Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. maí 1996 7 Ríkisendurskoöun fór ofan í flesta sauma í utanríkisráöuneyti Jóns Baldvins: Ánægöur með þessa einkunn Einhver starfsmabur frá ut- anríkisráöuneyti, en þeir eru rúmlega eitt hundraö tals- ins, er á förum til útlanda nánast alla virka daga árs- ins, samkvæmt úttekt sem Ríkisendurskoöun hefur gert. Áriö 1995 voru famar 226 feröir starfsmanna úr ráöuneytinu til erlendra áfangastaöa, en auk þess 48 feröir af ýmsum aöilum ut- an ráöuneytis, en á vegum þess. Ríkisendurskoöun gagnrýnir þetta og segir ráöuneytiö veröa aö marka stefnu og vinna aö áætlana- gerö um þennan kostnaöar- þátt, ekki síst þar sem ráöu- neytiö býst viö aö alþjóöa- væöing kalli á aukin feröa- lög í framtíöinni. Ekki ástæöa til aö gleöjast fyrir Jón Baldvin Tilefni þessarar skoðunar á ráðuneytinu er leibari í DV haustið 1994 þar sem Jónas Kristjánsson ritstjóri efast um starfshæfni utanríkisráðu- neytis Jóns Baldvins og beinir einkum spjótum ab starfs- mannaráðningum. Jón Bald- vin Hannibalsson fór þess þá á leit við Ríkisendurskoðun að fram færi stjórnsýsluendur- skoðun á ýmsum verkum ráðuneytisins. Jónas Kristjánsson ritstjóri, sem meb skrifum sínum hleypti af stað stjórnsýsluend- urskoðun — án efa meinhollri aðgerð — fjallaði um málið í leiðara í gær. Hann hvikar ekki frá fyrri skoðun sinni og segir hvort tveggja hafa reynst rétt sem haldið var fram í blaðinu, starfshættir rábu- neytisins hafi verið losaralegir og versnað í rábherratíð Jóns Baldvins. Jónas kafar enn dýpra en Ríkisendurskoðun í leiðaran- um, meðal annars varðandi staðsetningu sendirába, sem sé sumpart sagnfræðileg, sum- part tilviljanakennd. í samtali við Tímann í gær sagði Jónas: „Ég sé nú ekki ástæðu fyrir Jón Baldvin ab vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Mér finnst að ef sex af fjórtán embættisráðn- ingum koma frá ráðherra, þá sé hann orðinn afskiptasamari um það en aörir ráðherrar á undan honum. Frumkvæðið kemur mest frá ráðuneytis- stjóra nema um sé að ræða pólitíska skipun í sendiherra- embætti, sem hefur tíðkast í gegnum tíðina," sagbi Jónas Kristjánsson. Endurskoðunin varð viða- meiri en ráðherra hafði farið fram á og tók til nánast allra þátta í starfsemi utanríkis- þjónustunnar. Ekki er að finna stórfellda gagnrýni á mannaráðningar Jóns Baldvins í stóli utanríkis- ráðherra í skýrslunni, nema vandlega sé lesið á milli lín- anna. Jón Baldvín ánægöur Jón Baldvin segir að hann geti ekki annað en verið ánægður með þá einkunn sem stjórn hans á utanríkisráðu- neyti í 7 ár fái í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Það eigi við Utanríkisrábuneytib. jón Baldvin Hannibalsson. um fjármálastjórn, kostnaðar- þróun, fylgni við fjárlög, að- haldssemi í rekstri og sérstak- lega starfsmannaráðningarn- ar. „Lengst af ríkti ráðning- ar"frysting" á þessum tíma. Það er athyglisvert að öll þessi 7 ár voru ekki ráðnir nema 5 nýir embættismenn í stað þeirra sem létu af störfum, en á tveimur árum í tíð forvera minna voru ráðnir tólf," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í gær. Jón Baldvin segir að störfin hafi verið auglýst, fram hafi farið hæfnismat og flokkun og sama máli hafi gegnt um stöðuhækkanir. Á sínum tíma varð talsvert fjaörafok vegna ráðningar Jak- obs Magnússonar sem menn- ingarfulltrúa í London og síð- ar sem afleysingarsendiherra þar í borg, einnig vegna skip- unar Eiðs Gubnasonar um- hverfisrábherra í stöðu sendi- herra í Ósló. Og ennfremur þegar Ingimundur Sigfússon, áður forstjóri í Heklu, var skip- aður í stöðu sendiherra í Bonn. „Ég skipaði 10 sendiherra á þessum árum. Fimm voru embættismenn, þrír stjóm- málamenn, einn sérfræðingur í utanríkis- og öryggismálum, og einn var sóttur í atvinnulíf- ið. Það er sérstaklega að því vikið með jákvæðum hætti í skýrslunni að í einu tilvikinu var sendiherra skipaður tíma- bundið til fjögurra ára," sagði Jón Baldvin. Fámenni, en góöur árangur Jón Baldvin segir ráðuneytib hafa tekið algjörum stakka- skiptum á þessum árum hvað verksvið varðar. Meðal annars hafi utanríkisviðskipti færst frá viðskiptaráðuneyti til ut- anríkisrábuneytis. Verkefni EFTA jukust stórlega. Samn- ingalotur vegna EES stóðu í 4 ár og Uruguay-lotan í áhlaup- um frá 1989 til 1995. Þetta hafi verið langsamlega vanda- sömustu og vibamestu verk- efni sem