Tíminn - 11.01.1996, Page 6

Tíminn - 11.01.1996, Page 6
6 Fimmtudagur 11. janúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Viö athöfnina 1991, þegar reistur var minnisvaröi um þá sem létust í brunanum mikla í Keflavík. Nýr vegur yfir Fljótsdalsheibi Skipulagi ríkisins bárust engar athugasemdir vegna tillögu Vegagerðarinnar aö nýrri vegarlögn yfir Fljóts- dalsheiði, frá Fosshóli ab vegamótum við Abaldalsveg. Nýi vegurinn verður tæplega tíu kílómetra langur og er ekki talinn hafa mikil um- hverfisáhrif, enda var þess sérstaklega gætt við hönn- unina. Framkvæmdir eiga að hefj- ast í vor, en gert er ráð fyrir að þeim ljúki að mestu leyti sumarið 1997. Norburland stendur vel ab vígi í samkeppn- inni veröum Vestfjörbum, sem nýlega var ákveðin með kosningu, sé fólksfækkunin á svæðinu. Hann segir að enda þótt fjárhagsstaða sveitarfélaganna sex, sem ákváðu að sameinast, sé fjarri því að vera nógu góð, skapi sameiningin margvís- lega möguleika á bættri þjónustu, en tiltölulega auð- velt verbi að lækka skuldir með markvissum aðgerðum og góbri fjármálastjórn. jólainnkaup í Keflavík á Þor- láksmessu, að því er fram kemur í Víkurfréttum. „Hún var hin viðkunnan- legasta, dúllaði sér hérna í klukkutíma og keypti tals- vert," segir Helga Sigurbar- dóttir, kaupkona í verslun- inni Smart. Blaðiö segir að nokkrir íbú- ar í „bítlabænum" hafi nælt sér í eiginhandaráritun hinnar heimsfrægu söng- konu. Helga Haraldsdóttir, for- stööumaður skrifstofu Ferða- málaráðs á Akureyri, segir frá því í blaöinu að starfsemi í tengslum við ferðaþjónustu sé nú orðin svo fjölbreytileg og öflug á Norðurlandi, að sá landshluti eigi að geta haldið sínu og vel það í þeirri gífurlegu samkeppni sem ríki í greininni. Hún leggur áherslu á mikilvægi gæðaeftirlits og gæðaflokk- unar í ferðaþjónustu og segir að enda þótt ekki séu allir á eitt sáttir um slíka flokkun, sé ljóst að einhvern mæli- kvarða þurfi að finna til þess að ferðamenn viti að hverju þeir ganga. Mesta aflaverb- mæti íslandssög- unnar Þorsteinn Viihelmsson hjá Samherja segir ab þótt sjó- mannaverkfallið hafi komið illa vib fyrirtækið, komi það á móti að Akureyrin hafi komið að landi með mesta aflaverðmæti íslandssögunn- ar. Þá nefnir hann það eins- dæmi að Samherji hafi feng- ið veiðiheimildir í græn- lenskri lögsögu, svo og sam- starfssamninginn við Royal Greenland. ÍSAFIRÐI Aubvelt ab grynnka á skuld- um meb mark- vissum abgerb- um og fjármála- stjórn Smári Haraldsson, bæjar- fulltrúi á ísafirði, segir í grein í blaðinu að alvarleg- asta ástæðan fyrir samein- ingu sveitarfélaga á norðan- KEFLAVÍK 60 ár libin frá brunanum mikla í Keflavík Blaðið rifjar það upp að 30. desember sl. voru liðin rétt sextíu ár frá því ab sam- komuhúsið Skjöldur í Kefla- vík brann til grunna. Níu manns fórust í brunanum, þrjár konur og sex börn, en þegar eldurinn kom upp stóð yfir jólatrésskemmtun í húsinu og voru þar um tvö hundruð manns samankom- in, 180 börn og um tuttugu fullorðnir. Auk þeirra sem létu lífið í brunanum voru margir sem skaðbrenndust. Aðstandend- ur þeirra sem fórust iétu reisa þeim minnisvarba á lóðinni þar sem samkomu- húsið stóð, auk þess sem grunnstæði hússins hefur verið hlaðið upp og hellu- lagt. Björk brá sér í búbir í Keflavík Hin heimsfræga söngkona Björk Guðmundsdóttir gerði rntiinninnin SELFOSSI Úr borholunni viö Vík í Mýrdal fást nú 1,5 sekúndulítrar af 39 gráöu heitu vatni. Fiskeldiskeri hefur veriö komiö fyrir undir bununni og er þaö notaö sem heitur pottur, aö sögn Sunn- lenska fréttablaösins, og er hann vinscell mjög meöal heima- manna. Hér nýtur Reynir