Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. apríl 1996 3 Forsetaframboö 1996: Guörún opn- ar fyrstu kosninga- skrifstofuna Kosningaskrifstofa Guðrúnar Pétursdóttur forsetaframbjóð- anda verður opnuð með við- höfn í dag kl. 14. Guðrún er fyrst frambjóðenda að opna skrifstofu sína. Skrifstofan er í Pósthússtræti 3, á sjöttu hæð, með útsýni vítt og breytt um borgina, meðal annars yfir stjórnarráðshúsið og alþingishúsið. I gærkvöldi var unnið að því að skreyta að utan húsið við Pósthússtræti en það er við hlið- ina á Hótel Borg. Þar var í eina tíð til húsa fyrirtækið Almennar tryggingar. Flutt verða ljóð og tónlist í dag á kosningaskrifstofunni og allir velkomnir í kaffi og pönnu- kökur. Katrín Fjeldsted verður kynnir. Guðrún Pétursdóttir ávarpar gestina. -JBP Vibhorfskönnun meöal grunnskólanemenda og foreldra þeirra: Vilja geta keypt heit- an mat í skólunum Mikill meirihluti grunnskóla- nemenda á aldrinum 8-15 ára og foreldra þeirra vill að hægt sé að kaupa heitan mat í skól- anum. Foreldrar eru þrátt fyrir þab ekki tilbúnir til að borga áætlaðan kostnað við matinn sem er 220-275 krónur fyrir máitíð. Ólíklegt er að fjöldafram- leiðsla skólamáltíða verði hafin í Reykjavík. Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkur hefur gert viðhorfs- könnun um áhuga nemenda og foreldra á fjöldaframleiddum skólamáltíðum. Könnunin var lögð fyrir 422 nemendur á aldr- inum 8-15 ára í þremur gmnn- skólum í borginni og 500 for- eldra. Könnunin var gerð í fram- haldi af styrkumsókn hóps áhugamanna til atvinnumála- nefndar vegna vinnu hans að því hvernig koma megi á skóla- máltíöum á Reykjavíkursvæð- inu. í erindi hópsins er bent á að með breytingum í skólakerfinu, þar sem viðverutími barna leng- ist, sé brýn þörf á að gefa börn- um í skólum kost á máltíð sem innihaldi næga orku og nauð- synleg næringarefni. í erindinu segir jafnframt að ef sett yrði upp eldhús í hverj- um skóla yrði að ráða starfsfólk til að annast starfrækslu hvers þeirra. Rekstur þeirra mundi miðast við að anna framleiðslu á einni máltíð á dag og þau stæðu auð þar fyrir utan. Hug- mynd áhugahópsins að hag- kvæmari lausn er að stofnsetja verksmiðjueldhús til að ná fram meiri nýlingu fjárfestingar og starfsfólks. I slíku eldhúsi færi matargerö fram með þeim hætti sem þekkt er úr eldhúsum sem sérhæfð eru fyrir flugvélar. Áætlað er að kostnaður við hverja máltíð, yröi 220-275 krónur. Eins og áður segir var ákveðið að gera viðhorfskönnun meðal nemenda og foreldra í fram- haldi af erindinu. Valdir voru þrír skólar til ab taka þátt í könnuninni: Austurbæjarskóli, Breiðholtsskóli og Hagaskóli. Helstu niðurstöður könnun- arinnar eru að rúmlega 2/3 hlut- ar nemenda og foreldra hefðu áhuga á að kaupa slíkar máltíðir í skólunum. Um 40% þeirra Flakk — feröir án vímuefna Ferdaskrifstofan Samvinnuferöir- Landsýn hefur ákvebib ab selja ungu fólki á aldrinum 16-22 ára ferbir innanlands og utan á hagstœbu verbi, án vímuefna. Ferbakiúbburinn Flakk er samstarfsverkefni jafningjafrcebsl- unnar og Samvinnuferba og var samstarfib kynnt á fundi ígœr en kynn- ingafundir verba haldnir á átta stöbum á landinu í dag kl. 17. Á myndinni eru f.v. Sigurbur Orri jónsson, formabur FF, Flelgi jóhannsson, forstjóri SL, Elín Fiaiia Ásgeirsdóttir, ritari FF, Magnús Árnason, starfsmabur jafnin- gjafrœbslu, Fieigi Pétursson frá SL og Haukur Þór Hannesson, starfsmabur Ferbaklúbbsins Flakk. Tryggingafélögin gagnrýnd á Alþingi: Alþingi hótaö Bryndís Hlööversdóttir al- þingismaöur gagnrýndi tryggingafélögin harðlega á Alþingi í gær þegar laga- frumvarp um tryggingafé- lögin lá fyrir þinginu. Hún gerði sérstakar athuga- semdir við hótanir forráða- manna tryggingafélaganna, að hækka iðgjöld ef ekki yrði far- ið að vilja þeirra í ákveðnum atriðum. Þar á meðal eru breytingar á margföldunar- stuðli tjónabóta. „Þab er ekki löggjafans á Alþingi að sinna slíkum hótunum," sagði Bryn- dís. Frumvarpið var samþykkt til þriðju umræðu. -BÞ Þingstörf framlengd? Stjómarandstæðingar gerbu störf Alþingis ab umræðu- efni í upphafi þingfundar í gær. Steingrímur J. Sigfús- son, Alþýðubandalagi, hóf umræbuna og sagði að nú væm frídagar framundan: sumardagurinn fyrsti og fyrsti maí í næstu viku. Ekki væri gert ráb fyrir þingfund- um þessa daga en mörg mál biðu afgreiðslu og sum væm jafnvel ekki fram komin og leita þyrfti afbrigba vib þing- sköp til þess ab fá þau tekin á dagskrá á þessu þingi. Davíö Oddsson, forsætisráð- herra, kvaðst