Tíminn - 20.07.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 20.07.1996, Qupperneq 9
Laugardagur 20. júlí 1996 9 Koltvísýringsmengun heldur áfram aö aukast þrátt fyrir háleit mark- miö iönríkjanna og minnkun mengunarinnar í fyrrum Sovétríkjunum. Jakob Björnsson orkumálastjóri: Markmiðin eru óraunhæf Koltvísýringur, CO2, er ein helsta svonefnd gróburhúsalofttegund jarbar og margir óttast ab uppsöfnun hennar í andrúmsloftinu muni leiba afsér hœkkun hitastigs á jörbinni meb ófyrirsjáanlegum afleibingum. Ef svo fer fram sem horfir er þaö í flestum tilvikum ólíklegt aö iönríkin nái aö uppfylla þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í rammasamþykkt Sameinubu þjóöanna um lofts- lagsbreytingar, ab ná losun sinni á koltvísýringi árib 2000 niöur í þab sem hún var 1990. Nýlega gerði Alþjóðlega orku- ráðiö (World Energy Council, WEC) könnun á frammistöðu ríkja heims í losun á koltvísýringi en WEC em frjáls og óháð samtök aðildarnefnda, eða landsnefnda í um 100 löndum eða á svæðum með sína eigin orkustefnu. Þau vom stofnuð í London 1924 og þar er aöalskrifstofa þeirra. Mark- miö Alþjóölega orkuráösins er aö „stuöla aö sjálfbæm framboði og notkun á orku öllum jarðarbúum til sem mestra hagsbóta." Koltvísýringur, CO2, er ein helsta svonefnd gróöurhúsaloft- tegund jarðar og margir óttast að uppsöfnun hennar í andrúmsloft- inu muni leiða af sér hækkun hita- stigs á jörðinni meö ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Meginniöurstööur könnunar- innar vom þær að á tímabilinu 1990 til 1995 jókst losun á koltví- sýringi í OECD löndum í heild um 4%. I N-Ameriku (Bandaríkjunum og Kanada) jókst hún um nærri 6%, um 12% í Japan og 8% í Ástr- alíu. Enda þótt losunin í ríkjum Evrópubandalagsins 1995 væri aö- eins minni en hún var 1990, aðal- lega vegna þess aö hún dróst sam- an í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi, þá jókst hún samt í þessum löndum á árinu 1995. Þeg- ar Japan, Ástralía og Nýja-Sjáland em undanskilin var aukningin um 30% í Austur-Asíu og Kyrrahaf- slöndum, 12,5% í Afríku og 8% í S- Ameríku. Dró úr mengun í Sovét Hins vegar dró úr koltvísýrings- losun í fyrmm Sovétríkjunum og var hún 70% 1995 af því sem hún var 1990 og sama gilti um lönd Miö- og Austur- Evrópu þar sem losunin var 75%. Þessi minnkun er til komin vegna efnahagssam- dráttarins í þessum löndum. Þegar þau em talin meö var aukningin í heiminum öllum 3% boriö saman við 12% séu þau ekki talin meö. „Þaö em mörg iðnríki sem hafa sett sér þaö markmið aö losun kol- tvísýrings verði ekki meiri áriö 2000 en hún var 1990. Þau hafa verið síðan aö setja sér kannski strangari markmið og núna síðast í Genf," segir Jakob Björnsson orkumálastjóri, en hann er for- maður íslensku landsnefndarinnar í Alþjóðlega orkuráðinu. Óraunhæf markmiö „Alþjóölega orkuráðið er dálítið gagnrýnið á þessi vinnubrögð. Því finnst sem þetta séu í rauninni óraunhæf markmið. Þau gera ráð fyrir að koltvísýringur haldi áfram að aukast í andrúmsloftinu, aðal- lega þó í þróunarlöndunum og það sé í sjálfu sér óhjákvæmilegur hlutur að það muni gerast. Og þessar hugmyndir um að vera ekki hærri árið 2000 en árið 1990 og jafnvel vera enn komin neðar árið 2005 hjá einstökum iðnríkjum séu í rauninni óraunhæf markmiö og muni væntanlega ekki nást. Að því er varðar árið 2000 þá virðist þaö vera nokkuð augljóst." Jakob segir könnunina hafa gengið út á að ganga úr skugga um hvernig staðan væri áriö 1995 og hvernig hefbi miðab frá árinu 1990 varðandi losun á koltvísýr- ingi. „Þá kom í ljós að þetta hafði allt aukist, nema í