Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 8
i ' 8 Föstudagur 24. maí 1996 Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra: Bæklingur um fíkniefnamál Framtíb án fíknar nefnist bæklingur sem Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöis- og tryggingamálarábherra, hef- ur sent frá sér og fjallar um forvarnir gegn fíkniefnum. Er bæklingnum ætlab ab vera til upplýsingar um þær hættur, sem felast í neyslu fíkniefna, og einnig er fjall- ab um abstæbur er geta orb- ib kveikja þess ab fólk ánetj- ast þeim. Er efni bæklings- ins einkum beint til ung- menna, en einnig foreldra, forrábamanna og fjöl- skyldna þeirra. Bæklingur- inn er smekklegur og vand- lega unninn, auk þess sem efni hans er sett fram á skýr- an og einfaldan hátt. í aðfaraorbum bæklingsins segir Ingibjörg Pálmadóttir að við fermingu stígi unglingar mikilvægt skref til móts við framtíðina og fullorðinsárin. Þeir axli sífellt meiri ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Framtíðin sé þannig stöðugt meira kom- in undir ákvörðunum þeirra sjálfra. Síðan segir ráðherrann að ein afdrifaríkasta ákvörð- un, sem ungmenni geti tekið á þessum árum og varði fram- tíð þeirra, sé að hafna allri notkun vímuefna. Slík ákvörðun leggi tvímælalaust góðan grunn að farsælu lífi. í bæklingnum eru viðtöl við nokkur ungmenni, sem vakið hafa á sér athygli á sviði íþrótta og tónlistar. Má þar nefna Emilíönu Torrini söng- konu, Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamann og íþrótta- mann ársins 1996, Evu Jó- steinsdóttur, íslandsmeistara í borðtennis, Pál Óskar Hjálm- týsson tónlistarmann, Eið Smára Guðjohnsen, atvinnu- mann í knattspyrnu, og Ásdísi Pétursdóttir, íslandsmeistara í þolfimi. Sammerkt eiga þessi ungmenni það að hafa aldrei neytt fíkniefna. Þá eru einnig viðtöl við sex konur, sem allar gegna löggæslustörfum, og skýra þær frá reynslu sinni og hvetja ungmenni til þess að láta fíkniefni vera. í grein sem Einar Gylfi Jóns- son, forvarnarfulltrúi SÁÁ, rit- ar í bæklinginn segir hann meðal annars að flestir ung- Grillbursti m/fullum gaskút Grillsett Olís býður 3 tegundir af gasgrillum á tilboösverði. Þú velur grillið, við setjum það saman fyrir þig og ökum því heim til þín ásamt fullum gaskút. Við losum þig við gamla grillið í leiðinni. Líttu við á næstu Olísstöð og skoðaðu úrvalið á grill- Hamborgarakarfa iRtHHHtVn TllBOOl sumarvorum Grillsteinar ml einnota gaskút Griil yfirbreiðsla Fullur gaskútur fylgir hverju grilli Heimsending á griilum miili 16:00 og 18:00 alla daga nema sunnudaga. léttir þér lífið Hraustleg ungmenni prýöa forsíöu bœklings heilbrigöis- og trygginga- málaráöherra um fíkniefni. lingar virðist nota áfengi eða önnur vímuefni af þeirri ein- földu ástæðu að aðrir ungling- ar noti þau. Því finnist þeim freistandi að taka þátt í því sem aðrir séu að gera. Einar Gylfi segir að þessi þrýstingur sé þó oftast óbeinn. Ekki sé beinlínis verið að ýta fólki til þess að prófa þessi efni, held- ur velti unglingar því oftar fyrir sér hvort þeir eigi að prófa. Þannig finnist þeim þeir sjálfir hafa ákveðið að hefja neyslu, en geri sér ekki grein fyrir þeim óbeina þrýst- ingi sem þeir verði fyrir. Utgefandi bæklingsins er sem fyrr segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Rit- stjóri hans er Arnþrúður Karlsdóttir og Auglýsingastofa Ernst J. Backman annaðist hönnun útlits. -ÞI SÓÐASKAPUR - ELDHÆTTA Sýnum alhliöa tillitssemi í umferöinni! ux IFEROAR LOTT# VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN rturtirÖLUR I I I BONUSTOLUR ©@® ! Vinningar Fjöldi vinnlnga Vlnnings- upphmð 1. 6*« 1 44.470.000 r\ 5 af 6 £L4 BÚNUS 0 554.310 3. 5-6 2 105.610 4. 4-6 175 1.920 c 3-6 O. 4 BÓNUS Ciiuljlt.' ' bamtais: 630 220 809 45.710.000 Hcðdanrirmingsupphæö: Á ístand: 45.710.000 1240.130 Upplísingar um vinningstölur fást einrtig i símsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 80Q6511 og i textavarpi á siöu 453 225.1996

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.