Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. maí 1996
5
skapur í ánum yfir rannsókna-
tímabiliö. Síðustu ár hafa
einnig komið fram niðurstöð-
ur um, að árferði hafi mikil
áhrif á fjölda seiða og tíma-
setningu sjávargöngu þeirra
og þar með á veiði árin á eftir.
Hlífb vib stórlaxa
skilar árangri
Jónas Jónasson gerði hins
vegar góða grein fyrir erfða-
fræðilegum þáttum laxa og
benti á niðurstööur rannsókna
og athugana í Kollafjarðar-
stöðinni á þeim þætti, er varð-
ar sérstaklega hvernig megi
fjölga stórlöxum í íslenska
laxastofninum. Hlutfall laxa,
sem snúa aftur til hrygningar í
heimaá sína eftir tvö eða fleiri
ár í sjó, hefur farið minnkandi
á undanförnum árum.
Jónas benti á það, hvernig
unnt sé að fjölga stórlöxum,
þ.e. með því að nota stóra
hænga við klakið. Vöktu þess-
ar niðurstöður hjá Jónasi
mikla athygli og ánægju með-
al fundarmanna og víst er að
margir vilja að stórum hæng-
um verði framvegis frekar lífs
auðið út á þessa nýju vitn-
eskju vísindamanna.
Fundarstjóri á ársfundi
Veiðimálastofnunar var Vífill
Oddsson verkfræðingur, sem
er stjórnarformaður hennar.
Ársfundur Veiðimálastofn-
unar vegna ársins 1995 var
haldinn nýlega. Hann var
velsóttur m.a. af helstu for-
ráðamönnum veiðimála.
Fundurinn tengdist jafn-
framt formannafundi
Landssambands stangaveiði-
félaga, en þar er í forsvari
Jón G. Baldvinsson. Fundur
þeirra stangaveibimanna var
eftir hádegi sama dag og árs-
fundurinn, en hópurinn all-
ur snæddi saman í hádeg-
inu.
Á ársfundinum gerði Árni ís-
aksson veiðimálastjóri í gróf-
um dráttum grein fyrir starf-
seminni, en ítarlegt yfirlit um
hana kom fram í fréttabréfi
Veiðimálastofnunar, „Laxfisk-
ar", sem lagt var fram á fund-
inum. Guðmundur Bjarnason
landbúnaðarráðherra flutti at-
hyglisvert ávarp á fundinum
og sagði m.a. skemmtilega frá
kynnum sínum af þingeysk-
um veiðimönnum. Þá afhenti
ráðherra nokkrum ungum
mönnum verðlaun Veiðimála-
stofnunar fyrir góð skil á fisk-
merkjum, en þeir höfðu verið
dregnir út úr hópi slíkra skila-
manna. Þá veitti Jón G. Bald-
vinsson, formaður LS, nokkr-
um ungum mönnum verð-
laun fyrir góðan árangur í
fluguhnýtingum.
Umhverfisþættir
og sveiflur í laxa-
stofnum
Tveir forstöðumenn Veiði-
málastofnunar, þeir Sigurður
Guðjónsson, deildarstjóri
Vistfræðideildar, ogjónasjón-
asson, forstöðumaður Eldis-
deildar, fluttu erindi á fundin-
um. í erindi Sigurðar kom m.a.
fram, að miklar sveiflur væru í
Árni ísaksson veiöimálastjóri í rœöustói. T.h. Vífill Oddsson og Cuö-
mundur Bjarnason.
jón S. Baldvinsson afhendir Magnúsi Siguröarsyni, Selfossi, verölaun
fyrir góöan árangur í fluguhnýtingum.
laxveiði milli ára. Einungis
langtímarannsóknir gætu
svarað, hverjar orsakir þessara
sveiflna væru. í þeim tilgangi
hefðu farið fram umfangs-
miklar rannsóknir í Elliðaán-
um og í Vesturdalsá í Vopna-
firði á seiðaárgöngum í ánum,
gönguseiðafjölda og endur-
heimtum úr hafi. Rannsóknir
og athuganir hefðu leitt í ljós
að umhverfisþættir í sjó
skýrðu stærri hluta af stofn-
sveiflum hjá laxi en seiðabú-
Nokkrir fundarmanna. Á miöri
mynd má sjá f.v. Böövar Sig-
valdason, Braga Vagnsson, Karl
Ómar jónsson og Orra Vigfússon.
