Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 15. mars 1996 Tíminn spyr... Á a& þrengja rétt fram- kvæmdavaldsins til a& setja brá&abirg&alög? Jóhanna Sigur&ardóttir, I'jó&vaka: Já, ég tel þaö rétt vegna þess að hér eru breyttar aðstæður frá því sem áður var þegar þessi bráða- birgðalagaheimild var sett. Þingið situr núna raunverulega allt árið og ekkert mál að kalla saman þing ef eitthvað kemur upp þannig að ég tel alveg rétt að skoða þennan möguleika. Ögmundur Jónasson, Alþýðubandalagi: Já. Einfaldlega vegna þess að lög á ekki að setja nema þing hafi um þau fjallab. Heimild til bráða- birgðalaga byggir á því að torvelt sé að kalla þing saman og á sér rætur í gömlum tíma þegar samgöngur voru erfiðar um landið. Þessar að- stæður eru allar breyttar og hægur vandinn að kalla þing saman hve- nær sem er. Þannig að tíminn kallar á breytingar í þessu efni. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Það er nú nýlega búið að breyta reglum um þetta efni þannig að ég hélt að þetta væri ekki brýnasta úr- lausnarefni löggjafarsamkundunn- ar. Þetta er náttúrulega bara sýndar- tillaga, það er allt í lagi ab menn séu að leggja svonalagað fram, en það dettur ekki nokkrum manni í hug ab þetta veröi samþykkt núna því samþykkt á stjórnarskrárbreyt- ingu þýðir þingrof og kosningar. Nú er stjórnarskráin okkar þannig aö þegar búiö er að samþykkja breytingartillögu þá ber að rjúfa þing. Það er búiö ab þrengja heim- ild framkvæmdavaldsins til setn- inga bráðabirgöalaga verulega mik- ið frá því sem áöur var og ég sé ekki aö þetta sé mesta hættan sem steðji aö lýðræbinu. Tíu ára afmceli Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni: Hagsmunagæsla sífellt stærri hluti starfsins Tíu ára afmælisfagna&ur Fé- Iags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur staöið lát- laust alla þessa viku en sjálfur afmælisdagurinn er í dag 15. mars. Starf félagsins er og hef- ur veri& tvíþætt í gegnum ár- in. Annars vegar ýmis konar tómstundastarf og hins vegar hagsmunagæsla sem formaö- ur Félagsins segir vera sífellt stærri hluta af starfi þess. Um sex þúsund manns eru meðlimir í Félagi eldra borgara í Reykjavík. Félagiö er eitt af 43 aðildarfélögum Landssambands aldraöra. Þaö hefur aösetur í eig- in húsnæöi í Risinu, Hverfis- götu 105. Páll Gíslason, formaöur Félags eldri borgara, segir að fölbreytt og öflugt tómstundastarf sé starfrækt á vegum félagsins sem um 1200-1400 manns taki reglulega þátt í. Flestir taka þátt í spilamennsku, bæöi bridge og vist. Meðal annarrar starfsemi nefnir Páll danshópa, leikfimi, leikhóp sem setur upp leikrit á hverju.ári, kór aldraðra og feröa- hóp sem fer í einar sjö feröir ár- lega. Stærsta verkefniö framundan hjá Félaginu felst hins vegar, aö mati Páls, í hagsmunagæslu. „Sá þáttur er orðinn mun mikilvægari eftir aö samtenging Páll Císlason. ellilífeyris og launa var rofin. Eftir tvö ár verður hækkun elli- lífeyris ákveðin á Alþingi sem okkur líst ekki á. Viö erum líka í varnarbaráttu vegna ýmissa réttinda sem aldraðir hafa feng- ið gegnum árin." Páll segir aö því miður sé við- horf ýmissa opinberra aöila gagnvart öldruöum ekki nógu jákvætt. „Til dæmis halda frægir stjórnmálamenn hér því fram aö hinir gömlu séu svo ríkir að þaö sé um að gera aö láta þá borga. Auövitaö er þaö mjög misjafnt. Til marks um þaö eru ellilífeyrisþegar um 25 þúsund og af þeim fá 18 þúsund tekju- tryggingu. Þannig að þeir sem eru ágætlega stæöir eru miklu færri en hinir. Svo er sagt að