Tíminn - 07.03.1996, Side 5
Fimmtudagur 7. mars.1996
5
Frá œfingu á Hinu Ijósa mani.
Snœfríöur íslandssól í brennidepli hjá Bríeti Héöinsdóttur:
„Held mig grimmt viö bókina"
„Mig langaöi aö taka annaö
sjónarhorn. íslandsklukkan er
svo auöug bók aö þaö væri
ábyggilega hægt aö gera úr
henni óteljandi leiksýningar.
Hún hefur svo stórt persónu-
safn aö þaö fer bara eftir því
hvaöa kíki maöur béinir á
efniö," segir Bríet Héöinsdótt-
ir um ástæöu þess aö hún bjó
til nýja leikgerö upp úr Is-
landsklukku Halldórs Lax-
ness, sem frumsýnd veröur
um helgina í Borgarleikhús-
inu undir heitinu Hiö Ijósa
man.
Bríet leikstýrir jafnframt verk-
inu, en aöalhlutverk eru í hönd-
um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur
sem leikur Snæfríði, Pálínu
Jónsdóttur sem leikur Snæfríöi á
yngri árum, Kristjáns. Franklíns
Magnús sem leikur Arnas Arnæ-
us, og Þorsteins Gunnarssonar
sem leikur séra Sigurð.
Hin klassíska leikgerö sög-
unnar er sú sem Halldór Lax-
ness vann sjálfur og var sýnd
fyrst við opnun Þjóðleikhússins
árið 1950. Bríet notar þá leik-
gerð aö einhverju leyti, en aö-
spurö hvaö beri á milli þessara
tveggja segir Bríet sína leikgerö
hafa mun þrengra sjónarhorn
og með aðaláherslu á miðbók-
ina, Hiö ljósa man. „Ég vík ekki
nokkurn skapaðan hlut frá bók-
inni. Ég held mig grimmt við
hana."
— Þú baetir þá engu við bókina?
„Nei, nei, nei, ertu frá þér."
— Afhverju ekki?
„Fyrirgefðu, við íslandsklukk-
una er engu að bæta. Hún nálg-
ast að vera fullkomin eins og
hún er. Hins vegar nær maður
henni ekki allri upp á svib. Það
tæki 40 tíma í flutningi, þannig
að ég bara sker og sker."
— Er þetta þá eins konar út-
dráttur úr leikgerð Laxness?
„Nei. íslandsklukkan er tríló-
gía. Klassíska leikgerðin spann-
ar allt verkið og sleppir þaraf-
leibandi feikilega miklu. Hérna
er abaláhersla á miðbókina,
Hinu ljósa mani, en þar er farið
fljótast yfir sögu í klassísku leik-
gerðinni. Þetta er svipað því og
ef þú værir ab horfa á mynd af
stóru veggteppi, sagnavef, og í
staðinn fyrir að horfa á teppið
allt, þá myndirðu einblína á
einhvern ákveðinn hluta."
— Geturðu þá búið til heild-
stceða leiksýningu úr þessum
hluta með öllu sem við á að éta á
leiksviði?
„Þetta auðvitað er og veröur
saga. En ég er að vona ab þab
geti verið gaman, svona einu
sinni, að skoða þennan þráð
sérstaklega. Að lesa hana frá
þessu sjónarhorni. En ég reyni
ab fylgja sögu Snæfríðar til
enda."
— í leikdómum um Tröllakirkju
undanfarið hefur m.a. verið rœtt
um hversu mikið sé gert afþví að
skrifa leikgerðir uþp úrþekktum ís-
lenskum skáldsögum. Finnst þér
vera ofmikið gert afþessu?
„Nei, nei. Ætli það sé ekki
frekar vísbending um ab okkur
vanti fleiri gób frumskrifuð leik-
rit. En málið er ósköp einfald-
lega það, að þetta er alþjóðlegt
fyrirbæri. Það er til svo miklu
meira af góðum skáldsögum
heldur en góbum leikritum.
Þess vegna sækir leikhúsið
svona í þessar bækur. Afsökun-
in, sem maður hefur auðvitað,
er að bækurnar standa eftir —
leiksýningarnar hverfa. Ein
vond leiksýning í einhverju
leikhúsi gerir íslandsklukkunni
svo sem ekki neitt. Hún stendur
þarna og glóir í allri sinni dýrð
eftir sem ábur." LÓA
100% fall
Enn einu sinni berast af því frétt-
ir að fall fyrsta árs nema í laga-
deild Háskólans sé yfir 90% og
að á sjúkraprófi hafi svo allir fall-
ið, eða 100%.
Enn einu sinni virðist sem
hneykslun fólks á þessum háu
tölum beinist gegn Háskólanum.
Enn einu sinni leyfi ég mér því
ab beina gagnrýninni annað.
Ég ímynda mér að allir skilji
þegar sagt er að nægilega margir
menntamenn séu í tiltekinni
stétt. Það þýðir nefnilega að við-
bótarstarfskraftar nýtast ekki og
menntamennirnir þurfa að leita
á önnur mib en menntun þeirra
stendur til. Allir eru sammála
um að þetta sé óæskilegt og þess
vegna sé það ekki alslæmt að
fella menn þegar í upphafi náms
og beina þeim þar meb inn á
aðrar brautir. Ég nota orðið al-
slœmt vegna þess að fall er alltaf
slæmt, en því verra sem þab
hendir nemendur seinna á lífs-
leiðinni.