VEIÐIMAL
EINAR HANNESSON
Umhverfisþætt-
ir helsta skýring
sveiflna í veibi
Segir nú af stafkörlum í Hveragerði
Það er gjörsamlega og óumdeil-
anlega hafið yfir allan vafa, að
það fyrirbæri er ekki til, sem
kennt er við íþróttir og er ve-
sældarlegra en golf. Sé á annað
borð hægt að kalla golf íþrótt,
þá er hún íþrótt þeirra karlægu.
Þegar Gústaf Svíakonungur V.,
en hann spilaði tennis, var
hálfníræður, var hann spurður
hvort honum hefði aldrei
komið til hugar að leika golf.
„Nei, svo gamall er ég ekki,"
svaraði kóngur, vitandi það að
golf er langt fyrir neðan virð-
ingu annarra en þeirra, sem
hökta með annan fótinn í gröf-
inni.
Leikreglur golfs eru þær, að
menn ganga um sléttan gras-
völl og slá eða pota staf í litla
kúlu, í þeirri von að hún lendi
ofan í þar til gerðri holu. Kall-
ast leikmenn því stafkarlar eða
stafkerlingar, allt eftir kynferði
viðkomandi. En íþróttamenn
eru þeir ekki, hvorki karlkyns
né kvenkyns.
En að sama skapi og golf
krefst minni hreysti af iðkend-
um sínum en flestar aðrar
mannlegar athafnir, fyrir utan
kannski að hella sér kaffi í
bolla, þá útheimtir stafpot
þetta víðáttumeira landrými
en nokkuð það, sem með réttu
getur kallast íþrótt.
Því hafa golfarar víða lagst í
, landvinninga. Vill þá henda að
beitt sé fláræði og undir-
hyggfu, svo sem háttur er
þeirra er sýnast vilja sterkari en
efni standa til, hvort heldur er
til búks eöa sálar.
Nýjasta dæmi þessa á sér nú
stað austur í Hveragerði, eða
réttara sagt í Gufudal sem ligg-
ur norður af bænum. Þar telja
kúlupotarar sig eiga rétt til
lands undir leikvöll, enda hafa
þeir bréf upp á það frá ein-
hverri frímerkjasleikju í land-
búnaðarráðuneytinu. Sá er þó
hængur á, ab búskapur er á
landi því sem stafkarlarnir gera
kröfu til. Land þetta er bújörð í
SPJALL
Pjetur
Hafstein
Lárusson
eigu ríkisins, sem hefur leigt
það bændum til lífsviðurværis
allt frá því það komst í eigu
þess.
Þess sér hvergi stað í lögum,
að hægt sé að hrekja bændur af
jörðum, eins þótt leigujarðir
séu, til þess eins að karlægir
menn geti nýtt það undir
göngutúra, janfvel þótt kúla sé
með í för. Þess er og að geta, að
Hveragerði er í Ölfusinu, sem
er hluti af stærsta flatlendi
landsins. Er því með ólíkind-
um ab ekki megi finna stafkörl-
um þessum leikvöll, án þess að
svipta vinnandi fólk lífsaf-
komu þess. Og jafnvel þótt svo
væri, þá er hægur vandi ab
leysa þetta mál með því að láta
stafkarlana fá tölvuforrit með
golfspili. Tölvuleikir eru nú
einu sinni ætlaðir ómálga
börnum, karlægum gamal-
mennum og öðrum þeim sem
lítt eru til stórræða fallnir.
Það er skiljanlegt að land-
búnaðarráðuneytið blandist
inn í þetta mál, enda hefur það
umsjón með jarðeignum ríkis-
ins. Hitt væri þó nær réttu lagi
að það yrði til lykta leitt innan
heilbrigðisrábuneytisins, enda
vandséð ab fullhraustir menn
gerist meðlimir í golfklúbbum.
