Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 19. mars 1996 Edwin Hubble Edwin Hubble: Mariner of the Nebulae, eftir Cale E. Christiansen. Farrar, Straus and Giroux, 420 bls., $ 27,50. I ritdómi í Nature 19. október 1995 sagði Sir Bernard Lovell: „... Gale Christiansen greinir frá því, að Hubble hafi aldrei verið gefið um rökræður um geim-líkun. Hann var einn hinna miklu rýnenda í sögu ÍSS Fréttir af bókum um ályktanir af athugunum sínum „höfn- uðu í kviksyndi, sem umfram allt bæri að forðast". V.M. Slip- her kom auga á rauðu litbrigð- in (redshifts) í sjónglerslínum undinna stjarnþokna (ne- bulae). Um þær mælingar frétti Hubble fyrst í október 1914, en þær vöktu skjótlega spurningar um staðsetningu undinna stjarnþokna. Þá var Hubble vib nám í Yerkes;Stjörnuathugun- arstofunni. Hann naut góös álits forstöðumanns hennar og hlaut meðmæli til starfs við Mount Wilson-athugunarstöð- ina." „Hubble var þá fyrir skömmu kominn aftur til Bandaríkj- anna frá Oxford, þar sem hann hafði numið lögfræði sem Rhodes-styrkþegi. í frásögn sinni, vel studdri heimildum, segir Christiansen frá þeim áhrifum, sem Hubble varð fyrir á þeim árum, en þau réðu miklu um starfsferil hans síðar. Varð hann fyrir áhrifum í slík- um mæli á Englandi, að hann bað um að frestað yrði þeim degi, er hann tæki til starfa á Mount Wilson, til að hann gæti gengið í Varasveit liðsfor- ingja Bandaríkjanna (US Offic- ers Reserve Corps). í september 1918 sigldi hann, þá Hubble majór, til Evrópu. Þegar hann kom loks til starfa á Mount Wilson var smíði 100 þuml- ^^^_^^_ unga sjónauk- ans hafin." „Um það leyti bar Harlow Shapley og Adriaan van Maanen hæst á Mount Wilson. Báðir höfðu þeir gert merkar athuganir með 60 þumlunga sjónaukanum, og bábir fylgdust þeir síðan gagn- rýnum augum með starfsferli Hubbles. Ut frá mælingum á stjarnþyrpingum gerði Shapley líkan af Vetrarbrautinni, en í því var sólin fjarri mibsvæð- inu, og hann kvað undnar stjarnþokur heyra Vetrarbraut- inni til. Þær mælingar studdu útreikningar van Maanens á gagnhverfum hreyfingum í stjarnþokum, en ef þær væru utan Vetrarbrautar Shapleys, yrði að gera ráð fyrir hraða íangt umfram ljóshraða. Á tveimur sögulegum nóttum, 4. og 5. október 1923, greindi Hubble Cepheid, breytilegar stjörnur í M 31 stjarnþokug- orminum, og tímabilsbundnar breytingar á lýsingarkúrvum þeirra, sem tóku af allar efa- semdir um, að þær væru í reynd „geimeyja" langt utan Edwin Hubble (1889-1953). marka Vetrarbrautar Shap- leys." „Með aðstoð Miltons Huma- son dró Hubble brátt saman gögn, sem staöfestu línukennd tengsl á milli rauðra litbrigða og fjarlægða stjarnþokna, en Ivan Kuzmich? Alexander I, eftir Janet M. Hartley. Harlow: Longman, 256 bls., ib. £ 28, ób. £ 10,99. Alexander I. varð keisari Rúss- lands 1801, eftir ab faðir hans, Páll I., var ráðinn af dögum, og ríkti hann þegar her Napóleons réðst inn í Rússland 1812. Eftir endanlegan ósigur Napóleons þremur árum síöar varð Alex- ander I. ásamt með banda- mönnum sínum höfundur ab Heilaga bandalaginu svo- nefnda. í ritdómi í Times Liter- ary Supplement 12. ágúst 1994 sagöi: „Undir umsjá ömmu sinnar, Katrínar miklu, var hann upp alinn í senn við her- skrúðgöngur og lýðveldissjón- armið svissnesks kennara síns. Og átti Alexander til að draga í efa lögmál arfgengs konung- dóms, þótt á honum væri engan bilbug