Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 9
EÖ3 Föstudagur 23. febrúar 1996 -' 1 FERÐALÖC Frá Sa Coma-ströndinni. Úrval-Útsýn: Sólarlönd og sumarhús Þab er stórt ár framundan hjá Úrval-Útsýn og margir mögu- leikar í bobi fyrir þá sem hyggja á sumarfrí erlendis. Úr- val-Útsýn býður upp á ferbir til Spánar, Portúgals og Flórída, auk dvalar í sumarhúsum í Danmörku og Hollandi. Hér á eftir gefur ab líta nokkur dæmi þar sem vib gluggum einnig í verbskrána. Á Spáni er það Mallorca sem heillar á ströndinni Sa Coma. Við tökum dæmi um tvo gististaði sinn í hvorum verðflokknum. Sea Ones er skemmtilegt íbúðarhótel, sem stendur á besta stað á sjávar- kambinum í Sa Coma, en íbúðirn- ar eru mjög rúmgóðar og vel bún- ar með fallegu útsýni. Hótelið er rekiö sem hluti af öðru stærra íbúðarhóteli og er glæsilegur sundlaugargarður notaður af gest- um beggja hótela. Tvær vikur miðað við tvo fullorðna og 2 börn á aldrinum 2-11 ára kostar 41.870 krónur á mann og er þar um með- alverð að ræöa. Annar möguleiki er Club Royal Mediterrano, sem er í hærra gæða- flokki, enda í öðrum verðflokki. Þetta er glæsilegur gististaður á sömu strönd og er aðbúnaður eins og íslendingar þekkja bestan. Tvær vikur miðað viö tvo í stúdíó- íbúð kosta 67.095 krónur á mann. Algarve í Portúgal hefur löng- um verið vinsæll feröamannastað- ur og leita íslendingar talsvert þangað. Þar býður Úrval-Útsýn meðal annars uppá íbúðarhótelið Varanderas í Alburfeira. Þar eru rúmgóðar stúdíóíbúðir og stærri íbúðir með gervihnattasjónvarpi 13 og góðum svölum. Góður sund- laugargarður er við hótelið þar sem eru tvær sundlaugar, veit- ingastaður, bar og heilsurækt. Tveggja vikna dvöl kostar 43.495 krónur á mann miðað við tvo fullorðna og tvö börn á aldr- inum 2-11 ára í íbúð með 1 svefn- herbergi. Dvöl í stúdíóíbúð kostar 60.740 krónur miöab vib að tveir dvelji í íbúbinni. Það þarf vart að fara mörgum orðum um Flórída í Bandaríkjun- um, en þar er meðal annars boöið upp á gistingu á nýju íbúöarhóteli á Fort Myers Beach, Santa Maria. Þar er góður sundlaugargarður og snekkjuhöfn er við hótelið, auk þess sem gengið er beint út á 18 holu golfvöll. Dvöl í íbúð með einu svefnherbergi kostar 53.935 krónur, þegar miðað er við fjóra, tvo fulloröna og tvö börn, í 15 daga. Miðað við tvo í 15 daga kostar dvölin 81.370 krónur, en verðin lækka eftir 1/9 um tvö til fimm þúsund krónur. Sumarhúsin í Danmörku eru viö strönd Stórabeltis, skammt frá Slagelse á vesturströnd Sjálands, og er um klukkustundarakstur frá Kaupmannahöfn. Húsin standa í skógivöxnu landslagi við fallega sandströnd. Hús með tveimur svefnherbergjum miðað viö fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, í tvær vikur kostar 42.400 krónur á manninn, en hækkar í 58.700 ef um tvo er að ræða. Sumarhúsin, sem Úrval-Útsýn er með í Hollandi, eru í Duinrell, nálægt ströndinni á milli Haag og Amsterdam. Þar kostar hús með tveimur svefnherbergjum miðað við tvo fullorðna og tvo börn 38.225 krónur á manninn í tvær vikur, en hækkar í 58.010 krónur ef aðeins tveir ferðast. -PS 2Y-t>7Úk, 29ÍS7Ú*. Innifaliö í verði er skattar í Keflavík og Amsterdam, eins og þeir hafa verið uppgefnir í dag og sömuleiðis er verð þetta miðað við gengi NLG í dag. Hvoru tveggja getur breyst verði gengisbreyting eða breytingar á sköttum. Fra 3. juni til 30. september 1996 verbum vib meb tvö flug í viku milli Keflavíkur og Amsterdam. Lægsta verb á markabnum, 24.870 kr. á mann. Pantib tímalega. er í ISTRAVEL Gnoöarvogi 44, sími: 568 6255 FAX: 568 8518.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.