Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASON HF STOFNAÐUR1917 Þaö tekur aðeins eiim virkan w> aö koma póstinum þínum Ht skita PÓSTUR OGSlMI 80. árgangur Föstudagur 12. apríl 70. tölublað 1996 Ekkert sam- komulag um þinghald Ekkert samkomulag er á milli stjórnar- og stjómarandstöbu- flokkanna um störf Alþingis nú á vordögum. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa krafist þess aö ríkisstjórnin dragi til baka frumvörpin um stéttarfélög og vmnudeilur og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og hafa neitaö ab mæta á nefndarfundum utan venjubundins fundar- tíma þingnefnda. Af þeim sökum hefur verib aflýst fundi er halda átti í efnahags- og vibskiptanefnd Alþingis næstkomandi laugardag. Við upphaf þingfundar á fimmtudag kvaddi Svavar Gestsson sér hljóbs og lýsti því yfir að ekkert samkomulag væri í þinginu á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin hafi rofið friðinn og þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu ekki mæta til funda í nefndum Alþingis sem boðaðir yrðu utan hinna hefðbundnu fundartíma. Alla vegna myndu þeir ekki mæta til slíkra fundarhalda í nefndum er efnt yrði til um hin umdeildu stjórnarfrumvörp. Ríkisstjórnin hefur lýst því yf- ir að frumvörpin um stéttarfé- lög og vinnudeilur og réttindi og skyldur opinberra starfs- manna verði ekki dregin til baka en ljáð verði máls á breyt- ingum á þeim til að nálgast sjónarmið verkalýðshreyfingar- innar. Verkalýðsforingjar hafa undanfarna daga átt fundi með ráðherrum og þingflokkum stjórnarflokkanna þar sem þessi viðkvæmu mál hafa verið til umræðu. Ríkisstjórnin vonast til að í þeim viðræðum verði unnt að komast að samkomu- lagi um viðkvæm atriði þannig að frumvörpin fái endanlega gerð í meðförum nefnda þings- ins en verði ekki dregin til baka og efnt að nýju til fundarhalda á vegum félagsmálaráðuneytis- ins til að endursemja þau frá grunni. -ÞI Solin gaf fögur fyrirheit um komandi sumar í höfubborginni ígær. Sólin skein glatt á þessar kátu stúlkur sem brugbu sér í laugarnar til ab njóta veburblíbunnar. Tímamynd: CS Mannbjörg varö þegar rœkjubát hvolfdi í Mjóafiröi í Isafjarbardjúpi: Tilkynningaskyldan vissi ekki um bátinn Mannbjörg varb í gær þegar rækjubáturinn Kolbrún ÍS hvolfdi í Mjóafirbi í ísafjarb- ardjúpi eftir ab hafa steytt þar á skeri. Tveir voru í áhöfn og komust þeir ómeiddir á kjöl þar sem þeim var bjargab af heima- manni frá Látrum í Mjóa- firbi sem reri á báti ab slys- stab. Þeir voru síban fluttir til ísafjarbar meb björgunar- bátnum Daníel Sigmunds- syni. Björgunardeild Slysavarna- félagsins og Tilkynningaskyld- an vekja athygli á því að áhöfnin á Kolbrúnu ÍS hafði Formaöur Skotvís um veiöikortasjób: Osáttir vib stofnkostnað „Vib erum náttúrlega afar ósáttir vib ab þetta skuli vera afrurvirkt, þab er ab segja ab tekib sé af sjóbnum fyrir árib '95," sagbi Sigmar B. Hauks- son, formabur Skotveibifélags íslands í samtali vib Tímann í gær. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra hefur úthlutað tæpum 6 milljónum króna úr Veiðikortasjóði til fjögurra rannsóknarverkefna. Aðallega er um að ræða rjúpnarannsókn- ir á yegum Náttúrufræðistofn- unar íslands (4,5 millj.) en einn- ig anda- og gæsarannsóknir sömu stofnunar (850.000), refa- rannsóknir á vegum HÍ (250.833 kr.) og rannsóknir Karls Skírnissonar á sníkjudýr- um í rjúpu (250.000). Alls námu tekjur Veiðikorta- sjóðs á síðasta ári um 16,8 millj- ónum króna, en þær fengust af sölu 11.208 veiðikorta. Sigmar Hauksson sagði enn- fremur að honum þætti stofn- og rekstrarkostnaður óeðlilega hár. „Við teljum að það sé erfitt að færa rök fyrir þessum háa stofnkostnaði og vísum til þess að það var til veiöistjóraemb- ætti áður sem hlýtur að hafa átt húsnæði og tölvuútbúnað. Okk- ur finnst þessi stofnkostnaður alltof hár og ekki ásættanlegur." Rekstrar- og stofnkostnaður vegna veiðikortanna var tæpar 7 milljónir króna í fyrra. Stór hluti þess var stofnkostnaour, m.a. vegna kaupa á tölvubúnaði og gerðar kynningarmynd- bands. Tekjur Veiðikortasjóðs eftir gjöld voru tæpar 10 millj- ónir króna, þannig að eftir er að úthluta um 4 milljónum kr. -BÞ ekki tilkynnt sig úr höfn þegar haldið var til veiða né látið vita á tilkynningaskyldum tímum. í því sambandi er minnt á mikilvægi þess fyrir skip og báta að nota tilkynn- ingaskylduna svo hægt sé að hefja eftirgrennslan um þá sem ekki tilkynna sig og hafa kannski lent í vandræðum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir staðsetningu báta og skipa svo hægt sé að kalla aðra til aðstoðar. Það var um klukkan 11 í gærmorgun sem SVFÍ-Til- kynningaskyldunni tóku að berast skeyti frá gervihnetti sem hafði miðað út neyðar- sendi. Á meðan beðið var eftir staðfestingu barst tilkynning frá flugvél sem hafði heyrt í neyðarsendi og í framhaldi af því var áhöfn björgunarbát- ursins Daníels Sigmundssonar kölluð út til að miða út send- inn í Djúpinu. Skömmu síðar barst tilkynning um rækjubát á hvolfi í Mjóafirði. Þegar björgunarbáturinn kom á slys- stað var þyrla Gæslunnar að koma á vettvang, auk þess sem flugvél Flugmálastjórnar hafði sveimað yfir honum. -grh Himnaríki fer til Svíþjóöar Nefnd á vegum Norrænu ráb- herranefndarinnar um leik- hús og dans á Norburlöndum hefur úthlutab styrkjum svo aubvelda megi uppsetningar leikrita á öbrum Norburland- anna. Vib úthlutunina komu um 450.000 kr. í hlut Hafnarfjarðar- leikhússins til að sýna Himna- ríki eftir Árna Ibsen í Svíþjóö. Þórey Sigþórsdóttir fékk styrk til að sýna leikritið Varalitur og hraun í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn. ¦ Páll Skúla- son ekki í framboö Páll Skúlason, prófessor ætlar ekki ab bjóba sig fram til emb- ættis forseta íslands. Páll sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segir m.a. „Ab vandlega athuguðu máli tel ég ekki rétt að sækjast eftir emb- ætti forseta íslands. Ég er afar sáttur við núverandi starfsvett- vang minn og á þar ólokið ýms- um verkum sem mér eru hug- leikin. Þá skal því ekki neitað að einnig vegur þungt sá fjárhags- legi kostnaður sem kosingabar- átta virðist hafa í för með sér." Páll sendir öllum sem hafa hvatt hann einlægar þakkir. ¦ 4-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.