Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.01.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. janúar 1996 11 Tímarit Þjóövinafélagsins Andvari. Hundrabasta og tuttugasta ár. Nýr flokkur XXXVII. Tímarit Hins íslenska Þjóbvinafélags. Ritstjóri Gunnar Stefánsson. Þegar Andvari hóf göngu sína 1874, þegar Þjóbvinafélagiö var stofnaö, var honum ætlað að taka við af Nýjum félagsritum. Þau höfðu komiö út í meira en 30 ár og alltaf verið málgagn Jóns Sigurössonar. En nafn þeirra var valið til að minna á eldri fé- lagsrit, rit Lærdómslistafélagsins, þar sem atvinnumál og önnur þjóðmál voru rædd. Þjóðvinafélagið er ekki og hef- ur aldrei verið venjulegt félag. Því var ætlað ab vera einskonar þingmálaflokkur í framhaldi af því þingliði sem fylgt hafði Jóni Sigurðssyni. En margháttuð breyting varb á málum eftir ab Alþingi var komið með löggjafar- vald. Þab var raunar engin nýj- ung ab skiptar væru skobanir á þingi um hvað íslendingar mættu sætta sig við. Þá sögu rekj- um við ekki hér né fjölyrðum heldur um bókaútgáfu Menning- arsjóðs, sem lögb hefur veriö nib- ur. En Menningarsjóbur er til og hann styrkir útgáfu Andvara. Þegar menn rifja þessa sögu upp, er að vonum að hugleitt sé hvort eða hvernig Andvari gegni hlutverki sínu í framhaldi ís- lenskrar sjálfstæðisbaráttu á dög- um Jóns forseta. Því svarar rit- stjórinn í stuttri grein fremst í þessu hefti undir nafninu Frá rit- stjóra. Þar segir svo: „En svo lengi sem lýbræðið er ekki af okkur tekið eigum við val. Það þyrfti ekki ab standa á milli þess að vera mannvara í fyrirtæk- isríki eða ab öbrum kosti óarb- bær múgur og verksmiðjulýður í hnignandi samfélagi. Við getum ákveðið að halda áfram ab vera þegnar þjóðríkis sem leggur rækt við eigin menningu, í frjóum samskiptum vib aðrar þjóbir á grundvelli jafnréttis, lýöræðis og mannhelgi. Þetta er sú leið sem okkur ber að velja á krossgötum nýrrar aldar." Andvari fylgir þeirri hefð ab birta ævisögu merkismanns á hverju ári. Ab þessu sinni er sá merkismaöur Þorsteinn Ö. Stephensen. Enginn ágreiningur mun vera um það ab Þorsteinn sé fremstur í röð íslenskra leikara. En þar að auki hefur hann þá sér- stöðu ab hann var lengi rába- maður um flutning leiklisíar í út- varpi og hafði þar áhrifastööu umfram leikara almennt. Góðir leikarar njóta vinsælda með al- þjób líkt og dáðustu rithöfundar. Án þess að gera upp á milli manna má ég játa að í mínum huga er fremsta dæmi um áhrifa- mikinn leik Þorsteinn Ö. Steph- ensen í hlutverki Brynjólfs bisk- ups vib banabeð Ragnheiðar. Það er Jón Viðar Jónsson sem skrifar um Þorstein fyrir Andvara og rekur æviferil hans. „Allar góbar skáldsögur eru sannar" heitir grein sem Andvari birtir eftir Ragnhildi Richter. Sú grein er um sögur Jakobínu Sig- urðardóttur og fer vel á því að birta myndarlegt yfirlit um sögur hennar. Jakobína hefur fest í sög- ur margar kvenlýsingar og fyrir- sögn ritgeröarinnar er samboðin efninu. Hún kann að lýsa þreytt- um og slitnum konum með þunga ómegð í tvísýnni baráttu um öflun nauðsynja. Hún veit að þeirri baráttu fylgir oft ærin líf- snautn og annað hlutskipti getur líka verið erfitt. „Ekkert er hlægilegra í augum fólksins en innibyrgð óeira í brjósti meykerlingar á fimmtugs- aldri. Það er erfitt að vera í tölu Gunnar Stefánsson. þeirra, sem enginn hefur kallab á, enginn hefur þarfnast." Mér virbist raunar ab þar sé Ragnhildur ekki alls kostar ánægð með Jakobínu. Hún van- metur þrána að eiga „einhvern sem hún hefbi rétt til að lifa fyr- ir, berjast fyrir, umvefja ástúð- inni, sem flæðir um brjóst henn- ar." Ragnhildur segir ab í Dægur- vísu falli Jakobína í „þá fordóma- gryfju" ab leggja eingöngu áherslu á hvab kennslukonunni finnst hún lifa innantómu lífi og hvab hún er ósátt við hlutskipti sitt. Þab er ómaksins vert ab stansa aðeins við þetta. Auðvitab skiptir það alltaf höfuðmáli hvernig við metum hlutskipti okkar. Þar heyrir til ab meta hver ræbur ferli okkar. Vib