Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 12. apríl 1996 Slökkviliösmenn ganga til starfa hjá Neybarlínunni hf. eftir nýtt samkomulag Neyöarlínunn- ar og borgarinnar. Formaöur LSS: Sátt um þjónustuna, ekki fyrirkomulagið Landssamband slökkvilibs- manna telur sátt hafa nábst um þjónustu Neyöarlínunn- ar hf. meö nýju samkomu- lagi Neyöarlínunnar og Reykjavíkurborgar. Formaö- ur landssambandsins segir slökkviliösmenn munu ganga til starfa hjá Neyöar- línunni af heilum hug. Sam- bandiö er eftir sem áöur ósátt viö fyrirkomulag Neyö- Fjórir íslendingar fara til Kína seinna í þessum mánuöi til aö skoöa kínversk álver og halda áfram vibræðum viö Kínverja um byggingu kínversks álvers á íslandi. Rætt hefur veriö um byggingu álvers sem framleiöa mundi 40 þúsund tonn af áli á ári. Garöar Ingvarsson hjá Markaösskrif- stofu iönaöarráöuneytisins og Landsvirkjunar sagði í samtali arlínunnar og telur ekki síst brýnt ab bæta þjónustuna á landsbyggbinni. Samkomulag Neyðarlínunn- ar, dómsmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar felur m.a. í sér að slökkviliðsmenn munu áfram starfa við neyðarsím- svörun og þjónustu við slökkviliö. Jafnmargir starf- andi slökkviliðsmenn munu sinna þessum verkefnum og við Tímann í gær, að Kínverj- arnir hefðu aldrei varpað fram tölunni 40 þúsund tonn, né heldur væri þá tölu að finna í bréfum sem farið hafa á milli. Menn hefðu þó heimildir fyrir því að þeir væru að hugsa um þá stærðargráðu. í Kína eru mörg álver og þau misstór, allt niður í 2 þúsund tonn að framleiðslu- getu. Til Kína fara þeir Jóhann Már hafa gert til þessa. Þeir verða verktakar hjá Neyðarlínunni og fer Landssamband slökkvi- liðsmanna með þeirra kjara- mál. Ábyrgð og stjórnun þeirra verkefna, sem snúa að slökkvi- liði, verða áfram í höndum yf- irmanna slökkviliðs. Þá munu slökkviliðsmenn veita starfs- mönnum Neyðarlínunnar hf. tiltekna kynningu og þjálfun Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Árni Grétar Finnsson, stjórnarmaður í MIL og Landsvirkjunar, Jón Ingi- marsson skrifstofustjóri í iðnað- arráðuneytinu og Andrés Svan- björnsson frá MIL. í hópinn slæst erlendur ráðgjafi um ál- framleiðslu. Slíkir ráðgjafar eru ekki til á íslandi og ráðgjöf um álframleiðslu verður að kaupa frá öðrum löndum. -JBP án þess að gengið verði inn á störf þeirra. Guðmundur Vignir Óskars- son, formaður LSS, segir að með þessu samkomulagi líti Landssambandið svo á að sátt hafi náðst um þjónustuna. Hann segir slökkviliðsmenn munu ganga til sinna starfa hjá Neyðarlínunni af heilum hug og sinna þeim af fag- mennsku og kostgæfni sem hingað til. Guðmundur Vignir leggur þó áherslu á að samkomulagið breyti ekki afstöðu LSS til fyrir- komulags Neyðarlínunnar hf. t.d. hvað varðar eignaraðild. LSS hefur áður lýst yfir þeirri afstöðu sinni að eignaraðild og ábyrgð neyðarsímsvörunar eigi að vera í höndum ríkis og sveitarfélaga og sú afstaða þess er óbreytt. Ennfremur telur Landssam- bandið mikilvægt að taka betur á málum á landsbyggðinni. Guðmundur Vignir segir brýnt að jafnhliða því að starfandi sé ein meginvaktstöð á höfuðborg- arsvæðinu sé starfandi tiltekinn fjöldi svæðisbundinna vakt- stöðva með sólarhringsvöktun á landsbyggðinni. -GBK Skeljungur hf. þjónustar úthafs- veibiflotann meb eldsneyti: Olíuskip á úthafsmiö Skeljungur hf. hefur tekiö á leigu olíuflutningaskip í Dan- mörku til að þjónusta úthafs- veiöiflota íslendinga á Reykja- neshrygg og á Flæmska hatt- inum. Leiguskipiö veröi lestað í Rotterdam 20. apríl n.k. og siglir síöan á mibin á Reykja- neshrygg, en skipið tekur um 4 þúsund tonn af