Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 11. janúar 1996 Er Eiríkur Tómasson prófessor vanhæfur til ab fjalla um rimm- una í Langholtskirkju vegna fyrr- verandi formennsku sinnar í Styrktarfélagi óperunnar og starfa sinna fyrir Stef? Baldur Kristjánsson biskupsritari Nei, Eiríkur Tómasson er einhver færasti sérfræbingur í stjórnsýslulög- unum og hann geröi biskupi strax grein fyrir þessum tengslum sínum viö óperuna og því líka a6 hann þekkti til Flóka og hefði verið í sama skóla og hann, þótt þeir væru kannski ekki bekkjarbræður. Hann taldi sjálfur að þetta gerði hann ekki á nokkurn hátt vanhæfan og ég er sam- mála honum í því. í þessu efni ber líka að hafa það í huga að Eiríkur er ekki dómari heldur er hann að skoða málið fyrir biskup. Jón Magnússon hæstaréttarlög- mabur Nei, ég mundi nú ekki álíta að þessi tengsl mundu valda vanhæfi Ei- ríks Tómassonar sem slíks, en hitt er annað mál að lagaprófessor er ekkert hæfari til að fjalla um þetta mál en hver annar, vegna þess að málið er ekki þess eðlis og heyrir ekki undir lögfræði. Ég tel Eirík Tómasson vera ákaflega hæfan mann og því færan um að fjalla um þetta mál, en próf- gráða og annað í þeim dúr gerir hann ekki hæfari en hvaða mann sem er með aðra prófgráðu og annað starfs- svib. Að mínu viti er þetta ágreining- ur sem kirkjan hefði að sjálfsögðu átt að leysa innan sinna vébanda. Það er mjög óeðlilegt að fara þessa leið. Þarna er ágreiningur milli aðila sem starfa innan ákveðinnar kirkjudeild- ar. Málið er ab mínum dómi mjög einfalt: Annað hvort tekst að ná sam- komulagi og auðvitað ber að vinna að því, en ef ekki tekst að ná sam- komulagi, þá verður annar aðilinn að fara. Leifur Þórarinsson tónskáld Ég hef ekki vit á þessu máli. Ég hef ekki kynnt mér það enda kemur mér þaö ekki við, en ég geng út frá því að Eiríkur Tómasson sé hæfur í hvað Kjarvalsstaöir hefja árib meö glœsibrag — fjórar sýningar opnaöar á laugardag: Frægur Frakki og áöur óþekkt verk Kjarvals Kjarvalsstabir hefja nýja árib meb trukki, fjórar sýningar verba opnaoar í sýningarsöl- unum á laugardag. Mebal þeirra er Kjarvalssýning sem Helgi Þorgils Fribjónsson hef- ur sett saman og er ab hengja upp þessa dagana, teikningar listamannsins, sem fæstar hafa sést ábur. Einn helsti list- málari Frakka, Olivier Debré, heldur þar og sýningu. Þá mum þab vekja athygli þegar rússneskir myndlistarmenn kynna „Val fólksins", sýningu sem samanstendur af abeins tveim málverkum, þ.e. „eftir- sóttasta og síst eftirsótta mál- verki íslensku þjóbarinnar". Niburstaban er fengin eftir skobanakönnun sem Hag- vangur gerbi fyrir hartnær ári síban. Rússarnir Komar og Melamid fluttu til Bandaríkjanna 1978 eftir ab hafa verið undir járnhæl sovétskipulagsins um árabil. List þeirra er framsækin hug- myndalist, en viðfangsefnið er menningar-félagsleg umfjöllun um listina og samfélagið. í gærdag var Helgi Þorgils ab hengja upp á Kjarvalsstöðum. Hann hafði orðið sér úti um eitthvab á þriðja hundrað teikn- Rússnesku listamennirnir Komar og Melamid sýna listaverk eins og meöaljóninn á íslandi vill, og annab sem íslendingurinn vill ekki. Franski abstraktmálarinn De- bré, 75 ára, kemur hingað til lands á föstudag og heldur beint af flugvelli til vinnu sinnar á Kjarvalsstöðum. Debré er í hópi þekktustu listamanna Frakk- Jands. Loks er að geta þáttar Ingólfs Arnarssonar. Hann sýnir mynd- ir sem hann vinnur annars veg- ar sem teikningar á pappír og hins vegar með vatnslitum á steinsteypu. Allar standa sýningarnar til 18. febrúar, nema Kjarvalssýn- ingin sem stendur til vors. -JBP Ein teikninga Meistara Kjarvals, sem sýnd verbur á Kjarvalsstöbum fram til vors. ingar eftir Meistara Kjarval, myndir sem margir munu áræð- anlega hafa gaman af að sjá. Nýtt leikhús á gömlum grunni: 99 ára afmæli LR Leikfélag Reykjavíkur er 99 ára gamalt í dag. Libin eru tíu ár frá því ab Davíb Oddsson, þáverandi borgarstjóri, lagbi hornstein ab Borgarleikhús- inu. Til ab minnast þessara tímamóta og til ab kynna undirbúning 100 ára afmælis- hátíbar ab ári verba Ieikfélags- menn meb samkomu