Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. apríl 1996 3 Fyrirskipaöur sparnaöur upp á 380 milljónir króna vefst enn fyrir stjórnendum Sjúkrahúss Reykjavíkur: Lágmarksþ j ónustu haldið uppi í sumar Stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur ekki enn komist ab niö- urstöbu um hvemig unnt er ab ná þeim 380 milljóna króna spamabi sem sjúkra- húsinu er gert ab spara á árinu samkvæmt fjárlögum. Búib er ab samþykkja abgerbir sem eiga ab spara hátt á annab hundrab milljónir. Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur segir ab málið sé enn til umfjöllunar og næstu skref verði rædd á fundi stjórnar eftir helgi. Jóhannes segir að flestar af þeim 11 sparnaðaraðgerðum sem samþykktar vom í lok janú- ar sl. séu komnar til fram- kvæmda á sjúkrahúsinu. Einnig megi búast við auknum sam- drætti í þjónustu sjúkrahússins í sumar umfram það sem verið hefur, þótt lágmarksþjónustu verði haldið uppi. Áætlun um sumarlokanir verður kynnt stjórn Sjúkrahússins á næsta fundi hennar. „Það má benda á að nefnd sem var gert ab gera tillögur um 70 milljóna króna sparnaðargerðir á þessu sjúkrahúsi og hliöstæðar aðgerðir annars stabar, hún treysti sér ekki til þess. Það er í samræmi við þá erfiðleika sem við höfum verið að horfast í augu við. Þetta er hægara sagt en gert og nánast óframkvæmanlegt án þess að það komi verulega niður á þjónustu við sjúklinga," segir Jó- hannes. Eitt af því sem kom fram í sam- þykkt stjórnarinnar frá því í lok janúar sl. var að endurskoða skyldi rekstur leikskóla sjúkra- hússins. Jóhannes segir að málefni leik- skóla Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans hafi verið rædd sameiginlega þeirra á milli. Qskað hafi verið eftir viðræðum við sveitarstjórnir á höfuðborgar- svæðinu um hugsanlega aukna þátttöku sveitarfélaganna í rekstri leikskólanna, á sama hátt og þau hafa aukið hlutdeild sína í rekstri einkarekinna leikskóla. Fyrsti fundur þessara aðila var boöaður síðdegis í gær. Jóhannes segir að ekki verbi gripið til aðgerba í leikskólamál- um án þess að sama gildi um leik- skóla annarra sjúkrahúsa. Til þessa hefur ekki verið gripið til uppsagna starfsfólks á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Reynt hefur verið ab færa starfsfólk til eftir þörfum og þannig veriö komist hjá uppsögnum. Jóhannes segist hvorki geta játað því né neitaö hvort svo verbi áfram. -GBK 38. þing ASI: 100 blað- síbna lesefni Benedikt Davíðsson forseti ASÍ segir ab undirbúningur fyrir 38. þing ASÍ gangi vel, en alls hafa 518 fulltrúar rétt til setu á þinginu sem haldib verbur í Kópavogi 20.- 24. maí nk. En fulltrúar á þingib eru kosnir á abalfundum verka- lýbsfélaga. „Við erum að senda frá okkur tvö stór hefti samtals um 100 blaðsíður af málatilbúnaði út til félagana og gerum ráð fyrir að það verði mikil umræða um það í hreyfingunni," segir Benedikt. Hann segir að þarna sé m.a. að finna drög að stefnu og starfs- áætlun sambandsins til framtíð- ar, þ.e. 1996-2000 og einnig drög að stefnu um innri málefni og tillögur að lagabreytingum. Helstu mál þingsins að öðru leyti verða atvinnu- og kjara- mál, skipulags- og starfs- menntamál, lífeyris- og velferð- armál og málefni fjölskyldunn- ar. Síðast en ekki síst verður í þinglok kjörin ný forusta ASÍ til næstu fjögurra ára. -grh Oskaplegt afl á Stokkseyri Steingrímur St. Th. Sigurbsson er um þessar mundir ab sýna málverk í Nönnukoti í Hafn- arfirbi en þetta er 80. sýning Steingríms. Myndirnar á sýningunni eru flestar málabar í frystihúsinu á Stokkseyri en á þeim stað segir Steingrímur að sé „óskaplegt afl," enda bein lína yfir hafið alla leið til Suðurskautslandsins. Sýningin er opin frá kl. 10-10 og segir listamaðurinn að um helg- ina muni tónlistarmenn heim- sækja hann og flytja djass og klassík. ■ Búnabur sem olli fingurbroti var kannabur af Vinnueftirliti fyrir fimm árum en ekki þótti ástœba til abgerba. Eyjólfur Sœmundsson, forstöbumabur Vinnueftirlitsins: Núna sjáum við ab þetta var rangt 30 milljónir í Hverfisgötu Áætlað er ab fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Hverfisgötu á þessu ári kosti 30 milljónir króna. Vinna við framkvæmd- irnar hefst innan skamms en þær taka einkum mið af tví- stefnuakstri um götuna. Reynt verður að tryggja sem best ör- yggi gangandi vegfarenda með bættum gangbrautum, m.a. á móts við Þjóðleikhús, Vatnsstíg og Vitastíg. Frá þessu er sagt í Miðborginni, Fréttabréfi Þróun- arfélags Reykjavíkur. ■ Puttabrot trésmibs hjá Ingvari og Gylfa kostabi verkstjóra á vinnustabnum 75 þúsund krónur eftir ab