telja nægan tíma vera til þess að ljúka þeim mál- um sem nú liggi fyrir Alþingi. Flest þeirra séu með þeim hætti ab um þau eigi að geta ríkt sátt en þó sé eins og ætíö deilt um mál sem ríkisstjórnin leggi áherslu á að fá afgreidd. Davíð sagði að ef sá tími sem þinginu er ætlaður til starfa samkvæmt áætlun, en það er til miðs maí, nægi ekki til þess að ljúka afgreiðslu mála komi til greina af framlengja þing- haldið. -ÞI s Hagnabur SIF hf. undanfarin ár stafar af minni kostnabi: Aukin gæði skila meiru í pyngju framleiðenda „Skýringa á hagnabi SÍF undan- farin ár er að leita í minni kostnabi, meöal annars minni kostnabi við kröfur frá vib- skiptavinum vegna ónógra gæða seldra afurða," segir Ró- bert B. Agnarsson í Saltaranum, fréttablabi SÍF hf., Sölusam- bandi ísl. fiskframleibenda. Þar kemur fram að aukin skilningur framleiðenda á mik- ilvægi gæða hefur skilað þeim meiri hlutdeild í endanlegu ^Bnioumeii • os díX9 luno^i söluverbi á saltfiskmörkuðum. Þetta hefur gert það að verkum að útborgunarhlutfall til fram- leiðenda hefur aukist um 320 milljónir króna frá árinu 1993 miðað við veltu SÍF árið 1995. Samkvæmt ársreikningum SÍF fyrir árið 1995 sem lagðir veröa fram á aðalfundi þess á morgun, föstudag, kemur m.a. fram að fyrstu þrjá mánuði ársins hefur SÍF flutt út 29% meira magn en á sama tímabili í fyrra. Þar kem- ur einnig fram að rekstur SÍF og dótturfyrirtækja þess gekk vel á sl. ári og nam hagnaður sam- steypunnar 226 milljónum króna fyrir skatta samanborib við 202 milljónir kr. árið á und- an. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 169 milljónum króna á móti 164 milljónum 1994. Reiknaðir skattar í fyrra námu alls 50 milljónum króna á móti 32 milljónum árið á undan. Á sl. ári nam velta SJ17 og dótt- urfyrirtækja þess 9.548 milljón- um króna, sem er 4% aukning frá fyrra ári. Þá jókst eigiö fé um 145 milljónir kr., eða um 21%. Heildarútflutningur SÍF á sölt- uðum og hertum afurðum minnkaði hinsvegar á milli ára, eöa úr 29.230 tonnum 1994 i 26.061 tonn 1995. Athygli vekur að gengi hluta- bréfa í SÍF hækkaði um 102% á sl. ári og um 35% frá áramótum og fram í miðjan apríl. -grh fannst hins vegar verð máltíð- anna of hátt. í raun eru það því um 39% nemenda og 43% for- eldra sem hefbu áhuga á að kaupa máltíðirnar á uppsettu verbi. Að meðaltali reyndust nemendurnir tilbúnir til að greiða 162 krónur fyrir máltíð- ina og foreldrarnir 172 krónur. í viðtölum við kennara kom einnig fram að þeim þætti mál- tíðirnar of dýrar, þar sem verðið yrði að miðast við ab allir hefðu efni á að kaupa þær. í könnuninni kom fram að yngri nemendurnir koma lang- flestir með nesti með sér að heiman en þeir eldri kaupa sér frekar eitthvað í frímínútunum. Eldri nemendurnir sýndu hins vegar meiri áhuga á því að geta keypt heitan mat í skólanum. í heildina sögðu 60% nemend- anna að þeir vildu frekar kaupa heitan mat í skólanum en þann mat sem þeir boröa núna. Róbert Jónsson, forstöðumað- ur Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um abgerbir í framhaldi af könnun- inni. Hann segist reyndar telja ólíklegt að gerð verði tilraun með fjöldaframleiddar skóla- máltíðir þar sem foreldrar séu greinilega ekki tilbúnir til ab greiða áætlaðan kostnað við framleiðslu þeirra. -GBK Ásatrúarmenn blóta vor og sumar í dag. Jörmundur allsherjargoöi ánœgöur meö fjölgun í söfnuöinum: Veröum stærsti söfnuðurinn um aldamót með sama áframhaldi „Þab er Ijóst ab nú verbur gott veður á sumardaginn fyrsta í fyrsta sinn í fjölmörg ár. Við höldum vorblótið okkar þennan dag í Nauthólsvík. Veðurgubimir em okkar meg- in þannig ab við fáum fínt vebur," sagbi Jörmundur Ingi Hansen, allsherjargoði Ásatrú- armanna á íslandi í gær. Jörmundur sagöi að mikið hefði fjölgað í söfnuðinum á þessu ári. Sér reiknaðist til að fljótlega upp úr aldamótum yrði ásatrúarhreyfingin stærst trúfé- laga landsins ef fjölgunin héldi áfram af sama krafti. Jörmundur sagði ab margt ungt fólk úr Langholtssöfnuði heföi gengið til liðs vib ástrúna svo merkilegt sem það væri. í dag safnast ásatrúarmenn saman í Nauthólsvík klukkan 18 og kveikja elda, syngja sum- arsöngva og eta saman blótmál- tíð. Borinn verður eldur ab fórn- arhesti og dansað og sungið „meðan örendi er til". Hópur nemenda frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands mætir á blótib, 22-25 manns, undir stjórn íslenskukennara síns, Hörpu Hreinsdóttur. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.