Tíminn - 07.03.1996, Page 6

Tíminn - 07.03.1996, Page 6
6 WWIww Fimmtudagur 7. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM FnÉTTnninnin SELFOSSI Átaksverkefni í feröamál- um í austurhluta Rangár- vallasýslu: Sex sveitarfélög sameinast um aö fá fleiri feröa- menn Sex sveitarfélög í austur- hluta Rangárvallasýslu hafa sameinast um átaksverkefni í ferðamálum. Verkefnið er styrkt af Byggðastofnun, en umsjón með því hefur Sælu- búið á Hvolsvelli. „Við vonumst til að ná þeim árangri að fleiri ferða- menn nýti sér þá' möguleika sem eru í boði á þessu svæði. Markmiðið er að sameina þá krafta, sem hér eru í þessari atvinnugrein, og fá fólk til að stoppa meira hjá okkur," seg- ir Helga Þorsteinsdóttir, odd- viti Hvolhrepps. Helga er í forystu fyrir sam- starfshópi sveitarfélaganna um þetta verkefni. Hún segir það m.a. felast í meiri kynn- ingu á svæðinu og brydda upp á nýjungum í ferðaþjón- ustu. Helga bendir á að sögu- slóðir Njálu geti t.d. verið að- dráttarafl fyrir ferðamenn og ætiunin sé að merkja betur ýmsa sögustaði á svæðinu. „Við viljum líka styðja ein- staklinga sem vilja hrinda sínum hugmyndum í fram- kvæmd, en eiga erfitt með að gera þaö aleinir. T.d. hafi sumir verið að velta því fyrir sér að bjóða upp á fjöruferðir og fleira mætti nefna. Þannig getum við verið bakhjarl fyrir fólk og kynningaraðili," segir Helga. Byggðastofnun styrkir verk- efnið með einni og hálfri milljón á tveimur árum. Sveitarfélögin sex leggja til sömu upphæð. Þau eru, auk Hvolhrepps, Fljótshlíðar- hreppur, Vestur- og Austur- Landeyjahreppar og Vestur- og Austur- Eyjafjallahreppar. Smáþjóðaleikarnir 1997: Bjóöast til áb halda sund- keppnina í Eyjum Fyrir bæjarráði á mánudag- inn lá fyrir bréf frá tóm- stunda- og íþróttafulltrúa og formanni sunddeildar ÍBV til Sundsambands íslands þar sem boðin er aðstaða í Vest- mannaeyjum til keppni í sundi á Smáþjóöaleikunum sumarið 1997. Bæjarráð lýsti sig hlynnt erindinu. Elías Atlason, formaður sunddeildar ÍBV, sagði að Sundsambandið stæði frammi fyrir því aö ekki yrði hægt að keppa í sundi á Smá- þjóðaleikunum, sem fram fara í byrjun júní 1997, þar sem ekki er til innilaug í Reykjavík sem uppfyllir kröf- ur sem gerðar eru. „Nú liggur fyrir að Reykja- víkurborg ætlar ekki að byggja 50 metra innilaug og stjórn Sundsambandsins tel- ur að peningum, sem færu í að byggja yfir sundlaugina í Laugardal, yrði illa varið. Verið er að tala um skýli, sem kostar einhverjar milljónir, sem yrði síðan rifið aftur. Ekki liggur íyiir hvað gert verður, en Olympíunefnd mun gefa lokasvar í maí," sagði Elías. Heimilt er að keppa í 25 metra innilaug, svo fremi að hún uppfylli öll skilyrði. Elías sagði að í bréfinu hefðu þeir bent á að hér væri eina boð- lega innilaugin í landinu til aö halda keppni af þessari stærð. „Búast má við um 90 þátttakendum frá átta lönd- um og hér er nægt gistirými og önnur aðstaða til að taka á móti keppendum og fylgd- arliði," sagði Elías að end- ingu. BOKGríRDM BORGARNESI Fjárhagsáætlun Borgar- byggðar samþykkt: 86 milljónum variö til íþrótta- mannvirkja Fjárhagsáætlun Borgar- byggðar fyrir árið 1996 var samþykkt á bæjarstjórnar- fundi á mánudaginn meö átta atkvæðum, varamaður úr Sjálfstæðisflokki sat