Tíminn - 20.07.1996, Qupperneq 13

Tíminn - 20.07.1996, Qupperneq 13
Laugardagur 20. júlí 1996 13 Enn er net yfir torfinu til oð festa þaö. Athyglisverö nýjung í samþœttingu minjavörslu, náttúruverndar og ferbamennsku á Hveravöllum: Eyvindarstofa á Hvera- völlum opnuð á næstunni Ákveðið hefur verið að gera gamla sæluhúsið á Hveravöllum, sem byggt var árið 1922, að upp- lýsinga- og fræðslumiðstöð um náttúrufar og sögu svæðisins. Verður þetta gamla sæluhús gert að gestastofu Náttúruverndarráðs í ætt við það sem gert hefur verið í Sigríðarstofu við Gullfoss. Dag- legt eftirlit og umsjón með hús- inu verður á hendi Ferðafélags ís- lands og var nýlega undirritaður samningur þar um. Stefnt er að því að þessi gestastofa verði tilbú- in í lok mánaðarins og fái nafnið „Eyvindarstofa". Gamla sæluhúsið var byggt sum- arið 1922, en þá var ekkert afdrep fyrir menn eða hesta á Hveravöll- um. Árið 1992 var húsið orðið mjög illa farið, en það ár hóf Minjavernd að kanna leiðir til að lagfæra húsið. Almennt var þó talið að hinn möguleikinn væri einfaldlega að rífa það, þrátt fyrir að því hafi lítil- lega verið haldið við af upprekstrar- félögum. Það var svo árið 1994 að sjálfseignarstofnunin Minjavernd gerði vörslusamning við Svína- vatnshrepp um yfirtöku stofnunar- innar á húsinu með endurgerð þess í huga. í þeim samningi var þegar gert ráð fyrir því að Ferðafélag ís- lands og Náttúruverndarráð gætu tengst málinu á síðari stigum og er það nú orðið. Sumrin 1994 og 1995 var unnið að endurgerð hússins, en veggir þess voru hlaðnir úr hraungrýti úr nágrenninu. Upphaflega var efri hluti vesturgafls þess timburklædd- ur, en austurgaflinn hlaðinn upp að mæni. Þakið var klætt bárujárni, sem neglt var á lektur, og torf yfir. í húsinu var milliloft yfir um 2/3 hluta gólfflatarins og var þá hægt að hafa hesta undir, en menn sváfu uppi. Við endurgerðina hefur nán- ast alveg verið fylgt upprunalegri mynd hússins, nema hvað milliloft hefur aðeins verið hækkað til þess að manngengt sé um neðri hæðina. Það eru þeir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, og Ragnar Kristjánsson hjá Náttúru- verndarráöi sem skipulagt hafa og útfært þessa endurreisn gamla sælu- hússins. Segja þeir þetta tilraun til að tengja saman ferðamennsku, náttúruvernd og minjavernd þann- ig að hvert styðji annað. Nú er unn- ið að því að koma fyrir spjöldum með ýmiss konar upplýsingum í gamla sæluhúsinu og verður text- inn bæði á íslensku og ensku. Ragnar Kristjánsson hjá Náttúruverndarrábi á Hveravöllum ífyrradag. Tímamyndir Rut Gamla sœluhúsiö á Hveravöllum hefur veriö endurgert meö miklum glœsibrag og mun hýsa nýja Eyvindarstofu, þar sem feröamenn geta fengiö upplýsingar um sögu og náttúru svæöisins. Mikiö um aö vera í Stykkishólmi: Hákarl, bryggjuball og fjör Samtökin Efling Stykkishólms, sem eru samtök fyrirtækja og einstaklinga í Stykkishólmi, hafa unnið að kynningarstarfi af ýmsu tagi fyrir bæjarfélagið. Meöal þess athyglisverðasta er tónleikaröð, sem samtökin hafa staðið fyrir í sumar. í frétt frá samtökunum segir að