Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. febrúar 1996 10.600 feöur í skömm hjá Innheimtustofnuninni — heildarskuldin er 5,8 milljaröar og minnst afþví er taliö rukkunarhœft. Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaöur: Fjöldi feöra hættir sér ekki á vinnumarkaöinn Barnsmeblög innheimtast illa hjá Innheimtustofnun sveit- arfélaga. Þar eru 5,8 milljaröar króna í vanskilum — og þar af er talið aö 4,3 milljarbar inn- heimtist aldrei og séu tapab fé. Ab óbreyttum lögum býbur gjaldþrot þúsunda barnsfebra á komandi árum. Vanskilin vaxa árlega um 700 milljónir króna, var blabamönnum tjáb á fundi meb félagsmálaráb- herra, Páli Péturssyni og þing- mönnunum Ólafi Erni Har- aldssyni og ísólfi Gylfa Pálma- syni. Meblagsskuldarar í sept- ember á síbasta ári voru 10.600 talsins. „Þessi lög sem við erum núna ab setja bæta ekki hag þessara manna. Meinsemdin er oft á tíðum lág laun. Ellefu til tólf þúsund króna meðlag á hvert barn er auðvitað ekki mikið til ab framfleyta barni, en nógu mikið til ab margir launamenn ráða ekki vib þá greibslu," sagði Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður í gær. Hann stýrði nefnd sem samið hefur frumvarpið Frá fundi Páls Péturssonar, Isólfs Gylfa og Olafs Arnar ígær. Tímamynd: BG beinlínis ekki út á almennan vinnumarkað. - JBP Biskup óskar eftir opin- berri rannsókn á ásökun- um. Ólafur Skúlason: Vegið ab mann- orði mínu og embættisheiðri Biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, hefur leitað til ríkissaksóknara, Hallvarðs Einvarbssonar, og óskab eftir ab embætti hans láti fara fram opinbera rann- sókn um meint refsiverb at- hæfi. Er þess óskab ab rann- sókninni veröi hrabab svo sem kostur er. Biskup segir að vegna sí- endurtekinna árása í sinn garð í fjölmiðlum óski hann eftir opinberri rannsókn á tilurð og sannleiksgildi þessara ásakana. „Ástæða þessarar beiðni er sú að svo mjög er vegið að mannorði mínu og emb- ættisheiðri að við það verð- ur ekki unað lengur," segir biskupinn í bréfi sínu til rík- issaksóknara. - JBP um breytingu á lögum um Inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að afskrifa höf- ubstól ýmissa skulda, að hluta til eða jafnvel alveg. Hver skuld- ari verður skoðaður útaf fyrir sig áður en ákvöröun er tekin. Barnsfaðir sem er með 90 þús- und króna mánaðarlaun og greiðir um 35 þúsund á mánuði með börnum sínum þremur, á ekki mikið eftir til lífsviðurvær- is, þegar skattar og ýmis gjöld hafa verið greidd, sem verða trú- lega á bilinu 15-18 þúsund á mánuði. Flestir þessir karlmenn fara í sambúð og eiga barn eða börn með sambýliskonum sín- um. í slíkri sambúð eiga þeir margir við erfiðleika að etja vegna erfiðs fjárhags. Ölafur Örn sagði að í ljós hefði komið að þessi hópur karl- manna freistaðist öbmm fremur til að leita sér svartrar vinnu og atvinnuleysisbóta með tilheyr- andi kostnaði og missi tekna 'fyrir ríkissjóð. Markmiðib væri að fá þennan hóp fólks til að koma fram í dagsljósið og greiða sín gjöld til samfélagsins. í starfi nefndarinnar sem fjall- aði um barnsmeðlagagreiðslur kom í ljós að á síðustu 5 árum hefur mest fjölgun meðlags- skuldara orðið