Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 20. febrúar 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/v< Tímamót hf. |ón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Guðmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. k. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Karpið skyggir á heildarsýn Á það hefur verið bent hér í Tímanum að pólitísk umræða er oftast mjög einhæf og langtímum saman snýst hún kannski um sama efnið án þess að nokkur breyting verði á afstöðu flokka eða manna til þess. Dæmi um þetta er þráteflið um skiptingu fjár til heil- brigðismála. Þar standa öll spjót á heilbrigðisráð- herra og heimtað að hann standi fyrir svörum varð- andi ákvarðanir sem teknar eru af stjórnum og sér- fræðingum heilbrigðisstofnana, sem yfirleitt hafa ekki annað til mála að leggja en að fé sé of naumt skammtað á fjárlögum. Umræður á Alþingi, rokufréttir í fjölmiðlum og umkvartanir heilbrigðisstétta um hagræðingu og lokun deilda eru orðnar svo staðnaðar að allur fyrir- gangurinn er farinn að virka eins og marklaust hjal. Enda sýnist árangurinn og lausnir vandamála vera sá einn að heilbrigðisstofnanir, sjúkradeildir og sjúk- lingar eru fluttir af einum stað á annan og engar var- anlegar aðgerðir í sjónmáli. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins s.l. sunnudag ítrekar þau sjónarmið hve þjóðmálaum- ræðan er einhæf. Hann bendir á heilbrigðismálin og að þar sé í raun ekkert annað til umræðu en skipting fjár og kröfur fjárveitingavaldsins um hagræðingu. Varðandi heilbrigðismál er margt annað vel um- ræðuhæft og er margt vel gert í þeim málaflokki, þótt það falli í skuggann af neikvæðri fjármálaumfjöllun. Velferðarkerfið í heild er sjaldan eða aldrei til um- ræðu. Oft virðist ekkert vera að gerast í menntamál- um þjóðarinnar annað en að kennarar kvarta yfir hve svívirðilega ríkisvaldið leikur þá í kjaramálum. Um gildi og gæði menntunar þarf enginn að ræða svo að eftir veröi tekið. Um stefnumörkun mennta- kerfisins í breyttum heimi er kannski rætt í lokuðum klúbbum, en úti í þjóðfélaginu heyrist vart annað en umkvartanir um launakjör. Það hvort almannatryggingakerfið þjónar því hlutverki sem væntingar stóðu til er ekki til umræðu, fremur en hvort breyta þarf því og bæta eða jafnvel draga úr umsvifunum. Mörg fleiri eru þau svið þjóðlífsins sem nær aldrei er rætt um í samhengi eða um meginlínur. Karpið um smáatriðin lokar fyrir heildarsýn. Það er vitað mál að í nálægum löndum er velferð- arkerfið mjög til umræðu, af augljósum ástæðum. Sums staðar hafa þjóðirnar reist sér hurðarás um öxl og verða að draga úr velferð með hrakandi efnahag. Meðal enn annarra þjóða eru breytingar nauðsynleg- ar, vegna annarra aðstæðna en voru fyrir hendi þeg- ar velferðin varð til. Allt eru þetta umhugsunarefni og væri ráð að leið- togar stjórnmála og annarra sviða þjóðlífsins reyndu nú að þoka umræðunni upp á ofurlítið hærra plan en nú tíðkast. Ef það reynist ekki unnt af einhverjum ástæðum, ersæmra að þegja en að halda áfram stagl- inu um skiptingu fjár innan heilbrigðisgeirans. Svo má minnast á að planið á vaxtaumræðunni undanfarna daga er á sandkassastigi og réttast að halda því innan þeirra marka og sleppa þeirri um- ræðu helst ekki út í samfélagið. Uppsöfnub karlmennska Svo er ab sjá sem hinir íslensku „hermenn" — nagl- arnir sem eru hvab karlmannlegastir íslenskra karl- manna — hafi um helgina verib orbnir langleibir á því ab fá ekki almennilega útrás fyrir karlmennsku sína. Hér er vitaskuld verib ab vísa til löRreglumanna og