eldsneyti. Islenskur afgreiðslustjóri verður um borð í skipinu og mun hann sjá um samskiptin við íslenska flotann. Þá stendur útgerðum einnig til boða að koma varahlutum með skipinu til viðskiptavina Skeljungs á út- hafsveiðimiðunum. Gert er ráð fyrir að hver ferð skipsins taki 3- 4 vikur. í fyrstu ferð skipsins á miðin verður seld gasolía og smurolía, en í síðari ferðum verður einnig boðið uppá svart- olíu. Olíuskipið er leigt til reynslu í þrjá mánuði og ræðst framhald- ið af viðtökum útgerða úthafs- veiðiskipa. Stefnt er að því að bjóða sem besta þjónustu á samkeppnishæfu verði, en und- anfarin misseri hafa erlend félög sent birgöaskip á úthafsmiðin, sem selt hafa íslenskum útgerð- um eldsneyti. -grh Fjórir íslendingar ásamt erlendum rábgjafa til Kína aö kynna sér álframleiöslu og til viörœöna: Hafa aldrei nefnt 40 þús. t Laufásvegur liggur frá Barónsstíg að sunnan, norður að Bókhlöðustíg. Gat- an er nefnd eftir býlinu Laufási, sem er á mótum Laufásvegar og Baldursgötu. Áður fyrr náði Laufásvegur suður í Skógarhlíð. Þegar Hringbrautin var lögð, rauf hún Laufásveg og sá hluti hans sem er fyrir sunnan Hringbraut- ina er núna Vatnsmýrarvegur. í október 1854 var Torfa Þorgríms- syni úthlutað lóð til ræktunar austan- vert við Thomsenstún, 13 x 16 faðm- lengdir. Lóðin var nefndur Norður- garður, en í daglegu tali oftar Garður. Hann var leigulaus í 25 ár, en eftir þann tíma var greidd leiga. Árið 1880 var Norðurgaröur boðinn upp til leigu og leigður hæstbjóðanda, J. Jónassyni. Árið 1897 kaupir Á. Thorsteinsson hálft Thomsenstún og Norðurgarð með. Árið 1908 fær Soffía Thorsteinsson leyfi til að breyta Norðurgarði í bygg- ingarlóð. Sama ár kaupir Jón Þórarins- son lóðina. Hann fær leyfi til að byggja hús á lóðinni, 14 x 16 álnir, að viðbættum skúr, 4x12 álnir. Fyrsta brunavirðing á húsinu var gerð 14. apríl 1909. Þar segir að Jón Þórarinsson skólastjóri hafi fullgert íbúðarhús sitt við Laufásveg. Húsið er einlyft með porti og 6 álna risi, byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 5/5" borðum og járni yfir, á þaki og veggjum. í binding er fyllt með sag- spónum og milligólf í öllum bitalög- um. Niðri eru fjögur íbúðarherbergi og eldhús, allt þiljað og málað, með striga og pappa á veggjum og loftum. Þar er einn ofn, sem staðsettur er í rými í miðju húsinu og hitar upp alla hæð- ina. Lokur eru á rýminu, sem opnast inn í vistarverur hæðarinnar og hleypa inn hita eftir þörfum. Innan á bindinginn er þiljað með 1" borðum. Uppi eru 5 íbúðarher- bergi, 3 skápar og gangur, þiljað með striga, pappa á veggjum og loftum og málað. Kjallari er undir öllu húsinu með steinsteyptu gólfi, 3 1/2 alin á hæð. Hann er hólfaður í fjögur rými með steinveggjum. í öllu húsinu eru vatns- og gasleiðslur. Við suðurgafl er inn- og uppgöngu- skúr með kjallara og risi, byggður eins og húsið. Við norðurgafl hússins er viðbygging með þaksvölum og kjall- ara, byggð úr sama efni og húsið. Þar eru 3 gangar, búr og salerni. Fyrir sunnan og vestan húsið í sömu lóð er einlyftur skúr með stein- Riiiiliif j ifiil ll ■■■ ,111 j IIH Hp ■■■ l<ll 1,1 \_J. Laufásvegur 44 (Norðurgarður) steypugólfi, byggð- ur af bindingi. Klæddur að utan með borðum og járni yfir og járni á þaki. í skúr þessum er gasstöð. I manntali árið 1910 eru talin til heimilis á Laufásvegi 34: Jón Þórarins- son, fæddur 23. febr. 1854 á Melstað í Miðfirði, kona hans Sigríður Magnús- dóttir, fædd 30. jan. 1864 í Viðey, börn þeirra Áslaug, fædd 16. des. 1892, Ásgeir, fæddur 8. júní 1904, og Þórar- inn, fæddur 19. ágúst 1909. Á heimil- inu var Soffía Jónsdóttir kennslukona, fædd 