Tíminn - 20.07.1996, Síða 4
Laugardagur 20. júlí 1996
nimii
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson
Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Nýir möguleikar
á lánamarkaði
Með tilbobum verðbréfafyrirtækja, banka og sparisjóða
um fasteignakaupalán til allt ab 25 ára hafa verið opnaðir
nýir möguleikar til kaupa á húsnæði. Um langan tíma
hefur fólk orðið að afla fjár til fasteignakaupa meb
skammtímalánum að miklu leyti, sem mörgum hefur
reynst erfitt að greiða til baka á þeim tíma sem lánastofn-
anir hafa ætlast til. Þetta hefur leitt til margvíslegra erfið-
leika þegar fólk hefur átt í fasteignaviðskiptum og ekki
síst þegar um kaup á fyrstu íbúb hefur verið að ræða.
Fyrir aldarfjórðungi sá verðbólgan um að greiða hluta af
fasteignaverði í formi rýrnunar. Fólk greiddi 70 til 80% af
andvirði íbúða á einu ári, en á sama tíma hækkabi verð
íbúðanna um verulegar fjárhæbir á meðan óverðtryggðar
greiðslur samkvæmt kaupsamningum stóðu í stað. Restin
af íbúðarverðinu var síðan greidd með óverðtryggbum
skuldabréfum, sem seljendur fengu í hendur. Þannig
sagði sú krónutala, sem í kaupsamningnum stóð, oft lítið
um það raunverb sem kaupendur greiddu.
Með verðtryggingunni urðu grundvallarbreytingar á
viðskiptum með fasteignir. Á skömmum tíma urðu
greiðslur verðtryggðar, þannig að greiða þurfti raunverð
fyrir viðkomandi eignir. Þessi breyting reyndist mörgum
kaupendum húsnæðis þung í skauti. Margir urðu að gef-
ast upp og glötuðu jafnvel aleigu sinni við ab reyna að
eignast nauðsynlegt þak yfir höfuðið.
Jón Gubmundsson, formaöur Félags fasteignasala, rifjar
þessa sögu upp í viðtali í aukablaði Tímans í dag. Hann
segir að lánastofnanir hafi ekki fylgt þessari þróun eftir.
Skammtímalánin hafi áfram verið það eina sem kaupend-
ur áttu aðgang ab, fyrir utan þab sem húsnæðiskerfiö náði
að leysa, og það hafi ekki verið fyrr en með húsbréfakerf-
inu sem verulegar breytingar hafi orðib á fjármögnunar-
leiðum vegna fasteignakaupa.
Jón Guðmundsson segir húsbréfakerfib hafa reynst
mörgu ungu fólki vel. Gallinn sé sá ab greiðslumat þess sé
of strangt, því ekki megi nýta meira en 18% af ráðstöfun-
arfé til húsnæðismála. Ungt fólk sé tilbúið að leggja harð-
ar að sér og spara mun meira, þegar það þurfi að eignast
þak yfir höfuöið. Hann telur einnig ákvebinn aga vanta í
sparnaðarkerfiö, þar sem ungu fólki sé aðeins boðið uppá
frjálsa sparnaðarreikninga, en í gamla sparimerkjakerfinu
hafi öllum verip gert að leggja til hlibar og hafi það kom-
ib sér vel fyrir rrtargt ungmennið.
Með húsbréfakerfinu lækkaði útb'prgunarhlutfall fast-
eigna úr 70 til 80% niður í 30 til 3594, þegar um algengar
stærðir íbúða er|að ræða. Þetta hefur breytt aðstæðum
margra til muna,
lánamöguleika ti
þótt fram til þessa hafi vantað ákveðna
að fylla þau skörb sem húsbréfin skilja
eftir. Með framtaki sínu tóku verðbréfamarkaðirnir að sér
að koma inn á þennan lánamarkað og bankar og spari-
sjóðir fylgdu í kjolfarið.
Miðað við þau lánakjör, sem þeir bjóða, hafa aðstæður
til fjármögnunar húsnæðiskaupa enn breyst til batnaðar.
Með þessum möguleikum ættu margir ab losna við þunga
greiðslubyrbi, sejn oft hefur leitt til vanskila og greiöslu
dráttarvaxta. Meþ þessum möguleikum ætti að verða auð-
veldara að eiga viðskipti með stórar eignir, sem erfitt hef-
ur reynst að selja að undanförnu vegna þess að þak hús-
bréfalána er bunqið vib um fimm milljónir. Þá opna þess-
ir nýju lánamöguleikar leibir fyrir þá, sem ekki eiga ab-
gang að húsbréfalánum.
Með þessu nýja lánafyrirkomulagi er brotið ákveðib
blað í sögu fjármögnunar til íbúðarkaupa hér á landi. Með
því er verið að auðvelda fólki að eignast húsnæði og
greiba andvirði þess niður innan viðráðanlegra tíma-
marka.
