Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 23. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuómundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Rétt brugðist vib Náttúruhamfarirnar sem geisuðu um mikinn hluta landsins sl. miðvikudag ollu hvergi tjóni svo orð sé á gerandi. Samspil veðurkerfa og himin- tungla stuðluðu að veðurofsa og flóðahættu sem ekki á sinn líka á margra áratuga tímabili. En for- varnirnar brugðust ekki og því urðu skaðar lítil- mótlegir og þegar veður gengu niður og flóð sjötn- uðu hrósuðu menn happi yfir að umtalsvert tjón hlaust ekki af. Veðurstofan stóð sig með mikilli prýði og spáði fyrir um veður og flóðahæð sólarhringum fram í tímann. Skilaboðin voru skýr og einföld og hvar- vetna þar sem hætta var fyrir hendi voru menn viðbúnir að takast á við hana og allt fór vel. Undantekningin var hetjulundaður skipstjórn- armaður sem lagði í Reykjanesröstina á drekk- hlöðnu skipi skömmu áður en marglauglýstur veðurofsi og ölduhæð náði hámarki. Sá var löðr- ungaður svo af Ránardætrum að gerður var út leið- angur til að elta skipið þar sem það hraktist til baka og komst við illan leik austur fyrir röstina. Viðvaranir og varnaraðgerðir til að mæta ofsanum og flóðahættu sýna svo ekki verður um villst að með kunnáttu og forsjálni er hægt að varast slys og eignatjón og jafnvel að búa sig svo í stakk að ekki skaði þegar náttúruöflin fara hamförum. Sífellt er verið að tyggja upp hetjusögur af björg- unarafrekum, sem orðin eru næsta tíð og fjölmiðl- ar gera mikið úr, en gagnrýnislaust. Það er sjaldn- ast tekið fram að hrakfarir og slys má oftast rekja til dómgreindarleysis og fífldirfsku. Mönnum ætlar seint að lærast að búa í þessu landi þar sem veðrabreytingar eru örar og náttúru- öflin kröftugri en á flestum stöðum öðrum. Það er oft furðulegt að heyra fréttir af ferðalöngum á illa búnum bílum á heiðum og fjallvegum sem kom- ast hvorki lönd né strönd vegna ófærðar. Ekki sýnist alltof algengt að fylgst sé með veður- spám eða fengnar upplýsingar um ástand vega og veðurlag. Þegar ísing sest á vegi og slys verða af hlaupa galgopar upp til handa og fóta og kenna Vegagerðinni um, eins og reyndar einnig þegar fjallvegir lokast og fólk lendir í hrakningum af óforsjálni einni saman. Stundum er verið að afboða skólahald og sam- komur eftir að allt er orðið ófært. Rembst er við að halda hvers konar starfsemi gangandi þótt ekki sé hundi út sigandi vegna veðurs og ófærðar. Þegar illviðri geisa og samgöngur verða erfiðar og dýrar fer best á því að taka lífinu með ró. Menntakerfið fer ekkert úr skorðum þótt krakkar séu heima einhverja daga þegar verst viðrar og at- vinnulífið kemst af þótt dregið sé úr afköstum í af- tökum. Ferðalög í skammdegi og ófærð eru nokkurs konar þjóðarsport eða bilun sem ekkert virðist vera við að gera fremur en annarri vitsmunaheft- un. En viðvaranir og forvarnirnar sem gáfust svona vel í stórstraumnum um miðja vikuna vekja vonir um að landsmenn fari að læra að búa í sátt við náttúruöflin í stað þess að vera sífellt að bjóða þeim birginn og hljóta ávallt verra af. A5 skipta ráöuneyti .Heilbrigðis- og nevtiitvenni. J sturla tagði «B a« heilbri, SöFTA áteUbngðis- ingamáiaraður. yt Böðvarsson al- neyti, aagöi St“"ar5onnaSur fjir- ffismaður og £ui|lrúaráðs is,*sÆ«gt. I þingismaður 'nÆi Sturla 1 heilbrigðis- Sluriiíafæri“með heilbrigðis- ráðuneytið tæn reksWr þeirra og forvamastort g rekur mcð stofnana sem Trygg'nEa* beinum .