Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 23. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stundarhagsmun- ir og bráölæti Mikill þrýstingur er nú á stjórnvöld að auka þosk- veiðikvótann vegna þess að sjómenn þykjast hafa orðið varir við mikið magn fyrir vestan og á öðr- um miðum. Þorskgengdin er með ólíkindum segja sjómenn og útgerðarmenn eru ávallt veikir fyrir að fá aukinn kvóta. Fiskifræðingar halda því aftur á móti fram að varasamt sé að auka þorskveiðina vegna þess að það sé líkara því að þorskurinn safn- ist saman í torfur á tiltölulega litlu svæði en að honum sé að fjölga svo að það gefi tilefni til að auka sókn í stofninn. Það er gleðilegur vottur um að stjórn fiskveiða undangengin ár sé að skila árangri ef þorskgengd er að aukast verulega á miðunum við Iandið. Sú tilgáta hefur verið uppi eins og oft áður þegar vart verður við mikinn þorsk að þar sem um göngur frá Grænlandi að ræða. En fiskifræðingar þvertaka fyrir að svo sé nú vegna þess að það er nánast ör- deyða af þorski á grænlenskri slóð. Er ofveiði und- angenginna ára kennt um. Það er haft til marks um ótrúlega þorskgengd að fiskurinn er vænn og stærri en veiðst hefur á þorskleysisárunum. En það þarf eki að þýða það, að mikið meira sé af fiski í sjónum en endranær en vekur vonir um að þorskgengd og veiði fari að glæðast. Fiskurinn er nú á leið á hrygningarstöðvarnar og væri glapræði að fara að auka kvótann verulega og fiska villt og brjálað þótt vel beri í veiði. Menn ættu að fara að læra það að fiskurinn í sjónum er endurnýjanleg auðlind sem auðvelt er að eyðileggja með græðgi og óforsjálni. Hver stofninn af öðrum er ofveiddur og þegar kvóti er takmarkaður á einni tegund er hann aukinn á annarri og er árangurinn sá að sífellt fleiri fiskteg- undir komast í bráða hættu vegna ofveiði. Allir hljóta að vona að sú þorskgengd sem menn verða nú varir við sé sýnilegur vottur þess að frið- unaraðgerðir og stjórn veiða sé farin að bera ár- angur, enda eru miklar Iíkur til að svo sé. En stundarhagsmunir og bráðlæti mega ekki ráða för í svo veigamiklu máli sem stjórnun fisk- veiða er. Það má vel vera að vísindamenn Haf- rannsóknarstofnunar hafi takmarkaða þekkingu á lífinu í sjónum og hegðun fiska, enda viðurkenna þeir fúslega að svo sé. En samt hefur mikilli þekk- ingu verið safnað og ekki eru til haldbetri rök fyrir takmörkun sóknar í tiltekna fiskstofna en fiski- fræðingarnir færa fyrir tillögum sínum um veiði- þol stofnanna. Því ber að taka fyllsta mark á tillögum þeirra, því nógu oft hefur ekki verið á þá hlustað og ákvarð- anir teknar þvert á tillögur þeirra, eða ekki farið eftir þeim nema að takmörkuðu leyti. Sjómenn sem aðrir ættu að geta lært af þeirri beisku reynslu. Trúarlegt mikilvægi leiöinda Heilmikil aðsókn mun hafa verið í Langholtskirkju um helgina, í það minnsta miðað við það sem venju- legt er. Á annað hundrað manns komu í messu og viröast menn ekki alveg á eitt sáttir um hvað vegur þyngst í þessari skyndilegu aösókn; hvort aðdáendaklúbbur Ragnars Jónssonar forsetaframbjóðanda hafi komið á staðinn, hvort menn voru svona fegnir að losna við Langholt- skórinn og Jón Stefánsson úr messunni og fá að syngja sjálfir, eöa hvort menn mættu einfaldlega til að svala forvitninni og sjá hvernig þessi fræga messa mundi fara fram. í það minnsta var aðsóknin orðin jafn mikil, ef ekki meiri en á tónleika hjá Prímadonnukór kirkj- unnar, sem alla jafna hefur séb