hjálparsveitar- manna, sem hábu orustu í Nesbúb um helgina. í DV í gær mátti lesa greinar- góba frásögn um þessi átök og þab 'tók Garra dálitla stund ab átta sig á því, þeg- ar hann hlustabi á Ragnheibi Ástu Pét- ursdóttur lesa hádegisfréttir „snörp átök og líkamstjón", ab hún var ekki ab lesa enn eina Bosníu- — fréttina, heldur var þetta innlend frétt um lögreglumenn og hjálparsveitir. enn barðir, Wóbugir bitnir og marðir .. iitökiú stiiövuft um GARRI útskýringar á þeim allsherjarslag sem þarna braust út. Eina trúverbuga skýringin er því sú ab í ölinu og æsingnum hafi tappast af mikill uppsafnabur karl- mennskuþrýstingur hjá þessum hópum bábum, en alkunna er ab í lögguna og hjálparsveitir safnast ekki isk,!,m..iuniNcSw.» _ teprur eöa aukvisar, heldur einkennist þetta fólk af karl- mannlegri lífssýn og hetjulund. Og þegar menn eru búnir ab vera mán- uöum saman aö æfa sig í karlmennsku og hetjulund — svo ekki sé talaö um sér- þjálfun til átaka — án þess aö fá nokkra útrás fyrir þetta, þá má bú- ast vib hvelli þegar blaöran loksins springur. Jötnar á ferb Af lýsingum á þorrablóti lögreglumanna úr Reykjavík og árshátíö hjálparsveitarmanna aö dæma — en þessum hópum laust saman á einum gangi hótelsins — er greinilegt ab hér eru á feröinni hörku- tól, sem kalla ekki allt ömmu sína þegar til handa- lögmála kemur. DV segist svo frá: „Vitaö er um tvo hjálparsveitarmenn sem fóru á slysadeild og kom í ljós aö þeir voru meö nokkur bitsár á líkamanum, þar af eitt opiö bitsár, sprungiö hafði fyrir á gagn- auga á öörum og blæddi úr eyra hins auk þess sem þeir voru marðir og skrámaðir." Og þab er e.t.v. ekkert skrítið aö hjálparsveitar- mennirnir hafi verið illa farnir, því einn þeirra lýsir lögreglumönnunum svona: „Þessir lögreglumenn sem í hlut áttu eru þjálfaðir í átökum og algjörir jötnar og þeir voru komnir úr aö ofan þegar verst lét." Enginn virðist almennilega átta sig á því hvers vegna átökin brutust út. Þó eru einhverjar kenning- ar uppi um að hjálparsveitarmennirnir hafi verið fúlir út í lögguna vegna þess aö löggan vildi ekki taka þátt í kostnaðinum við hljómsveitina, en samt voru þeir alltaf að smygla sér inn í salinn þar sem hljómsveitin var aö spila. Slíkt dugar þó skammt til Hættulegt ab lenda á milli En greinilegt er á öllu, aö meö einhverjum hætti verður aö finna þessum hópum manna heppilegri útrás fyrir karlmennsku sína, auk þess sem átök af þessu tagi bera vott um mikla agabresti. Skipuleg út- rás fyrir karlmennskulegt bardagaeöli í bland vib uppbyggjandi aga er augljóslega orðiö aö aökallandi máli í þjóöfélaginu. Þó svo ab bæði löggur og skátar séu með bullandi móral núna, er þaö engin trygging fyrir því að svona hópum ljósti ekki saman aftur, og þá veit enginn nema einhver lendi á milli fylkinganna og stórslas- ist. Hvað t.d. ef endurskoðendur eöa bankagjaldker- ar hefðu verið meö árshátíö þarna líka? Þaö er aug- ljóst aö þeir heföu fariö afar illa út úr því að lenda milli fylkinganna. Það er talsvert meiri fyrirstaöa í þrautþjálfuðum hjálparsveitarmanni, en fölum og líkamlega illa á sig komnum gjaldkera. Þess vegna vill Garri endilega minna á uppástungu Björns Bjarnasonar um íslenskan her, sem gæti ef- laust verið ágætis farvegur útrásar fyrir svona upp- safnaða karlmennsku — um leið og styrjaldar- ástöndum eins og því í Nesbúð er beint inn í skipu- legan farveg, sem borgaralegum veislugestum stafar ekki hætta af. Garri Þegar fjármálavitib er í lagi Launapólitíkin á íslandi er jafn- vel enn skrýtnari en hin pólitík- in. Hún er svo undarleg aö þegar allir ætla