Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 4
4 'iSrT'PWTW'W' Fimmtudagur 25. apríl 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánaöaráskrift 1700 kr. m/v: Tímamót hf. jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. k. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hagvöxtur og framtíðarsýn Hagtölur virðast flestar benda til þess að efnahagsleg afkoma landsmanna sé að komast í ásættanlegra horf en verið hefur um langt árabil. Stóraukinn afli, 44% aukin bílakaup og 20% fleiri utan- landsferðir bendir Þjóðhagsstofnun á sem glögg merki um bættan hag í nýjum Hagvísum sínum. Aukin bílakaup og væntanlega ferðalögin einnig segir Þjóðhagsstofnun helst skýrast af auknum tekjum. „Ráðstöfunartekjur á mann jukust um tæp 6% í fyrra og gert er ráð fyrir svipaöri aukningu á þessu ári." Mælt á föstu verði var afli á íslandsmiðum 26% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Að sögn Þjóðhagsstofnunar skýrist þessi aukning helst af mikilli loðnu- og rækjuveiði og góðri veiöi vertíðarbáta. Áætlað er að útflutningsverömæti fyrstu þrjá mánuði ársins hafi verið um þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Þjóðhagsstofnun þyk- ir þess vegna líklegt að heildarafli þessa árs aukist nokkru meira en um 1%, eins og gert var ráð fyrir í síðustu þjóðhags- spá. Stóraukinn bílainnflutning að undanförnu segir Þjóðhags- stofnun glöggt merki um betri hag. Alls voru 2.210 bílar ný- skráðir fyrstu 3 mánuði ársins, sem er 44% fjölgun frá árinu á undan og 61% fleiri bílar en á sama tímabili 1994. Auknar tekjur fólks séu helsta skýring þessara stórauknu bílakaupa. Um 20% fjölgun utanlandsferða fyrstu þrjá mánuði ársins telur Þjóðhagsstofnun annaö dæmi um bættan hag. Þessi fjölgun kemur í kjölfar 14% fjölgunar utanlandsferða á síð- asta ári. Erlend útgjöld vegna þessara ferðalaga á síðasta ári hafi þó aukist miklu minna, aðeins verið 2% meiri en árið 1994, en þá eru fargjöldin ekki meðtalin. Lækkun meðal- kostnaöar í hverri ferð telur Þjóöhagsstofnun skýrast af því að þótt ferðum milli landa hafi fjölgab, séu þær styttri en áður og dreifist jafnar yfir árið. Svipuð þróun hafi átt sér staö í öðr- um löndum. Þegar þuldar eru jákvæðar hagvaxtartölur sem þessar, er eðlilegt að menn fyllist nokkurri bjartsýni. En forsjáin er hins vegar naubsynleg líka. Ferðaþjónusta og hreint og ómengað umhverfi eru auðlindir sem við íslendingar munum nýta í sí- auknum mæli í framtíðinni. Þessari auðlind er þó í raun auð- velt að spilla, ef neyslan og hagvaxtarhugsun fortíðarinnar er ein höfð að leiðarljósi. Hagvöxturinn hefur að vísu ekki enn náð endimörkum sínum, eins og fullyrt var af Rómarklúbbn- um í frægri yfirlýsingu fyrir nokkrum áratugum, og hagvöxt- ur er enn grundvallarhugtak í efnahagsumræðunni. Hins veg- ar er brýnt, ekki síst fyrir íslendinga, að breyta þessari um- ræðu á þann veg að þættir s.s. umhverfismál og ómenguð náttúra, sem til þessa hafa verib taldir andstæbur hagvaxtar, verði virkjaðir til hagvaxtar. Þegar allt er á uppleið eins og nú, er enn meiri ástæða til að gefa slíkri stefnumörkun gaum en ella. Hiö efnahagslega svig- rúm, sem þarf til að komast yfir á annað og umhverfisvænna spor í efnahagsþróuninni, er fyrir hendi og ekkert sem knýr á um nýja, skjóta og stórvirka hagvaxtarinngjöf. Með þennan bakgrunn er ástæða til að hvetja til aðgátar, nú þegar flest bendir til að Columbia-álverið muni eftir allt hafa hug á að setja niður notað þýskt álver á Grundartanga í Hvalfirði. Starfsleyfi