Það er oft gagnlegt ab skoba
mebaltöl.
Á undanförnum árum og ára-
tugum hafa útskrifast álíka
margir lögfræbingar að meðal-
tali ár hvert. Heldur hefur þeim
reyndar farið fjölgandi, enda sér
þess stað og nú er erfiðara um
vinnu en áður. Þegar ég tala um
fjölda útskrifaðra lögfræðinga er
það bara vegna þess að þeir em í
umræðunni að sinni. Það sama á
við um flest háskólanám.
Þegar allt ofanritab er virt
fyndist mér miklu eðlilegra að
tala um hvab margir útskrifast
en vera alltaf ab fárast yfir fall-
inu.
Það væri svo allra best ef menn
leituðu að rótum vandans.
Rætur vandans liggja ab mínu
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
mati í því að skólakerfið brást
unga fólkinu þegar þeirri sósíal-
ísku hugsun var hrundið í fram-
kvæmd ab gera alla ab stúdent-
um, hvort sem þeir gátu lært á
bókina eba ekki.
Hér áður var nemendum beint
inn á rétta braut þegar í upphafi
framhaldsnáms. 16 ára urðu
unglingar að standast landspróf
til þess að komast í menntaskóla,
sem var þar ab auki nokkur sía.
Þeir sem komust ekki í gegn
fóru þess vegna aðra leið þegar á
unglingsárum og þurftu ekki að
bíða þab skipbrot á menntaveg-
inum sem hin síðari ár blasir vib
hundruðum ungmenna.
Fólk fann sína réttu hillu í líf-
inu, gekk hnarreist til þeirra
starfa sem því hentuðu best og
þjóðfélaginu voru þess vegna
mest not af. Nú eru fjölskyldu-
menn á þrítugsaldri færðir á
þann byrjunarreit sem áður var
fyrir 16 ára unglinga.
Hvaba tilgangi þjónar þessi
vitleysa?
Ég hef áður spurt hvaða þjóð
sé svo rík að geta sent helming
allra nemenda í rangt nám og
því tilgangslítið, og nú spyr ég
aftur:
Eru menntamálayfirvöld sof-
andi?
Ég er viss um ab í menningar-
Alþjóölegur
kvennadagur
Sameinuðu
þjóðanna
Enn er fulltíöa fólki kvenna-
áriö í fersku minni. Þegar
þing Sameinuöu þjóöanna
ákvaö aö gera áriö 1975 aö
sérstöku baráttuári fyrir
málefnum kvenna, þá ákvaö
þaö einnig aö 8. mars skyldi
vera alþjóölegur kvennadag-
ur. Kjörorö ársins 1975 og
kvennadagsins voru: „Jafn-
rétti, framþróun, friöur."
Menningar- og friöarsamtök
íslenskra kvenna fögnuöu
kvennadeginum 1975 meö
veglegum mannfagnaöi og
stóöu jafnframt aö fyrstu
samsýningu íslenskra mynd-
listakvenna, ásamt FÍM og
Norræna húsinu.
Á síðustu árum hefur verið
sterk samstaða fjölmargra fé-
laga og heildarsamtaka þar
sem konur starfa, um fund
þann 8. mars. Þar hafa brenn-
andi hagsmunamál kvenna
verib reifuð og verk ágætustu
listakvenna verið kynnt.
Fundur kvennadagsins verð-
ur í annað sinn haldinn í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavík-
ur. Fundurinn mun að venjuu
leggja áherslu á hugsjón allra
kvenna um „jafnrétti, fram-
þróun og frið" en konur munu
einnig minnast þess að árið
1996 er helgað baráttunni
gegn hungri í heiminum.
Hungrib herjar harðast á kon-
ur og börn þeirra, hvar sem er
í heiminum. íslenskar konur
hafa einnig hendur sínar að
verja, því atvinnuleysið bitnar
hart á þeim og þá er skortur-
inn ekki langt undan.
Fundarboðendur eru eftir-
taldir aðilar: Menningar- og
friðarsamtök íslenskra
kvenna, Alþýðusamband ís-
lands, Bandalag háskóla-
manna, Barnaheill, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, Fé-
lag leikskólakennara, Félag
þroskaþjálfa, Hið íslenska
kennarafélag, „Hugleikur"
leikfélag, Kennarasamband ís-
lands, Meinatæknafélag ís-
lands, Starfsmannafélag ríkis-
stofnana, „Síung" félag höf-
unda barnabóka, Sjúkraliðafé-
lag íslands.
Þórunn Magnúsdóttir,
Cand. mag.
þjóðfélögum (mér finnst stund-
um að á íslandi sé bananalýð-
veldi) væri hlegib ab okkur ef
menn þar nenntu að setja sig
inn í málin og sæju þá strax að
hér á landi er þab í Háskóla sem
fyrsta athugun er gerð á náms-
hæfileikum eða ráðgjöf veitt um
hvert beina skuli námi og starfi
ungmenna. Það er dýrasti skóli
landsins sem tekur málin föstum
tökum eftir margra ára dútl
nemendanna í menntakóla eða
„súpergaggó", eins og sumir
kalla þá.
Hvernig væri nú að einhver
sem málið varðar, til dæmis
menntamálaráðherrann, skýrbi
fyrir okkur hér í Tímanum hvers
vegna þab sé ekki fyrr en í Há-
skólanum sem nemendum er
leiðbeint með afgerandi hætti?