í hópi svokall- aðra „verktaka", þ.e. einstak- linga með sjálfstæðan rekstur, eða 41%. Vanskilamenn leiðast gjarnan út í einskonar gervi „verktaka"rekstur beinlínis til að skjóta sér undan greiðslu ým- issa gjalda. Þessi hópur þorir Samgönguráöherra, fjármálaráöherra, og hlutaö- eigandi undirrita samninga um Hvalfjaröargöngin: Tilbúin 1999 Fulltrúar Spalar, íslenskra stjórnvalda, verktaka og innlendra og erlendra lána- stofana undirritubu í gær um 40 samninga vegna fyr- irhugabra jarbganga undir Hvalfjörb. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og er búist vib ab hægt verbi ab taka göngin í notkun snemma árs 1999. Hvalfjarðagöngin verða 5.770 m að lengd með tveim- ur til þremur akreinum. Þar af verða sprengd göng undir sjó 3.750 m að lengd. Þau munu stytta leiðina frá Reykjavík til Akraness um 61 km og aksturstímann um 40 mín. Leiðin milli Borgarness og Reykjavíkur styttist um 46 km og ferðalagið um 30 mín. Verktaki ganganna er Foss- virki sf., sem er sameignarfé- lag ístaks hf., sænska verkta- kafyritækisins Skanska og verktakafyrirtækisins E. Phil & Son. Þessi þrjú fyrirtæki hafa áður starfað saman við virkjun Hrauneyjarfoss og Blöndu og einnig við Vest- fjarðagöngin. Göngin kosta fullbúin 4.630 millj. kr. samkvæmt áætlun að meðtöldum öllum undirbúnings- og fjármagns- kostnaði á byggingartíma. Bankalán nema 4.124 millj. kr. til framkvæmda á bygg- ingartíma en annar stofn- kostnaður er fjármagnaður með hlutafé og lánum úr rík- issjóði. Gert er ráb fyrir að innheimta veggjald til að borga mannvirkið og standa undir rekstrarkostnabi. í máli forsvarsmanna við undirritunina í gær kom fram að undirbúningur hafi verið mjög nákvæmur og Hagfræðistofnun Háskólans telji fjárhagslegan ávinning vib gangagerðina um 7.100 milljónir króna. Öryggi veg- farenda veröi haft að leiðar- ljósi, eldvarnir fullkomnar og mengun haldið í lágmarki með öflugum viftum. -BÞ Finnur Ingólfsson skipar nefnd um endurskipulagningu orkumála: Landsvirkjun skipt? Á næstu dögum mun verða skipub nefnd sem gera á tillög- ur um framtíbarskipulag orku- mála. Ibnabarrábherra upplýsti á almennum stjórnmálafundi á Hótel Sögu í fyrrakvöld ab hann væri ab bíba eftir tilnefn- ingum tilkvaddra abila í nefnd- ina. Finnur Ingólfsson sagði að nefndin fengi í veganesti fjögur atriði sem sérstaklega þyrfti að huga að. í fyrsta lagi væri að koma á samkeppni í orkumálum landsins. í öðm lagi þyrfti nefnd- in að leita hagkvæmni í skipulag- inu, í þriðja lagi yrbi að koma til ákveðin orkujöfnun í kerfinu og í fjórða og síðasta lagi myndi nefndin skoba leiðir til að tryggja afhendingaröryggi orkunnar. Fram kom í máli Finns Ingólfs- BHM, BSRB og KÍ fylkja liöi gegn áformum stjórnvalda: Standa þétt saman „Menn eru ab undirbúa sig og þessi samtök eru ab stilla saman sína strengi. Vib teljum ab þab verbi ab spyrna vib fótum á þann hátt ab eftir því verbi tek- ib og lífsnaubsyn ab vib náum saman í þessum efnum," segir Páll Halldórsson formabur Bandalags háskólamanna. Á miðstjórnarfundi banda- lagsins í fyrradag þar sem sam- þykkt var harðorð ályktun gegn áformum stjórnvalda um ein- hliða skerðingar á