Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 2. júlí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM KEFLAVIK Bandaríkjamenn greiöa frumrannsókn á Nikkel- svæöi: Niburstaba fyrir 1. ágúst Tekist hefur samkomulag þess efnis aö Bandaríkjamenn greiði fyrir rannsókn á ástandi Nikkelsvæöisins. Hefst rann- sóknin 1. júlí nk. og niður- stööur eiga að liggja fyrir þann 1. ágúst, að sögn Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra. Mun Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja fylgjast með rannsókninni af hálfu Reykjanesbæjar. Veröi niðurstöður jákvæbar, verður strax hafist handa við að tengja Suðurvelli og Iða- velli gatnakerfi bæjarfélagsins. „Komi hins vegar fram eitt- hvað annað, verður að fara aðrar leiðir til að fá niður- stöðu. Og þar sem nokkuö getur dregist að sú niðurstaða fáist, veröur botnlanginn í Efstaleiti opnaöur fyrir umferb frá Iðavöllum og Smiðjuvöll- um," sagði Ellert. Upplýsingamib- stöb á Seybisfirbi Fyrir skömmu opnaði upp- lýsingamiðstöð fyrir ferða- menn í húsi frú Láru á Seyðis- firði. Það er „Markaðsátak í ferðamálum á Seyðisfirði", MÍFÁS, sem stendur á bak við þessa starfsemi, en þær Árný Bergsdóttir og Elva Her- mannsdóttir sjá um daglegan rekstur. Búiö er aö stofna upplýsingamiö- stöö fyrir feröamenn íhúsi frú Láru á Seyöisfiröi. Þetta er fyrsta sumarið sem rekin er þjónustumiðstöð jafnhliða upplýsingaþjónustu á Seyðisfirði. Starfsfólkið fór á námskeið hjá forstöðukonun- um í upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum, og mun samstarf þessara tveggja upplýsinga- miðstöðva verða talsvert og munu þær vísa hvor á aðra eftir þörfum. í húsnæði upplýsingamið- stöðvarinnar á Seyðisfirði er jafnframt rekin verslunin frú Lára, sem selur alls kyns handunnar vörur og minja- gripi. Fátt er í raun fallegra en barns- hafandi kona. Fáar þeirra þora þó aö sýna sig, eins og þessi sem kom fram á kvennakvöldinu á Clóöinni fyrir skömmu. Þessi unga kona á von á sér eftir fjórar vikur. 2,9 milljón plöntur niöur Búið er að planta um 1300 þúsund plöntum frá Barra hf. í vor. Á vegum Hérabsskóga hefur verið plantað 700 þús- und plöntum, aðallega lerki og stafafuru. í tengslum við Landgræðsluskóga hefur verib plantað um 600 þúsund, aðal- lega birki, elri, bergfuru og greni. Að sögn Jóns Kr. Arnarsonar er vorgróðursetningu að ljúka og þær plöntur, sem ætlaðar voru í það, nánast uppurnar. Síðustu bílarnir eru farnir með það sem eftir var. Síðan er allt fullt af plöntum, sem verða tilbúnar til gróbursetningar í ágúst, en þá er fyrirhugað að gróðursetja um 300 þúsund plöntur á vegum Héraðsskóga. mjög stórt skip, sem þá er væntanlegt, geti lagst að hin- um nýja garði. Már Sveinbjörnsson, frkvstj. hafnarinnar, segir að ekki sé ákveðið hvort malbikað verði og gengið frá hafnarsvæðinu í haust eftir að byggingu garðs- ins lýkur eða hvort það verði gert að vori. Már segir að mikill munur verði þegar þessi viðbót verð- ur komin við höfnina í Straumsvík, og eftir það eigi ekki að þurfa að aka neinu af álframleiðslunni til annarra hafna til útskipunar, eins og stundum hefur þurft að gera. Borgfirðingur BORGARNESI Aðilar í ferbaþjónustu: ískalt borb og sólstöbuveisla á jökli Langjökull hf., veitingahús- ið Langisandur, Sæmundur Sigmundsson og Ferðaskrif- stofa Vesturlands opnuðu „ís- kalda borðið", kalt borð á Langjökli, meb því að bjóða Borgfirðingum og Skaga- mönnum til sólstöðuveislu þann 21. júní sl. Húsafellsfeðgar hafa skorið veisluborð í jökulinn fyrir allt aö 50 manns og í sumar mun veitingahúsið Langisandur á Akranesi sjá til þess ab þar verði sjávarréttir á boðstólum. Framkvæmdir vib höfnina í Straumsvík Fyrir rúmri viku var undir- ritaður samningur milli Hafn- arfjarðarbæjar og J.V.J. ehf. um stækkun hafnarinnar í Straumsvík. Samningurinn hljóðar upp á 150 milljónir króna og á verkinu að ljúka 15. nóv. nk. Byggja á 100 metra viölegukant með 10 metra dýpi. J.V.J. hefur ráðið Hagtak sem undirverktaka til að sjá um dýpkunina, en J.V.J. mun sjá sjálft um jarðvinnu og byggingu garbsins og frágang. Að sögn Kolbrúnar