Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 2
2 ' Rjstudagur24. nfaí 1996 Tíminn spyr... Teluröu a& stefna beri a& sam- einingu samtaka launafólks? Eiríkur Jónsson forma&ur KÍ: „Ég held að menn eigi að fylgja eftir þessari samvinnu sem átt hef- ur sér stað meðal stéttarfélaganna og hefja þessa umræðu. Síðan eiga menn að taka ákvörðun um það hvort um sameiningu yrði að ræða. Grundvallaratriðið í þessu er að menn fari í gegn um umræðuna og meti síðan stöðuna í framhaldi af því. Af þeim sökum tel ég aö eðli- legt að menn eigi að ræða opinskátt um kosti þess og galla og taka síðan afstöðu til þess hvort sammni sé raunhæfasti kosturinn eða eitthvað annað." Birgir Björn Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri BHMR: „Ég held að samtök launamanna hafi raunverulega alltaf þurft mikið á því að halda að vera í nánu sam- ráði og samstarfi sín í milli. Það sem er að gerast núna varðandi öll rétt- indi launamanna og réttarstöðu stéttarfélaga á Alþingi er okkur sér- stakur hvati og áminning um það hvað þetta samstarf er nauðsynlegt. Ég skal hinsvegar ekkert segja til um þab hvort þetta samstarf muni leiða til samruna. Aftur á móti er ég sannfærður um að það muni leiða til nýrra vinnubragða á vinnumark- aði þar sem atvinnurekendur og ríkisvald munu mæta miklu sam- stilltari verkalýöshreyfingu en um langt skeið." Friðbert Traustason formaður SÍB: „Mér finnst sjálfsagt ab verka- lýðshreyfingin á almennum og op- inberum markaði hefji umræbu um að samræma lífeyris-, fæðingar- og veikindaréttindi og annað sem ekki er hreinlega lagabundið. Auk þess aö koma fram sameiginlega gagn- vart ríkisvaldinu. Sameining er hinsvegar eitthvað sem aðeins tím- inn mun leiða í ljós." Allt bendir til ab Ástþór Magnússon hjá Fribi 2000 verbi fimmti for- setaframbjóbandinn. Ástþór segir kosningabaráttuna skrítna: „Sækist ekki eftir baökeri á Bessastöðum" „Þa& er eins og fólk sé bara a& sækjast eftir feitu og góðu emb- ætti — og gó&u ba&keri á Bessa- stö&um. Mér finnst það skrítiö, ég mundi alls ekki sækjast eftir að komast í þetta ba&ker sem sýnt var í sjónvarpinu í gær, þótt ef- laust sé það prýðilegt. Ég mundi halda áfram a& búa í fer&atösku og vinna gagn fyrir land og þjó& í friðarmálunum, ég sækist ekki eftir baðkeri á Bessastöðum né ö&ru því sem þar er af muna&i," sagði Ástþór Magnússon stofn- andi Friðar 2000 í gær. Allar líkur benda nú til þess a& Ástþór verði fimmti maðurinn í forsetaslagn- um. „Það er ekkert víst á þessari stundu hvort ég fer í framboð. Ég er að reyna að fá þá frambjóðendur sem komið hafa fram til þess að vinna með okkur að friðarmálum. Helst hefði ég kosið að vera áfram í því að byggja upp mín samtök og staðið á bak vib einhvern góðan forseta sem hefði getað verið táknið fyrir ísland sem friðarland. Ef eng- inn þeirra hefur sýnt alvarlegan lit á að starfa með okkur á morgun, þá er allt tilbúið fyrir mig að ganga við í dómsmálaráðuneytinu og leggja fram meðmælendalistana," sagði Ástþór. Ástþór segir að það hafi ekki verið meiningin að fara í framboð. Hann hafi sent frambjóðendum bréf og bókina sína, en engin viðbrögð fengið. -JBP Hávamál skýrb í nýju Ijósi í bók, sem er þyngri en Símaskráin og var skrifub á 9 mánubum. Gubrún Kristín Magnúsdóttir: Fletti ofan af ýms um skýringum „Þessi bók á árei&anlega eftir a& valda fjaðrafoki, enda er aö finna í bókinni ádeilur á margt af því sem búið er a& kenna og inn- prenta fólki hér á landi í aldir, ég fletti þarna ofan af ýmsum skýr- ingum sem voru í gangi," segir Guðrún Kristín Magnúsdóttir, listakona. Hún hefur gefið út fima stóra bók, þykkari en síma- skrána, sem heitir Óðsmál, og skrifar undir rithöfundarnafninu Goþrún Dimmblá. Guðrún Kristín segir að erindi Hávamála við okkur, eigi við okkur endurfundi í þessari bók. Hún segir Ásatrúna djúp trúarbrögð, sem um margt beri saman við hindúisma. Þetta mikla ritverk varð til á 9 mánuðum hjá listiðjunni Freyju- kettir, sem Guðrún rekur að Skarp- héðinsgötu 2 í Reykjavík. Bókin er samin' jöfnum höndum á íslensku og ensku. Bókin er gefin út í 500 eintökum og fæst í betri bókabúð- um. ■ Gubrún Kristín Magnúsdóttir, myndlistarkona, rithöfundur og kvikmyndaleikari. Hún ferbast um ab hœtti Sniglanna. Ljósmynd jim Smart. Leiðrétting Þau mistök urðu í vinnslu blaðsins í gær að röng mynd birtist með frétt um að opna ætti Uxahryggjaveg fyrir hvítasunnu. Rétt mynd birtist hér en undir henni átti að standa: Eins og sjá má á myndinni var víða runnið úr veginum um Uxahryggi og vegurinn því nánast ófær. Vega- gerðin í Borgarnesi opnaði Uxa- hryggjaveg úr Lundarreykjadal að Kaldadalsvegamótum í gær (fyrra- dag). Kaldidalur er hins vegar ófær og verður næstu tvær vikur a.m.k. Tímamynd: T.