Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 4
4 VfWKÍMW Fimmtudagur 11. janúar 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/v< Tímamót hf. jón Kristjánsson Oddur Olaísson Birgir Cubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. <. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bogesen gengur aftur Oft er lýst undrun yfir því aö skortur sé á verkafólki á ein- stökum stööum og til vinnu viö fiskvinnslu samtímis því aö þúsundir gangi atvinnulausar. Sagt er aö fólk vilji held- ur þiggja atvinnuleysisbætur en aö vinna fyrir sér. En þeg- ar fréttist aö veriö sé aö falast eftir vinnuafli og bjóöa því upp á kjör sem eru síst skárri en atvinnuleysisbætur er skiljanlegt aö verkalýöurinn sé ekki ginnkeyptur fyrir slík- um störfum. Félagsmálaráöherra hefur beitt sér fyrir að atvinnulaust fólk leiti á þá staði þar sem vinnu er að fá og er jafnvel skortur á vinnuafli. Síðan berast fregnir af því að aðkomu- fólkiö sé hlunnfariö. Aðeins sé unniö í dagvinnu og okrað sé svo á verkafólkinu með húsaleigu í verbúðum og óheyrilegu verði í mötuneytum fyrirtækja þannig aö tekj- urnar fara allar til atvinnurekandans aftur. Bogesen kaup- maöur og fiskverkandi í þorpinu hennar Sölku Völku gengur aftur ljósum logum eins og leiður draugur úr for- tíöinni. Páll Pétursson, félagsmálaráöherra, bregst snarlega viö þessum fréttum og krefur forystumenn verkalýösfélaga um upplýsingar um fyrirtæki sem koma svona fram við starfsfólk. Jafnframt eru þeir minntir á að fylgjast með að ekki sé brotið á verkafólki á viðkomandi félagssvæöum og aö þess sé gætt að ekki séu brotin á því landslög né samn- ingar. Það eru aum atvinnufyrirtæki sem laða til sín starfsfólk meö villandi upplýsingum um kjör og aðbúnað og hiröa til sín rýrar launatekjur þess meö okri á húsaleigu og mat í mötuneyti. Sú tíð er liöin að fólk leitaði í verstöðvar á ver- tíö og á síldveiðitíma og þrælaði myrkrana á milli og bjó þröngt, en þénaöi vel og var ánægt meö sinn hlut að ver- tíö lokinni. Þessa ættu þeir aö gæta sem breiða þaö út aö fólk gangi um atvinnulaust af leti einni saman þegar næga vinnu sé aö fá. Þeir ættu aö prófa aö fá handtak hjá Bogesenum nú- tímans. Grunur leikur á aö erlendu vinnuafli sé boðið upp á kjör sem vart eru sæmandi. Fólk úr fjarlægum heimshornum lendir í alls kyns vandræðum vegna þessa og hrekst um bjargarlaust í framandi umhverfi og ekki alltaf vinsam- legu. Þetta kemur í ljós þegar gerð er að því gangskör aö beina atvinnulausum íslendingum á þá staði sem atvinnurek- endur kvarta yfir vinnuaflsskorti. En mikil ásókn er aö fá útlendinga til starfa, oft aðeins í skamman tíma ársins. Hér eru þeir maökar í mysunni sem full ástæöa er til aö kanna nánar og það er atvinnuvegunum ekki síður mikil- vægt en verkafólki aö lögum og lágmarks mannhelgi sé ekki misboðiö. Fyrirtæki á Suöurnesjum sækir um að fá atvinnu og dvalarleyfi fyrir um 70 manns frá Suðaustur-Asíu. Nokkur hundruö manns eru á atvinnuleysisskrá á svæöinu. Hópur verkafólks í sömu starfsgrein fer hópferö suður frá Stykkis- hólmi til aö mótmæla því að vinna sé tekin frá því og er- lent fólk flutt inn til aö sinna störfunum. í þessa undarlegu uppákomu fæst enginn skiljanlegur botn og vekur upp ótal spurningar um hvar íslenskir at- vinnuvegir og íslensk verkalýðshreyfing sé á vegi stödd. En þessi aðferð framkvæmdamanna er vel þekkt gegn- um tíðina, aö flytja vinnulýö frá fjariægum og fátækum menningarsvæðum til að starfa aö einhæfri framleiðslu. Aökomufólkið er einatt miklu auðsveipara og viðráðan- legri vinnukraftur en sá sem fæst á heimaslóð. Fólksflutningar af þessu tagi eru stundaðir í stórum stíl víöa um heim til að fá kröfulítið og duglegt vinnuafl. ís- lenskum atvinnurekendurm er ekki ætlandi að hugsa þannig, en það kemur ekki í veg fyrir að mörgum spurn- ingum er ósvarað. Ofurbankastjóri aftur í pólitík Hvort sem Sverrir Hermannsson, ofurbankastjóri Morgunblaðsins, þagbi eba sagði um Sambandsvið- skipti