Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. maí 1996 11 Ögmundur Jónasson: Póstur og sími hf.? Nú þessa síðustu daga þingsins er til af- greiðslu frumvarp til laga sem breytir Pósti og síma í hlutafélag. Samgönguráðherra Halldór Blöndal hefur lýst því yfir ab hlutabréf fyrirtælcisins verði ekki seld í bráð. Engu að síður er ljóst að með þessari breytingu er verið ab stíga fyrsta skrefib að einkavæðingu stofnunarinnar. Hreinn Lofts- son, formaður framkvæmda- nefndar ríkisstjórnarinnar um einkavæöingu, lýsti þannig sinni skoðun á eftirfarandi hátt í viðtali við BSRB-tíðindi fyrir stuttu: „Sumir segja að rekstrarformið skipti öllu, en ekki eignarhaldið. Ég er ann- arrar skoðunar. Það er eignar- haldib sem skiptir öllu. Þetta eru aðskildar ákvarðanir í tíma. Það er í mörgum tilvik- um skynsamlegt að breyta rekstrarformi fyrirtækja fyrst og gera þau að góðri söluvöru áður en þau eru seld. Nokkur ár geta liðið þarna á milli. Menn eiga að hafa þetta í huga: Reynsla erlendra sér- fræbinga er eindregib sú að það sé einungis skynsamlegt að breyta ríkisfyrirtæki í hluta- félag sé ætlunin að selja það. Hlutafélagavæbingin er bara fyrsta skrefið að mínu áliti." Einkavæðing póst- og síma- þjónustu hefur víðast hvar verið framkvæmd með þeirri aðferð að telja fólki trú um að ekki standi til að selja viðkom- andi stofnun. Síðan líða fáein misseri, í besta falli nokkur ár, og þá er búið að selja. Aröurinn til BNA í haust fór hópur þing- manna til Noregs og Dan- merkur að kynna sér hlutafé- lög sem þar hefur verið komiö á fót. í Danmörku kom í ljós að hlutabréf danska símans voru á markaði, en af hagnaði fyrirtækisins, sem þingmönn- um var tjáð að hefði árið áður numið rúmum tíu milljörö- um, fóru um þrír til fjórir milljarðar til Bandaríkja Norð- ur-Ameríku, því þangað höfbu yfir þrjátíu prósent hlutabréfa verið seld. Norðmenn voru síðastliðið haust enn á því stigi að fullvissa menn um ab Áskorun til kjósenda Fram- sóknarflokksins hlutabréf í norska símanum yrðu ekki seld. Um þessar mundir er hins vegar verið að undirbúa sölu á bréfunum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, svo menn láti ekki blekkjast af yfirlýsingum um að hlutabréfin í Pósti og síma hf. verði ekki seld. Vandinn við þessa umræðu er margþættur. I fyrsta lagi er umræban afar takmörkuð. Þannig eru engir umræðu- þættir í sjónvarpi, þótt um sé að tefla almannastofnun meb tæpa 15 milljarða í eigið fé; stofnun sem gegnir mjög mik- ilvægu samfélagslegu hlut verki. Þess vegna komast ráða- menn upp með að fara með endalausa rökleysu í málflutn- ingi sínum, því þeir þurfa aldr- ei að standa fyrir máli sínu. Þokukenndur málflutningur Þá sjaldan þess gerist þörf, eru gefnar óljósar þokukennd- ar yfirlýsingar í þá veru að tækninni fleygi fram og þess vegna þurfi annað rekstrar- form, viðskiptaumhverfib taki breytingum og kalli á hlutafé- lagavæðingu, þörf sé á skjót- um ákvörðunum og viðbrögð- um í heimi viðskiptanna, slíkt sé aðeins á færi einkafyrir- tækja, ríkisfyrirtæki geti ekki tekið þátt í viðskiptum, ríkis- fyrirtæki megi jafnvel ekki eiga hlutafé í öðrum fyrirtækj- um, hvað þá dótturfyrirtæki, Samkeppnisrábi sé þetta fyrir- komulag ekki að skapi, EES eða Evrópusambandið kalli á breytingar og þannig mætti áfram telja. Engin af þessum fullyrðingum á við rök að styðjast. Engin. En alla þessa þætti þarf að skoða og ræða, hvern og einn einasta, menn þurfa ab færa fram staðreyndir og rök. Þab er út í hött að ákvörðun verði tekin í þessu máli af hálfu rík- isstjórnar, án þess að fram fari rækileg umræða um þetta í þjóðfélaginu. Ég leyfi mér að fullyrða að hugmyndir um að einkavæða Póst og síma eru af pólitískum rótum runnar og tengjast að auki fjárhagslegum hagsmunum. Póstur og sími skilar á annan milljarb í ríkis- sjóð á ári hverju, en tekur ekki einn eyri þaðan. Þegar