utanríkisþjónustan hafi fengist við. „Niöurstaðan er sú að þótt fáir menn hafi sinnt þessum störfum, sem em mjög bund- in sérfræðiþekkingu, þá var samningsárangur okkar að allra mati fyrsta flokks. Ég legg áherslu á það að þetta mæddi á mjög fáum, kannski innan við tíu manns, þegar sam- starfsþjóðir okkar í EFTA höfðu á að skipa hundruðum embættismanna. Þetta var prófsteinninn á getu ráðu- neytisins til að valda viða- miklum verkefnum, samning- um við mesta efnahagsstór- veldi heims. Niðurstaðan er að þeir bestu í utanríkisþjón- ustunni em jafnokar þeirra sem mest skara fram úr meb grannþjóðum okkar," sagbi Jón Baldvin. Ríkisendurskoöun yfirsást reglur sem þegar höföu veriö settar Jón segir að ekkert skipurit eða starfsreglur um starfs- jónas Krístjánsson. mannahald, flutningsskyldu og annað hafi verið til í rábu- neytinu 1988. Það hafi verið eitt hans fyrsta verk að taka á þessum málum og setja reglur um ýmis mál, sem Ríkisendur- skoðun geri nú tillögur um ab verbi tekin upp. Þar yfirsjáist Ríkisendurskobun að þessi skipan var í raun tekin upp ár- ið 1989 og eftir því farið síð- an. „Gagnlegast í þessari úttekt er að mínu mati ábendingin um þann mikla mun á starfs- kjömm milli þeirra, sem starfa heima í ráðuneyti, og hinna sem starfa erlendis. Ég er sam- mála því að þennan mun þarf að jafna, en það er ekki á valdi ráðherra eins, það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd og þingið og þarf að ræðast við starfsfólk. Það er rétt, á þessu þarf að taka," sagði Jón Bald- vin. Meðan stjórnsýsluúttektin var gerð setti Jón Baldvin fram eitt aðfinnsluatriði og skrifleg- ar ábendingar um annað. Mál hafi verið skoðuð betur í kjöl- farið, enda athugasemdir reynst réttmætar. Aðfinnslu- atriðið varðaði fjárhagsvanda Flugstöövar Leifs Eiríkssonar, mikinn fortíðarvanda. Fimm sinnum hefði hann sem ráð- herra flutt tillögur í ríkisstjórn um lausn málsins, en strand- að hefði á pólitískum ágrein- ingi milli sín og samgöngu- rábherra. Forsætisráðherra fékk ágreiningsmálið til úr- skurðar, eins og gerist þegar fagráðherra greinir á. En á þessu hefði ekki verið tekið þegar ríkisstjórnin fór frá, og ekkert gerst síðan. Vill frekar fjölga en fækka sendiráöum Meðal þess, sem gagnrýnt er í stjórnsýsluúttektinni, er ab yfirstjórn ráðuneytisins í Reykjavík hafi ekki með form- legum hætti gert starfsáætlan- ir fyrir ráðuneytið, sem taka mið af stefnumörkun ríkis- stjórnar og ráðherra á hverj- um tíma. Slík áætlun sé að mati Ríkisendurskoðnar best til þess fallin að tryggja há- marksárangur. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að styrkja forystuhlutverk sitt gagnvart sendiskrifstofunum og veita þeim skýrari fyrirmæli og að- hald. Ríkisendurskobun er ekkert á því ab fækka sendiráðum ís- lands erlendis, en þau eru 8 talsins og rekin með lágmarks mannafla. Við núverandi að- stæður sé í reynd mun auð- veldara að réttlæta fjölgun þeirra. Hins vegar þurfi að marka þeim skýrari stefnu varðandi verkefnaval og setja þeim starfsáætlun. í dag séu verkefnin of mikiö bundin vib persónulegar áherslur sendi- herranna. Fram kemur í skýrslunni ab vinna sendiráða fari um of í umsýslu í kringum innri mál- efni þeirra, t.d. samskipti vib utanríkisráðuneytið vegna rekstrarmála, starfsmanna- mála og fleira. Ekkert sé því til fyrirstöðu að auka rekstrarlegt sjálfstæði sendiskrifstofanna. Útgjöld ríkissjóðs af utanrík- isþjónustunni námu 948 milljónum króna árið 1994. Launakostnaður er um þab bil helmingur þessa fjár. Starfs- menn eru nánast jafnmargir hér heima og erlendis, 50 ytra og 57 heima. Laun starfs- manna erlendis í 8 sendiráð- um og 4 fastanefndum námu 296 milljónum króna, en hér heima 143 milljónum. Mebal- launagjöld erlendis virðast eftir þessu að dæma 5,9 millj- ónir, en hér heima um 2,5 milljónir króna. Óþarflega dýrir sendiherrabústaöir Ýmislegt fleira kemur fram í skýrslunni varðandi sendiráð íslands á erlendri grund: Sendiherrabústabir eru óþarflega stórir og dýrir í rekstri, viðhaldskostnaður mikill og þrátt fyrir það er sagt ab þeim hafi ekki verið haldið við sem skyldi. Risnuútgjöld sendiráða eru sögð stafa að umtalsverðum hluta af heimsóknum ís- lenskra stjórnmálamanna og embættismanna í sendiráðin. Þennan kostnaö telur Ríkis- endurskoðun að mætti lækka. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.