Hérabsdómur fjallabi um ákæru Ríkissak- sóknara á hendur honum, sem Tíminn greindi frá í síb- ustu viku. Hérabsdómur vildi ekki dæma manninn fyrir lík- amsmeibingar eins og sak- sóknarinn krafbist. Eyjólfur Sæmundsson for- stöbumaður Vinnueftirlits ríkis- ins hafði samband við blaðið og sagði að innan stofnunarinnar hefði þetta mál verið rætt í kjöl- far dómsins. í ljós hefði komið að eftirlitsmaður hefði fundib ab fótstigi í gólfi, sem var óvarib og olli slysinu á starfsmannin- um. í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur segir að Öryggiseftirlit og síðar Vinnueftirlit ríkisins hafi ekki fundið að búnaðinum sem slysinu olli, „fyrr en eftir slys- ið". Eyjólfur Sæmundsson segir þetta ekki rétt. „Það voru gerðar sextán at- hugasemdir á þessum vinnu- stað, bæði um aðbúnað, meðal annars um þrif, en einnig loft- ræstingu frá vélum og aðra mik- ilvæga hluti. En þetta fótstig á Alkóhólsala ATVR tœpiega 9% minni í krónum og lítrum eftir aö heildsalar hófu beina sölu til veitingahúsa: Sala ATVR á vínum aukist eftir skerbingu einkaréttar ÁTVR seldi heldur meira af bæbi borbvínum og sterkum vínum (t.d. sérrí) á fyrsta fjórb- ungi þessa árs heldur en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir ab heild- salar hafi frá 1. desember hafib beina sölu á áfengi til veitinga- húsa og ÁTVR hætt allri annarri áfengissölu en til þeirra sem koma í verslanir fyrirtækisins. Á fyrsta ársfjórbungi í fyrra seldi ÁTVR rúmlega 22% allra sinna vína til veitingahúsanna. Þannig ab annab hvort virbist sala á víni hafa aukist mjög verulega ellegar ab veitingahús- in kaupa enn sitt vín ab mestu í verslunum ÁTVR. Á hinn bóginn hefur sala ÁTVR á sterkum drykkjum og bjór dregist saman um 11% frá sama tímabili í fyrra. En þá fóm 17% sterku drýkkj- anna og ríflega fjórðýngur allrar bjórsölu ÁTVR til veitingahúsa. Alls seldi Áfengisverslunin um 1.792.000 lítra af áfengi fyrstu þrjá mánuði þessa árs sem innihéldu um 174.000 lítra af hreinu alkóhóli. Um 39% þessa alkóhóls var í bjór og tæplega 20% í vodka, þannig ab þessar tvær áfengistegundir inni- halda nær 60% allrar alkóhólsölu ÁTVR. I krónum talið nam áfengis- sala ÁTVR hátt í 1.460 milljónum króna á fyrsta ársfjórbungi í ár, sem er um 140 milljónum minna en ári áður. Hjá söludeild á Stuðlahálsi minnkaði sala um 209 milljónir króna, eða um 2/3 milli ára. Sala annarra áfengisverslana á höfub- borgarsvæðinu jókst hins vegar um 66 milljónir, eða nærri 8% milli ára. Samanlögð sala áfengisverslana ut- an höfuðborgarsvæðisins var hins vegar svipuð og á síðasta ári. Tóbakssala breyttist fremur lítið milli ára, að reyktóbaki undan- skildu, en af því seldist nú 11% minna. Sala á sígarettum óx hins vegar um 0,4% og svipað á vindlum og nef/munntóbaki. Alls komu um 1.076 milljónir króna í kassa ÁTVR fyrir tóbak fyrstu þrjá mánuði ársins. Heildar- sala fyrirtækisins á áfengi og tóbaki nemur því rösklega 2.530 milljón- um króna á fyrstu þrem mánuðum ársins. Það samsvarar rösklega 60.000 kr. að meðaltali á hverja 4ra manna fjölskyldu í landinu, eða 20.000 kr. á mánuði. Þá er þó ótal- inn stór hluti af áfengissölu veit- ingahúsanna. spónsöginni uppgötvabist í þessu eftirliti, það mun hafa verið rætt um það milli aöil- anna, en ekkert fært á blað. Það eru fimm ár liðin frá þessu og við höfum reynt eftir megni að rifja þetta upp. Og niðurstaðan varð sú, okkar niðurstaða, að það væri svo lítil klemmihætta af þessu að ekki væri ástæða til að gera kröfu um hlíf á fótstigib, því hún var talin flækjast fyrir. Núna sjáum vib að þetta mat var rangt. Það sannar slysið, sem var sem betur fer ekki alvar- legt," sagði Eyjólfur Sæmunds- son. Samkvæmt heimildum Tím- ans mun dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verða áfrýjað til Hæstaréttar, trúlega af Verk- stjórafélagi Reykjavíkur. Verk- stjórar telja að í dómskerfinu sé að finna lítið samræmi. Ákæru- valdið hafi látið mun alvarlegri brot fram hjá sér fara. Einnig sé það staðbundið hvernig á mál- um þessum sé tekið. Telja verk- stjórar að ein lög eigi að gilda í landinu fyrir alla. Þá vilja verk- stjórar fá hreinni línur um per- sónulega ábyrgð sína í starfi. Margir þeirra hafi komið áleiðis ábendingum til æðstu manna í fyrirtækjum um úrbætur í ör- yggismálum, en oft væri ekkert eftir þeim farið. -JBP Rangfeðrub Sigrún Björgvinsdóttir, sem bjargaðist giftusamlega úr Hornafjarðarhöfn að kvöldi páskadags, var rangfeöruð í frétt Tímans sl. miðvikudag. Bebist er velvirðingar á þeim mistök- um. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.