Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 4
4 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hugsab til vinaþjóbar Þessa dagana dvelst hér á landi í opinberri heirasókn Edmund Joensen lögmður Færeyinga. Hann er auð- fúsugestur. Færeyingar eru næstu nágrannar íslend- inga og milli þjóðanna hafa verið mikil og vaxandi samskipti og vinátta. Öllum er í fersku minni hinn mikli stuðningur sem þeir veittu þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og Súðavík. Lögmaður Færeyinga lýsti þeim hug sem að baki liggur með þeim orðum að þegar síkir atburðir gerðust væri sem þeir gerðust í eigin landi. Báðar þjóðirnar hafa lifað og starfað í návígi við náttúruna og náttúruöflin, báðar hafa lifað af því sem hafið og landið gefur. Djúp efnahagslægð hefur gengið yfir Færeyjar sem kunnugt er, en það er fagnaðarefni að nú virðist botninum vera náð og farið að rofa til á ný. Það um- rót í þjóðlífinu sem kreppan hefur haft í för meö sér er afar sársaukafullt. Ástæðurnar koma íslendingum ekki ókunnuglega fyrir, offjárfestingar sem svo lítið samfélag stóð ekki undir. Nú hillir undir bjartari tíð. Samvinna íslendinga og Færeyinga á sjávarútvegs- sviðinu hefur verið mikil og vaxandi. Færeyingar hafa ávallt haft samning um þorskveiðar hér við land og þjóðirnar hafa átt samleið í samningum um síld- veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. í þessum efnum hafa þjóðirnar sameiginlega hagsmuni því þær hafa framar öðru lífsviðurværi af sjávarútvegi. Báðar þjóðirnar þurfa að stuðla að aukinni samvinnu á norðurslóðum, m.a. um umhverfismál og skynsam- lega nýtingu auölinda, þar á meðal hvala og sela. Færeyingar og íslendingar hafa haft með sér far- sæla samvinnu í samgöngumálum um langt árabil, og algjör bylting varð á þessu sviði þegar tekið var upp ferjusamband milli landanna. Ferðir Smyrils á sínum tíma og nú ferjunnar Norrænu sem gengur til Seyðisfjarðar að sumarlagi mörkuðu þáttaskil í sam- skiptum þjóðanna, juku ferðalög á milli þeirra og treystu vináttuböndin. Þessi ferjurekstur hefur verið að meirihluta í eigu Færeyinga en samstarf íslend- inga og Færeyinga á þessu sviði hefur verið með miklum ágætum. Þarna er svið-sem þjóðirnar geta átt um árangursríka samvinnu ekki síður en á sviði sjáv- arútvegs. Fyrr á tíð stundaði mikill fjöldi Færeyinga sjó- mennsku hér við land á smábátum og af þessum þætti í atvinnulífi okkar er merk saga. Einkum var það fyrir Austurlandi sem þessi sjósókn átti sér stað. Sú tenging Færeyja við Austurland sem hefur átt sér stað nú í seinni tíð með ferjusamgöngunum er fram- hald af samskiptum nágrannanna þó á öðru sviði sé. Þegar hugsað er til Færeyja má ekki gleyma því stórmerkilega framlagi sem þessi litla eyþjóð hefur lagt til menningarmála og listsköpunar, ekki síst á sviði bókmennta og málaralistar. Hversdagslíf vinn- andi fólks á eyjunum hefur verið listamönnum upp- spretta hinna ágætustu verka á þessum sviðum sem þekkt eru langt út fyrir þeirra litla samfélag. Lögmanni Færeyja fylgir hlýhugur frá íslandi til færeysku þjóðarinnar þegar hann heldur heim eftir dvöl sína á íslandi. Sá hlýhugur er fölskvalaus og er sprottinn af sameiginlegri reynslu smáþjóða sem heyja sína lífsbaráttu í fangbrögðum við hafið. Föstudagur 24. maí 1996 Fagrar hugsjónir falar fyrir fé Nokkur ár eru liðin síðan hvalfriðunarsamtök risu hvað