Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 1
% * *. *¦ NWREW/ÍZ/ 4 -8 farþega og hjólasíólabílar 5 00 CJB' 1C OO OO Mmáí STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Miðvikudagur 26. júní 118. tölublað 1996 Innflutningur vex, sérstak- lega á bílum, seglr Þjóö- hagsstofnun: Ýmis bata- merki, mikil eyðslusemi Innflutningur hefur vaxib stór- lega að undanförnu, Þjóbhags- storhun segir ab um sé ab ræba 19% meiri almennan innflutn- ing á föstu gengi fyrstu fjóra mánubi ársins en var sömu mánubi árib á undan. Þaö eru bílakaupin sem vega þyngst í innflutningnum, eba 50% upphæöarinnar. Innflutn- ingur matvara og drykkja hefur aukist um 21%. Gert er ráö fyrir aö vöruskiptajöfnuður verbi hag- stæbur um 3,6 milljarba króna í ár, samanborib vib 13,4 milljarba í fyrra. Atvinnuleysi er á niburleib, er nú 5,2% mannaflans fyrstu fimm mánubi ársins en var 6% í fyrra. Gert er ráb fyrir ab störfum fjölgi um 2,3% á þessu ári og ab at- vinnuleysi minnki enn. Vísbending um fjárhagslegan bata er aukin sements- og steypu- sala. Fyrstu fimm mánubi ársins jókst sementssala um 16%. -JBP Innlausn á spariskírteinum rík- issjóbs hjúlíog W.júlínk. Slegist um 17,3milljarða króna „Við erum að bjóða þarna fimm mismunandi flokka og þar af eru tveir flokkar, þ.e. 10 ára og 20 ára bréf sem veröa boðin í takmörk- uðu magni. Annarsvegar verða 20 ára bréfin boðin fyrir einn millj- arð króna og 10 ára bréf fyrir 2,5 milljarð," segir Pétur Kristinsson forstöðumaður Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa um útbob sem verður haldið í dag. Þann 1. júlí og 10. júlí nk. koma 17,3 milljarbar til innlausnar á spariskírteinum ríkissjóbs en mest- ur hlutinn kemur þó til innlausnar þann 10. júlí. Eins og margir hafa orbið varir við, þá hafa verbbréfa- fyrirtækin auglýst mikib ab undan- förnu þar sem eigendum spariskír- teina ríkissjóðs er boðið uppá ýmsa girnilega fjárfestingarkosti og m.a. tæplega 40% ávöxtun á einu ári ef ekki meira. Pétur vill ekki láta hafa neitt eftir sér um það hvort vextir muni hugs- anlega lækka í útboðinu sem fram fer í dag, að öðru leyti en því að það muni einfaldlega koma í ljós í út- boðinu hvaða tilboð markaðurinn muni gera í ríkisbréfin. Meðal fjármálamanna þykir það hinsvegar líklegt að markaðurinn sé reiðubúinn að greiða eitthvað lægri vexti af þeim bréfum þar sem eftir- spurn er meiri en framboðið. Sem dæmi um þab má nefna að í útboði ríkisbréfa þann 29. maí sl., eða nokkrum dögum eftir að búið var að tilkynna áðurnefnda innlausn, þá lækkuðu vextir á 20 ára bréfun- um frá því að vera 5,38% í 5,23%, eða um rúmlega 0,1%. -grh I \JIJLJ\J \J v/ I f f d V ly I Eitthvab um 500 krakkar, langmest unglingsstelpur, voru mœttar eldsnemma ígœrmorgun vib Skífuna i Kringlunni. Starísmenn áttu ímesta basltvib ab bjarga gleríramhlib búbarinnar, þvímikillþrýstingur varb af mannskapnum sem beibþess ab hitta gobib sitt, Damon Albarn úr hljómsveitinni frœgu, Blur, sem sat inni íbúbinni og áritabi grimmt, diska og Ijósmyndir, sem krakkarnir komu meb á stabinn. Damon dvaldi í klukkutíma á stabnum og átti síban fótum fjör ab launa þegar hann yfirgaf Kringluna. Myndirnar eru úr Kringlunni ígœr og lýsa vel látunum. Tímamyndir: ÞÖK Hvalfjaröargöng: Fyrst hugaö að kjara- samningi í febrúar í gær lá ekki fyrir hvenær ríkis- sáttasemjari mun boða samnings- aðila til fundar í kjaradeilu vegna Hvalfjarðaganganna, en reiknað er með að það verði í þessari viku. Ríkissáttasemjari var í gær á Höfn í Hornafirði með ríkissáttasemj- urum annarra Norðurlanda. Snær Karlsson hjá VMSÍ segir að að krafa starfsmanna um gerð sér- staks kjarasamnings vegna jarð- gangagerðarinnar hefði fyrst borib á góma í febrúar sl. eða áður en ljóst var hvort tækist að afla fjármagns til framkvæmdanna. Ástæðan fyrir þvi að menn tóku málið upp svo snemma við stéttarfélög sunnan heiða hefði m.a. helgast af reynslu þeirra sem unnu við gerð Vest- fjarðaganganna. En einhverra hluta vegna var aldrei gerður sérstakur kjarasamningur vib starfsmennina þegar þeir voru á félagssvæði vest- firskra verkalýðsfélaga, þrátt fyrir vilja starfsmanna. Snær segir að það sé í sjálfu sér nýmæli og raunar í samræmi við ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur að óska eftir því að ríkissáttasemjari komi að málinu þrátt fyrir að verka- lýðsfélögin hafi ekki boðað til að- gerða. En áður var það algengt að deilumál komu ekki til kasta ríkis- sáttasemjara fyrr en búið var ab boba til verkfalls. Hann segir að ágreiningurinn vib VSÍ, sem semur fyrir hönd Fossvirkis hf., sé einkum um launalib væntanlegs kjarasamn- ings, en stéttarfélögin hafa gert kröfu um 20%-25% álag ofan á taxtakaupið ásamt kröfu um starfs- aldurshækkanir. Hann segir ab full- trúar verkalýbsf élagana hefbu fund- að nýlega með starfsmönnum við jarbgangagerbina og gert þeim grein fyrir stöbu málsins. -grh Biskup sækir um lausn frá embætti Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sótti um lausn frá emb- ætti sínu meb eins og hálfs árs fyrirvara í setningarræbu sinni á Prestastefnu í gær. Ástæburnar sagði hann að nokkru leyti þær ásakanir sem hann hefur verið borinn að undanfömu og neikvæða umfjöllun sumra fjöl- miðla. í ræbu sinni ræddi biskup valdbeitingu eða áreitni sem væri eitthvert þab ógeðfelldasta og ógeðslegasta sem þjakaði mannlegt samfélag. Sagði biskup að oft á tíð- um væri kirkjunni vandi á hönd- um, en henni bæri að sinna kær- leikshlutverki sínu. Biskup sagbi mikilvægt að eftirmaður hans hefbi tvö ár til ab undirbúa 1000 ára af- mæli kristnitökunnar árib 2000. Ól- afur hefbi átt að fá lausn fyrir aldurs sakir áramótin 1998/99, en biður um lausn ári fyrr. -BfO Biskup Islands ¦ ¦ scekir um lausn frá embætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.