búið verður ab selja hlutaféð renn- ur arðurinn að sjálfsögbu til eigendanna. Skattlagning myndi skila sér í samneysluna, en þar yrði aðeins um að ræða brot af því sem nú skilar sér í ríkissjób, í besta falli tvö til þrjú hundruö milljónir. Slæmt fyrir strjálbýliö Raunveruleg ástæða er til að ætla að markaðsvæðing Pósts VETVANGUfT „Einkavœðing póst- og símaþjónustn hef- ur víðast hvar verið framkvæmd með þeirri aðferð að telja fólki trú um að ekki standi til að selja viðkomandi stofnun. Síðan líða fáein misseri, í hesta falli nokkur ár, og þá er búið að selja." og síma muni hafa slæmar af- leiðingar í för með sér fyrir strjálbyggðar sveitir þegar fram líða stundir. Einhver kynni að segja að markaðs- væðingarhugsunin, sem rekin er af Verslunarráði íslands, sí- kærandi og -kvartandi yfir brotum á samkeppnislögum, muni hefja innreið sína hvort sem Póstur og sími verði gerð- ur að hlutafélagi eður ei, með kröfu um að stofnunin verði bútuð niöur í smáar sam- keppniseiningar og að slíkt muni koma landsbyggöinni illa. Nokkuð kann að vera til í þessu, ef Samkeppnisstofnun tekur ekki upp önnur og víð- sýnni vinnubrögð en stunduð hafa verið þar á bæ, því þessi íslenski eftirlitsaðili gengur oft á tíbum undarlega hart fram í kröfum um markaðsvæðingu samfélagsþjónustunnar. Þetta er hins vegar spurning um þær forsendur sem Samkeppnis- stofnun starfar samkvæmt og þeim er hægt ab breyta. Hitt stendur óhaggað ab einkavæð- ing Pósts og síma mun, eins og alls staðar annars staðar þar sem farið hefur verið út á þessa braut, leiða til þess að eigendur hlutafjárins reyna að ná fram hámarksgróða með sem minnstum tilkostnaði. Þessu hafa handhafar al- mannahagsmuna reynt að mæta í þeim löndum þar sem einokunarfyrirtæki og samfé- lagsþjónusta hefur verið einkavædd með opinberu eft- irliti. Sá iðnaður, sem dafnað hefur mest í Bretlandi á valda- tíma Thatchers og Majors, er eftirlitsiðnaðurinn: risastórar stofnanir í sovéskum stíl, sem hafa þab hlutverk að fylgjast með fyrirtækjum á borð við breska símann, hinar einka- væddu vatnsveitur, rafmagns- veitur og þar fram eftir götun- um. í Bretlandi eru nú tvö stór símafyrirtæki sem keppa og hinn önnum kafni notandi kynnist þeim á götuhornum Lundúna, með símkortið sem passar í annað kerfið en ekki hitt. Þetta á að vera svo gott fyrir samkeppnina og verðlag- ið. En hver skyldi vera til- kostnaðurinn við þessa sam- keppni; hvað skyldi eftirlitið kosta? Sönnunarbyröin hjá samgönguráöherra Nú er umhugsunarefnið þetta: Fram hefur komið að símaþjónusta hér innanlands er sú ódýrasta og jafnframt einhver sú besta í heiminum. Jafnframt er staðreyndin sú ab Póstur og sími hefur skilab í ríkissjóð miklum fjármunum, á annan milljarð króna á hverju ári. Sönnunarbyrðin fyrir breytingum hlýtur því að hvíla hjá þeim sem nú vilja gera grundvallarbreytingar á skipulags- og eignarhalds- formi stofnunarinnar. Sönn- unarbyrðin hvílir á Halldóri Blöndal samgönguráðherra, sem nú gengur fram fyrir skjöldu. Ekki dugir að slá fram óljós- um alhæfingum, heldur verða menn ab færa stabgób rök fyr- ir máli sínu, því óneitanlega vakna spurningar um það hvort enn ein einkavinavæð- ingin og sú stórbrotnasta standi fyrir dyrum. Bæði for- maður einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar og fjármála- ráðherra hafa lýst því yfir, að þeir líti á hlutafélagavæðingu sem fyrsta skref í átt til sölu og einkavæðingar á ríkiseignum. Þau fyrirtæki, sem best væru í stakk búin til að ná eignar- haldi á þeirri gullkú sem Póst- ur og sími er, hafa í daglegu tali verið kennd við kolkrabba og menn hljóta að spyrja sig hvort einkavæöing Pósts og síma muni leiða til enn meiri samþjöppunar á fjármagni og valdi í íslensku þjóðfélagi en verið hefur og þykir þó flest- um ekki á bætandi. Hvers vegna sagöi enginn neitt? Og þá er komið að áskorun- inni