Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. janúar 1996
11
Gunnar V. Andrésson, deildarstjóri Ijósmyndadeildar Frjálsrar fjölmiölunar, ásamt dóttur sinni Hrefnu og Tuma.
Þrettándagleði Fáks
Mikið er jafnan um dýrðir á
þrettándanum, þegar helgi jól-
anna er kvödd. Hestamannafé-
lagið Fákur í Reykjavík hefur
lengi staðið fyrir álfabrennu á
þrettándanum með brennu,
söng, hópreið og flugeldasýn-
ingu. Núna hófst skemmtunin
uppi í Reiðhöll og stjórnaði
framkvæmdastjóri Fáks, Har-
aldur Haraldsson, herlegheit-
unum. Grýla og Leppalúði riðu
um höllina, álfakóngur og álfa-
drottning fóru mikinn með
hirð sína og trúð, og svo voru
allir púkarnir á fullu. Sæmund-
ur Jónsson og Halldór Eyjólfs-
son stjórnuðu fjöldasöng
ásamt barnakór, en Auðunn
Valdimarsson og Elsa Haralds-
dóttir spiluðu undir á harm-
onikku. Síðan marseraði öll
Grýla og Leppalúöi voru meö í för.
hersingin niður á völl, þar sem
kveikt var í brennunni, sungið
og trallað og öllu lauk svo með
glæsilegri flugeldasýningu og
heitu rjómasúkkulaði með
stórkostlegum vöfflum uppi í
félagsheimili. ■
Mann-
lífs-
spegill
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON
Sveinn Fjeldsted, formaöur Fáks, hélt líka á blysi.
jón Ólafsson, stjórnarformaöur Stöövar 2, og Haraldur Haraldsson í
Andra klárir í blysförina.
Haraldur Haraldsson, framkvœmdastjóri Fáks, stjórnar barnakórnum, en Auöunn Valdimarsson og Elsa Har-
aldsdóttir spila undir.
Frá vinstri: Halldór Eyjólfsson, Auöunn Valdimarsson og Sœmundur
jónsson stjórnuöu fjöldasöng barna, en Siguröur Már Helgason, í trúös-
gervi, fylgist meö og heldur í gœöinginn fyrir aftan. Elsa Haraldsdóttir,
meö harmónikuna, yst til hœgri.
Ásgeir Ásgeirsson í Hestamanninum ásamt dóttur sinni Ásdísi og dótt-
ursyninum Andra Viöari Haraldssyni.