að finna, þegar veldi hans sjálfs var annars vegar. ... Einnig leit hann ánauð bænda með vanþóknun, en stóð fast á því, aö afnám hennar mætti ekki misbjóða aðlinum að neinu leyti, og hindraði það meginbreytingar á því sviði. Umbætur í ráðuneytum, fjár- reiðum, fræðslumálum og emb- ættisrekstri voru einvörðungu hagræðing á stjórnsýslu alveld- isins." Og áöur: „Alexander þreifabi sig áfram heima fyrir, en var haldinn hugsjónum um útlönd: „Hvers vegna geta ekki allir þjóðhöfðingjar og þjóðir Evr- ópu lifað í samlyndi og stutt hvert annað í nauð og hug- hreyst í mótlæti?" spurði Alex- ander frú Choiseul-Gouffier 1812." „í persónulegu lífi sínu var Al- exander ekki hamingjusamur, Fréttir af bókum þótt á stundum nyti velgengni sinnar á miðjum aldri, einkum innreiðarinnar í París fyrir her sínum. Eftir það mæddist hann, og lét í ljós von um friðsælt líf sem réttur og sléttur þegn. Kom það á kreik sögum um, að hann hefði sviðsett dauða sinn 1825, forðað sér til Síberíu og lifab þar sem einsetumaður, Ivan Kuz- mich að nafni. Jafnaðargeð Ja- net Hartley er meira en svo, að hún ljái þeirri gömlu sögu eyra, en sú skapgerbarlýsing Alexand- ers, sem hún hefur sjálf dregið upp, kemur lesandanum til að spyrja sig, hvort sögusögnin gæti ekki einmitt verið sönn." ¦ hann neitaði alltaf að viðhafa orðið stjarnkerfi. í ritgerðum 1929 og 1931 setti hann fram ljóshraðatengsl allt upp að 100 milljónum ljósára, en í þeim gekk hann út frá 20.000 km *-' hraða, en hvorki þá né síðar sannfærðist hann um, að hraði þessi benti til útþenslu al- heimsins." „Að Hubble fjarverandi í síð- ari heimsstyrjöldinni ... gat Walter Baade neytt 100 þuml- unga sjónaukans við ljósbann (black-out conditions). Hann komst ab því, að breytilegar Cepheid-stjörnur væru tvenns konar og að titringsskekkja (calibration error) benti til, ab fjarlægbir og tímaskeib hefðu verið vanmetin um þáttinn 2. Þótt þá yrði ekki lengur ósam- ræmi á milli aldurs jarðar og al- heims, gat Hubble ekki fallist á, ab útreikningar hans bentu til stórfelldrar útþenslu alheims- ins/' ¦ Músíktilraunir Tónabcej- ar og ITR: Spírandi Baunir sigruðu og Botn- leöja í heimsókn Spírandi Baunir úr Reykjavík var sigursveit kvöldsins á fyrsta Músíktilraunakvöldi Tónabæjar og ÍTR s.l. fimmtu- dag og Peg frá Selfossi hafnabi í öbru sæti. Sigurvegarinn frá í fyrra, Botnlebja, var gesta- hljómsveit kvöldsins. Annað Músíktilraunakvöldið verður fimmtudaginn 21. mars. Úrslitakvöldið verður viku síð- ar, 29. mars, þar sem aftur gefst kostur á að njóta hljómflutn- ings Spírandi Bauna, Peg og annarra sveita sem komast á toppinn. ¦ GEISLADISKAR Tno Bjorns Thoroddsen ogEgill Þann 16. mars kom út geisla- platan Híf opp meb Tríói Björns Thoroddsen og Agli Ólafssyni. Tónlistin á Híf opp er nokk- urskonar jassrokk-bræbingur og er ein af þessum gæðaplöt- um sem sækja stanslaust á við hverja hlustun, enda eru þar á ferð framúrskarandi tónlistar- menn. Tríó Björns Thoroddsen skipa ásamt Birni sjálfum, þeir Ásgeir Óskarsson og Gunnar Hrafnsson. Egill Ólafsson er sérstakur gestur tríósins á plöt- unni. Fjórmenningarnir hafa komið víða fram síðustu miss- eri og munu fylgja Hífopp eft- ir með tóníeikahaldi, sem verður nánar auglýst síðar. í júní munu þeir spila stóran pátt á Listahátíð í Reykjavík. Upphaf ljósmyndunar Out of the Shadows, eftir Larry J. Scha- af. Yale