getum fallist á það meb Ragnhildi ab kennslukonan hafi „alla burði til að lifa ríkulegu lífi. Hún er menntuð, aflar tekna, hefur ekki hrúgab nibur börnum eins og svo margar fátækar al- þýðukonur í sögum Jakobínu, og er þess vegna frjáls og sjálfri sér ráðandi." Á þetta föllumst vib, en við verðum samt aö viöur- kenna þab sem Jakobína segir okkur, að menntunin og frelsib og tekjurnar duga ekki til að bæta konunni upp þab sem hún fer á mis vib. Jakobína þekkti fá- tækar konur, slitnar af barneign- um og striti, og vissi mörg dæmi þess ab skyldan vib heimili og fjölskyldu hélt þeim uppi. Hún er ekki fallin í neina fordóma- gryfju þegar hún er að reyna að gera lesendum sínum ljóst að mestu skiptir ab finna sig eiga til- gang, njóta þess ab eiga einhvern til ab vefja ástúb brjóstsins og fórna sér samkvæmt því. Það er ekki gott ab verjast þeim grun að skilningur Jakobínu á því ab finna og vita sig eiga hlut- verk, sem enginn annar getur sinnt svo vel sé, hefur ekki náð nógu vel til Ragnhildar. Það er slæmt, því að hörmungar þessar- ar aldar hafa sannað og staðfest ab því eru lítil takmörk sett hvað menn þola ef þeir vita sig eiga sér hlutverk. Þab eru mikilsverð sannindi, sem öllum ættu að vera Ijós. Það er ekki nóg að hafa ab öðru leyti alla burði til far- sældar. Önnur athyglisverð bók- menntagrein í þessum Andvara er eftir Þröst Helgason. Hún heit- ir Vitið í óvitinu og er um Engla alheimsins eftir Einar Má Guð- mundsson. í stuttu máli má segja að Þröstur fjalli um þá heimspeki sem búi að baki þessum skáld- skap. í sambandi vib það vitnar hann í ummæli Páls Skúlasonar í ritgerð um Einar Má: „Maðurinn er ekki blóðlaus skynsemisvera sem hannar líf sitt eftir forskriftum rökvissrar skyn- semi, heldur lifandi tilfinninga- vera sem lætur stjórnast af botn- TIMARIT HALLDÓR KRISTjÁNSSON lausri löngun og þrá eftir sælu og sammna við lífskraftinn sjálfan, hvar sem hann er að finna í nátt- úmnni, í þjóðarsálinni eða hjá guðdómnum." „Um hvab er leikritið Fjalla- Eyvindur?" spyr Sveinn Einars- son og svarar því í Andvara. I tengslum við þá ritgerð eru birt bréf frá Jóhanni Sigurjónssyni, þegar leikrit hans var ab verða til og mótast. Enn em í Andvara þessum nokkur þýdd ljóð. Þar eru tvö eft- ir þýska skáldiö Hölderlin, en Hannes Pétursson þýðir. Sagt er ab þau séu „mjög kunn í þýskum bókmenntum" og veröur þab ekki dregið í efa. En um kynni hans og frægð hér á landi má líta á það, að ég man ekki eftir hon- um nema í sambandi við tvö ljób, sem Steingrímur Thor- steinsson þýddi og birt em í Svanhvít, og þeirri stuttu kynn- ingu sem fylgir þeim þar. I öðm lagi birtast hér nokkur smákvæði í þýðingu Baldurs Óskarssonar. Andvari birtir nú kafla úr skýrslum Jónasar Hallgrímssonar um brennisteinsnám og í því sambandi ljóð hans um Víti og Fremri-Náma. Stóra systir, lítið minningabrot eftir Jón Þorláksson, birtist nú í Andvara. Þar segir frá því er höf- undur fór 11 ára frá móbur sinni til að vinna fyrir sér, og sam- bandi hans við telpu, þremur ár- um eldri, á nýja heimilinu. Þar er mannlífsmynd sem sómir sér vel í virðulegu riti. Þá er ógetiö tveggja greina sem snerta þjóöarsöguna. Önnur er eftir Ármann Jakobs- son, heitir Ástvinur guðs og köll- uð Páls saga biskups í ljósi hefb- ar. Þar em rifjuð upp tengsl helgra manna og kirkjuleiðtoga Þorsteinn Ö. Stephensen. vib samfélag heilagra og sam- band þeirra við helgidóma sam- tíðarinnar, svo sem kirkjur. Hin ritgeröin heitir Rún eba ræktun. Höfundur hennar er Gils Gubmundsson, en hún er um Guðmund Davíðsson, fmm- kvöbul náttúmverndar á íslandi. Það er síst um of ab nefna Guð- mund frumkvöðul náttúm- verndar á íslandi og skylt að halda minningu hans á lofti. Hann er nú að miklu leyti gleymdur, fæddur 1874 en þjóð- garðsvörður á Þingvöllum 1930- 1940. Ef nefna skal forustumenn um landgræöslu og frumkvöðla ab vibnámi gegn uppblæstri og eyð- ingu gróburlands, nemur hugur- inn staðar við Guðmund Davíbs- son og