hér á Reykjavíkursvæöinu eigi hjón sem eru ellilífeyrisþegar að meö- altali 13 milljónir. En menn boröa ekki húsiö sitt þannig að þetta er viss blekking." Félag eldri borgara vill einnig ná eyrum yngra fólks. Þaö hefur rekiö áróður fyrir því að fólk sem komið er á miöjan aldur búi sig undir efri árin meö því að leggja fyrir. í þessu sambandi beitir Félagið sér fyrir breyting- um á því sem Páll kallar misfell- ur á skattakerfinu sem letji fólk til sparnaöar. „Eg get nefnt sem dæmi aö ef menn leggja fyrir með því að borga í lífeyrissjóð og hafa kannski 30 þúsund krónur á mánuöi úr honum, þá missa þeir tekjutrygginguna. Þeir hafa því í raun ekkert upp úr sparn- aðinum. Þetta er auðvitað hróp- legt misrétti og ekki til aö hvetja menn til að leggja fyrir." Ársgjald í Félagi eldri borgara er 2.200 krónur. Páll segir aö ýmsum þyki það hátt gjald en á móti því vegi afsláttur sem ýmis fyrirtæki veiti félögum. Dagskrá afmælisdagsins hefst klukkan 15 meö móttöku í Ris- inu. Klukkan 17 veröur leiksýn- ing í boöi og deginum lýkur með lokaskemmtun og dansi sem hefst klukkan 20. -GBK /VSFO/ A/.yj /Y/7/.D/Ð /?£> ///?/z/v Ærr/ /?£> r/?/'/? v/£ ó'p/eo r/vSÆrr/ /?r ÓÓSC/A7 /?£///?, r/A/SOO ///?////&£/?£/ Í/M/?/?/£>/ Pálmi Matlhíosson um . Ekkert liggur fyn anað' ■' ' , I 1 jlitici >t«:t*r» U|'l' •' sl.| iir.iiii<»lf'1 1( -r.............................. ...I'"t 'k, bcM*, •" ... hugíonlegt íorselafratnboS: enn .« I».t» ombcrð. Uio FRAMHALDS- SAGA Skólalíf EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Já, Doddi vissi aö hann hafði spilað vel úr sínum spilum gagnvart leikfélaginu á sínum tíma. Hann hafði séö um aö þaö fengi flottasta húsnæðið í bænum, sem öll önnur leik- félög öfunduðust út í. Hann hafði líka uppskorið ást og viröingu leikfélagsklíkunnar, sem aftur sá um aö hygla honum við öli möguleg og ómöguleg tækifæri sem menn- ingarmanni og mannvitsbrekku. Það munaði nú um minna og hann vissi sem var, ab þetta menningarorbspor hafbi hjálpað honum mikið þegar hann stóð í stríöinu um að verða skólastjóri í framhaldsskólanum þar sem hann sat núna. Þess vegna fannst honum það makalaust hve Ingiríður Solla gagnfræðaskólastjóri gekk í berhögg vib leiklistarklík- una í leikfélaginu. Raunar hafbi hann af því óljósar fréttir aö Ingiríbur æli í brjósti sér draum um aö verða leikkona. 34 Þessi draumur hennar lægi hins vegar í dvala, svona rétt eins og draumur Dodda um að sækja um sendiherraembættið. Doddi haföi oft velt því fyrir sér hvort hann væri ab mörgu leyti ekki fyrirmynd Ingiríbar í skólastjórn- un, því hún virtist oft taka á málum meö mjög svipuðum hætti og hann gerði sjálfur og stjórnunarstíll hennar á gagnfræðaskólanum minnti stundum á það hvernig hann var sjálfur. En Ingiríbur Solla var ekki eins menningarleg og hann hafði veriö, hún var hvorki skáld né leikari. Allt í einu laust því niöur í Dodda ab Ingiríbur Solla væri með afstöðu sinni að undirbúa það að gera leikfélagsliðið skuldbundið sér, þannig að hún gæti fengiö hlutverk leik- konu í einhverri uppfærslunni og þannig sýnt að hún væri líka leikhúsmanneskja. Já, aubvitað lá þannig í því, hugs- aöi Doddi. Svo læddist bros fram á varirnar þar sem hann var aleinn á skrifstofu sinni: Hann vissi svosem hvaða leik- verki hann myndi mæla meö handa gagnfræbaskólastjór- anum, ef til kæmi. Hann myndi leggja til leikverkið Sköll- óttu söngkonuna eftir Samuel Beckett. (Að gefnu tilefhl skal tekid fram að persónur og atburðir íþessarí sögu eiga sér ekki