í Forsal Borgarleikhússins kl. 16.30 í dag. Meðal þeirra sem taka til máls á samkomunni verða Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Kjartan Ragnarsson for- maður Leikfélags Reykjavíkur Ibnó vib Tjörnina. Þar átti Leikfé- lag Reykjavíkur sín uppvaxtarár og glcesitíma. og Viðar Eggertsson, verðandi leikhússtjóri LR. Þá munu Szymon Kuran borgarlistamab- Borgarleikhúsib í Kringluhverfi, hib nýja absetur Leikfélags Reykjavíkur, glœsileg abstaba. ur og félagar úr LR stytta gestum stundir. Sérstök afmælisnefnd starfar nú að undirbúningi aldaraf- mælisins. Hana skipa Leikhús- ráð og heiðursfélagar L.R., en formaöur er Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands. -BÞ Wátm^meðþý*! • *»'! Sagt var... Nýríkir og síríkir „Nú er Davíb kominn í spilið. Hann hefur rætt vib Heklubræður um að þeir taki þátt í kaupum á bankanum enda hefur lengi verið gott á milli Davíbs og bræðranna. Auk þess eru bræðurnir ekki nýríkir heldur síríkir og því ætti Cuðni að geta fallist á að selja þeim part þessum blessaba banka þegar hann verbur háeffabur. Alla vega ætti Cubni ab taka hönd- um saman vib Davíð í þessu máli ef þab gæti orbib til þess ab koma í veg fyrir ab bankinn lenti i höndum ný- ríkra því það gefur augaleið að þeim er ekki treystandi til ab eiga og reka banka. Eba dytti nokkrum heilvita manni í hug ab selja ofdrykkjumönn- um Áfengisverslun ríkisins?" Oagfari í DV Óskynsamleg stjórn byggoamála „)afnt vægi er skynsamlegt. Misvægi atkvæba tengist óskynsamlegri stjórn byggðamála. Á íslandi er sveitar- stjórnarstigið veikt og því illa fært um ab fást við byggbamál. Byggða- málum er því sinnt af landsstjórninni. Alþingismenn eru fulltrúar ákveöinna landshluta og gæta hagsmuna þeirra á Alþingi." Æyir Karl Ægisson í grein í Vikublaoinu Forsetaembættib og valdib „Full ástæða er til að ræba hlutverk embættis forseta íslands, og yfirhöf- ub hvort það þjóni einhverjum til- gangi. Á hinn bóginn mun það skapa mikla ólgu ef stjórnmálamaður — og alveg sérstaklega ef hann heitir Davíb Oddsson — sækist eftir for- setaembættinu á þeim forsendum ab auka þurfi völd þess. Þá er næsta víst ab gamanib færi ab kárna." Úr forystugrein Alþýbublabsins Ósköp óánægb „ífjárlagaumræbunni á Alþingi í lok fyrra árs rébst jóhanna Sigurbardótt- ir, fyrrverandi félagsmálarábherra, meb miklu offorsi á Pál Pétursson fé- lagsmálarábherra úr ræbustól. Undir ræbunni sat Páll meb púkaglott á vörum og þegar hann svarabi jó- hönnu lét hann þessa vísu fara í loft- ib: Ein er núna ögn ílœgö, ekki oð marki Sagin. Hún er ósköp óánœgö eins og fyrri daginn." Sandkorn í DV POTTi í heita pottinum var verib ab ræba um Pál Pétursson félagsmálarábherra og snöfurmannlega ínnkomu hans í ríki rábherranna. Bar mönnum saman um ab honum færi starfib vel og til þess tekib ab hann virtist láta allt milli him- ins og jarbar sig varba. Hann væri bara alls stabar eitthvab ab stjórna. Hesta- maburinn úr austurbænurn upplýsti þá ab menn væru líka hættir ab kalla Pál „Pál á Höllustöbum". Nú gangi hann undir nafninu „Páll á öllum-stö&um" ... • Nú er orðib Ijóst ab Sighvatur Björg- vinsson skrifabi sína frægu Morgun- blabsgrein um ab stjórnmálamenn ættu vissulega erindi á Bessastabi til þess ab melda stubning sinn vib Davíb Oddsson í embættib. Jafnframt hefur þab vakib athygli ab Davíb neitar því ekki sjálfur ab hann hyggi á frambob þó hann „telji þab frekar ólíklegt," eins og hann orbaði þab í fréttum Stöbvar 2. Kratarnir í pottinum velta þvífyrir sér hvab gamli refurinn Sighvatur sé ab fiska meb þessari snemmbæru meldingu sinni, og hallast helst ab því ab hann vonist eftir stubningi sjálfstæb- ismanna í stól landsbankastjóra þegar sæti Björgvins Vilmundarsonar losnar... • Stórfrétt RÚV um sjúkrasamlagstillögur Bolla Hé&inssonar var ágæt þó svo til- lögur Bolla hafi verib settar fram í DV kjallaragreinum fyrir 3 árum síban. Þetta sýnir ab góbar hugmyndir eldast vel. í pottinum var fullyrt að Bolli hafi sagt þegar sjónvarPib hringdi: „Minn tími er þá loksins kominn" ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.