Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. mars 1996 11 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Júgóslavía: Hernabaráætlanir Serba gegn friöar- gæslusveitum í nýjasta tölublabi sínu grein- ir The Guardian Weekly frá því aö þab hafi undir hönd- um tvö kort frá Júgóslav- neska hernum þar sem dregnar eru upp bardaga- áætlanir gegn alþjóblegum fribargæslusveitum. Þessi kort eru frá árinu 1991 og á þeim eru tíundabar áætlanir gegn NATO og sveitum Sam- einubu þjóbanna. A þeim sjást stabsetningar Júgóslav- neska hersins á svæbum þar sem íbúar voru mestmegnis Serbar. Þegar talað er um Júgóslav- enska herinn veröur hinsvegar aö taka fram að þetta er her sem samanstóð að stærstum hluta af Serbum og Svartfell- ingum (sem eru náskyldir Serb- um), en þessi tvö lýðveldi fyrr- um Júgóslavíu mynduðu það sem kalla má „afgangs-Júgó- slavía" (enska „Rump-Yugo- slavia"), ásamt sjálfstjómar- svæðunum Vojvodina og Kosovo; Hernaðarvél þessi var því hernaðarvéj leiðtoga Serba, Slobodan Milosevic, gegn hin- um tveimur aðalþjóðum lands- ins, Króötum og múslimum. Gamli her Júgóslavíu innihélt hinsvegar menn af öllum þjóð- arbrotum og til hans hefur ver- ið vísað sem Alþýðuhers Júgó- slavíu („Yugoslav Peoples Army"). Hann leystist fljótlega upp eftir að átök hófust í land- inu árið 1991. Vitað er Serbar skipulögðu að mestu stríðsreksturinn í Bosníu og þrátt fyrir fögur loforð Mi- losevic sem hann gaf alþjóðleg- um aðilum, um að hann myndi reyna að hefta fram- gang Bosníu-Serba í lýðveld- inu, sveik hann þau öllsömul. Hann sagði t.d. árið 1994 að hann hefði skorið á öll tengsl við Ratko Mladic, yfirhershöfð- ingja Bosníu-Serba, en hann er ákaerður fyrir þjóðarmorð og eftirlýstur stríðsglæpamaður. Þetta reyndust orðin tóm. Nú er hinsvegar í haldi hers- höfðinginn Djorde Djukic, sem var yfirmaður birgðasöfnunar, aðalskipuleggjandi og fram- kvæmdaraðili í stríði Bosníu- Serba í Bosníu. Hann var hand- tekinn um miðjan síðasta mánuð ásamt öðrum serbn- enskum liðþjálfa, Aleksa Krsmanovic, af bosnísku Iög- reglunni í Sarajevo. Djukic er talinn bera ábyrgð á því gríðar- lega magni vopna og skotfæra sem streymdu inn í Bosníu áð- ur en átökin í Bosníu hófust og á meðan að þeim stóð. Yfir- menn Bosníu-Serba segja hann hinsvegar vera saklausan og hjartveikan í þokkabót, eða eins og einn aðstoðarmaður Ratko Mladic orðaði það, „hans hlutverk í átökunum í Bosníu var að dreifa matvæl- um." Djukic hefur alfarið neit- að að svara spurningum stríðs- glæpadómstólsins í Haag og sýnir enga samvinnu. CHÁ/ The Cuardian Weekly. Cöran Persson, nýkjörinn flokksleibtogi sænska jafnabarmannaflokksins og forsætisrábherraefni flokksins. Cöran Persson tók viö embœtti flokksleibtoga sœnska Jafnaöar- mannaflokksins: Tryggði sér sterka stöðu Göran Persson, nýkjörinn leibtogi sænska Jafnabar- mannaflokksins og forsætis- rábherraefni flokksins, tryggbi sér sterka stöbu innan flokksins á flokksþinginu um helgina. I flestum málum sem rædd voru á þinginu nábu Persson og flokksforustan sín- um stefnumibum fram. Eina málið þar sem Persson þurfti að láta undan snerist um styttingu vinnutímans, en þar náðu kvennasamtök flokksins því fram að vinnutími yrði styttur með lögum ef aðilar vinnumarkaðarins gætu ekki komist að samkomulagi um málið. Hins vegar varð flokksforust- an ofan á í löngum og heitum umræðum um atvinnuleysis- tryggingar. Ákveðið var aö greiðslur úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði eigi að hækka úr 75% í 80% af síðustu tekjum frá og með 1988, en stór hluti flokks- manna hafði gert kröfu um að greiðslurnar ættu að hækka strax árið 1997, og jafnframt yrði stefnt að því að hækka þær eins fljótt og tiægt er upp í 90% af vinnutekjum. Þrátt fyrir að gagnrýni á flokksforustuna hafi verið há- vær tókst henni að ná sínu fram, og hefur þar með tryggt sér sterka stöðu og er ljóst að stefnan hefur verið tekin á miðju stjórnmálanna. í lokaræðu sinni sagði Göran Persson að vangaveltur fólks um að á flokksþinginu myndi koma fram alvarlegur klofning- ur innan flokksins hafi ekki átt við rök að styðjast. „Við hér í salnum ætlum okkur að ná sam- an. Við ætlum að setja punkt aftan við klofning og innri deil- ur sem nú eru að baki," sagði