hæst og græddu hvað mest á baráttu fyrir friðun hvala. Síðan hefur leiðin legið hægt en ör- ugglega niður á við og hafa flest samtökin jafnt og þétt tapað félögum, tekjum og slagþunga. Segja má að eftir blómatímann hafi komið sívaxandi kreppa, samtök í líkingu við Sea Shepherd hafa spillt málstaðnum með barnalegri framkomu, of- beldi og skemmdarvetkum. Flett hefur verið ofan af óheiðarlegum vinnubrögðum Greenpeace, fölsunum og gróðastarfsemi. Mestan heiður af því að fletta ofan af samtökunum á Magnús Guð- mundsson kvikmyndagerðarmað- ur, sem háði nokkurs konar einmenningsstyrjöld gegn samtökunum og vinnubrögðum þeirra, lengst af með sáralítilli eða engri aðstoð íslenskra hagsmunaaðila. Fátt heilagt í áróbursstríbi Hann sýndi m.a. fram á að samtökunum var fátt heilagt í áróðursstríði sínu og þau þverbrutu hiklaust þau lögmál sem þau í orði kveðnu börð- ust fyrir. Tilgangurinn var fyrst og fremst að græða peninga. Einhvern veginn segir Garra svo hugur að peningamálin spili ennþá stóra rullu á hinu fjölbreytta leiksviði náttúruverndar, enda eru náttúruverndarsamtök jafn gróðavænlegur vettvangur fyrir framsýna bisnessmenn og hvaða vettvangur annar sem vera skal. Peningamálin ráða miklu Nýjustu fréttir frá Noregi ýta sannarlega undir þá skoðun að peningamálin ráði miklu í náttúruvernd- inni, en þar hafa samtökin World Wildlife Fund lagt hvalafriðun fyrir róða til að fá hlutdeild í arðinum af árlegri söfnun, sem staðið er fyrir í Noregi. Að þessu sinni verður arðinum af söfnuninni skipt milli fimm samtaka og eru World Wildlife Fund ein þeirra. Nokkur sveitarfélög í Noregi þar sem hvalveiðar em stundaðar hótuðu að sniðganga söfnunina, ef hvalverndarsinnum yrði veittur styrkurinn. Því sáu World Wildlife Fund sitt óvænna og tóku bann við hvalveiðum af stefnuskrá sinni. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á áherslur náttúru- verndarsamtaka, áherslur sem beinlínis eru kolrang- ar: baráttu fyrir verndun dýrastofna, sem hreint ekki eru í útrýmingarhættu, þegar sáralítil eða engin áhersla er lögð á verndun dýrategunda, sem eru í raunverulegri og jafnvel verulegri útrýmingarhættu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stefnu- breyting skuli vera orðin hjá samtökunum, en skemmtilegra hefði verið ef hún hefði komið til af öðrum ástæðum, sem ættu meira skylt við raunvem- lega náttúruvernd en þær er þarna lágu til grundvall- ar. Þessi stefnubreyting leiöir þó vonandi til þess að áherslur varðandi náttúruvernd fari að færast inn á þau svið þar sem raunveruleg þörf fyrir náttúru- vernd liggur, með minni áherslu á stórgróða og bis- ness. Garri GARRI Sigur hinnar pólitísku þagnar jón Baldvin. Það var aldeilis heppni og ekki seinna vænna að Jón Baldvin Hannibalsson áttaði sig á því að forsetaembættið væri kol- ómöguleg stofnun, sem endur- speglaði aumingjaskap Alþing- is við að taka á stjórnarskrár- málinu. Maðurinn var næstum því kominn í framboð til þessa kolómögulega embættis, þegar þessari hugljómun laust niður hjá honum í kjölfar þess aö hann tók að velta fyrir sér með hvaða hætti og hvaða rökum hann gæti tekist á við Ólaf Ragnar Grímsson á rauðljósa- málfundum vítt og breitt um landið. Eflaust hefur það hjálpað Jóni Baldvini aö komast að þessari niðurstöðu um ómöguleika forsetaembættisins að útkom- an úr skoðanakönnuninni gaf heldur ekki til kynna