^m'°S,an með oll bóta- ráðuneyriðfæn s,ðanm^di 0g lry?áðSf oinkastofnanir og brig,Sr^ kaw'i þjðnustu og sæ> aðra um *.11J,„mkvæmt al- Athyglisverö tillaga hefur kom- ið fram frá stjórnarþingmann- inum Sturlu Böövarssyni, sjálf- stæöisforingja af Vesturlandi og varaformanni fjárlaganefndar, á opnum fundi fulltrúaráös sjálf- stæöisfélaganna. Sturla hefur á síöustu misserum kvatt sér hljóös í stjórnmálunum og er einn hinna metnaöargjörnu þingmanna, sem halda flokks- forustunni og ráðherragenginu við efnið meö því aö vera sífellt til taks sem valkostur, ef foringj- arnir skyldu nú misstíga sig eitt- hvaö í hásölum valdsins. Sturla lenti að vísu í dálitlu mótlæti um og eftir síðustu kosningar vegna ágengni framsóknarmanna, en hann er nú óöum að ná vopnum sínum á ný. Tillagan, sem Sturla setti fram, lýtur aö stjórn- skipulagi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins og felur í sér aö þessu ráðuneyti veröi skipt upp í tvö ráðuneyti, þannig aö heilbrigðisþjónustuþátt- urinn og tryggingaþátturinn verði aðskildir. A pappírnum er þetta e.t.v. ekki svo galin hugmynd, og ýmsir hafa velt fyrir sér hvort ekki væri eðlilegt að flytja eitthvað af tryggingamálum yfir til félagsmálaráðuneytisins. Menn eru þá að velta fyrir sér — eins og Sturla er greinilega að gera líka — að aðskilja stjórnsýslulega þá aðila, sem eru að selja heilbrigðisþjónustu, og þá sem eru að kaupa þjónustu. Kannski ekkert stórmál Garri er að vísu þeirrar skoöunar að þó skipting af þessu tagi geti, fræðilega í þaö minnsta, skerpt á kostnaðarvitund og hugsanlega sparað eitthvert fé, þá séu hér ekki á ferðinni slík tímamót aö það beinlínis bráðliggi á málinu. Hins vegar er Garri sannfærður um að þessi hugmynd Sturlu á eftir að fá góðar undirtektir hjá metnaðarfullum og duglegum þingmönnum jafnt úr liði stjórnarinnar sem stjórnarandstöð- unnar. Ástæðan er einföld: Ólíkt því, sem til þessa hefur verið talið helst koma til greina í þessum efnum, að færa tryggingaþáttinn yfir í eitthvert annað ráðuneyti og skilja þannig í sundur mála- flokkana, þá gengur tillaga Sturlu út á það að búa til tvö ráðuneyti úr heilbrigðis- og tryggingaráöu- neytinu. I Mogganum, málgagni Sturlu, í gær segir: „Sturla lagði til að heilbrigðisráðuneytið færi með heilbrigðis- og forvarnarstörf og rekstur þeirra stofnana sem ríkið á og rekur með beinum fram- lögum. Lykill ab framgangi málsins Tryggingaráðuneytið færi síðan með öll bóta- og tryggingamál og semdi við heilbrigðisráðu- neyti, einkastofnanir og aðra um kaup á þjónustu og sæi um bóta- greiðslur samkvæmt almanna- tryggingalögum." í þessu liggur lykillinn að framgangi þessa máls á þingi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun ráöherra um einn, sem aftur stórlega eykur möguleika ráð- herrastólsþyrstra þingmanna á að geta náð tak- marki lífs síns. Það þarf ekki annað en horfa aftur til síðustu stjórnarmyndunar til að sjá hversu miklu auðveldara hefði verið að fást við mál í þingflokki sjálfstæðismanna ef stólarnir hefðu verið einum fleiri. Þá hefðu menn ekki þurft að vera í einhverjum leikfimiæfingum með forseta- stól Alþingis til þess að koma Birni Bjarnasyni í ráðherraembætti! Og það þarf enginn að velkjast í vafa um að það hafi verið eitthvert einstakt til- felli. Ráðherradómur flokkast undir „takmörkuð gæði" og á þeim er mjög lítill og naumt skorinn kvóti. Því er ekki