Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 2. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Að loknum for- setakosningum Sigur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosning- unum þann 29. júní var öruggur og afgerandi og með honum er hann kjörinn fimmti forseti ís- lenska lýðveldisins. Þessi úrslit sæta tíðindum fyr- ir margra hluta sakir. Sextán ár eru liðin frá því að síðast var tekist á um embætti forseta íslands. Þá var tíðarandinn sá að rétt væri að forsetinn kæmi ekki úr röðum stjórnmálamanna. Nú er öldin önnur. Tugir þús- unda kjósenda kjósa nú forseta í fyrsta skipti. Þetta fólk setur það ekki fyrir sig þó stjórnmálamaður sé valinn til forseta, jafnvel þótt sá hinn sami hafi verið í eldlínu stjórnmála allt þar til hann til- kynnti framboð sitt og vék af Alþingi. Ólafur Ragnar Grímsson naut sinnar miklu stjórnmálareynslu í kosningabaráttunni. Hann er kunnur meðal þjóðarinnar. Hann rak fagmann- lega kosningabaráttu og missteig sig hvergi. Kosn- ingabaráttan var af hálfu allra frambjóðenda hóf- söm og heiðarleg og samboðin embættinu sem kosið var til. Tíminn sendir þeim kveðjur og góðar óskir, er þeir hverfa nú að sínum fyrri viðfangsefn- um reynslunni ríkari. Úrslitin vekja hins vegar athygli. í fyrsta lagi staðfestist það enn í þessum kosningum að fram- boð sem hægt er að bendla við stærsta stjórnmála- aflið í landinu, Sjálfstæðisflokkinn, eiga erfitt upp- dráttar. Svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar vilji að forseti íslands komi úr öðrum röðum. Pétri Haf- stein, sem kom næstur Ólafi Ragnari að atkvæða- fjölda, tókst aldrei að sleppa úr þessari herkví, þótt hann hafi aldrei opinberlega tekið þátt 1 stjórn- málum. Ummæli hans í upphafi kosningabarátt- unnar um að hann hafi ráðfært sig við formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins urðu honum erf- ið, og einnig framganga ýmissa sjálfskipaðra skrif- finna og tiltæki nokkurra manna, sem uppsigað er við Ólaf Ragnar Grímsson, að fara í svokallaða nei- kvæða auglýsingaherferð tveimur dögum fyrir kosningar. Þétta efldi fylkinguna um Ólaf, þótt hvorugt hafi íjáðið úrslitum. Til þess var niðurstað- an of ótvíræð! Þjóðin vill hafa hófsemi og virðingu í barátt- unni um embætti forseta íslands. Neikvæð auglýs- ingaherferð | forsetakosningum sýnir ótrúlegt dómgreindarlfysi um hefðir og venjur í forseta- kosningum h^rlendis, en viðbrögðin verða von- andi til þess að seinka því eitthvað að slík meðöl verði almennt notuð í kosningabaráttu hérlendis. Tíminn óskar Ólafi Ragnari Grímssyni og fjöl- skyldu hans til hamingju með glæsilega kosningu hans og gæfu og gengis í nýju og vandasömu hlut- verki fyrir land og þjóð. Nýkjörins forseta bíður nú það vandasama- verkefni að sameina þjóðina um nýjan mann í þessu virðulega embætti. Það er ekki ástæða til annars en bjartsýni um að það takist. Ólafur var hófsamur í kosningabaráttunni og fór troðnar slóðir að mestu í skilgreiningum á emb- ætti forseta íslands. Þessi málflutningur skilaði honum glæsilegum árangri, sem sýnir að þjóðin vill ekki byltingar í þessu embætti. Þjoðernisstoltiö vakið á Seltjarnarnesi Djúpt snortinn af hrifningu og með brjóstkass- ann þaninn af þjóöernisstolti sat Garri og horfði tárvotum augum á sjónvarpsskjáinn síðasta sunnudagskvöld. Hin opinbera fótboltasjón- varpsrás gerði stutt hlé á fótboltanum fyrir beina útsendingu