Landsbankans, þá er víst ab hann hefur ekki þagab upp á síb- kastib. Hann hefur tjáð sig af mik- illi hetjulund um hin abskiljan- legustu mál og sparar ekki gífur- yrbin frekar en fyrri daginn. Þannig kom ekki á óvart ab Sverr- ir þyldi nánast orbrétt upp ræbur Gubna Ágústssonar alþingis- manns um þab hversu fráleitt væri ab einkavæba ríkisbankana. Garra er kunnugt um ab Sverrir hafi meira ab segja náb því ab hræra í nokkrum gamalgrónum framsóknarhjörtum, þegar hann talaði gegn einkavæðingu ríkisbankanna og nauö- syn þess að sporna gegn því að færa hinum nýríku enn eina einkavæðingargjöfina. Hótar vaxtahækkun En ofurbankastjórinn Sverrir lét ekki við það sitja að gusa á stjórnmálamenn skömmum vegna hugsan- legrar einkavinavæðingar. Hann hefur nú líka kvatt sér hljóðs vegna áforma um fjár- magnstekjuskatt, en það er eitt af því sem ríkisstjórnin tók upp í stjórnarstefnu sína og fyrirheit hafa aukinheldur verið gefin um í tengslum við gerð kjarasamninga. Sverrir er ekki hrifinn af þessum áformum ríkisstjórnarinnar og hikar ekki viö að hóta öllu illu, ef til slíks skatts verður gripið. Þó Sverrir sé sjálfur vellauðugur maður, á margföldum eftirlaun- um auk himinhárra bankastjóratekna, er það ekki í eiginhagsmunaskyni sem hann gangrýnir þessa fyr- irhuguðu aðför að þeim sem eiga peninga. Hann er þvert á móti að hugsa um litla manninn, eftirlauna- fólkið og hinn hversdagslega sparifjáreiganda sem hann segir þúsundum saman vera í viðskiptum við Landsbankann. Og ofurbankastjórinn tilkynnir ríkis- stjórninni að ef hún hætti ekki viö stefnumál sín, þá muni hann gera sitt til að hækka vexti á móti þessari skattlagningu og slá þannig „skjaldborg um við- skiptavini" Landsbankans. Enda — sagði Sverrir ábúðarfullur í gær — munu sparifjáreigendur ein- faldlega fara með sparifé sitt úr landi og leggja það inn á reikninga í Lúxemborg, sem er eitt fárra Evrópuríkja sem ekki hafa fjármagnstekjuskatt. Sverrir var hér væntanlega að tala um eldri borgarana og litlu sparifjár- eigendurna, sem munu unnvörp- um flýja land, enda eru það jú þeir sem hann hefur svo miklar áhyggjur af. Sjálfan sig eða hina, sem eiga stóru upphæðirnar, er hann væntanlega ekki að tala um, enda ólíklegt að þeir vilji komast undan sanngjörnum tekjuskatti á fjármagn. Verndari litla mannsins Ofurbankastjórinn er semsé kominn í hið vel þekkta hlutverk verndara litla mannsins, og þó hon- um fari það ekki eins vel og Alberti heitnum Guð- mundssyni, þá er því ekki að neita að Sverrir hefur teflt fram nokkrum nýjum og áhugaverðum tilþrif- um. Þannig er þaö t.d. alveg nýtt að menn, sem yfir- gáfu pólitík fyrir biðlaun og bankastjórastól, skuli gera svo áberandi tilraun til að hrifsa til sín ráðherra- vald og pólitíska verkstjórn í sitjandi ríkisstjórn. Of- urbankastjóri Morgunblaösins hefur í raun lýst frati á ríkisstjórnina í heild sinni fyrir að búa til svona asnalegan stjórnarsáttmála og hafa svona ömurlega stefnu í peninga- og bankamálum. Hann treystir heldur ekki formanninum í sínum gamla flokki til að hafa farsæla forustu fyrir þessari stjórn og kýs því að gera hvað hann getur til að spilla fyrir og setja ríkisstjórninni afarkosti með því að hóta vaxtahækkun. Þetta er sannarlega áhugaverð staða sem komin er upp, ekki síst í ljósi þess að forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur haft orð á sér fyrir að una því illa ef hans menn eru sígeltandi án þess að þeim sé sigað. Bankastjórastóll í ríkisbankanum Landsbanka íslands þykir feitur biti og meðal dyggð- ugra flokksmanna eru margir menn sem skilja að meðan Landsbankinn er ríkisbanki er stefnumörk- unin í höndum Alþingis og ríkisstjórnarmeirihlut- ans, sem kýs sína fulltrúa í bankaráöin, en ekki í höndum bankastjóra sem sögöust vera hættir í stjórnmálum. Garri GARRI Lottóvinningar til sjós og lands 24 milljón króna lottóvinningur hefur verið mikið frétta- og um- talsefni síðan á laugardag, þegar í ljós kom að einn aðili hafði