársaukahróp G-vara Alþýbusambandsins og raunar fleiri launamannafélaga og bandalaga, febrúarsamn- ingarnir, virbast hins vegar enn um sinn ætla ab koma í veg fyrir ab G-in þrjú geri vart við sig hjá félögum þessara samtaka. G-blettur skjólstæðinga Björns Grétars verbur því engin unabsblettur, eins og hjá þeim sem þegar hafa verib heimsóttir af G- unum þrem. Það má því enn búast vib ólíkum vibbrögbum þegar G- blettir þjóbanna í landinu eru stroknir: annars vegar ánægjulegt kurr, en hins vegar skerandi sársaukahróp. Garri M “TtSLÍ »'>■ Mkki M> »»kk“ ”# vibhaW* sl®“8 ^ lyilt * bctu í lUununn»“"a “ ,imJ og »>• kum vclu mc"“ mrf> bug; Uon»nu''‘»J." sveinsW" ,0'' tis0„d» ki6n» » “J ,aJgsmann» ?vjt) stjóinvöW j, þal> Warasamnmg fOImabut K v,„b sé ijós' a* ^vl icika satniata n' . .u_ iiööugiciki sj? r^-rsrss uni laun i^—aiutnanna. hinn úlhluta ■ _ ýmsat i>c\tta hxst annarra em'jíel! vi pskka ála hljóti ab vc »» P ^ jfcistak- \ qáimagnsitv^^^^^^^ ^^Í-tKogiauncmb^b spujnjM. ah ..w'-" .... ' GARRI Hib trausta bjarg Þegar ég hóf störf á Alþingi fyrir 10 árum urðu þau þáttaskil í lífi mínu að flytja að mestu frá Austurlandi og búa í Reykjavík. Ég leigði fyrsta veturinn minn í Reykjavík litla íbúð í Vogun- um. Þar fékk ég inn póst eins og fleiri íbúar hverfisins og einn daginn lá þar inni dreifibréf með yfirskriftinni „Til sóknarbarna Langholts- kirkju." Ég er búinn að gleyma hvert erinidð var, en varð star- sýnt á yfirskrift- ina og fannst ég vera í raun kom- inn að heiman. Mér fannst svona einkenni- legt að til mín væri borinn póstur sem sókn- arbarns annarrar kirkju en ég var vanur að sækja. Þó er langt í frá að ég sæki kirkju reglulega, og er sjálfsagt mjög dæmigerður í því efni að hverfa til kirkj- unnar á stórum stundum í líf- inu, stundum sorgar og gleði og á stórhátíðum. Þrátt fyrir það á mín sóknarkirkja svona mikinn sess í mínum huga. Ábyrgöarstarf Ég ætla mér alls ekki að fara að leggja orð í belg um þau deilumál sem nú hafa verið uppi í hinni ágætu kirkju sem ég gerði að umtalsefni í upphafi. Hins vegar er ég með miklar áhyggjur af þeim deilum sem upp eru komnar í kirkj- unni, og þær áhyggjur eru vegna þess ab ég vil veg hennar mikinn. Kirkjan bobar kærleika, umburbarlyndi og mildi og illvígar deilur eru í hróplegu ósamræmi við þann boðskap. Það er mikib ábyrgðarstarf að taka að sér þjónustu fyr- ir kirkjuna, hvort sem um er að ræða prests- þjónustu eða önnur störf sem tengjast guðs- þjónustum og helgihaldi. Því fólki ber skylda til þess að leysa sín deilumál í kyrrþey og halda fjölmiblum utan við þær deilur sem upp kunna ab koma í dagsins önn og amstri. Kirkjunnar þjónar og annað fólk sem í kirkjunni vinnur er mannlegt eins og annað fólk og ágreiningur getur komið upp. Illvígar deilur fyrir opnum tjöldum í fjöl- miðlum geta stórskaðað kirkj- una og eru til mikils tjóns fyrir trúarlífið í land- inu. Þjóökirkja Ég hef þá stað- föstu skoðun að kirkjan eigi að vera það trausta bjarg sem fólk getur hallað sér að í lífinu. Vissu- lega verður hún að vera sýnileg í nútíma samfé- lagi og fylgjast með straumi tímans að vissu marki. í kirkju- legu starfi verður að vera visst umburöarlyndi ef kirkjan á áfram að höfða til allrar þjóðarinnar. Það er ósköp skiljanlegt að prestum þjóðkirkjunnar finnist söfnuðirnir vera fáskiptir um messur utan stórhátíðar og vissulega þarf að verða þar breyting á. Æsku- lýðsstarf kirkjunnar skiptir þar miklu máli, að börn og unglingar alist upp með kirkjulegu starfi. Mér er stórlega til efs ab það sé til bóta fyrir trúarlíf í landinu að aðskilja ríki og kirkju. Það á eftir að sannfæra mig um það að sú breyting sé til góðs. Hins vegar geta stórdeilur fyrir opnum tjöldum veikt kirkjuna svo mikið að fylgi aukist vib einhverjar vanhugsaðar breytingar á upp- byggingu hennar. Ég geld varhug við slíku. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.