réttindum og kjörum opinberra starfsmanna, vakti það athygli að þangað var boðið Ögmundi Jónassyni for- manni BSRB og Eiríki Jónssyni formanni Kennarasambands ís- lands. En það mun ekki hafa gerst áður að forystumönnum annarra bandalaga eða samtaka opinberra starfsmanna hafi ver- ið boðið' á miðstjórnfund há- skólamanna. Hinsvegar er það engin nýlunda að félög og sam- bönd opinberra starfsmanna vinni saman að ýmsum málum. -grh Sjá einnig bls. 8 Menningar- verðlaun DV Menningarverblaun DV voru afhent í 18. sinn í gær yfir borb- haldi á Hótel Holti. Verblaunin eru veitt fyrir listsköpun á ný- libnu ári í sjö listgreinum. Fyrst tilnefndu dómnefndir fimm ab- ila í hverri grein en af þeim var einn þeirra valinn til ab hljóta menningarverblaun DV. Pétur Gunnarsson hlaut bók- menntaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Frú Bovary eftir Flaubert. Leiklistarverðíaunin komu í hlut Kristbjargar Kjeld fyr- ir leik hennar í Taktu lagiö Lóa. Osmo Vanska fékk tónlistarverð- launin fyrir hljómsveitarstjórn með Sinfóníu íslands. Eva Vil- helmsdóttir fékk listhönnunar- verðlaunin fyrir hönnun á Nat- ura-fatnaði fyrir Foldu á Akureyri. Myndlistarverðlaunin runnu til Páls Guðmundssonar vegna höggmyndasýningar hans í Surts- helli. Vinnustofa arkitekta; Hró- . bjartur Hróbjartsson, Richard Ól- afur Briem, Sigríöur Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson fengu verðlaun í byggingarlist fyrir hönnun á nýju kirkjunni á Isa- Menningarverblaunahafar DV. firði og að lokum fékk Hilmar Oddsson verblaun fyrir kvik- myndina Tár úr steini. Allir verðlaunahafar fengu af- henta gripi hannaða af Tinnu Gunnarsdóttur, listhönnubi í Gallerí Greip. sonar að hann telur athugandi að taka upp skipulag sem fæli í sér að Landsvirkjun yrbi skipt upp. Hluti hennar yrði í ríkiseign og það fyrirtæki, sem yrbi öflugt og stórt, sæi alfarið um orkusöluna til stóriðju. Hinn hlutinn myndi hins vegar selja inn á orkunet og þá kæmu dreifiveiturnar inn í spiliö. Sagöi Finnur að Norðmenn hefðu fyrir nokkru tekið upp kerfi svipað þessu og tekist að lækka hjá sér orkukostnaðinn. ■ Fárviöríö olli litlu tjóni á landsvísu: Dagfari mikið skemmdur Svo virbist sem fárviðrib sem gekk yfir landib í fyrradag hafi valdib mun minna tjóni en óttast var og þakka menn því annars vegar ab mesta hvassvibrib varb rétt eftir mestu flóbhæb og hins vegar varfærni fólks eftir abvaranir Veburstofu. Þó er ljóst eftir að loðnuskipið Dagfari kom til hafnar í gær- morgun að skipið er mikið skemmt og nánast öll stjórn- tæki í brúnni ónýt. Af öðrum skemmdum má nefna rof í sjáv- arvarnagaröa, flóð í kjallara í nokkrum húsum og einhver til- vik um skemmdir vegna grjót- kasts. -BÞ Þyngsti dómur felldur í kynferöissakamáli: 7 ára dómur Héraðsdómur Reykjavíur dæmdi í gær karlmann á fimm- tugasaldri í 7 ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína á löng- um tíma kynferðislega. í dómn- um segir m.a. ab misnotkunin hafi verið gróf, staðib lengi og stúlkan hafi hlotið mikinn skaða af. Þetta er þyngsti dómur sem falliö hefur í síðari tíma kynferðisafbrotamálum. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.