Oddur Ólafsson:
Böl fátæklinganna
Að atvinnuleysi sé böl er álíka sterk þjóðtrú og að
kjósendur vildu alls ekki pólitíkus í embætti forseta
íslands var fyrir nokkmm vikum síðan. Að vera án
fastrar vinnu er sagt að brjóti fólk niður og geri að
andlegum og líkamlegum aumingjum. Atvinna er
mannréttindi og fleira í þeim dúr er þulið í síbylju
og allir ábyrgir menn berjast um á hæl og hnakka
gegn atvinnuleysi með misjöfnum árangri.
Vandamálið er víðast hvar miklu stórbrotnara en
hér á landi, þar sem atvinnuleysi mælist með
minnsta móti meöal upplýstra
og tæknivæddra þjóða. ^_______
"Helstu ráð pólitíkusa og þeirra
nóta til að sporna gegn því að all- ✓
ir vinnufærir menn gangi ekki að
launuðum störfum er að auka ,
fjárfestingar og hagvöxt. Þetta er timans
viðurkennd leið sem einblínt er x
á. En svo koma brestir í kenning- 1*3 S
una þegar hagvöxtur eykst en at-
vinnuleysið jafnframt og í ljós
kemur að vöxturinn sá og glóru- —————■
lausar fjárfestingar bæta alls ekki
kjör mikils hluta þeirra þjóða sem trúa á hagvöxt
og tilbiðja gullkálf.
Hamingja stritsins
Öfugt við atvinnuleysisbölmóðinn er aldrei
minnt á að vinna sé mörgu fólki böl. Að streitast
við færiband átta tíma á dag eða sitja við skrifborð
og starfa samkvæmt forskrift á að veita sjálfsvirð-
ingu og lífsfyllingu samkvæmt kenningunni og
endanlegt markmið
allrar stjórnvisku er
að veita þegnunum
þau mannréttindi að
vinna fyrir brauði
sínu undir aga mis-
lyndra verkstjóra.
Flesta langar til að
verða ríkir, að
minnsta kosti efnaðir.
Happdrættin og lottóin sýna að fólk vill talsvert til
vinna að detta í lukkupott alvöru velmegunar. En
til hvers að vera ríkur ef maður hefur vinnu og þarf
ekki að svelta?
Skyldi það ekki vera til að menn þurfi ekki að
vinna fyrir sér með súrum sveita en geta samt lifað
takkbærilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af af-
komu sinni og sinna?
Athugum svo hvernig ríka fólkið ver tímanum.
Það em undantekningar að það puði í einhverri at-
vinnugrein frá morgni til kvölds. Þab sinnir sínum
áhugamálum og býr flott, margir eiga fleiri en eitt
heimili og lætur þau lífsins gæbi eftir sér sem efnin
leyfa. Því auðvitaö eru ekki allri jafnríkir.
Mörg dæmi eru um að menn vinna þótt þeir séu
í góðum álnum, en þeir velja sér vinnustabi sjálfir
og skammta sér vinnutíma og lifa og leika sér eftir
því sem hugur hvers og eins býður. Að ríkt fólk sé
vinnuhart við sjálft sig byggist á þjóðsögum. En vel
má benda á dæmi um menn sem unnið hafa sig
upp í ríkidæmi og hvorki kunna né geta varið tíma
sínum öðm vísi en sívinnandi. En þeir em undan-
tekningar.
Sjálfsvirðingin
Hér er bent á lífsstíl efnaðra manna til að sýna að
stritið er ekkert takmark í sjálfu sér. Og ab þeir sem
minha hafa sækjast eftir að komast í þá aðstöðu að
getaivarið tíma sínum á annan og geðfelldari hátt
en að vera bundinn á vinnustað öll sín manndóms-
ár. Hftirsókn í háa peningavinninga byggist á því.
Ekki kannski endilega ab losna alveg við alla vinnu,
heldur ab geta ráðið við hvað er starfað og með
hvaÓa hætti.
Atyinnuleysi er ekki böl nema fyrir þá sem ekki
geta' séð sér farborða nema að vinna fyrir kaupi.
Efnaður maður missir ekkert af sjálfsvirðingu sinni
þótt hann hafi ekkert að gera nema láta sér líða vel
eftir hví sem hann hefur náttúm til. Fátækur mað-
ur missir tengsl sín við samfélagið ef hann fær ekki
vinnu til að lifa því lífi sem mannsæmandi er talið.
Helsti gallinn á atvinnuleysisbótum er sá hve lágar
þær eru og sá sem ekki hefur meiri tekjur er varla
talinn maður með mönnum. Það er bölið.
