Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 8
8 fgttaííKti Föstudagur 5. janúar 1996 Skrifab undir Bosníufrib í París: sá atburbur stubiar ab vonum um ab árib 1996 verbi heldur fribsamlegt. (í fremri röb talib frá vinstri: Miiosevic Serbíu- forseti, Tudjman Króatíuforseti og Izetbegovic, forseti Sarajevostjórnar. Á bak vib þá t.f.v.: Conzález forsœtisrábherra Spánar, Clinton Bandaríkjaforseti, Chirac Frakklandsforseti, Kohl sambandskanslari Þýskalands, Major forscetisrábherra Bretlands.) ískyggileg aldursspá það hafði reitt sig á, sé að grotna niður. Ein spáin er á þá leið, að þegar þeir sem nú eru tíu ára verða um fertugt og þá væntan- lega í hámarki hvað tekjum viö- víkur, verði þeir að borga 80% tekna sinna í skatta til að sjá far- borða gífurlegum fjölda gamal- menna. „Auðvitað gera þeir það ekki," segir einn spámaðurinn kuldalega. 46% íbúa Bretlands eru nú á vinnualdri, en 2040 veröur sú tala komin niöur í 32%, samkvœmt spám lýöfrœöinga. Fyrir Japan eru sömu tölur 56% og 20% Eins og vaninn er um ára- mót gerast þessa dagana margir til að spá í fram- tíðina, bæbi um árið 1996 og lengra fram í tímann. Og eins og gengur gætir í þeim spá- dómum bæbi bjartsýni og bölsýni, eba einhverskonar blöndu af þessu tvennu. All- margar spár, sem fagrar geta kannski talist fyrir suma, eru og þeim mun ískyggilegri fyr- ir aðra. Um árið 1996 eru spárnar yf- irleitt með bjartsýnna móti. Nokkuö almennt virðist vera gengiö út frá því að á því ári verði heimurinn í friðsamlegra lagi og að í efnahagsmálum fær- ist hann heldur upp á við. Abeins nýlögð út á sigurbraut? Hins vegar getur brugöið meira til beggja vona, bæði al- mennt séð og fyrir hinum og þessum, ef lengra er horft fram í tímann. Spáð er að 1996 muni Austur- og Suður-Asía halda áfram að sækja fram í hlutfalli við heiminn í heild á vettvangi efnahagsmála, og að áhrif þess heimshluta, í hlutfalli við abra, muni fara vaxandi að sama skapi. Það er þróun sem komin er í gang fyrir löngu. Um nokk- urra ára skeið hefur Austur-Asía verið með um þrefalt meiri hag- vöxt en Vesturlönd. Vesturlönd hafa aö vísu svo drjúgt forskot að forysta þeirra í efnahagsmál- um heimsins er enn yfirgnæf- andi. Þeir sem hæstar hug- myndir hafa um Austurlönd fjær segja sem svo að þau séu ekki nema rétt nýlögð út á sig- urbraut sína í efnahagsmálum. Spáð er að kosningabaráttan í Bandaríkjunum fyrir forseta- kosningarnar þar haustið 1996 muni ýta undir stjórnarstefnu með lægri sköttum, minni ríkis- afskiptum og mikilli Iækkun út- gjalda til velferðarmála. Þetta muni verða stefnan þar af opin- berri hálfu það sem eftir er ald- arinnar. Spáð er 2,5% aukningu heildarþjóðarframleiðslu í Bandaríkjunum á árinu sem er að byrja, og verbur það sjötta vaxtarárið þar í röð. Er það lengsta tímabil óslitins hagvaxt- ar þar í hálfa öld. En þarlendis er þegar heitt í kolunum út af velferðarmálum og inn í það blandast kynþáttavandamál. Niðurskurður fjárframlaga til velferðarmála er því líklegur til að valda alvarlegri ókyrrð inn- anlands. Frjálshyggjusinnaðir spá- menn eru ekki bjartsýnir um efnahagsmál Vestur-Evrópu og tilgreina sem ástæðu að stjórnir þar haldi enn um of í ríkisaf- skipti af gömlum vana. Á móti þeirri svartsýni vinnur ab spár um heildarþjóðarframleiðslu 1996 gera ekki ráð fyrir að aukn- ing hennar verði í stórum drátt- Ýmsum „lausnum" hreyft Líklegt er að um þessi mál eigi