þeirrar verksmiðju er nú til mebferbar hjá umhverfisráðherra. Frá því hefur verið greint að margar og margvíslegar kærur hafa komið fram vegna starfsleyfisins þar sem umhverfismál em í forgrunni. Auk þess sem um- hverfismat hefur ekki farið fram vegna ýmissa hlibarfram- kvæmda, s.s. rafmagnsaðfanga. Hvort sem umhverfisráðherra samþykkir óbreytt starfsleyfi eða gerir einhverjar athuga- semdir, þá er ljóst að horft verður til þess hvernig að þessari ákvörbun var staðið, þegar spurt veröur um framtíbarsýn þessarar ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Flókin tilvera Garri fær það af og til á tilfinninguna að hann sé mörgum áratugum of seint á feröinni í þessari til- veru, hann er eiginlega einhvern veginn í ósam- ræmi við þessa tíma sem nú eru uppi. Hann er lík- lega hálfgerður forngripur og ætti sennilegast best heima á safni en Þjóðminjasafnið gúterar menn víst ekki sem safngripi fyrr en beinin ein eru eftir og það er langur vegur frá að beinin ein séu eftir af Garra, meira að segja svo langur vegur ab konan er farin að hafa orð á því. Annars má svosem segja ab Garri nálgist forngripasafn- svörslu með því að skrifa í Tím- ann, því þeir sem lesa blaðið eru nefnilega sömu safngripirnir og hann sjálfur. Velkominn í hóp- inn kæri lesandi! En þetta með að vera á röng- um tíma er í raun háalvarlegt áhyggjuefni. Áhyggjurnar felast ekki endilega í staðreyndum eins og ab konur séu komnar með kosningarétt, þó það í sjálfu sér sé auðvitaö umtalsvert áhyggjuefni og er reyndar liður í áhyggjunum, en einungis lítill liður. Grunnurinn að flestum áhyggjunum felst í því hvað þjóöfélagið og daglegt líf er stöð- ugt að verba flóknara og erfiðara viðfangs. Mætti í vinnuna Hlutverk einstaklingsins tekur stöðugum breyt- ingum og verður víðfebmara með hverjum degin- um. Það liggur við að sú tilfinning vakni að það sé beinlínis markvisst unnið að því að flækja hlutina fyrir fólki í þessu þjóðfélagi. Tökum dæmigerðan blaðamann á óræðum aldri. Fyrir tuttugu árum mætti þessi blaðamaður í vinnuna, skrifaði sínar fréttir og pistla á sína ritvél og fór svo heim. Hann var í einni vinnu, eitt stéttarfélag gætti hans hags- muna og hann hafi einn aðila til að slást við um kaup og kjör. Hann var hefðbundinn launþegi og sem slíkur hafði hann hefðbundinn atvinnurek- anda sem andstæðing. Nú tuttugu árum seinna er öldin aldeilis önnur. Nú er hann, jú, blaðamaður og í sínu stéttarfélagi og launþegi þar og slæst þar með um kaup og kjör. En þab hangir fleira á spýtunni. Hann vinnur líka sjálfstætt í hjáverkum og er þar með bæbi í hlut- verki launþega og atvinnurek- anda og er í sífelldum samn- ingaviðræðum vib sjálfan sig. Síðan á hann hlut í fjölskyldu- fyrirtækinu sem hann giftist inn í og er þar með kominn í hlut- verk auðvaldsins og fjármagns- eigendanna. En þetta er svosem ekkert. Óöalseigandinn Blaðamaðurinn á náttúrulega sinn sumarbústað í sinni sveit eins og gengur og gerist. Þar gekk hann auövitað í kaupfélag- ið eins og sönnum samvinnu- manni sæmir. Þá lenti hann að sjálfsögðu í því að verða kosinn á aðalfund og þá fóru málin fyrst að flækjast fyrir alvöru því þar varð hann að gera svo vel að leika hvorki meira né minna en þrjú hlutverk: sem viðskiptavin- ur kaupfélagsins, sem eigandi kaupfélagsins sem fyrirtækis og sem félagsmaður í kaupfélaginu sem félagi. Alltaf þegar hann tók til máls um eitthvert atriði þurfti hann að halda þrjár ræður, eina fyrir hvert hlutverk sem hann gegndi á fundinum. Og til að flækja tilveruna