Þ., Borganesi Sagt var... „The day after" í Eyjum... „Timburmennin voru ekkert svo óg- urleg á uppstigningardag, reyndar svo þolanleg ab hláturinn var aldrei langt undan. Það er nefnilega oft svo a& sé maður ekki illa fyrirkallabur eftir létt fyllerí getur „the day after" orðið ekki síðri en kvöldiö áður". Gubrún Kristjánsdóttir lýsir kryddinu í vel heppna&ri Vestmannaeyjaferb í HP. ... og DFB stemmning me& Göflurum „Eftir fáein rauðvínsglös leystist ein- kennileg orka úr læðingi og fyrr en varði vorum við komnar í DFB- tíma- bilið (djamm fyrir barneignir). Af stemmingunni ab dæma þarna um kvöldið má ætla að DEB-tímabilið (djamm eftir börn) sé í uppsiglingu // Sama Gubrún í sama bla&i. Seg&u þa& me& rósum ... „Ég ráblegg mönnum ab færa konu sinni Ossiana rós til að ná athygli. Það er með rósir eins og konur, það verður að meðhöndla hverja og eina á sérstakan hátt". Benny Sigur&ardóttir blómabóndi í Hverager&i í DV Lei&in ab íslensku vegabréfi ... „Ég bar mig upp við Einar Benedikts- son þegar hann var sendiherra í Par- ís. Hann lofa&i öllu fögru, en ekkert gerðist... Ég gafst samt ekki upp og fór á fund næsta sendiherra, Haralds Kröyers. Hann brást vi& fjjótt og vel og rá&færði sig vi& Birgi Isleif Gunn- arsson menntamálaráðherra, sem þá var staddur í París. Hannjofaði ab taka máli& upp heima á íslandi og stóð við orð sín. Gengið var frá öll- um formsatri&um á nokkrum vikum og að því loknu var íslenskt vegabréf gefið út handa Vilai". Tilvltnun HP í frásögn Errós af því hvernig honum tókst a& útvega tæ- lenskri sambýliskonu sinni íslenskan passa án þess a& ney&ast til a& giftast henni. Talnaspeki ... „Tívolíhúsiö, sem er í eigu Hvera- gerðisbæjar, er 6.000 fm a& flatar- máli en syðri hluti þess er um 3.000 fm." Frétt í Morgunbla&inu. Tjáningarfrelsíb ekki fyrir alla? „Auglýsendur telja það hluta af tján- ingarfrelsinu að geja nýtt sér öflugan fjölmibil eins og RÚV. Því þá að skerba tjáningarfrelsib me& því ab banna alfrið auglýsingar í RUV?" Spyr Markús Örn Antonsson fram- kvæmdastj. hljó&varps í Morgunblab- inu. Samstarf meirihlutaflokkanna í Hafnarfirbi var í fréttum Tímans um daginn. Greint var frá því ab hugur ýmissa krata stendur til þess ab slíta samstarfinu vib jóhann Bergþórsson og taka upp samstarf vib Alþýbubandalagib. í pottinum er því nú hvíslab ab einn höf- ubarkitektinn ab baki þessu hjá jcrötum sé enginn annar en Gubmundur Árni Stef- ánsson sem sagbur er hafa lítinn áhuga á þvf ab Alþýbuflokkurinn flækist inn í málaferli Jóhanns frekar en orbib er. Gubmundur er sag&ur vera búinn ab fá nóg af því ab vera bendla&ur vib spillingu og telji Ijóst ab enn ein spillingarumræð- an muni spilla fyrir Hafnarfjarðarkrötum, ef ekkert verbi ab gert. Þessi rök eru hins vegar sögb vera gild, óháb því hvort um raunverulega spillingu sé ab ræba eba ekki. Þab sé ímyndin og ásýndin sem skipti máli... • Þab heyrbist á ASÍ-þingi ab samstarfsörb- ugleikar hafi átt sér stab innan Flóa- bandalagsins svonefnda, verkalýbsfélag- anna á Faxaflóasvæ&inu. Þannig varfull- yrt ab Sigur&i T. Sigurðssyni formanni í Hlíf hafi ekki tekist, þrátt fyrir tilraunir í marggang, ab ná símasambandi vib koll- ega sinn, Halldór Björnsson formann Dagsbrúnar. Sigurbur vildi stilla saman strengi fyrir þingib. Þab mistókst... Ger&ar eru miklar si&fer&ilegar kröfur til hinna ýmsu forseta í dag. Á ASÍ-þingi var bent á ab hinn nýi forseti sambandsins, Grétar Þorsteinsson, væri gúddtemplar frá barnæsku, virkur mabur í hreyfingu templara og hefbi stjórnab bingóum þeirra meb mikilli reisn ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.