til kjósenda Framsóknar- flokksins. Ég legg til að þið takið þingmenn ykkar tali og óskið eftir ab heyra rök þeirra fyrir því að fara að vilja sam- starfsflokksins í ríkisstjórn í þessu efni. Mér finnst ekki úr vegi að benda á að nákvæm- lega svona hefur einkavæðing- in verib framkvæmd í öðrum löndum. Fámenn sveit harbs- víraðra frjálshyggjumanna og fjársterkra hagsmunaaðila hef- ur talið hófsamari stjórnmála- menn á að „nauðsyn beri til að breyta rekstrarformi", ekki standi til að selja, og svo fylgir öll alhæfingasúpan. Þegar upp er staðið -situr svo skattborgar- inn og notandinn eftir með sárt ennið og spyr: Hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna sagði enginn neitt? Höfundur er alþingismaöur og formaöur BSRB. Knútur Þorsteinsson Knútur Þorsteinsson, fv. skóla- stjóri, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. maí, rúmlega áttatíu og níu ára. Hann var fæddur að Úlfsstöð- um í Loðmundarfirði 12. maí 1907. Foreldrar hans vom Þor- steinn Jónsson bóndi og kona hans Sigríður Valtýsdóttir frá Nesi í sömu sveit. Á uppvaxtar- árum Knúts í Loðmundarfirði var þar blómleg byggð sem nú eru eyðijarðir. Knútur stundaði nám í Álþýðuskólanum á Eið- um 1927-1928. Fór síðan til Noregs á kennaranámskeið í Bergen og nam í lýðháskólan- um á Voss 1930. Þá var þar skólastjóri hinn kunni skóla- maður Lars Eskeland, en hann var bróðir Lars Sewerin Eske- land skólastjóra á Storð, föður Ivars Eskeland, fyrsta forstjóra t MINNING Norræna hússins í Reykjavík. Samgöngur og samskipti við Noreg voru löngum mikil frá Austfjörðum, þar sem Norð- menn stunduðu um árabil síld- veiðar og annan atvinnurekst- ur. Það var því eðlilegt að Aust- firðingar legðu leið sína til Nor- egs, eins og íslendingar hafa löngum gert að fornu og nýju. Eftir dvölina í Noregi tók Knútur kennarapróf 1931 frá Kennaraskóla íslands og hóf kennslu, fyrst á Fáskrúðsfirði og kenndi síðan víða, svo sem í Vestmannaeyjum, í Reykholts- dal í Borgarfirði, Sandgerði, Nes- kaupstað og Norðfjarðarhreppi og á Seyðisfirði. En árið 1948 varð hann skólastjóri barnaskól- ans á Höfn í Hornafirði og því starfi gegndi hann til ársins 1961, er hann fluttist til Reykja- víkur. Meðan Knútur dvaldist á Höfn hafði hann nokkur af- skipti af sveitarstjórnarmálum, sat í hreppsnefnd og var oddviti hennar í þrjú ár, en hrepps- nefndarmaður hafði hann einn- ig verið í heimasveit sinni, Lob- mundarfirði, í tvö ár. Eftir að Knútur fluttist til Reykjavíkur, starfaði hann um skeið í fjármálaeftirliti skóla, síðan í greiöslu- og bókhalds- deild menntamálaráðuneytisins sem fulltrúi til ársins 1977, en síðan sem lausráðinn sex ár í viðbót. Knútur var mikill eljumaður og allra manna vandvirkastur. Hann var maður hógvær, glaö- vær og yfirlætislaus, ágætlega hagmæltur og birtust vísur hans og kvæði í bókinni Aldrei gleymist Austurland og einnig í blöðum og tímaritum. Knútur var vel máli farinn og með skemmtilegustu ræðumönnum í samkvæmum. Meðal sam- starfsmanna sinna naut hann trausts og vináttu. Hann hafði mikla reynslu sem kennari og skólastjóri og skildi nauðsyn þess ab þjónustuhlutverk menntamálaráðuneytisins við skólastarfiö í landinu væri vel af hendi leyst og að greiða bæri sem best götu viðskiptavin- anna, ekki síst þeirra sem fjarri bjuggu. Knútur kvæntist 5. desember 1948 Oddnýju Sveinsdóttur kennara frá Gilsárstekk í Breið- dal, og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Ósa mennta- skólakennari og sr. Jón Hag- baröur, sem um tíma var sókn- arprestur á Raufarhöfn, bæði búsett í Reykjavík. Hin síðustu æviár Knúts voru honum stundum nokkuð erfið heilsufarslega, en samt hygg ég aö hann hafi haft gaman af að lifa svo langan dag. Við hjónin sendum fjölskyld- unni samúðarkveðjur með þökk fyrir löng og gób kynni. Birgir Thorlacius

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.