Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. mars 1996 MO*£---'í- wffHfNw 9 UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. Kína: Þrátt fyrir magnaöan uppgang á sviöi efnahagsmála í borginni Shenzhen í S-Kína og aukin samfelagsleg vandamál er líklegt aö ekki veröi snúiö frá markaöri stefnu á svœöinu: Blikur á lofti í Shenzhen „Ab verba ríkur er dýrlegt." Þannig hljómar bobskapur Deng Xiaoping á þessu veggskilti í borginni Shenzhen í Kína, þar sem mikil kapítalísk tilraun fer fram. Og þab vœsir ekki um leibtogann, eba hans nánustu, sem hafa ab sögn safnab miklum aubi á undanförnum árum. Áriö 1980 var borgin Shenzh- en í S-Kína rólegt fiskimanna- samfélag. Það ár gaf Deng Xia- oping hinsvegar út þá tilskip- un ab borgin yröi gerö aö „sér- stöku efnahagssvæði." Þar meö hófst mesta tilraun meö kapítalisma sem um getur hin -síöari ár. Hin kínverska alræö- isstjórn ákvab ab láta nú reyna á kapítalismann. Framleiðslufyrirtæki streymdu inn frá Hong Kong, m.a. vegna hagstæðra skatta- reglna og annarra hvata fyrir fjárfesta. Þar með hófst gríðar- legur vöxtur Shenzhen, þar sem áriö 1992 bjuggu um 2 milljón- ir íbúa. Undraverbur árangur í efnahagsmálum En ekki er allt sem sýnist, þó svo að í efnhagslegum skilningi sé árangurinn í Shenzhen undraverður. Margt er nú sem bendir til þess að kínversk stjórnvöld vilji hægja aðeins feröina í þessari mögnuðu til- raun með kapítalismann, þau vilja setja á fót ríkisbanka í borginni og festa í sessi eöa setja á fót stofnanir sem hafa með reglubindingu atvinnulífsins að gera, berjast við verðbólguna og stýra vextinum meira en nú er gert. Gagnrýnisraddir hafa heyrst urn Shenzhen og hefur meðal annars verið haft eftir Kínafræðingnum Orville Schell að fátt annað sé hægt að gera í Shenzhen annað en að éta, eða stunda kynlíf og viðskipti. Vandamál hafa líka látið á sér kræla í borginni: hún er yfirfull af verkafólki hvaðanæva úr Kína og fæstir hafa leyfi til að starfa á svæðinu. Flestir koma frá fátækum svæðum landsins og eru reiðubúnir til aö leggja allt í sölurnar til að þéna sem mest, enda er raunin sú aö margir geta nælt sér í margföld laun miðaö við það sem gerist á þeirra heimasvæði. Einnig eru mikil vandræði í húsnæðismál- um, margir búa við ömurleg skilyrði. Vændi, spilling og glæpir Virðing fyrir lögum og reglu er þverrandi í Shenzhen. Þetta hefur m.a. birst í tíðum slysum og eld.svoðum á vinnustöðum. Fyrir tveimur árum fórust t.d. 84 verkamenn í verksmiðju- bruna, sem rekja mátti til þess að ekki var farið eftir reglugerð- um varðandi rafmagn í verk- smiðjunni. Á yfirboröinu eru þessir verkamenn tryggðir en raunveruleikinn er allt annar. Dæmi eru um að verkamenn hafi unnið árum saman erfiðis- vinnu, án nokkurra trygginga. Þá er spilling mikil í Shenzhen og stjórnvöld í Peking sendu á síðasta ári um 200 fulltrúa til borgarinnar, með það að mark- miöi að vinna gegn spillingu. Vændi er einnig gríðarlegt, nóg framboð er af vændiskonum og kosta þær ódýrustu allt niöur í 13 dollara, eða um 900 íslenskar krónur, en ef um gæðakvendi er að ræða, er veröið allt að tífalt meira, eða um 9000 krónur. Fjölmargar þessar