frá útihátíð á Seltjarnarnesi þar sem mikill manngrúi hyllti nýkjörinn forseta og fjöl- skyldu hans. Þúsundir hreykinna íslendinga stóöu á gangstéttum, götum, garðblettum og blómabeöum til að berja nýja þjóðhöfðingjann augum. Þjóðin öll fylgdist með er næsti forseti lýðveldisins veifaði mannfjöldanum af svölum heimilis síns, að sið erlendra stórmenna, og tókst ekki síður upp en páfanum í Róm, Ronald Reagan eða Brésnef á sinni tíö. ------------ ógrónar flatir á hinu litla og lága Seltjarnarnesi. Það voru greinilega vanir menn sem skipulögöu útihátíbina á Seltjarnarnesinu, því þrátt fyrir að- eins nokkurra klukkustunda fyrirvara voru þarna m.a. lúðrasveit og karlakór til að skemmta sam- komugestum, auk hinna glæsilegu forsetahjóna sem voru að sjálfsögðu hápunktur hátíðahald- anna. Hin fornu gildi Með þjóðinni kviknaði skyndilega löngu gleymdur neisti þjóðernisstolts og föðurlandsást- ar, er tilvonandi forseti rifjaði með hrærðum huga upp hin fornu gildi ungmennafélagshreyfingar- innar, sem hún hafði í hávegum á fyrri hluta ald- arinnar: „íslandi allt." Næsti forseti segir nú skilið við argaþras stjórnmálanna og hverfur úr Alþýðu- bandalaginu næstu daga. Nú er runnin upp ný og betri tíð með blóm í haga. Framundan er tími sátta og samlyndis, en tímar rifrildis, sundur- þykkju og sundrungar eru loks að baki. Slík var hrifning fjöldans að forsetaefnið mátti vart mæla fyrir fagnaðarlátum. Aldrei fékk hann að segja meira en eina setningu í senn og jafnvel þurfti ekki nema örfá orö til að fylla Faxaflóann af lófa- taki mannfjöldans, sem fyllti grónar jafnt sem Kvennablómi forsetans nýja Það eina sem Garri saknaði við athöfnina var að dæturnar tvær skyldu ekki einnig ávarpa þjóðina ------------------ við þetta tækifæri, líkt og foreldr- yy PPI ar þeirra. Það fer greinilega ekki á VIMnM____________ milli mála að næsti forseti er býsna öfundsverður af konunum í lífi sínu. Þess verður t.d. líklega langt að bíða að dætur Garra hafi orð á því opinberlega að hann sé gáfaður og meiri líkur á að yfirlýsingar þeirra verði á annan veg og verri. Eiginkonunni þykir hann ekki heldur stíga sérstaklega í vitið, a.m.k. ef marka má þau orð sem hún hefur, með reglulegu millibili, um að Garra skuli ekki ennþá hafa tekist að læra á þvottavélina sem fjölskyldan festi kaup á einhverntíma á síðasta áratug. En eftir að hafa horft á beina útsendingu frá Sel- tjarnarnesinu var það hugfanginn, stoltur, glaður og hreykinn Garri sem lagði úfinn kollinn á þvældan koddann á sunnudagskvöldið, þó hann gæti vart sofnað fyrir tilhlökkun eftir næsta ára- mótaávarpi forseta lýðveldisins til þjóðarinnar allrar. Garrí Snarbrjálaðar ályktanir Þverpólitískur kosningasigur Ólafs Ragnars Grímssonar er staðreynd sem pólitískir hugsuðir velta fyrir sér og leggja út af á ýmsa vegu. Tveir úr hópi áköfustu stuðningsmanna kjörins forseta biðu þess ekki að talningu lyki áður en þeir gáfu út yfirlýsingar um að nú væri brotið blað í íslenskri stjórnmálaþróun og voru ekki í minnsta vafa um í hvaða átt hún stefnir. Baldur Óskarsson og Svavar Gestsson töluðu til þjóðarinnar meðan talning stóð enn yfir og töldu að kosning Ólafs Ragnars væri örugg vísbending um vinstri sveiflu og væri krafa félags- hyggjuaflanna um samstarf á breiðum grundvelli. Taldi fé- lagi Svavar að verð- andi forseti muni nú ganga í Alþýðu- bandalagsfélagið á Álftanesi. En kjörinn forseti