University Press, 188 bls., £ 45,00. í ritdómi í Times Literary Supple- ment sagði: „Þeir, sem áður hafa ritað sögu ljósmyndunar, hafa verið á einu máli um, aö Willi- am Henry Fox Talbot hafi verib upphafsmaður þeirrar aðferðar, er fellir ljósnæm silfursölt ab ljósbrotum í lokuðu hylki (cam- era). Schaaf sýnir fram á, að út frá þröngu sjónarhorni sé litið á framköllun jákvæðrar ljós- myndar af neikvæðri, ef Talbot einn er sagður hafa fundið hana upp. Schaaf las vendilega bréfa- skipti Talbots og dregur hann fram, ab Sir John Herschel átti hlut að þeirri uppfinningu." „Bókin hefst á frásögn af Her- schel og Talbot á yngri árum. Og er getib merkra vísindalegra athugana Herschels í mörgum greinum, meðal þeirra stærð- fræði, efnafræði, stjarnfræði og náttúruspeki. Á því ári, sem greint var frá meginlögmálum ljósmyndunar, var hann hinn viðurkenndi forystumaður í samfélagi breskra vísinda- manna. ... Talbot var átta árum yngri en Herschel, og var hann ííka merkur vísindamaöur. Frá hans hendi komu merk framlög til stæröfræði og kristallafræði og til sín hafði hann látið taka assýrska fornleifafræði, ljós- fræði, orðsifja- ^_^ fræði og fræði- lega eðlisfræði. Hann var líka ———^^— meðlimur í Konunglega breska vísindafélaginu, þótt til þess væri kjörinn fimmtán árum síb- ar en Herschel." „Schaaf álítur forsögu ljós- myndunar heyra undir efna- fræði. Með tilliti til greinargerð- ar, sem Herschel sendi Konung- lega breska vísindafélaginu kringum 1839, lýsir hann ljós- myndunartilraunum lafði Ful- hame, Thomas Wedgwood og Nicephore Niepce. Og hann rekur líka sögu „camera lucida", hjálpartækis við teiknun á 18. öíd, en rýnandi í það gat fyrir Fréttir af bókum sakir sjónglers dregið upp myndir. ... Alkunna er, að á hveitibrauðsdögum sínum á ítalíu neytti Talbot „camera luc- ida" til ab teikna landslag við Como-vatn. Þeim teikningum sínum þótti honum mjög ábótavant. Þegar hann var aftur kominn til Englands, hóf hann ^__^_— tilraunir meb myndferli án p e n n a . mmmmmmmmmmmmmmm Leiddu þær til töku fyrstu Ijósmyndarinnar 1833." „Tilraunir Herschels meb „camera lucida" eru ekki eins vel kunnar. Leikni Herschels við þær telur Schaaf ástæðu þess, að hann varð ekki fyrstur til að finna upp ljósmyndina. Talbot, þótt dálítið hefði orðið ágengt, lét af tilraunum sínum til ljós- myndunar 1836. Aftur tók hann til við þær, þegar frá Frakklandi barst fréttatilkynn- ing um Daguerre-ferli. Innan þriggja vikna frá þeirri tilkynn- ingu heimsótti Talbot Herschel og bað hann að styðja tilkall sitt til þess að hafa fyrstur fundið upp ljósmyndun. ... Frásögn sína af því ári, sem ljósmyndun telst hafa verið fundin upp, byggir Schaaf á hinum viba- miklu bréfaskiptum Talbots og Herschels.... Fyrsta áriö var með þeim náin samvinna, en Her- schel var Talbot mjög hjálpleg- ur vib tilreibslu efna. ... Gagn- stætt Daguerre tókst Talbot að búa til „negatívu", sem höfð varð til ótal framkallana Ijós- mynda.... Undir lok ársins gerði Herschel hlé á tilraunum sínum til að sinna öðru. Talbot hélt þá einn áfram, og í september 1840 heppnabist honum þab, sem leibir opnaði. Hann komst að því, að pappír, að réttu lagi gerður næmur, hlaut í lokuðu hylki (camera) snögglega opn- uðu, á sig ósýnilega mynd, sem sýnileg varð gerð að efnalegri meðhöndlun."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.