stúlkna eru í raun í ánauð og nota líkama sinn til þess að skapa tekjur, sem margar hverjar senda síðan heim til sín, þar sem fátæktin er allsráöandi. En aðalvandamáliö í Shenzh- en er ef til vill gríðarlegur vöxt- ur glæpa í borginni. Á síðustu árum hefur glæpatíðni tekið stökk, jókst um 66% á árinu 1994 og jukust afbrot sem tengj- ast vændi og ólöglegri spilastarf- semi um 92%. Til þess að taka á vaxandi öldu glæpa telur borg- arstjórinn, Li Zibin, að ráða þurfi um 8.000 nýja lögreglu- menn til starfa. Einnig hefur fjárfesting dregist saman í Shenzhen, aðilar á sviði há- tækniiðnaðar hafa ekki komið meö starfsemi sína til borgar- innar í eins miklum mæli og vænst hefur verið. Fasteigna- verð hefur og lækkað um 40% á síðustu tveimur árum og það er mjög slæmt fyrir byggingariðn- aðinn. En þrátt fyrir margvísleg vandamál mun Shenzhen standa í stórræðum áfram og til- raunin með kapítalismann halda áfram, þó áherslum hafi verið breytt. Árið 1997 færist Hong Kong aftur til Kína og þar sem mikil samskipti eru á milli þessara tveggja aðila er afar ólík- legt aö snúiö verði til baka í Shenzhen. Kapítalsiminn mun sennilega lifa í Shenzhen og halda áfram að blómstra. G.H.Á. Finnland mótar stefnu sína fyrir ríkjaráöstefnu Evrópusambandsins: Leggur áherslu á ESB sem bandalag sjálfstæbra ríkja Ríkisstjórn Paavo Lipponens hefur gert finnska þinginu grein fyrir því að hverju hún vill stefna á ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins sem brátt hefst í Turin. Ríkisstjórnin leggur þar áherslu á að ESB verði smám saman samtök sjálfstæðra ríkja, enda nýtur sú stefna mikils fylgis meðal þingmanna. Finnar vilja gera bandalaginu betur kleift en nú er að stuðla að vaxandi stöðugleika í efnahags- lífinu, tryggja atvinnu og vemda umhverfið auk þess að móta sameiginlega stefnu í utanríkis- og öryggismálum, m.a. með til- liti til hættuástands sem skapast getur, að því er segir í greinargerð ríkisstjórnarinnar. Ole Norrback, sem fer meö Evrópumálefni í ríkisstjórninni og kynnti greinargerð hennar um þessi mál, hvatti til sameigin- legs átaks gegn atvinnuleysi og eflingar sjóða sem til eru svo að úthlutanir úr þeim verði í takt við tölurnar um atvinnuleysi; sé það mikið meira verði greitt úr sjóðunum, og öfugt. Finnska stjórnin leggur greinilega meiri áherslu á hlutverk framkvæmda- stjórnarinnar og ráðherraráðsins en Evrópuþingsins. Bæði hægri menn og miðflokksmenn lýstu eindreginni andstöðu við að vald Evrópuþingsins yrði aukið á kostnaö þjóðþinganna. Hvert aðildarríki á að hafa full- trúa í framkvæmdanefndinni o§ hafa á hendi formennsku. I greinargerðinni leggur finnska stjórnin líka áherslu á meira starf fyrir opnum tjöldum og mark- vissari ákvarðanatöku en nú, m.a. þannig að hreinn meirihluti verði oftar látinn gilda. Það eigi líka við um utanríkismál þar sem neitunarvaldi skuli ekki beitt nema „Iífshagsmunir" aðildar- ríkjanna séu í veði. Finnska stjórnin er hins vegar andvíg hugmyndum um einn sameigin- legan utanríkisráðherra, en getur vel hugsað sér að Vestur- Evrópu- sambandinu verði breytt þannig að ESB geti beitt því fyrir sig ef til alvarlegra átaka