eftir að koma til allharðra svipt- inga milli markaðssinna, sem sumir virðast halda „lausnum" sínum fram af rétttrúnaðar- kenndri eindrægni sem minnir á marxista fyrri tíðar, og ann- arra sem trúa á aðrar „lausnir" eða kannski ekki fullkomlega á neinar. Opinskátt a.m.k. stinga menn yfirleitt ekki upp á því að umræddur vandi sé ieystur með því að taka aö nýju upp í ein- hverri mynd ráðstafanir, er sumir telja að sagnir bendi til að tíðkast hafi í fornöld, og þá hafi verið kallaðar að senda gamla fólkið „fyrir ætternisstapa". Öðrum ráðum gegn vanda þessum er hreyft. Lýðfræðingar hvetja fólk til að eignast fleiri börn, til að þeim fjölgi er greiði skatta gamla fólkinu til uppi- halds. En, svara þá aðrir kvart- andi, það kostar nú skildinginn að ala þessi aukabörn upp, mennta þau og koma þeim í gagnið, og það þýðir aukaálag á vinnandi kynslóðir. Þar að auki verbur erfitt ab fá fólk til að eignast fleiri börn, ef það er far- ið að trúa því að það borgi sig ekki fyrir það efnahagslega séð. Hleypið inn ungu fólki frá löndum þar sem enn er nóg af því, leggja aðrir til. Það fjölgar fólki á vinnumarkaði. En, svara margir, Ijóst er að slíkum ráð- stöfunum myndu einnig fylgja alvarleg vandamál. Enn má nefna tillögur um hagræðingu og sparnað af ýmsu tagi, sem og að gefa fólki kost á ab vinna lengur. Bent er á að nú á dögum sé margt fólk, sem lát- ið sé hætta á vinnumarkaönum 64 eða 65 ára, enn við bestu heilsu og ófúst að setjast í helg- an stein. ■ i L ,y wÁÆM 1 % '.■■iáiw dkWmH Verkfallsmenn í París: ótti vib ab grundvöllur afkomuöryggis á elliárum sé ab ganga úr sér. um minni í Vestur-Evrópu en Bandaríkjunum. japan samferða Vesturlöndum Af spám til lengri tíma er nú svo ab sjá að ein þyki hvað geig- vænlegust, hvað mestallan heiminn að frátalinni Afríku raunar varðar, en sérstaklega Evrópu og Japan. Sú spá er um fjölgun gamals fólks, sem kom- ið er út af vinnumarkaðnum, í hlutfalli við aðra þjóðfélags- þegna. Af íbúum Bretlands eru nú 24% — næstum fjórðungur — 65 ára og eldri, en um 46% eru á vinnualdri. Með sama áframhaldi lýðfræðilega séð verða 39% landsmanna — næstum fjórir af hverjum tíu — BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON 65 ára og eldri árið 2040, en að- eins 32% — tæplega þriðjungur — á vinnualdri. Af íbúum Jap- ans eru nú 56% á vinnualdri, en lýöfræöingar spá því að sú tala verði komin niöur í 20% — fimmtung landsmanna — árib 2040. Eftirtektarvert er ab hvað þró- un almennt varðar er Japan á margan hátt frekar samferða Vesturlöndum en Austur-Asíu. Þab þarf ekki á óvart að koma, því að á þá leið hefur það verið svo aö segja alla öldina. Á því tímabili hafa það verið Evrópa/ Vesturlönd auk Japans, sem hafa ríkt í efnahagsmálum heimsins. Spá um aukningu heildarþjóðarframleiðslu í Jap- an 1996 er 1,4%, sem er með minna móti miðað við Vestur- lönd. Fyrir Kína er samskonar spá 8,6%, Indland 4,9%, Mal- asíu 8,2%, Suður-Kóreu 7.7%, Víetnam 9,7%. Horfurnar á tiltölulega hrað- vaxandi fjölda gamals fólks í hlutfalli við heildarfólksfjölda ríkja eru vandamál, sem flestir virðast standa frekar ráðafáir gagnvart. Þessar horfur eru þeg- ar farnar að valda ókyrrð. Það er þetta, sem kannski öllu öðru fremur er á bak við ókyrrðina á vinnumarkaðnum í Frakklandi undanfarið. Fólk þar er orðið hrætt um að grundvöllur af- komuöryggis á elliárunum, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.