Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 10
Feröaskrifstofa Reykjavíkur: Vikulegt flug til Benidorm Feröaskrifstofa Reykjavíkur veröur í sumar meö vikulegt leiguflug til Benidorm og eru þær feröir þaö vinsæl- asta sem feröaskrifstofan hefur upp á aö bjóöa yfir sumartímann. Þaö er þó margt annaö áhugavert í boöi, svo sem feröir til Kúbu, Dóminíkanska lýö- veldisins, Prag í Tékklandi og margt fleira. Spánn alltaf vinsælastur íslaug Aöalsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri segir íslendinga huga mest aö Spánarferöum, nú sem svo oft áöur. „Spánn viröist alltaf vera vinsælastur, en þar hugsa ég aö veröin skipti miklu máli. Þar á ég viö bæöi verö á gistingu og öllum viöurgjörningi, sem er á mjög góöu veröi á Spáni. Þetta á reyndar ekki bara við okkur íslendinga, því ég hef tekið eftir því að t.d. Bretar eru sama sinnis. Þar er Spánn vinsæl- astur, alveg sama hvað boðið er upp á annað nýtt," segir íslaug. Islaug segist geta boðið upp á mjög góð verö á flugi og gistingu á Benidorm. Hægt er aö velja um fimm gististaði, þar af fjóra meö íbúöargistingu. Flogið er til Alic- ante þar sem leiðsögumaður tek- ur á móti hópnum, og síðan er ekið til Benidorm. Fyrsta ferð til Benidorm er reyndar tveggja vikna páskaferð, sem farin er 2. apríl, og síðan er' farin fjögurra vikna ferð 16. apr- íl, en frá og með 27. maí verður vikulegt flug til Alicante fram á haust. íslaug segir mjög gott að vera á Benidorm og skiptir þá ekki máli um hvaða aldur verið er tala. Þar ferðum til Færeyja, þar sem gjaldið fyrir bílinn er talið með. Sem dæmi um það má nefna að vikuferð fyrir fjóra í fjögurra manna klefa, ásamt flutnings- gjaldi á bifreið, kostar 12.275 krónur á manninn, samkvæmt tilboðinu. Annað dæmi um vikuferð til Færeyja, þar sem tekin er inn í gisting ytra á farfuglaheimili og kostar þá 15.350 krónur fyrir manninn. Ab auki er boðið upp á hótelpakka þar sem gist er á Hót- el Föroyjar, sem er afar glæsilegt. Einnig verða sértilboð á fjöl- skylduferðum til Danmerkur og Noregs og segir Haukur þaö verða æ vinsælla að fólk vilji ferbast meb sinn eigin bíl og vera frjálst ferða sinna og skipuleggja frí sitt. Sem dæmi um fjögurra manna ferð með bíl, þar sem siglt er til Danmerkur, nánar tiltekið til Es- bjerg þann 6. júní og til baka frá Bergen í Noregi 25. júní, þá kost- ar þaö 23.310 krónur á manninn og er þá flutningsgjaldið á bíln- um innifaliö. Haukur segir Es- bjerg á Jótlandi í Danmörku afar heppilegan stað, þaöan sem vegir liggi til allra átta. Auk þess sé Jót- land aö verða eitt vinsælasta ferðamannasvæði í Norbur- Evr- ópu. Af ööru má nefna að boöið verður upp á sérstök hópfargjöld til Færeyja, Noregs og Danmerk- ur, auk þess sem sérstakt tilbob er fyrir þá sem vilja taka mótorhjól- ið sitt með og keyra um Evrópu. Þá býður Norræna ferðaskrif- stofan upp á alla almenna ferða- þjónustu, þ.e.a.s. sölu á ferðum til allra áfangastaða Flugleiða þ.m.t. flug og bíll og einnig með sölu á farmiðum meb þýska flug- félaginu LTU til Þýskalands. ■PS sé mjög gott að vera meb börn, þau séu t.d. velkomin á veitinga- stöðum o.s.frv. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur er einnig með ferðir til Barcelona í reglubundnu áætlunarflugi Flug- leiða þangað, og býður í fram- haldi af því upp á gististaði í Sit- ges, sem er skammt frá Barcel- ona, en Sitges er fallegur strand- bær. íslaug segir að hægt sé að blanda saman dvöl á glæsilegum hótelum í Sitges og dvöl í Barcel- ona. Kúba í tísku Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hefur undanfarna mánuði selt ferðir til Kúbu og Dóminíkanska lýðveldisins. íslaug segir Kúbu vera mikið í tísku í Evrópu og að það fari stöðugt fleiri ferðamenn þangað. Landib sé ab opnast eftir fjöldamörg ár undir ógnarstjórn Castros og því sé áhugavert að sækja Kúbu heim. Flogib er til Kúbu í gegnum London þar sem gist er í eina nótt áður en lagt er í seinni hlutann. Ekki langt frá Kúbu, sem er stærsta eyjan í Karíbahafinu meb 11 þúsund kílómetra strand- lengju, er Dóminíkanska lýðveld- ið og þar býður Ferðaskrifstofa Reykjavíkur upp á gistingu á hót- eli sem íslensk kona, Kristín Pet- ersen, rekur ásamt svissneskum eiginmanni sínum, sem einnig er íslenskumælandi. Flogið er í gegnum New York, þar sem gist er eina nótt, og þar ráða íslend- ingar einnig ríkjum. Það er því hægt að komast af í þeirri ferð án þess að kunna mikið í erlendum tungumálum og þá er þetta einn- ig þægilegt fyrir þá sem ekki eru . vanir að ferðast. Prag Enn ein nýjungin, sem Ferða- skrifstofa Reykjavíkur er með, eru helgarferðir og lengri ferðir til Prag, höfuðborgar Tékklands. ís- lendingar hafa ekki ferðast mikiö til Tékklands — eða Tékkóslóvak- íu á árum áður — en borgin er mjög heillandi og hefur gripið marga þá, sem þangað hafa kom- ið, sterkum tökum. Miklir möguleikar Af öðru, sem í boði er hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, má nefna sölu á ferðum til þriggja borga í Þýskalandi með LTU, flug og bíl í Bretlandi og Skotlandi, sumarhús í Þýskalandi, fjölmarg- ir málaskólar víða um heim, Am- eríkuferðir af ýmsu tagi, Explor- er-ævintýraferðir hvert í heim sem er og margt fleira. -PS Norrœna feröaskrifstofan. Haukur Birgisson, framkvœmdastjóri: Á eigin vegum akandi Ferjan Norræna kemur í sína fyrstu ferð hingab til lands í sumar þann 6. júní og verða farnar vikulegar ferðir á milli Seybisfjaröar, Færeyja, Dan- merkur og Noregs. Haukur Birgisson, framkvæmdastjóri Norrænu ferbaskrifstofunnar, sem er umboðsaðili fyrir Nor- rænu hér á landi, segir ab boöið verði upp á mjög hag- stætt verð á ferðum með ferj- unni í sumar. Það sé greini- lega mikill áhugi á feröum til Færeyja og ab mikiö sé um bókanir þangab, sem og á aðra áfangastaði. Boöið verður upp á ýmsa bíla- og hótelpakka til Færeyja, Dan- merkur og Noregs, auk þess sem sérstakt tilboð verður á pakka- Fréttatilkynnning frá ístravel, vegna fréttaflutnings og umrœöna um flug hér á landi: Flugmálayfirvöld skýri frá staöreyndum Vegna umræðna um flug til og frá landinu undanfarið vilja forrábamenn ístravel, sem er umboösaöili Transav- ia hér á landi er sér um sölu farmiöa meb vélum félagsins, koma fram ýmsum athuga- semdum. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu kemur fram að ekki sé tilefni til ab gera upp á milli áætlunar- og leiguflugs, enda séu notðar sömu flugvélar af ýmsum flugfélögum til þessa flugs og nærtækasta dæmið sé Flugleiðir. Ennfremur segir að það sé skilningur fyrirtækisins aö Flugmálastjórn beri að hafa eft- irlit með að slíkur rekstur fari fram samkvæmt íslenskum reglum og þá um leið alþjóða- reglum, sem gilda um flug- rekstur. Nauðsynlegt er að þeirra mati að þegar upp komi um- deild atriði og deilur, að íslensk flugmálayfirvöld greini frá staðreyndum í þeim málum svo ab hagsmunaöilar séu ekki að bera hvor öðrum á brýn va- nefndir. Þá eigi almenningur ekki síst heimtingu að fá slíkar upplýsingar umbúðalaust. Þetta verði flugmálayfirvöld að hafa í huga, sérstaklega þeg- ar tekið er tillit til þess að mik- ill fjöldi útlendinga sem og ís- lendinga muni á næstunni ferðast til og frá landinu og þá verði þau að upplýsa hvaða flugfélög hafi fengið tilskilin leyfi til flugsins og hvernig staðli þeirra sé háttaö. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.