22. júní 1885 í Hafnarfirði. Hún var dóttir Jóns Þórarinssonar og Guð- rúnar Jóhönnu Lauru. Þar voru einnig Þórunn Beck, fædd 14. des. 1885 á Reyðarfirði, og Guðrún Ólafsdóttir, fædd 31. júlí 1879 á Kjalarnesi. Ekki er getið um hvaða starfa konurnar tvær síðastnefndu höfðu, en líklegt má telja að þær hafi verið vinnukonur á heim- ilinu. Jón Þórarinsson var tvígiftur, fyrri kona hans var Guðrún Jóhanna Laura, hún lést 5. maí 1894. Börn þeirra: Soffía, sem lengi var kennari og bjó á Laufásvegi 34; Kristjana, Þórunn, Anna El- ísabet og Haf- steinn. Jón Þórarins- son var skólastjóri Flensborgarskóla frá 1882 til 1908, fræðslumálastjóri frá 1908 til æviloka. Annar þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1886 til 1899. Hann vann mikið að ritstörfum og gaf út m.a. kennslubók í dönsku. Hann stofnaði gosdrykkjaverksmiðj- una Kaldá í Hafnarfirði 1898 og rak hana þar til ársins 1908, en síðan á jarðhæðinni á Laufásvegi 35. Seinni konu sína, Sigríði Magnús- dóttur, missti hann 23. júlí 1918. Jón Þórarinsson lést 12. júní 1926. í brunavirðingu frá 1915 er búið að taka gasvél úr útiskúrnum á lóðinni og skúrinn notaður fyrir hænsni. Þá var búið að gera breytingu á jarðhæð húss- ins. Þar var þvottahús með vatnspotti, 2 herbergi, 3 geymslur og gangur. Her- bergin, kalkdregin og máluð, þar er 1 ofn. Um tíma var trésmíðaverkstæði sem Loftur Jónsson átti á jarðhæðinni. HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Hann mun hafa flutt verkstæði sitt úr húsinu 1933. Eftir það var gerð íbúð á jarðhæðinni. Þorvaldur Skúlason mál- ari bjó í þessari íbúð frá 1940 til 1948. Árið 1929 var Laufásvegur 34 selt. Þá kaupa það ung og dugleg hjón sem bæði komu frá sveitaheimilum, þau Eiríkur Ormsson og Rannveig Jóns- dóttir. Eiríkur Jónsson var fæddur 6. júlí 1887 í Efri-Ey í Meðallandi. Hann lauk sveinsprófi 1921, lágspennulög- gildingu 1932, háspennulöggildingu 1938. Hann vann víða um landið við að koma upp virkjunum. Hann stofn- aði Bræðurna Ormsson hf. með bróður sínum, Jóni Ormssyni, árið 1922. Ei- ríkur lauk sveinsprófi í trésmíði 1910 og starfaði við það í nokkur ár. Kona hans var Rannveig Jónsdóttir, fædd 9. febr. 1892 á Þykkvabæjarklaustri. Áriö 1930 eru taldir til heimilis á Laufásvegi 34: Eiríkur Ormsson og Rannveig Jónsdóttir, ásamt börnum þeirra, Sigrúnu Ástrós, Sigurveigu, Eyr- únu og Gunnlaugi Karli. Vinnukona var á heimilinu Guðlaug Magnúsdótt- ir frá Efri-Ey. Karl Eiríksson, forstjóri hjá Bræðr- unum Ormsson, og Ingibjörg Skúla- dóttir, kona hans, byrjuðu sinn bú- skap í íbúðinni á jarðhæðinni á Lauf- ásvegi 34 árið 1948 og bjuggu þar til ársins 1957. í húsinu bjó lengi Lilja Jónsdóttir hárgreiðslukona. Einnig áttu þar heima séra Bjarni Þórarinsson og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir. Árið 1939 veitti byggingarnefnd leyfi fyrir útlitsbreytingu á húsinu. Settur var gluggi á vegg á jarðhæð og dyr felldar í burtu. Bílastæði á lóðinni voru endurnýjuð 1985. Sigrún Eiríksdóttir var eigandi að húsinu frá 1983, en eftir lát hennar seldu erfingjar Sigrúnar húsið. Núverandi eigendur eru mikiö áhugafólk um verndun gamalla húsa og sögu þeirra og hafa til þess mikla þekkingu. í húsinu eru tvær íbúðir, eins og verið hefur í marga áratugi. Aðrir eigendur eru að íbúð á jarðhæð en hæð og risi. Húsinu hefur lítið ver- ið breytt frá upphaflegu útliti og það er verðugur fulltrúi velbyggðra húsa frá því laust eftir aldamótin síðustu. í þessu húsi hefur alltaf verið myndar- lega búið. Úr gluggum þess sést til Tjarnarinnar og yfir á Skothúsveg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.