að hann myndi ná að saxa niður hið gríðarlega forskot Ólafs Ragnars í skoðanakönn- unum. Jón Baldvin með stíl En Jón Baldvin er maður með stíl og skrifar heila greinargerð, sem er nú eitthvað annað en hinar litlausu tilkynningar sem aðrir ekki- frambjóðendur hafa látið frá sér fara. Og niður- staðan er sem sé sú að forsetaembættið sé eigin- lega valdalaus virðingarstaða þar sem forsetinn geti ekkert sagt af viti án þess að tefla stöðu sinni sem sameiningartákni í voða. Því muni kosningarnar snúast um mannkosti og mannvirðingar tiltekinna ein- staklinga en ekki málefni, og í slíkum slag sé lítið fútt. Ótrúlegt er að mörgum komi þessi greining á óvart, því umræða um einmitt þetta eðli kosn- ingabaráttunnar hefur verið á dagskrá í nokkra mánuði, þó hún virðist af einhverjum ástæðum hafa farið framhjá Jóni. Það dylst hins vegar engum, sem les greinar- gerð Jóns Baldvins, að henni er öðrum þræði ætlað að stilla Ólafi Ragnari upp við vegg, svæla stjórnmálamanninn Ólaf Ragnar út úr þagnar- bindindi forsetaframbjóðandans og fá hann til að gefa einhvers konar yfirlýsingar um hitt og þetta. En það hefur vakið mikla athygli hversu orðvar og gætinn í yfirlýsingum hinn fyrrum herskái stjórnmálaforingi hefur verið. Það er einkum á sviði utanríkismála sem Jón Baldvin sækir að Ólafi Ragnari. Bæði með því að stilla honum upp sem sérstökum vini ein- ræðisherra í útlöndum og afvopnunarsinna í al- þjóðlegum þingmannasamtökum, sem gangi í berhögg við utanríkisstefnu íslendinga og NATO, en afvopnun hefur ekki verið talin skyn- samleg öryggismálastefna hjá NATO-ríkjum. Það er síðan af augljósum stráksskap að Jón A víbavangi Ólafur Ragnar. Baldvin spyrðir meinta afvopnunarstefnu Ólafs saman við barnslegar yfirlýsingar annars fram- bjóðanda, Ástþórs Magnússonar hjá Friði 2000, sem vill auglýsa upp hugarfarsbreytingu í heim- inum þannig að menn hætti að vera vondir og hugsi um frið. Með því að setja Ólaf Ragnar og Ástþór undir sama hattinn er Jón Baldvin að gefa til kynna að alþjóðasambönd Ólafs séu þrátt fyrir allt ekki eins burðug og menn vilja vera láta. Lágmarksviöbrögö Greinargerð Jóns Baldvins er virðingarverð tilraun til þess að rjúfa hina pólitísku þögn Ól- afs. Það virðist þó ekki hafa tekist, því viðbrögð 70 prósent-frambjóðandans voru eins lítil og frekast var kostur. Hann vísar ásökunum um að þingmannasamtökin séu afvopnunarsamtök, sem vinni gegn stefnu NATO, einfaldlega á bug í stuttu máli og minnir á að þar hafi margir NATO-foringjar starfað. Hann harmar kurteis- lega vanþekkingu Jóns Baldvins á þingmanna- samtökunum alþjóðlegu og talar almennt og forsetalega um að þjóðin vilji að forsetinn sé boðberi friðar og lætur þar við sitja. Eftir það ríkir alger pólitísk þögn. Engar óþarfa melding- ar gagnvart Jóni og ekki orð um einræðisherr- ana í útlöndum og síst af öllu orð um Ástþór Magnússon. Og ef fram fer sem horfir, mun greinargerð Jóns Baldvins — greinargerðin sem krafðist pól- itískrar umræðu — lúta í lægra haldi fyrir hinni pólitísku þögn forsetaframbjóðandans með 70 prósentin. Sigur þagnarinnar er eflaust til marks um að þorri þjóðarinnar hefur einfald- lega engan áhuga á að fá svar við hinum pólit- ísku spurningum um embættið. Fólk vill bara frambærilegan frambjóðanda í þessa tignar- stöðu, óháð allri pólitík. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.