Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 7
Miövikudagur 22. maí 1996 7 íslenski auglýsingamarkaöurinn um 4 milljaröar á síöasta ári, um 15.000 kr. á landsmann: íslendingar verja 50-80% meira í auglýsingar en grannþjóöirnar Á íslandi er auglýst fyrir um 50-80% hærri upphæb á hvern íbúa heldur en á hin- um Norðurlöndunum. Aug- lýsingamarkaðurinn velti rösklega 3,7 milljörðum króna á síðasta ári (í blöðum sjónvarpi og tímaritum), sem var 18% hækkun frá árinu áður, samkvæmt upplýsing- um í fréttabréfi Miölunar hf. Auglýsingar eru reiknaðar á brúttóverði, án afsláttar, án virðisaukaskatts og öllum kostnaði við gerð auglýsinga er einnig sleppt. Þá er tekið fram að auglýsingar í út- varpi, bíóum og á útiskiltum eru ekki mældar hérlendis, en þær eru áætlaðar á bilinu 350-400 milljónir. Að þeim meðtöldum færi auglýsinga- kostnaðurinn því yfir 4 millj- arða króna, eða í kringum 15.000 kr. að meðaltali á hvern landsmann. Dagblöðin eru með 2/3 alls auglýsingamarkaðarins hér á landi, eða kringum 2,5 millj- arða króna á síðasta ári, sem væntanlega hafa að langmestu leyti skipst á milli Morgun- blaðs og DV. Hlutur blaðanna er hér miklu stærri en á hinum Norðurlöndunum og Þýska- landi, þar sem blöðin eru með kringum helming auglýsinga- markaðarins. Þessi viðbótar- hlutur íslenskra blaða er ekki síst á kostnað tímarita, sem hér hafa aðeins rúmlega 6% „aug- lýsingakökunnar" borið saman við 12-20% í hinum löndun- um. íslensku sjónvarpsstöðv- arnar hafa tæplega 27% auglýs- ingamarkaðarins, sem er svip- að hlutfall og á hinum Norður- löndunum en heldur stærri sneið en í Þýskalandi. Auglýsingunum er skipt í 100 flokka, en 10 stærstu flokk- arnir eru með um 45% auglýs- ingafjármagnsins. Kvikmynda- húsin eru langstærsti flokkur- Tréristur til dýröar Mart- eini frá Á hvítasunnudag verður opn- uð sýning Þorgerðar Sigurðar- dóttur myndlistarmanns í Hallgrímskirkju í boði List- vinafélags og Listasafns kirkj- unnar. Þorgerður sýnir þar tréristur sem hún hefur unnið að undan- förnu til dýrðar heilögum Mar- teini biskup frá Tours en hann var verndardýrlingur margra kirkna á íslandi í kaþólskum sið, m.a. á fæðingarstað Þorgerðar, Grenjaðarstað. í kirkjunni á Grenjaðarstað hékk um aldir Tours fornt altarisklæði sem nú er varðveitt í Louvre-safninu í Par- ís, með myndum úr lífi og starfi dýrlingsins. Það var franski vís- indamaðurinn og ferðalangur- inn Paul Gaimard og leiðangur hans sem höfðu klæðið á brott árið 1836. Þorgerður fékk styrk og starfs- laun til að kynna sér þetta klæði í Frakklandi og hefur afrakstur- inn áður verið til sýnis hér á landi og myndirnar hvarvetna vakið athygíi. Sýningin verbur í Hallgrímskirkju til ágústloka. ■ STÆRSTU FLOKKAR AUGLÝSINGA 1095 | rimani Stærstu auglýslngaflokkar ársins 1995. Allartölur eru í milljónum króna, mlðaðar við verðskrá fjölmiðla án afsláttar og virðisaukaskatts. Tekið skal fram að i flokknum Fjölmlðlar eru okki dacjskrarkynningar þeirra. inn (320 m.kr.). Fasteignaaug- lýsingar námu um 220 milljón- um og smáauglýsingar litlu lægri upphæð. I 4. til 6. sæti koma síðan fjölmiðlar, happ- drætti og bílaumboð, með 160 til 170 milljónir í hverjum þessara flokka. Athyglivert þykir að í flokknum „tölvur og hugbúnaður" jukust auglýsing- ar um 64% frá árinu áður, eða um 44 milljónir króna, og hoppuðu þar með í 7. sæti, næst á undan húsgögnum og stórmörkuðum. Alþingiskosningarnar settu svip sinn á auglýsingamarkað- inn á síðasta ári. Pólitískur áróður var í 13. sæti yfir stærstu auglýsingaflokkana (við hlið bankanna) með 