Þó skal tekið fram, að ég tel víst
að treysta megi landbúnaðar-
ráðherra í þessu máli. Ég trúi
því einfaldlega ekki að hann,
þingeyskt eðalmenni, láti flat-
lenska stafkarla hrekja bónda
af jörð sinni, til þess eins ab
þeir geti í krankleika sínum og
vesöld rölt á eftir kúlu milli
hola. ■
FÖSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
BROTIST TIL
LANDAUÐNAR
íslendingum hefur gengið hálf illa að
halda friðinn við landið sitt. Land-
námsbækur segja að landið hafi ver-
ib skógi vaxiö frá fjöru til fjalla fyrir
ellefu hundrub árum. Síðan hafi
menn og dýr gengib á skógana og
nú er svo komiö fyrir skóglendi ís-
lendinga að stærstu skógarnir eru í
húsagöröum Reykvíkinga.
En skógar landsins eru ekki einu
náttúruauðæfi íslendinga sem hafa
gengib til þurrðar. Ýmsar perlur
landsins hafa látiö undan síga fyrir
bæði mannkyni og bústofni á íslandi
og má þar telja bæði Raubhóla og
Dimmuborgir. Heilu flákunum á há-
lendinu er drekkt í uppistöðulónum
fyrir orkuverin.
Dýr merkurinnar hafa týnt tölunni
hvert á fætur öbru og þjóbin hefur
orðið að hlaupa í skörbin með upp-
stoppaða geirfugla frá Sotheby's í
Lundúnum. Hvítir haukar eru allir
seldir úr landi fyrir löngu. Og ekki
nóg meb þab:
Þegar mannskepnan og saubkind-
in stóbu loks yfir moldum trjágróð-
urs í landinu beindust sjónir þeirra
að mýrlendinu. Nú var tekib til
óspilltra málanna ab ræsa fram vot-
lendiö hvar sem til þess náðist og
heimili margra af frumbyggjum
landsins rústub í fullkomnu tilgangs-
leysi. Og til ab bíta höfuðiö af
skömminni var ríkissjóður látinn
greiba bændum stórfé fyrir ab má
fugla votlendisins út af íbúaskrá
landsins. Og ekki er öllu enn til skila
haldib:
Hafdjúpin hafa ekki orðib útundan
á leib íslensku þjóðarinnar til lan-
daubnar. Síld af Norburlandsstofni
hvarf eins og dögg fyrir sólu og fleiri
stofna biða sömu örlög. Sveitir
hausaveibara voru sendar til höfuðs
selnum Snorra vib strendur landsins
fyrir þrjátíu silfurpeninga. Skoltarnir
einir hirtir sem höfublebur og limlest
hræin skilin eftir börnum og hröfn-
um ab leik.
Hvalir voru skotnir nibur eins og
endur í skotbakka og búast má nú
vib frekari hvalavígum eftir skamma
grib. Og ekki má gleyma blessabri
skepnunni þorskinum. Reyndar er
þorskstofninn í gíslingu hjá nokkrum
útvegsmönnum landsins og því frek-
ar erlendur ríkisborgari í fiskveiðilög-
sögunni en samlandi þjóðarinnar.
Meb sama áframhaldi þarf þorskur-
inn ekki ab óttast ab hann kembi
hærurnar.
En sögur af nýjasta fantabragði
mannkynsins berast vestan af Breiba-
firbi. Þar hóta bændur ab skjóta sjálf-
an konung fuglanna nibur eins og
hvern annan umrenning, af því hann
gegnir kalli náttúrunnar og leitar ab
æti fyrir sig og sína. Nú er arnar-
stofninn á íslandi notaður til ab kúga
fé úr ríkissjóði eftir ab skógar eru allir
og votlendib.
Bændur hafa með rétti kvartab yfir
ab ímynd þeirra sé grátt leikin í frétt-
um. Þeirra bíba örugglega önnur sjö
ár mögur á gráa svæbinu á meban
nokkra þeirra klæjar í gikkfingurinn
við arnan/arp.
íslenski örninn þarf ekki ab bibja
nokkurn mann afsökunar á ab hann
sé til og allra síst að gjalda fyrir líf sitt
meb lífi sínu.