Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 10
10 ffiflWttHI Fimmtudagur 22. febrúar 1996 Hetjudýrkun samfara því vibhorfi, aö hver karlmabur eigi aö vera stríösmaöur til- búinn aö deyja, er aö líkindum ein afskýr- ingunum á bak viö haröa og langa vörn Tjetjena gegn Rúss- um s Arin 1944-45 voru Tjetj- enar, þá samkvæmt sumum heimildum um 450.000 talsins, herleiddir til Mi5-Asíu ab skipun Stalíns. Ástæban var aö sumir þeirra höföu tekiö frekar vel á móti þýska hernum, er hann sótti inn í Norbur-Kákasíu 1942. Yo'av Karny, ísraelskur blaöa- maöur kunnugur Tjetjenum, telur líklegt að um þriöjungur þeirra hafi látiö lífiö í nauðung- arflutningum þessum. Fólkinu var troðið inn í gripaflutninga- vagna, eins og í þá komst, og þaö fékk lítið eða ekkert af mat og vatni á langri leiö austur. Svipað var fariö aö við aðrar sovéskar herleiöingar, t.d. frá Eystrasaltslöndum og Austur- Póllandi (þeim svæöum pólska ríkisins sem innlimuð voru í Sovétríkin haustiö 1939). Saga tíræðs öld- ungs Karny segir í grein í New York Times frá rúmlega 100 ára gömlum manni, Ahmed Mud- arov að nafni. Þegar herleiöing- in var framkvæmd, var hann kvæntur sex barna faðir. Her- menn sovésku öryggisþjónust- unnar drápu fimm barnanna, sem vom veik og ekki feröafær. Konu sinni og sjötta barninu missti Mudarov af í útlegðinni og hefur ekki frétt af þeim síö- an. Krúsjov náöaöi Tjetjena og aöra Kákasusþjóöflokka, sem Stalín haföi herleitt, eftir miöj- an 6. áratug og fór þá flest her- leitt fólk af þeim, sem enn var á lífi, heim, sem og afkomendur þess. Mudarov, sem þá var kom- inn undir sjötugt, kvæntist aft- ur og eignaðist í því hjónabandi átta börn. Nú eru í heiminum kannski uppundir helmingi fleiri Tjetj- enar en voru þegar umrædd herleiðing þeirra hófst. Varla fer hjá því að undarlegt þyki að Rússlandi, sem gjarnan er kallað annað mesta herveldi heims, skuli enn ekki hafa tekist aö buga Tjetjena, þótt stríðið þar hafi staöiö á annað ár. Ef marka má ýmsa fréttamenn, er meirihluti Tjetjeníu enn á valdi tjetjenskra andstæðinga Rússa alveg eöa að nokkru leyti. Samt fer því fjarri að Tjetjenar standi sameinaöir í baráttunni. Þótt fullyrt sé að allir séu þeir mjög stoltir af því að vera Tjetjenar, er svo að heyra að hollusta þeirra sé öllu fremur tengd hin- um ýmsu ættbálkum og ætt- kvíslum, sem tjetjenska þjóöin skiptist í, fremur en henni sjálfri. í- stríðinu við Rússa fara því hinir ýmsu hópar sínar eig- in götur og sumir eru jafnvel meira eða minna á bandi Rússa. Hetjur sem minna á Fáfnisbana Skýringarinnar á hörku og seiglu Tjetjena er að líkindum Tjetjenar stíga súfískan dans: súfisminn, dultrúargrein íslams, stendur þeim ab líkindum nær hjarta en rétttrúnabarhlib þeirra trúarbragba. Reiðubúnir ab deyja að einhverju leyti ab leita í þeirri stabreynd, að þjóbir Kák- asusfjalla eru nokkuð séráparti, miðað við heiminn í heild. Fólk þetta heldur einkar fast við fornar hefðir, sem mikið til eru miklu eldri en íslam og kristni, sem þeir nú játa en eru líklega einkum í yfirborðinu hjá þeim. Meðal þeirra hefða er mikil hetjudýrkun á köppum sem minna á Sigurð Fáfnisbana. Samfara þessu er nokkuð önnur BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON afstaba til lífs og dauða