Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. janúar 1996 9 Lífeyrissjóðurinn Framsýn Nýr lífeyrissjóður hefur nú verið stofnaður, Lífeyrissjóðurinn Framsýn. Frá og með 1. janúar 1996 hefur hann tekið við réttindum og skyldum sex lífeyrissjóða, sem eru þessir: Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar, Lífeyrissjóður Sóknar, Lífeyrissjóður verksmiðjufólks, Lífeyrissjóður Félags starfsfólks í veitingahúsum og Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna. Þessir lífeyrissjóðir hafa nú allir hætt starfsemi sinni og sameinast í hinum nýja lífeyrissjóði. I lok árs 1995 er hrein eign Lífeyrissjóðsins Framsýnar um 26 milljarðar króna. Virkir sjóðfélagar eru um 28.000 talsins og 90.000 einstaklingar eiga réttindi í sjóðnum, er hann því fjölmennasti lífeyrissjóður landsins. Að Lífeyrissjóðnum Framsýn standa eftirtalin félög: Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkamannafélagið Hlífj Verkakvennafélagið Framtíðin, Starfsmannafélagið Sókn, Iðja - félag verksmiðjufólks, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Bakarasveinafélag Islands, Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina og Vinnuveitendasamband íslands. Með stofnun Lífe)'rissjóðsins Framsýnar er lagður grunnur að öflugum lífeyrissjóði sem tryggja skal sjóðfélögum sínum besta mögulegan lífeyri samfara markvissri ávöxtun iðgjalda og hagkvæmum rekstri. Stœrð er siyrkur! LIFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN Skrifstofa Lífeyrissjóðsins Framsýnar er að Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavík. Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 17 alla virka daga. Sími: 5334700. Fax: 5334705. Kt.: 561195-2779.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.