Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 13
Þri&judagur 9. janúar 1996 hff Framsóknarflokkurinn Heimsóknir i þingmanna IP**’ " !9 m *»! Framsóknar- wk* IM '■f& j. flokksins í l _ Æ Siv Reykjanesi Hjálmar Dagana 8.-16. janúar 1996 munu þingmennirnir Siv Fri&leifsdóttir og Hjálmar Árnason heimsækja félög og stofnanir í Reykjaneskjördæmi. Nánari upplýsingar veröa veittar hjá formönnum félaganna á hverjum staö. Vinsamlegast hafiö sam- band viö þá ef óskaö er eftir upplýsingum. Stjórn KFR Kópavogur Bæjarmálafundur veröur haldinn mánudaginn 8. janúar kl. 20.30, aö Digranesvegi 12. Á dagskrá veröur fjárhagsáætlun 1996. Stjórn bœjarmálarábs framsóknarfélaganna í Kópavogi Siguröur Geirdal bæjarstjóri Suburland Guöni Almennir stjórnmálafundir veröa haldnir sem hér segir: 1. Fundur aö Skógum, Austur-Eyjafjallahreppi, miövikudaginn 10. janúar kl. 15.00. 2. Fundur aö Ströndinni ÍVÍk miövikudaginn 10. febrúar kl. 20.30. 3. Fundur ab Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, fimmtudaginn 11. janúar kl. 21.00. Alþingismennirnir Guöni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason verða á öllum fund- unum. Abalfundur Abalfundur Framsóknarfélags Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu verbur haldinn þriöjudaginn 9. janúar nk. í Lind- artungu og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávarp gesta: Magnús Stefánsson, þingmabur. ÞorvaldurT. jónsson, varaþingmabur. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennib. Stjórn Magnús Framsóknarvist Félagsvist verbur spiluð í Hvoli sunnudagskvöldib 3. desember nk. kl. 21. Vegleg kvöldverölaun. Næstu spilakvöld verba siöan 21. jan., 28. jan., 4. febrúar oq 11. febrúar. Framsóknarfélag Rangœinga Absendar greinar sem birtast eiga í blabinu þurfa að vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaðar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. m /-----------------------------\ Elskuleg eiginkona mín og móöir okkar Inga Eiríksdóttir Kúld frá Miklaholti, til heimilis aö Dvalarheimili aldraöra, Seljahlíö, Reykjavík andaöist laugardaginn 6. janúar. Davíö Sigurösson Erla Hulda Valdimarsdóttir Sesselja Davíösdóttir Eiríkur Kúld Davíösson Finnbogi Jón Jónsson 13 Rod og Rakel staðfesta hjú- skaparheitið Það er margt skrýtiö í kýrhausnum, svo sem það að Rod Stewart og Rakel eiginkona hans til fimm ára staðfestu hjúskaparheitið við kirkjulega athöfn í bænum Marlow í Bucking- ham-skíri rétt fyrir jólin. Þessi viðburður hef- ur vakið óskipta athygli fjölmibla, en athöfn- in fór fram við kertaljós í blómum skrýddri kirkjunni, aö viðstöddum börnum hjónanna, Renee sem er fjögurra ára og Liam sem er fimmtán mánaða. Börnin voru uppdubbuö ekki síður en foreldrarnir, telpan reyndar í skrúða sem var nákvæm eftirmynd af vib- hafnarbúningi móburinnar, fílabeinshvítum silkikjól og möttli, bryddum strútsfjöðrum. Rokkstjarnan hafði sett upp eyrnahringa úr gulli í tilefni dagsins og færði konu sinni að gjöf perluhring með demöntum. Húsfyllir boðsgesta var í kirkjunni þar sem séra Nick Maloney hafði veg og vanda af at- höfninni, en síðan var boðib upp á kampavín á glæsihóteli í grenndinni. Ófremdarástandið innan bresku drottningarfjölskyld- unnar heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist, en það er þó huggun harmi gegn að fyrrum hjón, hertoginn og hertogaynjan af Jórvík, voru samhent í því að búa dætrurn sínum fögur jól og áramót að þessu sinni. Þau Sara og Andr- és eru að vísu aöeins skilin að borði og sæng enn sem komið er, en vinir og velunnarar Windsor- ættarinnar telja ým- is teikn á lofti um það ab hjónabandinu sé vib bjarg- andi, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Undanfarin ár hafa Sara hertogaynja og dæturnar Beatrice og Eugenie, sem eru sjö og fimm ára, tekið þátt í jólahaldi drottningar- fjölskyldunnar í Sandring- ham-kastala, en lagt síðan af stað í tveggja vikna skíðafrí í Ölpunum á þriðja í jólum. Gaf frú Sara þá skýringu á breytingunni að ekki hafi ver- ið tími til að fara í skíðafrí að þessu sinni, þar sem telpurnar vildu fá ab vera samvistum í SPEGLI TÍIVIANS við föður sinn fram yfir jól. Dável fór á með fjölskyld- unni þegar hún sótti jólatón- leika á dögunum, en fleira varð til að gleðja Söru fyrir jól- in en samlyndið. Þá endur- heimti hún nefnilega háls- men og armband, alsett dem- öntum, sem hún fékk á sínum tíma í brúðargjöf frá tengda- móbur sinni. Skartinu var stolið þegar Sara fór til New York ekki alls fyrir löngu, en sameinað átak FBI og British Airways varð til þess aö skart- ið kom í leitirnar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.