Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 25. apríl 1996 Samtök um tónlistarhús: Geisladiskur- inn Lifun loks fáanlegur Haustiö 1993 fóru fram ein- stæöir tónleikar í íþróttahús- inu í Keflavík, þegar flutt var verkiö Lifun .eftir félaga í hljómsveitinni Trúbrot. Flytj- endur voru þá Sigríöur Bein- teinsdóttir, Stefán Hilmars- son, Eyjólfur Kristjánsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Björgvin Halldórsson og Sin- fóníuhljómsveit íslands. Tónleikarnir vom endurtekn- ir tvisvar í Háskólabíói og hljóð- ritaðir, en geisladisknum var einungis dreift til þeirra sem voru styrktaraðilar Samtaka um tónlistarhús áriö 1994-1995. Nú hefur stjórn Samtaka um tón- listarhús hins vegar komist að samkomulagi viö hljómplötuút- gefendur um að diskurinn veröi á boðstólum í öllum helstu hljómplötuverslunum á höfuð- borgarsvæöinu og geta menn eignast hann meö því aö greiöa árgjald Samtaka um tónlistar- hús. ■ Heimsþekkt hljómsveit gerir sjónvarpsþátt á íslandi: Boney M á Akureyri á sumardag- inn fyrsta Diskóhljómsveitin Boney M, sem stödd er hér á landi ööru sinni á þessu ári, hélt tónleika á Hótel íslandi á síöasta vetr- ardag og I KA-höllinni á Akur- eyri í dag, sumardaginn fyrsta, auk þess aö gera sjón- varpsþátt hér á landi. Þá er rætt um þriöju tónleikana í Reykjavík núna í kvöld. Boney M er heimsþekkt hljómsveit sem selt hefur yfir 120 milljónir hljómplatna. Hún er skipuö 10 hljóöfæraleikurum og söngvurum. Eitthvaö mun eölilega hafa kvarnast úr þessari frægu hljómsveit í áranna rás, en Liz Mitchell er enn á sínum stað og tónlistin hin sama og áður var. Sjónvarpsþáttur Boney M verður geröur í kringum tón- leika sveitarinnar, auk þess sem viötöl veröa við listafólkið úti í íslenskri náttúm. Þátturinn veröur seldur erlendum sjón- varpsstöðvum og hafa komið fyrirspurnir frá mörgum þeirra, einkum í Evrópu. -JBP Málþing um Norræna félagið í framtíöinni Norræna félagiö stendur fyrir málþingi um hlutverk félagsins í framtíöinni í dag, sumardaginn fyrsta, í tilefni heimsóknar nýja framkvæmdastjóra Sambands Norrænu félaganna, Terje Tveito, til íslands. Norræna félagið er einn af mikil- vægustu tengiliðum Norrænu ráð- herranefndarinnar við almenning. Helstu verkefni félagsins nú eru Nordjobb, atvinnumiðlun fyrir ungt fólk, samstarf við skóla og söfn, ferðatilboð til félagsmanna og allra handa upplýsingamiðlun. Gestum var boðið að flytja stutt erindi um stefnumarkandi mál í norrænu samstarfi, en þingið hefst kl. 15.30 í Norræna húsinu. Ræbu- menn verða: Valgerður Sverrisdótt- ir, Terje Tveito, Siri Karlsson, lektor við HÍ, Oddur Albertsson, skóla- stjóri Lýðskólans, Sigurlín Svein- bjarnardóttir, skrifstofustjóri Nor- ræna félagsins, en Torben Rasmus- sen stjórnar þinginu. ■ Gerbur í Gall- erí Úmbru í dag, sumardaginn fyrsta, býöur Gerður Guömundsdótt- ir textíllistakona gestum upp á ellefu viöstööur á göngu um salinn í Gallerí Umbru. í hverri mynd birta fuglar him- ins og jaröar komu vorsins. Verkin eru unnin á bómullar- efni sem er gegnlitað, en síðan er notuö blönduð tækni. Hver litur er þrykktur sérstaklega á myndflötinn og fuglarnir eru þrykktir á efniö í allt að sjö lög- um. Þetta er fyrsta einkasýning Gerðar og opnar í dag kl. 16 og stendur til 18. maí. Annars eru sýningartímar kl. 13-18 frá þriðjudegi til laugardags, en kl. 14-18 á sunnudögum. Mál og menning