að bæta kjör hinna lægstlaunuöu, sem er bæði opin- ber stefna og markmið aðila vinnumarkaöar, aö þá er kaupið lækkaö viö armingjana en hækk- aö við hina og mest þá sem mest báru úr býtum fyrir. Svona hefur þetta gengið fyrir sig í mörg ár og þeir sem eru plataðir enn og aft- ur skilja aldrei hvers vegna. Láglaunastefnunni er nefni- lega stjórnaö af hálaunaliðinu og þarfnast árangurinn ekki frekari skýringa. Samanburðarfræöin er mikill aflgjafi í kjara- málanuddinu. Meö dálítilli kunnáttu er auövelt aö nota fræöigreinina til að snúa út úr og afvega- leiða alla umræðu og þegar lipurlega er með farið er engin aöferð betri til að segja hálfsannleika. Úlfúb þar sem síst skyldi Um árabil hafa höfuösnillingar samanburðar- fræöinnar leitt næstum alla athygli frá augljós- ustu meinsemdum kjaramálanna til hins eina misréttis sem hálfsannleikurinn vill ræöa. Það er um mismun launa karla og kvenna þar sem fundnar eru upp hinar dægilegustu meðaltalstöl- ur til að fá fyrirfram gefnar niðurstöbur. Til að draga athyglina frá því eiginlega misrétti er körlum og konum att saman af mikilli elju og löggjafinn var svo gæfusamur að útbúa sérstakan rannsóknarrétt til að skerpa á illindum milli kynj- anna og skapa eins mikla úlfúð milli þeirra og frekast er unnt. Samtímis fer allur eiginlegur jöfnuður meðal landsins barna úr böndunum og er sama hvort lit- ið er til opinberra starfsmanna eða verkalýðs- hreyfingarinnar, að komin er af stað gerjun sem enginn veit enn hve göróttur drykkur verður úr. Og loksins, loksins ber svo við að samanburðar- fræöin ratar inn á eblilegar brautir. Gerður er sam- anburöur á kjörum nokkurra verkalýðsfélaga í Danmörku og á íslandi. Eftir því sem best verður séð er könnunin fagmannlega unnin og vönduð og veröa niðurstöður hennar vart vefengdar. Fregnir um að laun og lífskjör alþýðu manna sé mun betri í nágrannalöndunum en hér er staðfest. Skýringa óskab Þetta átti launþegahreyfingin að vera búin að gera fyrir langa- lögnu og oft síðan. í stað þess að vera sífellt að stagla um samari- burðinn milli láglaunafylking- anna hér, svo ekki sé talað um kynjaillindin, sem eru fáránleg, á að gera samanburð við nágrannalöndin og ríki þar sem þjóðartekjur eru svipaðar og hér. Síban er rétt að krefja stjórnendur þjóðar og at- vinnulífs að foringjum launþegahreyfinga með- töldum, hvað veldur Iélegum kjörum á íslandi og bæta má við að hvergi mun fólk með jafnlágar tekjur og hér vera eins skuldum vafið af fleiri or- sökum. Hluta þeirrar áþjánar má rekja beint til kjarasamninga. Launþegaforkólfar eru orðnir umsýslumenn mikilla fjármuna og tala digurbarkalega um vexti og svoddan og telja að eitthvert vaxtastigskjaftæbi skeri úr um afkomu umbjóðenda þeirra. Þeir halda að þeir séu einhverjir Steingrímar og Sverr- ar Hermanns og hafi vit á þeim hinum æðri fjár- málum. Og gera svo óréttláta og misvísandi kjara- samninga. -Það er dýrt aö vera íslendingur, sagöi gamal- reyndur hálaunamaður og landliösmaöur í fjölda og upphæða eftirlauna. Ekki man undirritaður hvers vegna það er svona dýrkeypt, en sjálfsagt er til einhver hagræn skýring á því. En að sjöunda ríkasta þjóð í heimi skuli vera ve- sælt láglaunaland, nema fyrir útvalda er fyrirbæri sem ábyrgir aðilar skulda svör við. Á meðan þau ekki fást verður að láta duga get- gátur um að þab sé illa stjórnað, af lítilli forsjá og lélegu fjármálaviti. Nema auðvitað þegar forsjár- menn þjóðar og fyrirtæka semja við sjálfa sig um tekjur og eftirlaun. Þá er fjármálavitið í lagi. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.