kemur. í umræðunum á þinginu studdu stjórnarflokkarnir þá stefnu sem ríkisstjórnin hafbi markaö í stómm dráttum. Evr- ópska myntbandalagiö sem stjórnin minntist aðeins lauslega á í þessu sambandi vakti minni- hrifningu. Miðflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu kvað afstöðu stjórnarinnar til þessa reikula og óraunhæfa. Ab áliti flokksins hafa þingflokkar stjórnarflokk- anna ekki heldur skuldbundið sig til þess að styðja myntbanda- lagið. Jafnvel af hálfu sósíal- demókrata var bent á að sú full- yrðing ætti sér enga stoð að evr- ópskt myntbandalag eitt út af fyrir sig tryggði atvinnu og vel- ferð. Myntsamstarfib krefðist pólitískrar stjórnar. Ákveðnar efasemdir komu líka fram af hálfu vinstrabandalagsins og græningja. ítölsku „mömmurn- ar" óráðnar ítölsku „mömmurnar" svo- nefndu, samtök húsmæbra sem studdu fjölmiðlajöfurinn Silvio Berlusconi í kosningun- um árið 1994 og áttu með því töluverðan þátt í að koma hon- um í forsætisráðherrastólinn, íhuga nú hvort þær eigi að söðla um og lýsa yfir stuðningi við bandalag mið- og vinstri- flokka að þessu sinni. Um 850.000 konur eru í hús- mæbrasamtökunum, og telja þær að synir þeirra og dætur muni mörg hver fylgja for- dæmi þeirra í kosningunum, þannig að ljóst er að munar um stubning þeirra, en þær segjast einkum taka mið af því hvaða flokkar séu líklegastir til að styðja málefni kvenna og fjöl- skyldunnar. Kínverjar: „Ekki forleikur ab stríbi" Kínverskir embættismenn með Tang Jiaxuan varautanrík- isráöherra í fararbroddi ræddu við Fidel Ramos, forseta Fi- lippseyja, í síma í um eina klukkustund í gær og fullviss- uðu hann um að heræfingarn- ar á hafinu við Taívan væru ekki „forleikur að stríði", en Fi- lippseyingar hafa eins og marg- ir aðrir haft miklar áhyggjur af æfingunum. Svíþjóð: Carlsson lætur af embætti Ingvar Carlsson lætur í dag af embætti forsætisráðherra Svíþjóbar og leiðtoga Sósíal- demókrataflokksins, en í dag eru nákvæmlega 10 ár frá því hann tók við forsætisráðherra- embættinu. Hann tilkynnti þegar í ágúst sl: að hann myndi láta af embætti á aukaflokks- þinginu sem haldið er nú um helgina. Þab er Göran Persson, fjármálaráðherra, sem tekur við af honum. Reuter Noregur og ESB semja: Lægri tollar á land- búnabarvörur Norbmenn hafa gert sam- komulag við framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins um lækkun tolla á landbúnaðaraf- urðum. Samkomulagið er í að- alatriðum frágengiö, en enn er eftir að ganga frá nokkrum tæknilegum atriðum og verður þab væntanlega gert í næstu viku, að því er Einar M. Bull, sendiherra Noregs hjá ESB, seg- ir. í kjölfar samninganna er bú- ist við því að landbúnaöarvör- ur lækki eitthvað í verði í Nor- egi. Aftenposten VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN I 13.03.1996 „u„1I0LUH Vlnninoar Fjóldl vinnlnga Vinnlngs- uppheö 1 . 6*6 1 53.849.000 q 5*6 á.. .*ónu« 0 272.666 3. 5-6 2 107.110 4. 4 *6 208 1.630 J. .*0«ua 696 200 Samtals: 907 54.814.126 AUni: 54.814.126 965.126 Uppfcmgar un winingstplur tps: emg 1 s'ntBvara 5681511 eðQ Grœnu núnon 803-6511 og t loxlavarpi Itbj 463

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.