fær Fjölmiðlabikarinn Feröamálaráö íslands hefur árlega síðan 1982 veitt viöur- kenningu fyrir umfjöllun um feröamál í fjölmiölum, í von um aö slík viöurkenning myndi hvetja til frekari um- fjöllunar. Að þessu sinni hlaut Mál og menning og Forlagið Fjölmiðla- bikarinn vegna fjölda vandaöra bóka fyrir innlenda og erlenda ferðalanga, en á síðasta ári komu út hjá þeim 17 slíkar bæk- ur. ■ Sumartónleikar í Geröubergi: Kínverskar pípur, skjaldbökuskel og klassísk hljóðfæri Tónsmiðurinn Hermes mætir til leiks í Gerðubergi í dag, sumardaginn fyrsta. Fyrir réttu ári gekkst Geröuberg fyr- ir nokkrum klassískum tón- leikum fyrir böm þar sem Hermes leiddi bömin um undraveröld tónanna og opn- aöi eyru þeirra fyrir fjölbreytt- um hljóöheimi. Guöni Franz- son klarinettuleikari er í gervi Hermesar, en meöal gesta hans má nefna Þorstein Gauta Sigurösson píanóleikara og Atla Heimi Sveinsson tón- skáld, auk fjölda yngri hljóö- færaleikara. Sérstakur gestur Hermesar veröur gítarsnilling- urinn Einar Kristján Einars- son. Á síðastliðnu ári hefur Herm- es komið víða fram, en er nú aftur á heimavelli í Gerðubergi og leikur á tónleikum fyrir börn allt frá þriggja ára aldri. Á efnis- skránni verður frumstæð tónlist og þjóðleg frá ólíkum heims- hornum og tengsl hennar við klassíska tónlist skoðuð. Herm- es leikur á fmmstætt ástralskt hljóðfæri, didjeridu; suðuram- erískar flautur, afrísk ásláttar- hljóðfæri, kínverskar pípur, skjaldbökuskel og hefðbundin klassísk hljóðfæri. Tónleikarnir em settir á svið í leikrænu um- hverfi, sem gefur börnunum kost á að láta hugann reika til framandi heima. Tónleikarnir hefjast kl. 15 að lokinni skrúðgöngu og fjöl- skylduskemmtun við Fellahelli. Að tónleikunum loknum gefst börnum kostur á að skoða hljóðfærin og gítarsnillinginn, en einnig verður aðstaða til að lita og teikna. ■ Ullarsýning í Mosfellsbæ Ullarverksmiðjan ÍSTEX aö Álafossi í Mosfellsbæ veröur meö opna sýningu alla föstu- daga kl. 13-15 til og með 12. júlí n.k. Boðið verður upp á skoðunarferö um verksmiðj- una kl. 13.30 og 14.30 á sömu dögum, aö undanskildum 26. apríl, 3. maí og 17. maí. Á sýningunni verða gamlar ljósmyndir frá 100 ára sögu verksmiðjunnar og þar má skoða framleiðsluferil ullarinn- ar, hönnunarferil og fram- leiðsluvörur fyrirtækisins. Auk þess veröur nýtt myndband um ullarvinnslu fyrr og nú sýnt á staðnum. Verðlaunapeysurnar þrjár úr hönnunarkeppni ÍSTEX 1996 verða til sýnis og myndir af öllum flíkum sem bárust í keppnina. ■ Kristján sýnir á Sólon í dag, sumardaginn fyrsta, veröur opnuö myndlistarsýn- ing í Gallerí Sólon íslandus meö verkum Kristjáns Jóns- sonar. Þetta er önnur einka- sýning Kristjáns, en hann nam meðal annars viö mál- ara- og grafíkdeild myndlist- arskólans La Escola Massana í Barcelona frá 1989-1993. Á sýningunni eru 15 verk unnin í ár og í fyrra með bland- aðri tækni. í verkunum birtast aö stærstum hluta sjónarhorn úr íslensku umhverfi; jafnt borgarlandslag með þekkjanleg- um fyrirmyndum sem óhlut- bundin náttúruform. Einnig er skrift áberandi í sýningunni. Kristján vann myndirnar sér- staklega með sýningarsal Sólon íslandus í huga. Sýningunni lýkur á mæðradaginn, 12. maí. -BÞ TMKT0RSDEKK góð dekk á góðu verði sendum í póstkröfu um land allt. GVS Gúmmívinnustofan hf. Réttarhálsi 2, Reykjavík sími 567 1443

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.