um fjörið í þessum umtalaöasta söfnuði landsins. ------------ stofna öðrum kenningum, s.s. kenningunni um að menn eigi ekki að hafa gaman af kynlífi. Kynlífið sé synd í sjálfu sér ef menn hafi gaman af, og þó ekki verði hjá því komist að ástunda það að ein- hverju leyti til ab viðhalda stofnin- um er ekki þar með sagt að menn þurfi ab hella sér út í það af nautna- sýki og girndinni einni saman. Leiðinda þörf sem víöast Ekki gaman í kirkju Garri komst því miður ekki í messu í Langholtinu, en heyrði það hins vegar í fréttum ab séra Flóki hafði rætt þab í prédikun sinni að menn ættu ekki að koma í kirkju til að skemmta sér. Kirkja væri staður tilbeiðslunnar — ekki eitthvert skemmtihús. Ljóst er að þessi bobskapur mun hafa fallið í misjafnan jarð- veg kirkjugesta á sunnudag, því margir komu vegna þess að þeim leiðist svo söngur Langholtskórsins, en hafa hins vegar svo gaman af því að syngja sjálfir. Þannig fékk þetta fólk óvænta ofanígjöf fyrir að koma í kirkju til að skemmta sér við söng. Hins veg- ar er ljóst ab þeir, sem komu til ab fylgja sínum for- setaframbjóbanda — komu honum til fulltingis, stuðnings og dýrðar — komu með réttu hugarfari, hugarfari tilbeibslunnar. Þeir voru hins vegar ekki ab tilbiðja réttan aðila. Kenning Flóka um að menn eigi ekki að hafa gam- an af því að fara í kirkju og ab glebin verði að ein- skoröast við ánægjuna, sem menn hafa af því að til- biðja drottin, virðist eiga ótrúlega víðtækan hljóm- grunn, miöað við hversu skemmtanasjúkir lands- menn eru og nautnaglaðir. Það, að fólki eigi helst að leiðast í kirkju, er að sjálfsögðu kenning sem er sam- Enda er það nú svo, að þegar menn eru komnir á vald girndarinnar og allra þeirra líkamlegu nautna sem hinu veika holdi stendur ógn af, þá er nú búið að afvegaleiða sálina þannig að hún á oröið erfitt með að einbeita sér að tilbeiðslunni. Og náskylt kyn- ---------------------- lífinu er vitaskuld dansinn, sem /* A nni líka getur reynst hættulegur ein- _______ beitingu manna við tilbeiðslu. Og náskyld dansinum er danstónlist- in, sem aftur er af sama meiði og kórtónlist, þannig að allt styður þetta hvað annað þegar betur er að gáð. Það er jú engin tilviljun að Jón biskup Árnason bannaði dans í kirkjum á 18. öld, auk þess að berjast gegn innflutningi á brennivíni og tóbaki. I því ljósi er eiginlega spurning hvort það dugi í dag að menn láti sér nægja að leiðast í kirkjum. Er ekki full ástæða til að fólk láti sér leiðast, sem oftast, víðast og mest, til þess að það geti forðast þær freist- ingar sem alls staðar bíða? Svo er að sjá sem menn séu að vakna til vitundar um mikilvægi þessa máls, og ber aðsóknin að Lang- holtskirkju nú um helgina vott um vaxandi skilning kristinna manna á mikilvægi leiðindanna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú stefnir í að messan um helgina ætlar að draga leiðinda dilk á eftir sér vegna stéttarfélagsmáls organistans og ólögmætis þess að forsetaframbjóðandinn gekk í starf Jóns Stefánsson- ar. Það hlýtur að teljast fengur fyrir tilbeiðslu kristn- innar í landinu að fá góðan skerf af slíkum viðbótar- leiðindum. Garri Sigurganga svikaranna Þeir, sem eru vel að sér í Asterix og öðrum fornum sögnum, vita að sigurvegarar eru bornir á skjöldum af þegnum sínum. Þetta gamla minni er nú endurvakið af fram- kvæmdanefnd gegn skattsvikum. Auglýst er stórt að sá, sem svíkur undan skatti, leggur byrðar á aðra. Til að útskýra hvað við er átt, er