fengið þarna dágóðar ævitekjur meða- ljónsins á einu bretti. Efnalitlu fólki og skuldugu vex að vonum í augum sá mikli auður sem vinn- ingshafanum hlotnaðist með því einu að kaupa sér lottómiða með réttri númeraröð. Enda munu happavinningar, þótt minni séu og margfalt minni, geta gjörbreytt lífi þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem detta í lukku- pottinn. Jafnvel ein árslaun í happavinning geta sem best gert þann lukkulega fjárhagslega sjálfstæðan, ef svo vill verkast. Eins og alkunna er heima og erlendis, er það aðal- lega efnaminna fólk sem treystir á __________ happdrættisvinninga og stendur jí • undir þeirri gífurlegu umsetn- VI03V3I1QI ingu, sem öll tombólufyrirtækin ------------------------- velta. Einhverjar milljónir til eöa frá skipta efna- menn ekki svo miklu máli að þeir freistist til að eyða fé í svo vafasama fjárfestingu sem happamiði er. Lukkunnar pamfílar Miklar vangaveltur er um hver sá lukkunnar pam- fíll er, sem hlaut 24 milljóna vinninginn í lottóinu á laugardaginn. Fjölmiðlar hafa uppi getgátur og munu beita öllum sínum klækjum til að komast að og upplýsa hver sá heppni er. Þeir telja það skyldu sína að upplýsa almenning um vinningshafann. Peningaupphæðir í krónum taldar eru afstæðar stærðir. Það, sem í augum eins eru gríöarleg auðæfi sem varla komast fyrir í villtustu dagdraumum, eru varla nema smávandamál sem koma þarf snyrtilega fyrir á skattframtalinu, í augum og eigu annarra. Um eignatilfærslur hjá slíku fólki eru sjaldan flutt- ar fréttir og margir eru þeir sem eignast 24 milljónir, eða samsvörun slíkra upphæða, sem ekki er umtals- vert. Miklar eignatilfærslur verða við erföir og þykir ekki í frásögur færandi, þótt einhverjir eignist þann- ig nokkrum sinnum 24 milljónir í föstu og lausum aurum. Stundum kemur brot af svona eignaskiptum upp á yfirborðið, eins og þegar Sameinaðir verktakar út- hlutuöu milljarði til erfingja gömlu jálkanna, sem áttu það fyrirtæki. Einhverjir milljarðar eru enn eftir í þeirri gullkistu, en ástæðan til að millj- ónamæringarnir, sem þar þykjast eiga tilkall, eru í útistöðum vegna þess að ágreiningur er um hvort greiða beri skatta af auðnum. Fátækleg hugsun Fiskveiðikvóti er seldur fyrir svimandi upphæðir ár hvert og ganga sögur um menn, sem fá úthlutað kvóta á hverju ári og selja hann jafnharöan til ann- arra án þess að þurfa að ýta fleyi úr vör eða draga sporð úr sjó. Þeim, sem þjóðfélagið dillar svona blíð- lega, eru færðir ótaldir stærðar lottóvinningar ár eft- ir ár og þykir engum mikiö. ______________ Hlutabréfalottóiö getur fært þeim útsjónarsömu og heppnu góban skilding. í talnarunum, sem verið er aö þylja um ávöxtun bréfa á síö- asta ári, sáust prósentur upp á 190. Er þab hækkun á verögildi hlutabréfa í Hraöfrystihúsi Eskifjarðar. Mörg og enn stærri fyrirtæki gátu státað af yfir 100 prósent hækkun á hlutabréfum á árinu. Þeir, sem láta 24 milljónir króna vaxa sér í augum og halda að það sé eitthvert einstakt happ að eignast slík auðæfi, vita lítið um eignir og eignaskiptingu í sjöunda ríkasta landi í veröldinni, samkvæmt Al- þjóðabankanum. Launamenn meb milljón á mánuði eru ekki ein- stæð fyrirbæri. íbúðarhús meb innbúi, sem eru ab verðgildi svona upphæðar, skipta þúsundum. Slepp- um bíla- og sumarbústaðaeign. Sem betur fer eru ærið margir landsmenn vel fjáb- ir í löndum og lausum aurum, og þrátt fyrir harma- kvein og sífelld kvörtunarefni þeirra tekjuminni, sem borga skattana og svamla um í skuldasúpunni — sem oftast er ekki meiri á hvern ánauöugan ein- stakling en sem svarar lægstu lottóvinningum — er ríkidæmið í landinu vel við unandi. Og að halda aö 24 milljóna lottóvinningur sé ein- hver ósköp lýsir aðeins fátæklegu hugarfari þeirra, sem lítiö eba ekkert eiga. Gaman veröur að þegar fjölmiölar fara að leita uppi kvótamillana og alla hina, eins og þeir hund- elta vinningshafa í lottóum og halda að þeir séu rík- ir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.