hjá. Stærsti liðurinn á fjárhags- áætluninni er framkvæmdir við íþróttamannvirki. Sam- þykkt var að 86 milljónum yrði varið á árinu til þeirra. í því felst aö gengið verður frá frjálsíþróttaaðstöðunni í Borgarnesi, m.a. tveimur hlaupabrautum, og fyrsti hluti nýrrar útisundlaugar verður byggður, þ.e. vélahús. Gert er ráð fyrir að sundlaug- in verði byggð vorið 1997. Af öðrum liðum má nefna að ákveðið hefur veriö að verja 3 milljónum króna í að ganga frá rotþróm í dreifbýli. 3,3 milljónum verður varið í skipulagsmál, þar af 2 millj- ónum í að leggja gangstéttir. Þrjár milljónir fara í tölvu- væðingu í skrifstofu Borgar- byggðar og 1 milljón vegna fyrirhugaðra kaupa eða leigu á jörð undir sorpurðun. Litið til með tunglunum: Eftirlitsstöö meö fjarskiptahnött- um reist í Snjó- holti Hafin er vinna við niður- setningu búnaðar fyrir eftir- litsstöð með fjarskiptahnött- um, sem reist verður utan við bæinn Snjóholt í Eiðaþinghá. Að byggingu stöðvarinnar stendur Motorola í Banda- ríkjunum fyrir alþjóðafyrir- tækið Iridium. Samningar hafa verið gerðir við Póst og síma um að sjá um rekstur eftirlitsstöövarinnar og veita aðstoð við uppsetningu hennar. Stöðinni er ætlað aö hafa eftirlit með gervihnött- um, sem bæta eiga fjarskipti. Alls verður skotið upp 72 tunglum, 66 verða í notkun og 6 til vara. Áætlað var að skjóta fyrsta hnettinum á loft í júní, en það mun eitthvað dragast frá á sumarið, vegna tafa við smíði búnaðar. Hnöttunum verður skotið á loft ýmist í Kína, Bandaríkj- unum eða Rússlandi og munu fjórar eftirlitsstöðvar, sem staðsettar verða á ís- landi, í Alaska og í Kanada, fylgjast með þeim og stýra á rétta sporbraut umhverfis jörðu. Að sögn Reynis Sigur- þórssonar, umdæmisstjóra Pósts og síma á Austurlandi, munu gervitunglin bæta fjar- skipti til muna, hægt verður að ná í hvern sem er hvar sem er, hafi hann aðgang að einhverju símakerfi. Bið verð- ur þó á að kerfið verði tekið í notkun, þar sem það tekur tvö og hálft ár að skjóta hnöttunum á loft. Átta menn — fjórir Bandaríkjamenn, tveir starfsmenn Jarðstöðva- deildar Pósts og síma í Reykjavík og tveir starfsmenn Pósts og síma á Egilsstöðum — vinna við uppsetningu stöðvarinnar, en reiknað er með að hún taki þrjár til fjór- ar vikur. Vakt verður í stöð- inni á meðan geimskot standa yfir og verða átta Ís- lendingar þjálfaöir til að sinna því starfi. Búnaði eftirlitsstöðvarinnar er komið fyrir í gámum, sem hvíía á steinsteyptum undir- stöðum sem byggðar voru í haust. Enn fremur verða sett- ar upp tvær loftnetskúlur. Fyrsti áfangi nýrrar sundlaugar verbur byggbur á þessu ári, en auk þess verbur gengib frá frjálsíþróttaab- stöbunni í Borgarnesi. Ásta R. jóhannesdóttir. Ingibjörg Pálmadóttir. Hart deilt á heilbrigöisrábherra í umrœbu utan dag- skrár á Alþingi í gaer: Siðlaus og rang- lát ákvörðun „Þaö er siðlaus og ranglát ákvörðun að skeröa bætur til þeirra, sem samkvæmt opinberri skilgreiningu geta ekki framfleytt sér án þeirra," sagði Ögmundur Jónasson m.a. í umræðu ut- an dagskrár á Alþingi í gær. Hart var deilt á heilbrigðis- ráðherra í umræðunni, þar sem rætt var um lækkun há- marksuppbótar til lífeyris- þega almannatrygginga 1. mars sl. Ráðherra sagðist áfram mundu verja kjör þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Þjóðvaka, hóf umræöuna. Hún gerði grein fyrir þeirri breytingu sem varð 1. mars sl., þegar há- mark svokallaðrar frekari upp- bótar var lækkað. Frekari upp- bót er heimilt að greiða til elli- og örorkulífeyrisþega, „ef sýnt þykir að þeir geti ekki framfleytt sér án þess" eins og það er oröað í reglugerð. Talið er að breytingin hafi áhrif á kjör 1800 lífeyrisþega. Áætlaður sparnaður er 2 millj- ónir á mánuði, eða 24 millj- ónir á ári. í máli Ástu Ragnheiðar kom fram að þessi lækkun verði á sama tíma og kostnaður vegna lyfjakaupa og læknis- þjónustu hækkar, bið eftir sjúkrahúsvist lengist og sjúk- lingar eru útskrifabir veikari en áður. í framhaldi af máli sínu spurði Ásta Ragnheiður: „Er það mat ráðherra að um- önnunarsjúklingar með hæstu uppbótina, sem eru veikustu og mest ósjálfbjarga lífeyrisþegarnir og með lág- marks framfærslueyri, séu þeir sem helst eru aflögufærir um að greiða niður fjárlagahall- ann?" Ögmundur Jónasson, þing- maður Alþýðubandalagsins og óháðra, tók í sama streng og Ásta Ragnheiður. Hann sagði lækkunina siðlausa og rangláta og öll þjóbin væri andsnúin henni, sama hvar í flokki fólk stæbi. Aögerðir sem vega lækkunina upp í andsvari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra kom fram að hámarks- bætur Tryggingastofnunar hafa hækkab um 3.727 krón- ur á mánuöi, þrátt fyrir lækk- unina 1. mars, frá því hún tók við embætti. Ingibjörg benti á að þær bætur, sem hér er um rætt, séu félagslegs eðlis, þ.e. þær eru greiddar til einstak- linga sem færa fram rök fyrir því að þeir geti ekki framfleytt sér án þeirra. „Mín skoðun er sú að marka eigi þá stefnu, að TR hafi með höndum grunnframfærslu og tryggingu fyrir einstaklinginn, en ekki bætur sem ákvarðaðar eru á grundvelli félagslegra aðstæðna, það er hlutverk sveitarfélaganna í landinu," sagði Ingibjörg. Hún ítrekaði að hún ætlaði áfram ab verja kjör þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. „Því hefur verið ákveðið að tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur fái aukinn rétt til endurgreiðslu á læknis- og lyfjakostnaði. Þannig er að ljúka endurskoðun á reglum um endurgreiðslu umtals- verðs læknis- og lyfjakostnað- ar, sem mun gera meira en ab vega upp á móti þeirri lækkun sem hér er til umræðu." Ingibjörg sagbi ab í sömu reglugerð verbi gripið til sér- stakra ráðstafana fyrir barna- fjölskyldur, sem greiða háan lyfjakostnaö vegna sýklalyfja og sjúkdóma sem sérstaklega herja á börn. -GBK Senda ísraelsþjób sam- úbarkvebjur: Ekki verbi hvikab frá leib sátta og fribar Forsætisráöherra, Davíð Oddsson, og utanríkisráö- herra, Halldór Ásgrímsson, hafa bábir vottaö Israelsþjóö og fjölskyldum þeirra, sem misst hafa ástvini í hryöju- verkum síbustu daga, samúö sína. Davíð sendi Shimon Peres forsætisráðherra samúðarskeyti í gær þar sem hann ítrekar stuðning við áframhaldandi friðarumleitanir í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Utanríkis- ráðherra fordæmir harðlega hryðjuverkin, sem hann segir ab stefnt sé gegn friðarferli sem farið sé að skila árangri. Hvetur hann til að ekki verði hvikab frá leib sátta og friöar. -JBP

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.