nema eðiilegt að ætla að framagjarn- ir stjórnmálamenn taki því vel, ef fram kemur rökstudd tillaga um að auka kvótann. Það þættu víst eitthvað skrýtnir fiskimenn sem legðust gegn því að auka þorskkvótann, ef sæmilega rökstudd tillaga kæmi fram um að auka hann. Það er af þessum sökum sem Garri telur líkur á að einhverjir stjórnmálamenn að minnsta kosti muni taka máliö upp og gera úr því talsvert for- gangsmál. Garri GARRI Febrúarveöur Ég var staddur í Brússel í byrjun vikunnar, en þangaö liggja leið- irnar gjarnan um þessar mundir. Þegar ég vaknaði á mánudags- morguninn, gnauðaði vindur- inn á herbergisglugganum mín- um á elleftu hæð, svona rétt eins og heima. Þegar ég leit út, sá ég að það var farið að snjóa. Ekki var snjórinn þá mikill á okkar mælikvarða, en nóg til þess að mynda hálku og slabb á götum. I sjónvarpinu mátti sjá frétta- myndir frá nágrannalöndunum af ringulreið í umferðinni. Mest var það vegna hálku. Frétta- menn frá BBC með munnherkjur af kulda lýstu í beinni útsend- ingu ástandinu í Suður-Englandi og frá Þýskalandi bárust frétta- myndir af stórum flutningabílum með tengi- vagna út af þvers og kruss á hraðbrautum, auk slysa á smærri bílum. Allt mátti rekja til hálkunn- ar. Á heimleiðinni varð seinkun vegna þess að af- ísa þurfti vélar við brottför og sópa vellina í gríð og erg. Þessi tiltölulega meinlausa snjókoma virt- ist hægja á gangverki tilverunnar, að minnsta kosti samgöngugangverkinu, og setja ýmsa hluti úr skorðum. Vetur konungur Þannig er veturinn. Hann er miskunnarlaus þegar hann minnir á sig, ekki síst þar sem skipu- lagið er þannig að það er alls ekki reiknað með til- veru hans. Ferðaáætlanir miðast við að hann sé ekki til og öllum kemur jafn mikið á óvart þegar hann birtist. Þannig kom mér þetta fyrir sjónir þessa vetrarviku í Vestur-Evrópu. Ég fékk þá frétt á faxi að heiman aö spáð væri vitlausu veðri, en þrátt fyrir það var hið besta flug og gott veöur í Keflavík, þegar ég kom seint á þriðjudagskvöld. Hins vegar var hvassviðri í aösigi, dæmigerð febrúarlægð að angra okkur með hvassviðri og útsynningi af versta tagi. Hálka og snjór er ekki óalgengt fyrirbrigði hér og kem- ur mönnum ekki svo á óvart, en annað er farið að verða til vand- ræða og kostaði í þessu tilfelli viðbúnað, en það er ágangur sjávar. Þó fór betur en á horfðist í þetta skiptið. Viðvaranir virtust hafa áhrif, auk þess sem verstu veðurspár gengu ekki eftir. Ab búast vel Allt þetta sýnir það að bygging sjóvarnargarða er mál sem þarfnast meiri athygli en verið hefur. Þekkingin á þörfinni er þó fyrir hendi, því á síb- asta ári gaf Vita- og hafnamálastofnun út ítarlega skýrslu um þessi mál. Samkvæmt henni er veruleg þörf fyrir hendi í öllum landshlutum. Það er helst miðhluti Austurlands sem sleppur í þessum efn- um. Hins vegar er hættan mismunandi og gerð er tilraun til þess að skipta áhættunni í flokka. Segja má að vesturhluti landsins standi verr ab vígi, og hætta á sjóflóðum og skemmdum af þeim sökum sé víða fyrir hendi. Ekki er sanngjarnt að segja annað en mikið verk hafi verið unniö á liðnum árum, en það er ljóst að nokkru veröur til ab kosta í þessari baráttu vib hafið. Það er einn þáttur í því að búa í þessu landi, sem getur bæði verið blítt og strítt. Aðalatriðið er að búast við því að veturinn geti veriö ómildur og sýnt sig í ýmsum myndum, og miða umbúnaðinn við það. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.