A-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum en þar er náttúrulega þess að geta að efna- hagurinn hefur dregist stórlega saman, sem væntanlega á nú eftir að snúast við. Þá mun hún að vísu ekki vaxa upp í það sama sem hún var vegna þess að þeir notuðu orku á þeim tíma á mjög óskilvirkan hátt, en hins vegar vex hún frá nú- verandi stöðu." Aukningin hugsanlega mjög alvarlegt mál Þessi aukning er hugsanlega mjög alvarlegt mál, segir Jakob. „Ég held að það sé rétt hjá Orku- rábinu að þetta eru hlutir sem menn breyta ekki á skömmum tíma. Ég held að þaö séu allir sam- mála, útaf fyrir sig, um að það sé æskilegt að stefna að því að draga út koltvísýringsmengun. En svona hlutur tekur tíma og það sem er óraunsætt í þessu, það er tímamat- ið, hversu hratt sé hægt að gera þetta." Menn hafa gert sér of há mark- mið segir Jakob. Orkuráðið telur vænlegra að setja raunhæfari markmið og ætla sér lengri tíma en þess í stað vinna virkilega að þessum markmiðum og ná þeim. „Þeir láta í ljós þá skoðun að eftir því sem menn setji sér fleiri mark- mið til skamms tíma sem ekki nást, eftir því veröi erfiöara að setja sér raunveruleg markmið til lengri tíma sem munu nást. Þann- ig að þetta séu ab vissu leyti hlutir sem vinni á móti þeim tilgangi sem menn þó eru að sækjast eftir, menn hugsi ekki nógu raunhæft. Ég held að það sé að sýna sig." Óhjákvæmilegt aö koltvísýrings- mengun aukist Það er óhjákvæmilegt að koltví- sýringsmengun aukist. Óvissan er fyrst og fremst um hvérsu hratt hún aukist, eöa öllu heldur hversu hægt menn geta fengið hana til að aukast. Það er fyrirsjáanlegt ab koltví- sýringsmengun muni aukast í nokkra áratugi, Jakob segir óraun- hæft að hugsa sér annað. „Hins vegar kann að mega hafa áhrif á hraöann. Hann skiptir mjög veru- legu máli. Menn verða að gá að því að þessar spár um hitastigshækkun sem menn hafa verið að sjá eru all- ar byggðar á líkanareikningum. Áður fyrr gerðu menn ráð fyrir að losunin á koltvísýringi tvöfaldað- ist í einu stökki einhverntíma frá því sem hún var fyrir iðnbyltingu. Það er vegna þess að það eru ein- faldari módelreikningar sem menn fá með því móti. Hins vegar er það ekki mjög raunhæft módel ef á ab líkja eftir veruleikanum. Þar fengu menn tiltölulega miklar breytingar, frá einni og upp í fimm gráður eða eitthvaö slíkt árið 2030, þegar menn gerðu ráð fyrir ab þetta hefði tvöfaldast. Nú eru menn að vísu farnir að reikna út aukningu smám saman og þá fá menn lægri tölur, ég held að hæst séu þrjár gráður." Hraöi aukningarinnar skiptir máli „En það skiptir náttúrulega máli hver þessi hraði er og það sem hægt er að hafa áhrif á, sérstaklega þegar fram í sækir, það er hver hann er. En til þess þarf að grípa til aðgerða strax, eins og Orkuráöið hefur oft bent á. Aðgerðir sem ekki þarf að sjá eftir, vegna þess að það er þrátt fyrir allt svo ab það hefur ekki tekist, svo ótvírætt sé, að sanna ab sú hitastigshækkun sem orðið hefur sé af völdum gróbur- húsaáhrifanna, þ.e.a.s. að hún sé af völdum aukins koltvísýrings í loftinu, og það viöurkennir vísind- apanell aðildarríkjanna að ramma- samþykktinni. Það er hins vegar óumdeilt að hann hefur aukist, það er bara einföld mæling." Líkönin sem notuð eru við út- reikningana eru á ýmsan hátt ófullkomin að sögn Jakobs og seg- Jakob Björnsson. ir hann það vera fyrst og fremst á tvennan hátt: „I fyrsta lagi taka þau ekki tillit til samskipta and- rúmsloftsins og sjávarins nema yf- irboröslags sjávar. Þau taka ekki tillit til tilfærslu á koltvísýringi niðri í hafdjúpunum sem getur hugsanlega skipt miklu máli. í öðru