2,1% af heildarmarkaðnum, sem samsvarar hátt í 80 milljónum króna (um 470 kr. á hvert greitt atkvæði í kostningunum). Þar sem vinsælt form fyrir pólitísk- ar auglýsingar — útiskiltin — eru hér ekki meðtalin í auglýs- ingapakkanum má þó ætla að pólitískar auglýsingar fyrir síð- ustu kosningar hafi í raun kost- að umtalsvert hærri upphæð. Auglýsingaflóðið var, sem vænta má, í hámarki í desem- ber, þrátt fyrir 34 milljóna lækkun frá árinu áður. En stjórnmálaflokkum/mönnum er svo fyrir að þakka að mars- mánuður var næst feitasti aug- lýsingamánuður ársins. Aftur á móti var einna minnst um aug- lýsingar í júlí og ágúst. ■ Þingflokkar fá 159,9 milljónir á þessu ári Þingflokkamir fá samtals 159,9 milljónir króna af opin- bemm fjármunum á þessu ári. Þar af verður 123,2 milljónum króna varið til útgáfumála en 36,7 milljónum til ýmiskonar sérfræðilegrar aðstoðar. Er þetta hæsta fjárhæð að krónu- tölu sem varið hefur verið til þingflokka en á árinu 1995 var varið 135,1 milljónum til þessa málaflokks. Á árinu 1994 fengu þingflokkamir 134,0 milljónir og 104,9 millj- ónir á árinu 1993. Á síðasta áratug vom fjár- framlög til þingflokkanna mun lægri að krónutölu en taka verð- ur tiliit til verðalagsbreytinga þegar þær ern bornar saman við nýrri tölur. Árið 1986 var varið 31,5 milljónum til þingflokk- anna, 42,3 milljónum árið 1987 og 55,1 milljón árið 1988. Þetta kemur fram í svari Friðriks Sop- hussonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjöms- dóttur, þingkonu Kvennalista á Alþingi. Fjárhæðir til þingflokka ráðast af stærð þeirra á hverjum tíma. Þannig hafa hæstu upphæbirnar ætíð komið í hlut Sjálfstæðis- flokksins sem fær 57,1 milljón króna á þessu ári. Framsóknar- flokkurinn fær 36,7 milljónir. Alþýðubandalagið 23,6 milljón- ir, Álþýðuflokkurinn 19,3 millj- ónir, Þjóðvaki 13,1 milljón og Samtök um kvennalista 10,0 milljónir. Á síðasta ári fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 51,0 milljón, Framsóknarflokkurinn 27,6 milljónir, Alþýðuflokkurinn 20,9 milljónir, Alþýðubandalag- ib 20,7 milljónir og Samtök um kvennalista 12,3 milljónir. Þá fékk Þjóðvaki 2,1 milijón en Jó- hanna Sigurðardóttir sat þá á þingi utan flokka og vann að stofnun Þjóðvaka. Engar skriflegar reglur liggja fyrir um skiptingu fjárveitinga til útgáfumála og sérfræðiað- stobar þingflokkanna. í svari Friðriks Sophussonar við fyrir- spurn Guðnýjar Guðbjörnsdótt- ur kemur fram að ráðuneytinu berist árlega erindi stjórnskip- aðrar nefndar sem ákveði skipt- ingu fjárins á milli þingflokka. -ÞI 30 stuttmyndir keppa um Rauða dregilinn I gær, 21. maí, hófust stutt- myndadagar í Loftkastalanum. Valdar verða bestu myndimar sem munu raða sér í þrjú efstu sætin og hljóta verölaun sem borgarstjóri Reykjavíkur af- hendir. Sá sem hreppir Rauða dregilinn hlýtur 5 tíma í klippisvítu en einn- ig verða veitt ný verðlaun frá Sam- bandi kvikmyndaleikstjóra. Þá verður kynntur nýT Sjóður stutt- myndadaga sem tekur til starfa á næsta ári og verða veittir úr hon- um styrkir/lán til handritagerðar. Alls verða sýndar 30 stuttmynd- ir eftir 47 kvikmyndagerðarmenn og meöal titla má nefna: Hættur leynast á Internetinu, Andskotans vitleysa, Póstur & sími og Helvítis Reykjavik. Kynnir á hátíðinni verður Kolfinna Baldvinsdóttir og fyrirlesarar em þeir Þorfinnur Guðnason sem spjallar um heim- ildamyndir, Egill Helgason um kvikmyndagagnrýni, Einar Kára- son um handrit, Eggert Ketilsson um sérstakar brellur og Gísli Snær Erlingsson um leikstjórn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.