Velmegun nútímans byggist á þekkingu og
tækni. Framleiðnin á nær öllum svibum hefur
margfaldast í skömmum tíma og er ofgnóttin mun
verra vandamál viðureignar en skorturinn.
En þrátt fyrir ofgnóttina og offjárfestinguna er
haldið áfram á sömu braut að framleiöa meira og
framkvæma meira. Það eykur hagvöxt og tryggir
stigmagnaða hækkun hlutabréfa. En það tryggir
ekki að atvinnuleysi sé bægt frá.
Hjáróma raddir minnast einstaka sinnum á að
þörf sé á nýrri hugsun til að sam-
ræma lífskjör og koma svokölluð-
um atvinnumálum í þab horf að
sæmi samfélagi sem vill telja sig
siðlegt. Eitt er þab ab dreifa vinn-
unni meb því að stytta vinnutíma
og framkvæma og framleiða frem-
ur eftir þörfum en auka ekki fram-
leiðslugetu og þjónustubrögð
langt fram úr því sem kalla má
mælikvarða hins mátulega.
Hjáróma raddir
Það sem verið er ab reyna að sýna fram á hérna
er, að það eru tekjurnar sem skipta máli en ekki
hvort maður getur gengib að því sem vísu að mæta
á vinnustað 40 tíma á viku.
Þá og nú
Tæknivæddur landbúnaður flestra þróaðra og vel
menntaðra þjóða er gott dæmi um þær blindgötur
sem atvinnuvegir rata í.
Hér á landi er mikið rætt um vandamál landbún-
abar án þess að nokkru sinni sé gerð grein fyrir í
hverju þau liggja. í munni flestra er vandamálið
einkum það að ekki skuli hægt að selja allt þab
magn búvöru sem hægt er að framleiöa í landinu.
Þekking og tækni valda því að einn maður sinnir
jafnauðveldlega stór-
búi á gamlan mæli-
kvarða og 20 manna
starfslið gerði áður.
í þá daga sem nú
eru taldir gamlir var
ekki hægt að mæta
matvælaþörfinni en
núna er offramleiösl-
an aðalvandamálið, sem og hitt að helmingur
landsmanna eða ríflega það skuli ekki geta haft
góða atvinnu af búskap.
Nýjar atvinnugreinar verða til en bændasamfé-
lagið lifir í hugum manna eins og ný tíðindi eru
skýr dæmi um.
Dreifing lífsgæba
Sífellt er verið að finna upp atvinnuaukandi verk-
efni sem stundum eru miklu dýrari en að borga
mönnum fyrir að hafa það gott heima hjá sér, eða á
golfvöllum og á hestbökum, við veiÓivötn eða
spilaborð eða hvar það er sem efnaða fólkib ver
tíma sínum.
Margt mætti spara en dreifa samt lífsgæðunum
betur um samfélagið en gert er. En ný hugsun á erf-
itt uppdráttar og því er nær ógjörningur ab stytta
vinnutíma fólks eða starfsævina vegna þess að sum-
ir telja það til lífsgæða af fá að strita sem lengst og
mest hvað sem það kostar þá sjálfa eba aðra.
Fjöldi ungs fólks sem er svo utanveltu að þab
kemst ekki einu sinni á atvinnuleysisskrá fær
hvergi störf þrátt fyrir góða menntun á ýmsum
sviðum vegna þess að gamlingjar eru skyldaðir til
að vinna sín störf til sjötugs og er þar ekkert gefið
eftir og er raunar verið að herða vinnuþrælkumöld-
unga. Er unga fólkinu gjarnan bent á að fá sér
vinnu í öðrum löndum, þar sem skráð atvinnuléysi
er víða margfalt á við það sem hér tíðkast. 1
Öfugþróun
Það ætlar ab lærast furðu seint að þekkingin og
tæknin hefur tekið við flestum þeim mannfréku
störfum sem áður voru unnin. Odýrt vinnuaíl í
bónbjargarlöndum á einnig sinn þátt í að svokœll-
uðum atvinnutækifærum fækkar í okkar heims-
hluta. I
Vib þróuninni er ekki brugðist á raunhæfan hjátt
og er meira að segja kvartað hástöfum yfir því að
alltof mörg störf séu í þjónustugreinum, svo sem í
heilbrigðiskerfmu og víðar þar sem sérþekkinganer
þörf. Þar er stefnt að fækkun starfa, en þeir sem eft-
ir em í sjúkrahúsunum þrælkaðir þeim mun meira.
Um þetta er fjolmiölar háværir upp á hvern dag.
Tími er til köminn að farið sé að hyggja aó því í
fullri alvöru ab mæta breyttum tímum með opnum
huga og horfa fremur til framtíðar en fortíðar og
leggja annan og heilbrigðari mælikvarða á lífsgæði
en þær úreltu hugsjónir ab hamingja og hagvöxtur
byggist á striti og enn meira striti. ■
/
/