fyrirmyndlr í raunveruleikanum. Öll samsvörun við raunverulegt fólk eða atburði er hrein tilviljun.) Sagt var... Hættulegir þjálfarar „En það eru lika dæmi um skipulagb- ar veislur hjá mörgum þjálfurum. Veislur sem eiga ab fá liðsandann upp og þjappa mannskapnum sam- an. Veislur sem stundum verða að al- geru drykkjusvalli." Segir handboltahetjan Patrekur jó- hannesson í HP og er hættur ab drekka. Einstaka sinnum ... „Einstaka sinnum rekst mabur svo á athyglissiúklinga sem reyna að pissa í tvær skálar í einu eba gera tilraunir meb hvað þeir geti staðib á löngu færi. Það er slæmt að lenda við nlið- ina á kraftmiklum bjórsvelg sem piss- ar fast og ákveðib þannig að hlandið • skellur af skálinni yfir mann allan." Segir Helgarpósturinn. Þar á bæ er í síbasta tölublabi m.a. ab finna kynlífs- úttekt meb Barbie og Ken ab fyrir- myndum, svo og „Hlandskálamóralinn" sem vitnab er í ab ofan. Þetta er allt ab braggast hjá Póstmönnum. Enginn sagt af sér vegna rógs „... ég veit ekki til að nokkur maour á Islandi hafi sagt af sér vegna þess að rógur hefur verib borinn út um hann." Segir Ólafur Skúlason biskup í DV. Loka sendirábi í Kína „Því mibur varþó nýlega komib upp íslensku sendirabi í Kína. Þetta sendi- ráb ber að leggja nibur hið snarasta og verja peningunum í staðinn til ab koma upp senairáði í japan þar sem þess er full þörf. Sendirað í Kína er eins fáránlegt oq ef sendiráb væri á Kúbu eba í Irak. Segir jónas Kristjánsson í leibara DV. Okkar köllun „Okkar köllun er ab bibja sérstaklega fyrir íslandi og teljum við ab þá gæti verið gott fyrir okkur aö'vera íslend- ingar. Segir móbir Viktima, ein Karmelsystra í Hafnarfirbi sem sótt hafa um íslenskan ríkisborgararétt. í pottinum í gær voru menn aö ræöa fyrirvarlausa uppsögn Einars Karls Haraldssonar, framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins. Rifjuöu menn upp formannsslaginn í flokknum í fyrra en þá var hermt upp á Steingrím J. Sigfússon, sem tapaöi baráttunni gegn Margréti Frímannsdóttur, aö hann hygöist beita sér fyrir hreinsunum í flokkn- um, næöi hann kosningu. Kom nafn Einars Karls upp meöal þeirra er fórna skyldi. Einar Karl mun hafa tekiö haröa afstööu meö Margréti, m.a. af þessum sökum, og þykir því pínlegt ef orsök upp- sagnar hans nú er e.k. pólitísk hreinsun formannsins er hann studdi áöur svo dyggilega. Hafa menn þaö í flimtingum aö Einar Karl hafa veriö n.k. sjálfstæö fram- lenging á Ólafi Ragnari og þaö hafi aö spila inn í starfslok fram- kvæmdastjórans. Margrét hafi ejn- faldlega viljað láta formannstíð Ól- afs Ragnars raunverulega lokiö og eina leiðin til þess hafi verið að losna viö Einar Karl líka. ' • í þingið í vikunni kom hópur nema úr Hagaskóla til aö kynna sér starfshætti Alþingis. Það vakti at- hygli þegar einn nemendanna spurbi: Hvab heitir svo maburinn sem vinnur vib að vera allan dag- inn í ræðustólnum? Umræban snerist um mannanöfn á þingfund- inum og Hjörleifur Guttormsson vár í ræðustól. Hann hafði talaö allan tíman sem starfskynningin stób yfir... • Biskupsmálin eru sívinsæl í pottin- um og m.a. voru menn þar aö ræöa það ab Bjarni Karlsson í Eyj- um er einn þeirra sem gengib hef- ur fram og óskað opinberlega eftir ab biskup víki úr embætti tíma- bundiö. Gárungarnir veltu því hins vegar fyrir sér hvort þetta hefbi eitthvab meö þab aö gera ab ef biskup víki tæki eldri víglsubiskup- inn vib, en þaö er Bolli Gústavs- son, sem einmitt er tengdafabir Bjarna ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.