Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. júní 1996 Ingvar Gíslason: Forseti er einingartákn um rullveldi íslands Eg hef fylgst með forsetakosn- ingum allt frá árinu 1952. Ekki fæ ég séð að hinn sýni- legi bragur á kosningahríðinni nú sé verulega frábrugðinn því sem áður hefur verið. Á yfirborðinu er þetta allt ósköp líkt. Forsetakosn- ingar eru „persónulegar". Gengur varla á öðru en að eltast við per- sónugerð og einkahagi forseta- efna. Fer þá lítið fyrir málefnum. Þetta er bagalegt eins og komið er, því að tímarnir hafa breyst. Fyrr á árum var ekki mikill ágrein- ingur um völd og verksvið forseta íslands. Menn gáfu sér það, enda stutt af stjórnmálaöflum, að for- setaembættið væri upphafin tign- arstaða, einingartákn og friðar- stóll þjóðhöfðingjans, hins milda landsföður, sem flytti sertleg ávörp til þjóðar sinnar við hátíð- leg tækifæri, en væri annars af- skiptalítill og allt að því óvirkur í þjóðmálum. Helgimyndir Nú líta margir gagnrýnisaugum á þessa gljámynd af forsetanum. Maður furðar sig á sjálfum sér að hafa meðtekið svo flatneskju- lega hugmynd um þetta stjórnarskrár- bundna há- embætti og horft upp á það í einhverri móskuglætu áratugum sam- an. Þessi helgi- mynd af forset- anum verður ekki leidd af á k v æ ð u m stjórnarskrár- innar, enda eru þau ekki eins óskýr og stjórnmála- mönnum hef- ur þótt henta -------------------- að túlka þau, heldur líður forsetaembættið í þessu efni fyrir þá konungsróm- antík sem smekkurinn bauð að vefja um persðnu og hlutverk þjóðkjörins fulltrúa almanna- valds, sem síst var til stöðu sinnar kominn fyrir guðsnáð og erfðir. Það er að vísu ekkert hégóma- mál að forseti íslands sé virðuleg persóna og kunni sig á manna- mótum eftir tilefninu. Það er líka með vissu styrkur að því fyrir for- seta að hafa á heimilinu góðan maka, en hégómlegt er það eigi að síður að upphefja forsetaefni sérstaklega fyrir hjúskaparstétt sína eða makalán. Sama er að segja um ofurfjasið um áhrif for- seta á alþjóðamálefni og það gagn sem honum er ætlað að gera á viðskiptasviði. Til forseta verður tæpast valinn annar en sá, sem dugir vel til landkynningar og getur hagað svo orðum á útlensku að sómi sé að. Áherslu á kröfur af þessu tagi á hendur forsetaefni þarf ekki að reka með slíkri ákefð sem gert er. Viðvik af þessu tagi verða hverjum, sem til forseta velst, ljúf skylda. Hins vegar á að gera þá kröfu til forsetaefnis að það hafi skýran skilning á grundvallarhlutverki forsetaembættisins samkvæmt stjórnarskrá og geri kjósendum ljósa grein fyrir skoðun sinni í því efni. Þetta er meginkrafa eins og komið er, þegar ekki er einn skiln- ingur um efnisinntak þess tákns, sem forseti íslands hefur hingað til verið talinn vera. Það samein- ingartákn, sem forsetaefnin segja gjarnan forsetaembættið vera, hefur ekki lengur þá sjálfgefnu merkingu sem „Fyrr á árum var ekki mikill ágreiningur um völd og verksvið forseta íslands. Menn gáfu sér pað, enda stutt af stjórn- málaöflum, að forseta- embœttið vœri upphafin rignarstaða, einingar- tákn og friðarstóll pjóð- höfðingjans, hins milda landsfóður, sem flytti settleg ávörp við hátíðleg tækifœri, en voeri annars afskiptalítill og allt að pví óvirkur ípjóðmál- um." það hafði frá upphafi og fram eftir ár- um. Þá var for- setaembættið sameiningar- tákn um full- veldi íslenska lýðveldisins, óskerðanleik þess, trygga varðveislu þess og eflingu. Tímamót í janúar 1993 Ýmsir stjórn- málamenn og fræðimenn ------------------- hafa á síðari ár- um talið að skilgreining fullveldishugtaksins sé atvikum háð, það sé afstætt en ekki algilt að merkingu. Fullveldi getur samkvæmt þeirri kenningu verið eitt í dag og annað á morg- un. Þessi kenning hefur þegar náð þeim tökum á löggjafarvaldinu að fullveldisréttur íslenska ríkisins var umyrðalítið skertur stórlega í upphafi árs 1993 með lögfestingu samnings um Evrópskt efnahags- svæði, en þó ekki svo mjög, að mati meirihluta Alþingis, að það varðaði stjórnarskrárbreytingu né heldur að það væri tilefni þjóðar- atkvæðagreiðslu, t.a.m. á grund- velli 26. gr. stjórnarskrár fyrir at- beina forseta íslands né að settum lögum fyrir atbeina Alþingis sjálfs. Þarna urðu augljós tímamót í sögu íslands sem fullvalda ríkis frá 1918 og sjálfstæðs lýðveldis frá 1944. Ekki er um að villast hvað þessi tímamót fela í sér að svo komnu. Þau eru tákn um undanslátt í sjálfstæðismálum miðað við viðtekinn skilning fyrr á árum. En þau geta líka verið teikn á lofti um að lengra verði haldið á