Persson. Ingvar Carlsson, fráfarandi flokksleiðtogi og forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér sem forsætisráðherra í gær. Reiknað er með að þingið veiti Persson stuðning sinn í forsætisráð- herraembættið á fimmtudag- inn, og tilkynnt verði um ráð- herraskipun nýriar ríkisstjórnar á föstudag. ¦ Human Rights Watch í Moskvu hvetur til meiri hörku gagnvart Rúss- um í málefnum Téténíu: Linkind Evrópu gagnrýnd Skrifstofa mannréttindasam- takanna Human Rights Watch í Moskvu hvatti í gær ríkisstjórnir Evrópuríkja til ab beita pólitískum og efna- hagslegum áhrifum sínum meb eindregnari hætti til þess ab reyna ab koma í veg fyrir mannréttindabrot í Téténíu. „Það sem hefur gengið stöð- ugt í gegnum þessi átök eru kerfisbundin brot á mannrétt- indum ... af beggja hálfu," sagði Rachel Denber, yfirmaö- ur skrifstofu mannréttinda- samtakanna í Moskvu, á blaða- mannafundi í gær. „Óbreyttir borgarar hafa mátt líða mun meiri þjáningar en bábir stríðs- aðilarnir til samans," sagði hún og bætti því við að talið sé að um 9.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í átökunum sem hófust í desember 1994. I gær skýrðu rússneskar fréttastofur frá því í gær að her- menn hafi barist við uppreisn- armenn í vesturhluta Téténíu eftir að 12 hermenn höfðu ver- ið drepnir í skæruliðaárásum á undangengnum sólarhring. Skæruliðar höfðu þá gert a.m.k. 12 sinnum árásir á her- bækistöbvar Rússa og alls voru 29 hermenn særbir. Denber lofaði Evrópusam- bandið, og sérstaklega þó emb- ætti franska forsetans, fyrir að hafa í fyrra beitt þrýstingi sín- um með því að fresta því að gera viðskiptasamning við Rússa til þess að þvinga rúss- nesku stjórnina til þess að heimila Oryggis og samvinnu- stofnun Evrópu að senda eftir- litsnefnd til Grosní, höfuð- borgar Téténíu. Hins vegar harmaði hún það að síðan hafi viðskiptasamn- ingurinn verið undirritaður, og að Evrópuþingið hafi fullgilt samstarfssamning við Rússland í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir þá staðreynd að bardagar í Téténíu hefðu hafist að nýju. Hún benti einnig á að Rússar væru orðnir aðilar að Evrópu- ráðinu og að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafi samþykkt að veita Rússum lán upp á 10,2 milljarða bandaríkjadala. „1995 hlýtur að teljast ár stóra vinningsins fyrir Rússa að því er varðar fjárveitingar úr sjóðum alþjóðasamfélagsins," sagði hún. Lotte Leicht frá skrifstofu Human Rights Watch í Brussel hvatti einnig til þess að Evr- ópusambandib og önnur aðild- arríki Evrópuráðsins láti af til- raunum sínum til að stunda það sem hún kallaði „þögulan erindisrekstur" gagnvart Rúss- um og segja þeim einfaldlega að nú verði að draga í land með mannréttindabrotin. „Evrópu- sambandinu ber skylda til að vekja máls á þessu ..., að gera Rússum þaö fullkomlega ljóst að mannréttindabrotunum verði að linna," sagði hún, og bent á að Hans van den Broek, framkvæmdastjóri ESB í utan- ríkismálum, væri staddur í Moskvu þá stundina. „Evrópuráðið hefur einnig miklum skyldum að gegna. En það sem við höfum orðið vitni að síðustu átta mánuðina er þögnin ein. Það verður að breytast," bætti Leicht vib. Báðar konurnar sögðu að tími væri kominn til þess að Evrópa hætti að taka á Rússum með silkihönskum stjórnarer- indrekanna. „Besta andrúms- loftið fyrir það áð finna lausn er að kalla hlutina sínum réttu nöfnum," sagði Leicht. „Ef menn horfa fram hjá því sem er að gerast í Téténíu þá eru þeir einnig að láta gott heita að mannréttindabrot séu framin annars staðar." -GB/Reuter Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1996 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. mars 1996 og hefst kl. 15. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10 fyrir hádegi. Framboðum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 20. mars frá kl. 12 -16 og 21. og 22. mars n.k. frá kl. 915 -16 og á fundardegi frá kl. 915 -12. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1995 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 18. mars 1996. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna-fyrir kl. 12 á hádegi áfundardegi. 6. mars1996 Bankaráð Islandsbanka hf. ISLANDSBANKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.