lífib verði í föstum skoröum í Stykkishólmi um verslunar- mannahelgina og margt að gera fyrir ferðamanninn. Bent er á ab staðurinn hefur verib í þjóðbraut frá landnámi og gestagangur mikill síðan land byggbist. Eyja- ferðir bjóbi óviðjafnanlegar skemmtisiglingar um Breiðafjarð- areyjar, sem eru einstök náttúru- perla. Einnig sé hægt að skreppa með Breiðafjarðarferjunni Baldri til Flateyjar, skoða staðinn og komast í skemmtisiglingu þaðan til að horfast í augu við lundann. Golfvöllurinn í Stykkishólmi verði opinn alla helgina, sem og sundlaugin, en tjaldstæðið er á friðsælum og fallegum stað og býður gesti velkomna. Hestaleiga sé á næstu grösum og Hildibrand- ur í Bjarnarhöfn taki á móti gest- um, sýni þeim hákarlaverkun og bjóði þeim að bragða. Þeir, sem vilji fara út á lífið, skelli sér á hlaðborð og Ragga Bjarna á Hótel Stykkishólmi eða út að borða og á barinn á Knudsen. „Danskir dagar" hafa verið í Stykkishólmi undanfarin ár og verða þeir haldnir þriðju helgina í ágúst, þann 16.-18. þess mánað- ar í sumar. Nafnið vísar til þess tíma er danskir versluðu í Stykk- ishólmi, en staðurinn hefur verið verslunarstaður öldum saman. Áhrifa Dana gætti langt fram á þessa öld og raunar fram á þenn- an dag og segja gárungarnir að Stykkishólmur sé svo danskur enn, að þar sé danska ævinlega töluð á sunnudögum, eins og seg- ir í frétt frá Eflingu Stykkishólms. Á fyrsta degi hátíðarinnar „Danskra daga" verða opnaðar listsýningar, grillað, sungið við varðeld niðri við höfnina og stig- inn dans á Stykkishólmsbryggju á eftir. Kvöldið endar á flugelda- sýningu á Súgandisey. Veitinga- hús staðarins munu ekki láta sitt eftir liggja og hafa vandaðar skemmtanir ásamt því að hafa á boðstólum „flæskesteg og rodkál" ásamt fleira dönsku góð- gæti. Á laugardegi verður líka margt til skemmtunar fyrir alla aldurs- hópa: dorgkeppni, skátaþrautir og fleiri leiktæki fyrir börn, gönguferö um bæinn undir leið- sögn Einars Karlssonar, markaðs- tjald með veglegum sölu- og kynningarbásum frá fyrirtækjum staðarins og heimilisiðnaði bæj- arbúa, ennfremur verða þar ýms- ar uppákomur, ekki síst hin fræga og árvissa „áksjón" Lionsmanna. Sumir enda svo daginn á veit- ingahúsunum í fínum mat og skemmtunum. Síðan taka þeir snúning, en unglingarnir verba á útiballi. Sunnudagurinn hefst með sigl- ingu á slóðir danskra kaupmanna og heimsókn til Hildibrands í Bjarnarhöfn og síðan verður gengið um álfabyggðir Stykkis- hólms undir leiðsögn Erlu Stef- ánsdóttur. Tjaldið verður þéttset- ið þennan dag, veitingar og skemmtiatriði fram eftir degi og dagskráin endar á tónleikum í Stykkishólmskirkju. Þar leika þær Eydís Franzdóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir ljúfa tónlist fyrir óbó og píanó, meðal annars verk eftir danska tónsnillinginn Gade. Danskir dagar munu hafa sína eigin útvarpsstöð á FM 104,5. Einnig verður póstafgreiðsla með gamla laginu og mun póstmeist- ari afgreiða með stimpli hátíðar- innar, sem er prýddur svaninum og tákni fyrir Súgandisey. -ohr

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.