valdaafsalsbrautinni, þegar fram í sækir. Eftir stundar- bið og engan eilífðartíma kann „Éggeripá meginkröfu til forsetaembœttisins að pað sé einingartákn um að fullveldi íslands skerðist ekki, en eflist fyrir heil- brigða pjóðrœkni í stjórn- málum og framtak á sviði athafha- og menningarlífs. ... Ég treysti Guðrúnu Agnarsdóttur best tilpess að uppfylla pær kröfur sem éggeri til forseta ís- svo að fara um „sjálfstæði vort", að ísland verði það sem evrópsk- um landgreifadæmum og dala- lýðveldum þykir hæfa, að vera gerviríki á skrautlegum þjóðbún- VETTVANCUR „ Við purfum að geta val- ið okkur forseta sem pekk- ir völd sín samkvæmt stjórnarskrá, kann að beita peim og lætur ekki pólitíska vösólfa snúa upp á hendurnar á sér. Ég sé enga brýna pörfá að auka vóld forseta, en nauðsynlegt er að styrkja stöðu hans, svo að pau völd, sem hann hefur, verði ekki dregin íefa.... Einna brýnast er að losa forsetaembættið undan pvinguðum tengslum við forsætisráðuneytið ..." ingi sem sómir sér vel á bjórhátíð- um eða barnaskrúðgöngum á vegum Eurocontest Ltd. eða álíka panevrópskra menningarsam- taka, hvert svo sem nafnið verð- ur. Það er engin trygging fyrir því að Alþingi beri það undir þjóðar- atkvæði, ef og þegar það gerist að meirihluti þess vill sameinast Evr- ópusambandinu. Þegar þar að kemur er allt eins víst að afstæðis- kenningin um fullveldið hafi svo gagnsýrt viðhorf meirihlutans og sljóvgað svo viðnám almennings, að ráðandi öflum reynist leikur einn að fórna leifum fullveldisins á altari Evrópuhugsjónarinnar. Þeir sem treysta því að velmeintir fyrirvarar núverandi stjórnmála- foringja um þetta atriði hafi gildi, þegar fram líða stundir, kunna að verða fyrir vonbrigðum, ef þeim endist líf til að reyna slíkt á sjálf- um sér. Nauösyn aö styrkja stööu forseta gagnvart íhlutun annarra valdhafa En hvað sem líður hugleið- ingum af þessu tagi, er samt rétt aö minna á að enn er þess nokk- ur von að íslendingar geti valið sér forseta sem telur sig bund- inn hinum gamla skilningi á forsetaembættinu sem einingar- tákni, að í því felist trúnaður við óskerðanleik fullveldisins, varð- veisla þess, virkni þess í öllum greinum þjóðlífsins, atvinnu- málum, félagsmálum, jafnréttis- málum og menningarmálum. Við þurfum að geta valið okkur forseta sem þekkir völd sín sam- kvæmt. stjórnarskrá, kann að beita þeim og lætur ekki pólit- íska vösólfa snúa upp á hend- urnar á sér. Ég sé í sjálfu sér ekki brýna þörf á því að auka völd forseta, en nauðsynlegt er að styrkja stöðu hans, svo að þau völd, sem hann hefur, verði ekki dregin í efa. Einna brýnast er — enda ekki umfangsmikið, þótt það kosti stjórnarskrár- breytingu — að losa forsetaemb- ættið undan þvinguðum tengsl- um við forsætisráðuneytið, af- nema m.a. þá úreltu stjórnsýslu í framkvæmd að ráðuneytis- stjórinn í forsætisráðuneytinu sé jafnframt ríkisráðsritari fyrir atbeina og að tillögu forsætis- ráðherra. Er varla hægt að hugsa sér frumstæðari stjórnsýslu. Treysti Guðrúnu Agn- arsdóttur best í samræmi við þessar skoðanir hef ég mótað afstöðu mína til frambjóðenda í forsetakosning- um 29. þ.m. Ég treysti Guðrúnu Agnarsdóttur best til þess að uppfylla þær kröfur sem ég geri til forseta íslands. Hún hefur lagt áherslu á að forsetaembætt- ið sé sameiningartákn og leggur þann skilning í einingarhugtak- ið sem mér er að skapi. Hún hef- ur gert grein fyrir skilningi sín- um á forsetavaldinu með skýr- um orðum, þekkir takmörk þess en veit líka hvert hið beina for- setavald er. Hún mun reynast í þessu sú hófsemdarmanneskja í orði og athöfn sem gerði hana að farsælum alþingismanni eins og ég kynntist störfum hennar þau fjögur ár sem ég hafði góða aðstöðu til að fylgjast þar með. Guðrún Agnarsdóttir er sá þjóð- rækni íslendingur $em þolir að vera alþjóðasinni án þess að láta blindast af nauðhyggjunni um valdaafsöl sjálfstæðra smáríkja í þágu miðríkisbákna, sem eng- inn veit hvern enda hefur nema það sem fyrir liggur að þjóðlegu valdi er fórnað og verður ekki endurheimt. Loforð um fjár- hagslegan ávinning þess að láta innlend völd (fullveldi í göml- um skilningi) í hendur mið- stjórn sambandsríkis eða ríkja- sambands eru ekki trúverðug. Enginn veit efndir slíkra loforða fyrirfram. Ég geri þá meginkröfu til for- setaembættisins að það sé tákn þjóðareiningar um að fullveldi Islands skerðist ekki, en eflist fyrir heilbrigða þjóðrækni í stjórnmálum og framtak á sviði athafna- og menningarlífs. Höfundur er fyrrv. ritstjóri Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.