tilkynnti aftur á móti eftir að úrslit voru kunn, að hann mundi nú segja sig úr Alþýöubandalaginu og mun þaö að sjálfsögðu hryggjaj Svavar að missá svo traustap liðsmann. i Hægri sveifla í Reykjavík Ljóst er að skoðanakannanir um fylgi forseta- frambjóðenda fóru mjög nærri úrslitum 1 osning- anna og dregur enginn í efa að þær eru áre ðanleg- ar. Nákvæmust var síðasta spá DV og skeil ar nán- ast engu frá úrslitatölum. En samtímis og leitað var svara um hvaöa fram- bjóðanda til embættis forseta voru Reykvíkingar spurðir um hvort þeir myndu kjósa R-lista eða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn ef kosið yrði nú. Fyrir liggur aö R- listinn mundi kolfalla og íhaldið tromma inn með níu borgarfulltrúa og R-listinn sex. Fylgnin milli þess aö kjósendur velja félags- hyggjumenn í embætti forseta en borgarstjórnar- íhaldiö í Ráðhúsið er meira en lítið skrýtin. Hinir öflugu stuðningsmenn Ólafs Ragnars, þeir Baldur og Svavar, geta varla haldið því fram að stóraukið fylgi íhaldsins í Reykjavík samkvæmt öruggri skoðanakönnun bendi til þess að kjósend- ur almennt hungri og þyrsti eftir félagshyggju. Því er vafasamt að halda því fram að kosning Ólafs Ragnars sé einhver vísbending um samstöðu og sigur vinstri aflanna. Hins vegar veitir allaböll- um ekki af einhverju sameiningartákni, eins og Á víbavangi búnast á þeim bæ um þessar mundir. En sú jar- teikn mun ekki birtast á Bessastöðum. Aubveld hlutverkaskipti Sjálfur segir Ólafur Ragnar með réttmætu stolti, að fylgi sitt sæki hann til fólks með misjafnar stjórnmálaskoðanir og úr öllum stéttum og lands- hlutum. Sjálfur veit hann manna best að það er ekki í verkahring forseta lýðveldisins að vera mál- svari fyrir ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða taka sér stöðu með ein- um flokki á móti öðrum. Verðandi forseta mun farnast vel í embætti. Til þess hefur hann alla burði og honum mun reynast jafn- auðvelt að draga sig út úr argaþrasi stjórnmálanna, og taka við nýju hlut- verki, eins og að fara á milli flokka þegar svo vildi verkast. Kosning Ólafs Ragnars Gríij sonar til embættis forseta íslarj er ekki vísbending um annað' að yfir 40 af hundraði kjóenda vilja sjá hann Guðrúnu Katrínu sem húsbændur á Bessastööui fremur en aðra frambjóðendur. Ástæðurnar fyrir miklu kjörfylgi eru sjálfsagt margvíslegar og er vafasamt að draga einhverjar altækar ályktanir af velgengni þeirra hjóna. í kosningabaráttunni þótti afleitt draga stjórnmála- skoðanir og afskipti frambjóðenda af pólitík inn í umræðuna og voru þeim sem það gerðu valin hin verstu nöfn. 1 Eftir að úrslit voru kunn er ekki síður fráleitt a6 fara að gera forsetakosninguna stórpólitíska og að notfæra sér þær vinsældir sem Ólafur Ragnar nýt-j ur meöal kjósenda til að ota sínum.pólitíska tota.i Gamla félagshyggjukempan og vopnabróðií! kjörins forseta um langt skeiö, Baldur Oskarsson, sá sínar æskuhugsjónir rætast í sigurvímu stund- arinnar og dró vonglaðar en illa grundaðar álykt-( ,anir af hinu mikla kjörfylgi. Þeim var sjónvarpað beint í æö þjóðarinnar. Svavar var yfirvegaðri þegar hann lét að því liggja í sjónvarpssal að nú ætti að fylgja vinstri sveiflunni eftir og er góð byrjun að forsetinn gangi í allaballafélagið á Álftanesi þegar hann flyt- ur þangað. En afhroð R-listans í skoðanakönnun segir aðra sögu og raunsærri. OÓ -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.