en al- geng er nú hjá meirihluta mannkynsins. Þjóöir fyrri tíða á evrópsk-as- ísku gresjunni, sem nær frá Kar- patafjöllum austur í Mongólíu, sem og germanskar þjóðir á þjóðflutningatímanum, gátu stundum breytt sér í heilmikil herveldi þótt þær teldu kannski ekki nema nokkra tugi þúsunda. Þetta stafaði m.a. af því að hjá þeim var hver karlmaður frá unglingsár- um til elli her- maður öðrum þræði eba fyrst og fremst. Hjá fámennum þjóðum Kákas- usfjalla (Tjetj- enar eru einna fjölmennastir þeirra) er þessi hefð enn höfð í heiðri. Hjá þjóbum með slíkar hefðir og hug- arfar eftir því má búast við því að einstak- lingurinn og líf hans hafi öllu minna gildi en líf þjóðar/ætt- bálks. Séu menn aldir upp til að tíerjast, leiðir af sjálfu að ætlast er til að þeir séu allt- af reiðubúnir að deyja, ungir ef svo vill verk- ast. Málsháttur hjá Kúrdum, fjallaþjóö meb hefðir sumpart ekki ósvipaðar þeim sem eru vib lýði í Kákas- u s f j ö 11 u m , hljóðar svo: „Karlmaðurinn fæöist til þess að veröa drep- inn." Þar sem hetjudýrkun er ofarlega má reikna með því að það að deyja ungur í stríði sé ekki talið til mjög dapurlegra örlaga. Þessu fylgir að ætlast er til af körlum og konum þjóbar- innar að þau séu frjósöm og geti af sér nógu marga syni til að fylla skörðin eftir þá sem falla, og helst fleiri. Hér er um að ræða dýrkun á lífi og dauða í senn, samfara viðhorfi á þá leið að tilveran sé grimmt stríð. í því stríði sé sá líklegúr til ósigurs sem ekki sé jafn tilbúinn að deyja og andstæðingur hans. „Eignabist börn í óöaönn" Heimkomin úr herleiðing- unni, skrifar áðurnefndur Karny, hélt öll tjetjenska þjóðin áfram andstöðu við sovéska valdið. Um skeið hafi sú andstaöa verið friðsamleg og falist einkum í því aö fólk „eignaðist börn í óða- önn, til þess ab búa sig undir næstu orrustu, ab fornum sib." í mafíugróðri fyrrverandi Sov- étríkja, sem fyrir löngu hefur breiðst út um Vesturlönd, kveb- ur mikið að Tjetjenum, sem að sumra sögn eru grimmastir allra í þeim geira. Bæði á þeim vett- vangi og í sjálfstæðisbaráttu Tjetjena hefur grimmd þeirra og/eða hugrekki — hvort heldur sem menn vilja kalla það — bor- ið árangur og vera kann með hliðsjón af því að sjálfstæðisbar- áttan sé ekki svo vonlaus sem umheiminum kann að virðast. Minna má á að andstæðingar Tjetjena eru ekki hliöstætt þeim aldir upp í dýrkun á dauða og lífi jafnt. Karny skrifar ab Tjetjenar séu hneigbir til hetjuskapar samfara fúsleika til sjálfsvígs. Á honum má merkja að hann telji að hugs- anlegur valkostur fyrir Tjetjena sé að vera Rússum eitthvað eftir- látari án þess þó að glata þjób- erni sínu og sjálfsímynd með öllu. Hann kveöst hafa sagt við tjetjenska kunningja sína: „í tvær aldir hafið þið veriö að deyja, deyja, deyja. Er ekki tími til kominn fyrir ykkur að byrja að lifa?" Áheyrendur hans rumdu af vanþóknun. „Enginn skal neyða okkur til þess," svar- aði einn þeirra. Við aðra Tjetjena sagði títt- nefndur blaðamaður að til þess að afla sér samúbar í Bandaríkj- unum ættu þeir að kynna þjóð sína sem. fórnarlömb fremur en hetjur. Þeir aftóku það með öllu. „Við erum Tjetjenar og getum aldrei orðið varnarlaus fórnar- lömb." Þjóðartákn Tjetjena er gólandi úlfur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.