Ragn- arsson, heitavatnsfrömuöur í Vík, sinna eigin verka og er áncegöur eins og sjá má. Fœreyingar gáfu 4-5 þúsund krónur á fjölskyldu þar í landi til Flateyrar. Flateyrarsöfnunin: Meginhluta sjóðsins úthlutað á næstunni Örlæti Færeyinga í garð ís- lensku þjóðarinnar á nýliðnu ári hefur vakib verðskuldaða athygli. Þrátt fyrir bágt efna- hagsástand færeysku þjóðar- innar nú um stundir, hafa borist þaöan 55 milljónir króna til fórnarlamba snjó- flóöanna í Súðavík og á Flat- eyri. Það þýðir í raun að hver fjölskylda í Færeyjum hafi gefib 4-5 þúsund ísl. krónur. A íslandi safnaðist nokkuð á 3. hundrab milljóna í hvora söfnun. Hörður Einarsson hæstarétt- arlögmaður, formaður sjóðs- stjórnar vegna Flateyrarsöfnun- arinnar, sagöi í gær að höfð- ingsskapur frænda vorra í Fær- eyjum hefði verið mikill. „Um þessar mundir er verið að ljúka gagnasöfnun vegna snjóflóbsins á Flateyri. Alveg á næstunni verður fénu úthlutað að meginstofni til," sagði Hörð- ur Einarsson. Áður hefur fé ver- ið veitt til bráðabirgða upp í væntanlegar úthlutanir. Við- lagasjóður og tryggingafélög hafa lokið sínum störfum vegna tjóna af völdum snjó- flóðsins. -]BP Nýir tölvu- og rekstrartæknar, sem brautskráöust ídesember. Efri röö f.v.: Sigríöur Sturlaugsdóttir, Sóley C. Karlsdóttir, Þórdís Oddsdóttir, jónína Guöjónsdóttir, Rannveig Tómasdóttir, Guörún Ásta Kristjánsdóttir. Neöri röö: Ólafía Helgadóttir, Guölaug Hauksdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Sœ- unn Siggadóttir. Á myndina vantar Þórarin jóhannsson. Tveir sérskólar leggja saman krafta sína og brautskrá: 33 tölvu- og rekstrartækna Viðskiptaskólinn og Rafiðn- abarskólinn hafa sameinað krafta sína og bobið upp á sérhannað tölvu- og rekstrar- nám, sem er 260 kennslu- stunda skipulagt starfsnám. Markmið námsins er ab út- skrifa nemendur meb hag- nýta þekkingu á tölvunotkun í fyrirtækjum, bókhaldi og rekstri og kynna nýjustu tækni þar að lútandi. Námið byggir að stærstum hluta á raunhæfum verkefnum, þ.e. flestallir tölvuþættir eru samtvinnaöir í eina heild. Námib hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumark- aðnum, annast bókhald fyrir- tækja og vilja öðlast hagnýta tölvuþekkingu. Á árinu 1995 útskrifuðust 33 einstaklingar, 14 karlmenn og 19 konur, sem tölvu- og rekstr- artæknar. Þann 15. desember sl. útskrifuðust 11 nemendur og var meðfylgjandi mynd tek- in við það tækifæri. ■ Sóknardagakerfi krókabáta kemur til framkvœmda um mánabamótin: Símakrókur í eftirlit Um næstu mánabamót kemur til framkvæmda svokallab sóknardagakerfi krókabáta, Til ab hafa eftirlit meb sóknardög- um útgerða hefur verið útbúib sérstakt eftirlitskerfi, sem nefnt hefur verib Símakrókur. Samkvæmt þessu kerfi fær hver og einn útgerðarmaður sóknar- dagabáts sérstakt leyninúmer. Þegar farið er í róður þarf útgerð- armaðurinn að hringja í ákveðiö símanúmer, stimpla inn skipa- skrárnúmer, styðja á einn í tón- valssíma, en á tvo þegar menn koma að landi. Gert er ráð fyrir að Símakrókurinn verði tengdur við Fiskistofu þar sem allar upp- lýsingar um sóknardaga króka- báta verða hringdar inn. Kostn- aður viö hverja hringingu er tal- inn nema um 39,90 kr. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda, segist ekki vita annað en að menn séu almennt ánægðir með þessa lausn mála, enda mun ódýrara fyrir útgerðir bátanna að tilkynna sig í gegnum síma en ef svokallað gervihnattaeftirlit hefði oröið ofan á. Hann segir aö þá hefðu útgerðir sóknardagabáta orðið að kaupa sérstakan útbún- að í hvern bát, sem talið er aö mundi kosta hátt í 300 þúsund krónur. -grh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.