birt mynd þar sem skattborgarar lyfta byrði sinni og eru að kikna undan. En skattsvikarinn er sigurvegar- inn á skildinum og stefnir ótvírætt fram til enn meiri skattsvika og sigurvinninga. Skattsvikarar eru bornir uppi af þeim sem borga og hafa þeir löngum verið eftirlæti annarra hluta þjóðarinnar, enda sigurvegarar í kapphlaupinu um lífskjörin. Margir eru lagnir að svíkja undan skatti og verður þeim flest til blessunar á sigurbraut- inni. Er talið að hið glæsta lið hirði árlega til sín fjárupphæð sem svarar til 10-20% af ríkisútgjöld- um. Þetta er ein skýringin á því hve margir eru vel efnum búnir í lýðveldinu. Smábófar meö milljaröa- samninga Mörgum skattsvikurum fylgir hulinn verndar- kraftur, sem gerir það að verkum að þeir eiga auð- velt með að láta samborgarana bera sig á sigur- skildi á torgum eigna- og fjármálaumsvifanna. Engin önnur skýring er á því hvernig Vatnsber- anum, sem nú mun horfinn í útlent þjóðahaf, tókst að plata bæjarstjórn Hafnarfjarðar með því að veifa milljarðasamningi um vatnssölu framan í hana og fékk hjá henni jarðfast húsnæði undir loftkastalana. Amerískur smábófi var milligöngu- maður við kaupendur vítt og breitt um veröldina. Á nokkurra ára tímabili greiddi ríkissjóður Vatnsberanum nær fjörutíu milljónir króna sem innskatta af starfsemi sem aldrei var til. Var skatturinn endurgreiddur vegna kaupa á þjónustu frá fyrirtæki sem hefur heldur aldrei verið til. Þegar Vatnsberinn lenti í tugthúsi fyrir gamlar sakir, fékk hann greidda upphæð sem svarar mán- aðarlaunum ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í hverj- um mánuði í ár. Áður en öll þessi umsvif hófust var búið að dæma Vatnsberann átta sinnum fyrir skrautlegustu fjármálaafbrot. Að auki náði hann dómssátt níu sinnum. Ekkert af þessu gat stöðvað hann á sigurbraut athafnasem- innar, sem öll yfirvöld litu náöar- samlegast til og skatturinn borg- aði honum og borgaði og borgaði. Beingreiöslur til þjófa Um framhaldið er illt að spá. Ríkissjóður malaði Vatnsberanum gull, þegar hann hafði frían kost og lógí í tugthúsinu, og má allt eins vera að hann sé einhvers staðar á bankastjóralaunum fyrir að pretta opinbera sjóði. Þegar margdæmdir og landsfrægir afbrotamenn geta leikið sér að skattayfirvöldum og bæjarstjórn- um á þennan hátt, vakna grunsemdir hjá þeim sem öll skattalög miðast við, launafólkinu, um að það sé hægur leikurinn hjá þeim athafnamönn- um, sem hafa allt að því hreint mjöl í pokahorn- inu, að komast hjá skattgreiðslum og jafnvel aö fá beingreiöslur beint úr ríkissjóði fyrir það eitt að kunna að útfylla skýrslu. Segja má að Vatnsberinn hafi staðið sig vel eftir atvikum að svíkja sér út fé, og kunnáttusamlega fór hann að því að stofna milljarðafyrirtæki með átta refsidóma á bakinu. En sé litið yfir sviðið, eru þetta smámunir einir miðað við þær upphæöir sem ábyrgir menn stað- hæfa að stolið sé af ríki og sveitarfélögum með skattsvikum af ýmsu tagi. Vatnsberinn er bara smákrimmi miðað við þá, sem fremstir eru bornir á skjöldum í sigurgöng- unni og aldrei hafa verið dæmdir. En samt sem áður er flóttamaðurinn, sem nú finnst hvergi, betur að sér í bellibrögðum en þeir sem hafa veriö að greiða honum innskatt. Ef og þegar maðurinn finnst, er sjálfgefið að virkja hann og ráða í innheimtuna. Þar getur hann gert kraftaverk og unnið fyrir forsetalaunum fyrir hag- nýta ráðgjöf. Á víbavangi oó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.