lagi telja menn að þab sé ekki nægjanlega vel tekið tillit til vatns- gufunnar í loftinu. Eftir því sem hitastig eykst gufar meira upp úr höfunum og vatnsgufan er mjög áhrifamikib gróðurhúsagas, þ.e.a.s. á meðan hún er vatnsgufa. En þegar hún þéttist og myndar ský þá bremsar hún sólargeislun- ina og vinnur þess vegna á móti hitnuninni. Viö fáum, jú, minna sólskin þegar það eru ský, ekki satt. Þab sem menn ekki vita enn- þá og hafa ekki getað tekið með í módelin, a.m.k. á nægjanlega full- kominn hátt, er hvor þessara þátta ráði meiru: Bremsan frá þéttingu vatnsgufunnar í ský eða gróður- húsaáhrif sjálfrar vatnsgufunnar. Það getur skipt talsveröu máli." Veröur aö taka niöurstööum meö vissri varúö Jakob segir menn verða ab taka svona niðurstöðum meb vissri var- úð þó líkönunum hafi fleygt mik- ið fram og sé alltaf að fleygja fram. „Þetta eru niðurstööur reikninga og þeir eru ekkert betri en forsend- urnar. Þab er útaf fyrir sig sjálfsagt að vera á öllum verbi og taka málin alvarlega, en hins vegar mega menn náttúrulega heldur ekki láta sér yfirsjást að það sem þeir eru með í höndunum er ekki vissa." Jakob segir talað um að hækkun hitastigs hafi orðið um hálf gráða á nokkrum áratugum. „En það sem menn greinir á um og hefur ekki tekist að sýna fram á ótvírætt er hvort þetta er hliöin á náttúru- legri uppsveiflu, sem hafa alltaf orðib, eða hvort þetta sé eitthvað sérstakt vegna gróburhúsaáhrifa." Eldgos draga úr gróö- urhúsaáhrifum Áhrif eldgosa segir Jakob senni- lega draga úr gróðurhúsaáhrifum og bendir á Móðuharðindin sem dæmi. „Móðuharðindin ullu köld- um vetrum í Evrópu vegna ryksins sem þyrlaðist upp í andrúmsloftið. Ekki þar fyrir ab eldgosin sleppa líka út heilmiklu af gösum. Það má því segja að áhrifin eru á báða vegu en ég held nú að hin yfir- gnæfi yfirleitt." Áhrif iðnabarins yfirgnæfa ekki áhrif eldgosa segir Jakob. „Það er ekkert sem jafnast á við eldgos, ef það er nógu stórt. Eldgos geta ver- ið af öllum mögulegum stærðar- gráðum en þau stærstu hafa ör- ugglega meiri áhrif en iðnaðurinn. Taktu bara Móbuharðindin, þau voru geigvænleg. En þau voru á hinn veginn með lækkandi hita- stigi. Sama hafa menn talað um í sambandi við svonefndan kjarn- orkuvetur að af umfangsmiklum kjarnorkusprengingum þá yrði væntanlega frekar kólnun. Sama má segja um iðnaöarryk, þab veld- ur kólnun og vinnur því gegn gróðurhúsaáhrifunum. Svo þetta er flókið mál allt saman." Tilviljanakenndar ályktanir stjórnmála- manna ekki vænlegar til árangurs Jakob hefur ekki mikla trú á ár- angri af orðum stjórnmálamann- anna. „Yfirleitt held ég að verði nú að segja að meira og minna tilvilj- anakenndar samþykktir stjórn- málamanna eru ekki mjög líklegar til árangurs. í fyrsta lagi eru þær ekki mjög raunhæfar því stjórn- málamenn hafa meiri tilhneig- ingu til að taka pólitískt vinsælar ákvarðanir, þó þeir séu nú kannski allir af vilja gerbir. Það er nú ekki rétt að vera neitt að úthúða stjórn- málamönnum, en samt er þaf svona. Ég held ab það sé alveg rétl sem Orkuráðið telur sína skoðun að sum af þessum markmiöum en hreinlega óraunhæf á þessuir tíma. Þau eru kannski ekki endi- lega óraunhæf í sjálfu sér. En þetta tekur langan tíma. Þetta er eins og ef þú ætlar aö stoppa 25 tonna trukk sem keyrir meb 100 kíló- metra hraða, þá getur þú ab vísu stoppað hann. En það er óraun- hæft ab ætla sér ab stoppa hann á tveim, þrem sekúndum. Og eí menn reyna það þá eru mestar lík- ur fyrir því að afleibingin verði verri heldur en nokkurn tíma a? keyra áfram. -ohr

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.