Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Norbaustan gola eba kaldi og skýjab meb köflum. Hiti 5 til 12 stig. • Breibafiörbur til Stranda og Norburlands vestra: Norbaustan gola eba kalai. Víbast léttskýjab. Hiti 3 til 12 stig. • Norburland eystra: Subaustan og austan gola eba kaldi. Skýjab meb köflum. Hiti 4 til 14 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Austan kaldi og skýjab. Dá- lítil súld vib ströndina. Hiti 4 til 8 stig. • Subausturland: Austan kaldi og rigning meb köflum. Hiti 5 til 9 stig. • Mibhálendib: Austlæg átt, kaldi eba stinningskaldi. Skýjab meb köflum. Hiti 0 til 6 stig. Lögmabur Fœreyja kominn hingaö til lands í heim- sókn forsœtisrábherra og ferbast mest um Vestfirbi: Snjóflóbasvæbin verba heimsótt Lögmaður Færeyja, Edmund Joensen, og kona hans Edfríb, komu til Reykjavíkur í gærdag í bobi Davíbs Oddssonar for- sætisrábherra. Meb í för er Sá- mal Petur í Grund, samgöngu- rábherra færeysku lands- stjómarinnar. I ferb sinni hingab heimsækja þau mebal annars Súbavík og Flateyri, en eins og kunnugt er gáfu Fær- eyingar rausnarlegar gjafir til íbúanna á þeim stöbum, þegar snjóflóbin urbu þar. Halldór Blöndal verður fylgdarmabur gestanna í Vestfjarbaförbinni. Eftir ab gestirnir höfbu komiö sér fyrir á Hótel Sögu í gærdag, var haldið aö stjórnarráöshús- inu við Lækjartorg, þar sem viö- ræöur fóru fram milli Davíös Oddssonar, Halldórs Blöndal, samgönguráðherra, og gestanna frá Færeyjum. Að loknum klukkutíma fundi þeirra var haldinn blaðamannafundur. í gærkvöldi buðu forsætisráð- herra og kona hans, Ástríður Thorarensen, til kvöldverðar á Hótel Sögu. í dag munu færeysku gestirnir fljúga til Flateyrar og fara þaðan til Þingeyrar, Ísafjarðar, Vigurs, Súðavíkur og Bolungarvíkur. Á morgun veröur haldið frá ísafirði til Patreksfjarðar, Látra- bjarg skoðað og farið í siglingu um Breiðafjarðareyjar og haldið til Stykkishólms. Þaðan liggur leiðin aftur til Reykjavíkur. Fær- eyski lögmaðurinn og fylgdar- lið, heldur aftur til Þórshafnar kl. 18.35 á morgun. -JBP Halldór Ásgrímsson, utanríkisrábherra: Ekkert liggur fyrir um hvort unnt er að koma hvalaafurðum í verð Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisrábherra sagbi á al- mennum fundi á Seltjarnar- nesi á mánudagskvöld ab í sjálfu sér væri hægt ab hefja hvalveiðar strax á morgun. Til þess heföum vib allt sem til þarf. En málib væri ekki alveg svo einfalt. Þab þyrfti ab koma afurbunum í verb og ekkert lægi fyrir um ab þaö væri hægt. Halldór sagði að þrátt fyrir að afstaöa sumra ríkja og hópa hafi breyst nokkuð í garð hval- veiða þá sé mikil andstaða engu að síður enn við þær. Ekkert liggi fyrir um að unnt verði að selja hvalaafurðir til Japans en um slíkt hafi verið samið á sínum tíma meö milli- ríkjasamningum við Bandarík- in og Japan. Við getum ekki vænst þess að koma þessum afurðum á erlenda markaði nú án pólitískra samninga við viðkomandi ríki. Halldór sagði varhugavert að hefja hvalveið- ar við þær aðstæður að verða ef til vill að selja afurðirnar á innlendan markaö eða éta þær sjálfir eins og hann komast að orði og eitthvað myndi heyr- ast frá forsvarsmönnum land- búnaðar ef fylla ætti kjötmark- aðinn með hvalkjöti. Halldór sagði að af þessum sökum væri ekki hægt að segja til um hvort eða hvenær unnt yrði að hefja hvalveiðar að nýju hér við land. -Þl Sjá einnig bls. 5 Frá komu fcereyska forsœtisrábherrans á Reykjavíkurflugvelli í gœr. Hér er hann ásamt Davíb Oddssyni og Ástríbi Thorarensen. Tímamynd: GS Cóbœrib vandfundib á atvinnuleysiskrám vinnumiblana þar sem fólki fjölgabi í apríl: Atvinnulausum fjölgabi í staö þess aö fækka í apríl Fólki á atvinnuleysisskrám fjölgabi um rúmlega 200 manns milli mars og apríl, í 5,1% af mannafla, í stab þess ab fækka um 500-1.200 manns eins og Vinnumála- skrifstofa félagsmálarábu- neytisins spábi um mibjan apríl. Hún hafbi spáb 4,1% til 4,6% atvinnuleysi í aprílmánuði. Fara verður áratug aftur í tím- ann til að finna dæmi um vax- andi atvinnuleysi milli mars og apríl. Síðustu tíu árin hefur það þvert á móti minnkað um 12% ab meöaltali milli þessara mán- aða. Að mati Vinnumálaskrif- stofunnar skýrist fjölgun at- vinnulausra nú fyrst og fremst af verulega minni afla, einkum