Jóns- dóttur, framkvstj. J.V.J., munu um 30 manns vinna við verk- ið, helmingur frá Hagtaki og helmingur frá J.V.J. Kolbrún segir að þótt verkinu skuli lok- ið 15. nóv., þá sé gert ráð fyrir að um miöjan október verði verkið það langt komið að Óhreinindi í vatni Óhreininda hefur orðið vart í vatni á nokkrum stöðum í Reykjanesbæ. Nokkrir eigend- ur gufustraujárna hafa fengið að kenna á botnfalli óhrein- inda, sem skemmt hefur ele- ment í straujárnum. Umbobs- aðili einnar tegundar gufu- straujárna segir sérstaklega áberandi bilanatíðni í strau- járnum í Keflavík og Njarðvík. Ryð hefur fundist í vatni í Njarbvíkunum, sem getur lit- að út frá sér í handlaugum og baðkerum. Jóhann Bergmann hjá vatn- sveitunni í Reykjanesbæ segir að menn telji ryðið stafa af því að vatn stendur í lögnun- um. Húsráðendur séu mikið að heiman og oft þurfi ekki meira en litla samsetningu úr járni til að ryðmyndun verði í vatni. 6/7/ Landgrceöslunnar fer meö síöasta farminn. Cargolux gekk vel í fyrra: Ró&urinn þyngist vegna aukinnar samkeppni í ár Rekstur Cargolux í Lúxem- borg gekk vel í fyrra. Árangur ársins 1995 var kynntur ný- lega og kom þá í ljós ab vib- skipti félagsins jukust um 23% á árinu, mibab vib árib ábur. Hagnabur félagsins ab loknum skattgreibslum reyndist vera rétt um 14 milljónir Bandaríkjadala, eba sem svarar 938 milljónum króna. Cargolux flutti 217 þúsund tonn af vörum milli landa og flugið reyndist vera 1,9 millj- ónir tonnkílómetra. Nýting flugvélakostsins reyndist góð, vélarnar voru á flugi ab meðal- tali nærri 16 tíma hvern sólar- hring ársins, en félagib rekur 7 risaþotur. Starfsmenn hjá Cargolux voru 826 á síðasta ári, þar af 636 í Lúxemborg. Margir ís- lendingar starfa hjá félaginu, meðal þeirra Eyjólfur Hauksson sem er í framkvæmdastjórn fé- lagsins og sér um flugrekstrar- mál. Loftleiðir voru á sínum tíma helsti hvatinn að stofnun félagsins, en síbar afskrifuðu Flugleiðir eignaraðild sína í Cargolux og hurfu út úr rekstr- inum. -JBP Hofsós: Vesturfara- setrib opnað Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnar Vestur- farasetrib á Hofsósi 7. júlí nk., vib hátíblega athöfn. Vesturfarasetrið er staðsett í húsi gamla kaupfélagsins á Hof- sósi, sem hefur verið gert upp, ásamt tveim nýjum viðbygg- ingum. Vesturfarasetrinu er ætlab að efla samskipti íslend- inga og fólks af íslensku bergi brotið vestan hafs. Auk þess að hýsa viðamikla sýningu um að- stæbur þeirra fjölmörgu, sem fluttu vestur um haf í lok síð- ustu aldar og í upphafi þessar- ar, verbur í setrinu ættfræbi- og upplýsingamiðstöð og verslun. Taíið er að um 14 þúsund ís- lendingar hafi flutt vestur um haf á sínum tíma og em afkom- endur þeirra orbnir á annað hundrað þúsund. í ættfræbi- mibstöð Vesturfarasetursins eiga afkomendur þeirra sem fluttu vestur að geta fengiö upplýsingar um ættir sínar og ættingja á íslandi. Á sama hátt geta Islendingar fengið upplýs- ingar um afdrif þeirra sem fluttu vestur um haf. Opnunarhátíðin hefst kl. 15, sunnudaginn 7. júlí nk., við Vesturfarasetrið. Meöal dag- skrárliða verða ávörp ráðherra og erlendra gesta. Karlakórinn Heimir og Sigrún Hjálmtýsdótt- ir skemmta gestum. -GBK Veröhcekkun á tóbaki: Gert út á fíklana Verb á tóbaki hækkabi í gær ab mebaltali um 3,11% og samkvæmt nýjum lögum hækkabi framlag til tóbaks- varna um fjárhæb sem nemur 0,5% af brúttósölu tóbaks. Áætlab er ab skil ÁTVR til rík- issjóbs, ab mebtöldum virbis- aukaskatti, aukist um 138 mi- ljónir króna á næstu 12 mán- ubum ab óbreyttu gengi. Þessar verbbreytingar á tób- akinu eru af hálfu ÁTVR sagðar stafa af breytingum á erlendufn gjaldeyri frá því verð á tóbaki hækkáði síðast í maí í hitteð- fyrra. Þessi hækkun hefur í för með sér að verð á algengum bandarískum sígarettupakka hækkar um fimm krónur, eða úr 267 krónum í 272 krónur sem er 1,88% hækkun. Aftur á móti hækkar verð á svissnesk- um sígarettum t.d. einna mest, eða um 15,53%. í þeim flokki eru t.d. Gold Coast sígarettur. Þá hækkar verb á dönskum smávindlum um tvær krónur, 9,5%, eða úr 21 krónu í 23 krónur. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.