Gunnlaug Kristmunds- son. Þeirra ber ab minnast sem brautryðjenda, sem kalla má að hafi byrjab sitt varnarstríð ber- hentir. í fótspor þeirra komu svo menn, sem studdir vom tækni og mikilvirkum tækjum og sáu brátt að í þessu landvarnarstríöi eins og víöar væri sóknin besta vörnin. Enn er um þaö deilt hvort meira vinnst eöa tapast í land- græðslumálum. Slíkt er örðugt að meta. Uppblástur, skriöuföll og önnur landbrot em fljótséö, en náttúmleg uppgræðsla lætur lítiö yfir sér, fer sér hægt og leynir íafnvel á sér. Um slíkt þarf ekki að þrefa. Landgræðslan hefur marga sigra unnið og á mikil verkefni fyrir höndum. Búið er ab sanna að skógarbúskapur er mögulegur á íslandi og innan hans rúmast mörg atvinnutæki- færi. í félagsritunum gömlu var rætt um íslenska atvinnuvegi og margt skrifað um möguleika og endurbætur á þeirra vegum. Ný félagsrit ræddu um framfar- ir í atvinnumálum auk þess ab fjalla um stjórnarfar og stjórnar- skrá og viðskipti, en birtu auk þess mörg merkileg kvæði. Þá var mönnum ljóst að skáldskapur studdi íslenska menningu og var á sinn hátt gmndvöllur hennar. Það vissi málgagn Jóns forseta, enda þótt enginn stjórnmála- skömnga okkar hafi skilið betur en hann gildi verkmennta og þeirrar kunnáttu sem til fram- leiðslu heyrir. Hér hefur verib fljótt yfir sögu fariö til ab minna á tímarit Þjób- vinafélagsins. Það er efnismikil bók, sem lengi má ræða um. En til þess að geta talaö um það þurfa menn að lesa það. Þessi umsögn er rituð ef verba mætti til þess aö fleiri læsu And- vara. Þá finna þeir væntanlega að hér er rit sem á erindi við þá, í framhaldi af því ab félagsritin gömlu og nýju reyndu ab vekja þjóð sína til skilnings á stöðu sinni og tækifæmm. Tímarit Þjóðvinafélagsins bregst ekki skyldum sínum. Listasafn Islands: Ný aöföng úr lýsi, sykri og ull Sýningin Ný abföng III var opnub fyrir skömmu í Lista- safni íslands. Þar er sýnt úrval listaverka sem keypt hafa ver- ið til safnsins á árunum 1994- 95. Innkaup safnsins spanna nánast allt litróf íslenskrar myndlistar og er efniviður álíka fjölbreyttur, því fyrir utan verk úr tré, járni og steinsteypu er þar einnig að finna verk úr postulíni, sykri, þurrkubum blómum, vélapörtum, blýi, lýsi, gleri, blaðgulli, ull og plexígleri. Á sýningunni eru 44 verk eftir starfandi listamenn, en hún stendur til 25. febrúar. ■ Samstarf Vildarklúbbs Flug- leiba og SAS EuroBonus Vildarklúbbur Flugleiða og SAS EuroBonus hafa tekið upp samvinnu með þeim hætti, að handhafar Vildar- korta Flugleiba ávinna sér punkta á völdum flugleiðum SAS og EuroBonus-félagar SAS ávinna sér punkta með sama hætti í flugi meb Flug- leiðum. Korthafar geta svo tekið út vildarferðir á sömu flugleiðum. Samkomulagið gefur Vildar- korthöfum hjá Flugleiðum punkta í flugi með SAS milli Kaupmannahafnar og Austur- ríkis, Belgíu, Eystrasaltsríkj- anna, Finnlands, Frakklands, Grikklands, Grænlands, Hol- lands, Indlands, írlands, ís- lands, ísraels, Ítalíu, Lúxem- borgar, Noregs, Póllands, Rúss- lands, Spánar, Sviss, Svíþjóðar, Tékklands, Tyrklands, Ung- verjalands, Úkraínu og Þýska- lands. Ab auki milli Norður- landanna, t.d. milli Svíþjóðar og Finnlands. Með sama hætti fá EuroBon- us- korthafar punkta fyrir flug með Flugleiðum milli íslands og Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Þetta samkomulag færir kort- höfum hjá báðum félögum aukna möguleika á punkta- söfnun og möguleika til að nýta sér punkta á fleiri leiöum en áður. Grundvöllur þessarar samvinnu var lagður með sam- starfssamningi Flugleiða og SAS, sem var undirritaður 1993. Samningurinn leiddi til stóraukinnar ferðatíðni í flugi milli íslands og Kaupmanna- hafnar og þátttöku Flugleiða í flugi milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. Meb samningi um tengingu vildarkerfa styrkja félögin samstarf sitt og auka hag viðskiptavina af þátt- töku í Vildarklúbbi Flugleiða og SAS EuroBonus-kerfinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.