og hlutverkaskipanina enn frekar þá er blaöamaðurinn orðinn óðalseig- andi á sínu sumarbústaðarlandi og á þar, sem slík- ur, í hatrammri styrjöld vib bóndann á næsta bæ sem heldur því fram að landamerkin séu miðuö við vitlausan stein. Svo halda menn því fram að það hafi aldrei ver- ið einfaldara og þægilegra ab lifa en nú — sér eru nú hver þægilegheitin! Garri Vangaveltur um voriö Þegar greinarhöfundur var að ganga til vinnu sinnar úr Vestur- bænum í gær, sem var hinn síö- asti vetrardagur, bar Akrafjalliö og Skarðsheiðina yfir húsin í bænum. Þetta leiddi hugann að því að vorið er að koma og í dag er fyrsti sumardagur, það sérís- lenska fyrirbrigði. Vorið er góður tími, þegar allt lifnar úr læðingi eftir veturinn. Það getur brugöið til beggja vona með hlýindin, en það bregst ekki að dagurinn lengist smám sam- an, þar til nóttin hverfur. Veturinn sem er að kveðja hef- ur veriö ótrúlega mildur og þótt auðvitað geti vorhretin látið á sér kræla eins og dæmin sanna, þá er þetta sá tími sem að öllum jafn- aöi dregur úr loftþrýstingi og lægðirnar grýnnka. Skáldin og voriö Vorið hefur höfðab til skáldanna gegn um tíð- ina með sínu vakandi lífi og ótölulegur fjöldi kvæða hefur veriö ortur um dásemdir þess. Hins vegar er misjafnt hvernig vorið drepur á dyr, hvernig þau nálgast viðfangsefnið. Steinn Steinarr var einn af þeim sem kvað um vorið, og eitt vorljóð hans er hið tregafulla kvæði sem hefst á þessa leib: „Það vex eitt blóm fyrir vestan og vomóttin mild oggóð kemur á Ijósum klaeðum og kveður sín vögguljóð." Endirinn á kvæðinu er athyglisveröur en hann hljóöar svo: „og nú geng ég fár og fólur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki að ég er til." Þarna er lýst reynslu þess sem hugsar til upp- runa qgj>ett§ trqgafulla ljóð er mótað af þeirri til- finningu. Vorið er oftar yrkis- efni hjá Steini Steinarr, því mikla skáldi. Bóndinn, skáldiö og voriö Annað góðskáld, Guðmundur Böðvarsson, fjallar einnig um vorið í kvæðum sínum. Athygl- isvert er einnig hvernig hann nálgast yrkisefnib. Gubmundur var bóndi og bjó í grösugri Hvít- ársíðunni. Bóndinn er ekki fjarri í þessum ljóðlínum: „/ nótt urðu allar grundir grœnar í dalnum því gróðursins drottinn kom sunn- an, og hafði um langvegu sótt og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfirengin ínótt." Kvæði þetta sem hefst á þessum töfrandi ljóð- línum til gróandans snýst í hugleiðingar höfund- ar um stöbu sína í veröldinni, misskiptingu auðs- ins og deilur mannanna barna, sem eru í hróplegu ósamræmi við dýrð vorsins. Allar þessar aðstæður eru enn fyrir hendi í dag, þótt liðin sé hálf öld síðan tilvitnað kvæði var ort. Deilur, misskipting auðs, styrjaldarátök, hrybju- verk. Allar eru þær fréttir sem berast í hróplegu ósamræmi við dýrð vordaganna. Aðstæður manna geta verið þannig að þeir geti ekki notið þeirra. Hins vegar eru margir á svo mikilli ferð í lífinu að þeir gleyma að vorið er skammvinnt og fyrr en varir er farið ab stytta daginn aftur. Fólk vaknar kannske upp við það að hafa gleymt að njóta þess jafnvel þótt efni og aðstaða sé til. Það kostar ekki mikla fjármuni að njóta náttúrunnar, og aðstaban til þess er alltaf aö batna jafnvel í mesta þéttbýl- inu. Gönguleiðirnar verða betri með hverju árinu og steinsnar frá borginni er hægt að komast í snertingu vib landib sér til sálubótar. Það er ánægjulegt ab sjá að sífellt fleiri leita á þessi mið Sér til afþreyingar og sálubótax. fón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.