botnfiskafla, rækju og loðnu. Skráð atvinnuleysi samsvarar rösklega 6.600 manns án vinnu allan aprílmánuð, þ.a. 3.100 karlar (4,1%) og 3.500 konur (6,5%). Um 66% allra atvinnulausra (4.400 manns) eru á höfuð- borgarsvæðinu. Hlutfallslega fleiri eru þar án vinnu en í nokkrum öðrum landshluta, eða 5,7% borið saman við 4,2% að meðaltali á landsbyggðinni (minnst 0,9% á Vestfjörðum og mest 4,9% á Suðurnesjum og Vesturlandi). Fjölgun atvinnu- lausra milli mánaða er fyrst og fremst meðal kvenna, um 5%. Vinnulausum konum fjölgaði verulega á Suðurnesjum (úr 6,7% í 8,8%) og einnig nokkuð á Nl.vestra, Vesturlandi og á Reykjavíkursvæðinu, en fækk- aði á nokkuð á Suðurlandi. Vinnulausum körlum fjölgaði einnig töluvert á Suðurnesjum og Austurlandi, en fækkaði heldur á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Lítið virðist enn glitta í góð- ærið á atvinnuleysiskránum í apríllok. Hátt í 7.000 manns voru þá á skrá, eða ennþá fleiri en ab meðaltali í mánuðinum. Fjölgunin var öll í hópi kvenna, sem nú nálguðust 3.900 á atvinnuleysiskrám og hafði fjölgað um 350 frá með- altali aprílmánaðar. Vinnumálaskrifstofan telur líklegt að atvinnulausum muni fækka nokkuð í maí og geti orðið 4,2% til 4,7% af mann- afla. Jón Baldvin verbur ekki meb í forsetalestinni, segist ekki vilja valdalaust forsetaembœtti. Jón Baldvin: Höfum ekki áhuga fyrir skrumi og persónuníöi Jón Baldvin Hannibalsson verður ekki í hópi forsetafram- bjóbenda. Hann tilkynnti ákvörbun sína í gærdag meb fréttatilkynningu ásamt þrett- án síbna grein, sem hann nefn- ir: Forsetakosningar: Um hvab? Jón Baldvin sagbi í samtali vib Tímann í gær ab hann hefði rætt málið við konu sína, Bryndísi Schram, og niðurstaðan væri þessi. Bryndís kom í fyrradag frá Cannes í Frakklandi þar sem hún sótti kvikmyndaráðstefnu á vegum Kvikmyndasjóðs. Jón Baldvin segist ekki hafa sóst eftir framboði. Enda væri forsetaembættið ab sínu mati þess eðlis að betur færi á að menn væru kvaddir til slíkrar þjónustu með sjálfvakinni sam- stöðu fólks, á breiðum grund- velli. Nákvæm könnun á viðhorfum kjósenda og fylgisvonum Jóns var gerð. Jón segir niðurstöður hans og Bryndísar meðal annars þær að embætti forseta sé „tákn- ræn tignarstaða" án sjálfstæðra valdheimilda, nema hugsanlega í neyðartilvikum, sem aldrei hafi reynt á. Stjórnmálamaður sem vill fylgja sannfæringu sinni geti ekki beitt formlegu valdi forseta, til dæmis með því að beita mál- skotsrétti til þjóðaratkvæða- greiðslu, öðru vísi en svo að lenda í átökum við ríkisstjórn og meirihluta þings. Slíkt samrým- ist ekki hefðbundu hlutverki for- seta sem sameiningartáks. „Stjórnmálamaður sem sest að á Bessastöðum, er þar með að setjast í helgan stein. Það er ótímabært í mínu tilviki," segir Jón Baldvin. Jón segir að margir samstarfs- manna sinna hafi latt sig og tal- ið starfskraftana nýtast betur við brýn verkefni á vettvangi stjórn- mála. Eins og Tíminn hefur greint frá, var gerð könnun á hugsan- legu fylgi Jóns Baldvins. Hún leiddi í ljós um það bil 25% fylgi, einkum úr röðum kjósenda Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, í Reykjavík og á Reykjanesi. Þetta fylgi kom að stórum hluta frá yngstu kjósendunum. Jón segir að í sjálfu sér sé fylgi frambjóð- anda sem ekki hefur lýst yfir framboði ómarktækt. Hins vegar hefði snörp kosningabarátta get- að breytt ýmsu. En slík barátta þurfi ab snúast um málefni, eigi hugur ab fylgja máli. „Kosningar um valdalaust for- setaembætti snúast ekki um mál- efni og hafa tilhneigingu til að umhverfast í auglýsingaskrum og persónuníð. Vib höfum á hvomgu áhuga," segir Jón Bald- vin Hannibalsson. Margir hafa bent á ab Jón Baldvin og Bryndís mundu trauðla una sér vel í náttúmpar- adísinni á Álftanesi. Aðrir hafa bent á að Jón Baldvin sé þeirrar náttúru að vera „ástríðupólitík- us". Við spurðum hvort sú væri ástæðan að hann gefur ekki kost á sér. „Ætli það ekki," sagði Jón Baldvin stutt og laggott. Jón fór utan til Litháen í morgun. Þar verður hann heiðraður af stjórn- völdum og gata í Vilníus fær nafn hans. -JBP HREINLÆTISTÆKI • STÁLVASKAR STURTUKLEFAR • GÓLF- OG VEGGFLÍSAR SMIÐJUVEGUR 4A • GRÆN GATA 200 Kópavogur • Sími 58 71 885

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.