Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. júlí 1996 5 Siguröur Lárusson: Forsetaskipti Nú, þegar þetta er skrifaö, nálgast óðum aö nýr for- seti íslands taki viö völd- um hér á landi. Ég vil nota tæki- færib til þess að óska nýja forset- anum allra heilla í því vandasama verki sem bíður hans á kjörtíma- bilinu. Við íslendingar höfum átt því láni að fagna að eiga síðustu 16 ár- in frábærlega ástsælan forseta, sem við hljótum að kveðja meb þakk- látum hug og bestu óskum. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur í sínu starfi sem forseti íslands ver- ib þjóðinni til mikils sóma á allan hátt og boriö hróður landsins um víða veröld með sinni frábærlega fáguðu framkomu og orðsnilld. Þegar hún ákvað svo að gefa ekki kost á sér til starfsins enn eitt kjör- tímabil, fannst mörgum eins og mér að vandfundinn væri sá mað- ur sem gæti tekið við starfi hennar og gæti gegnt því með sömu reisn. En ég vona að nýkjörnum forseta takist það, a.m.k. kom ég ekki auga á annan mann sem líklegri væri til að valda því verkefni. Einhver fréttamaður spurði frú Vigdísi að því í vor hvort hún ætl- aði að setjast í helgan stein að loknum sínum langa og farsæla starfsferli sem forseti íslands. Hún kvað nei við spurningu frétta- mannsins og sagbi eitthvað á þá leið ab nóg verkefni biðu sín fram- undan. Meðal annars ætti hún eft- ir að þiggja boð þjóbhöfðingja og háskóla á nokkrum stöðum er- lendis, sem ekki hefði enn unnist tími til að þiggja, en eins og kunn- ugt er var hún mjög eftirsótt til slíkra ferðalaga. Stuttu seinna lýsti Davíð Odds- son því yfir að hann hefði lagt þab til við ríkisstjórnina ab Vigdísi skyldi veittur allt að einnar millj- ónar kr. styrkur til ferðalaga er- lendis árlega, og auk þess skrif- stofuaðstaöa í Stjórnarráðshúsinu, en hinn nýi forseti fengi skrif- stofuaðstöðu á öbrum stað. Þetta kom mjög flatt upp á marga lands- menn. Ég trúi því ekki að þjóð- höfðingjar erlendra þjóða og er- lendir háskólar bjóði Vigdísi í heimsóknir án þess að greiöa að fullu allan ferðakostnað sem af ferb hennar hlýst. Þessvegna finnst mér algerlega út í hött þegar „Mér hefði fundist nær að verja þeim peningum til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, svo að ekki hefði þurft að loka eins mörgum deildum á þeim, sem er ríkisstjóminni til stórskammar." VETTVANGUR Vigdís Finnbogadóttir. Ólafur Ragnar Crímsson. Davíð forsætisráðherra ber fram tillögu í ríkisstjórninni um allháa fjárveitingu til Vigdísar vegna ut- anlandsferða hennar. Um miðjan vetur var oft minnst á þab í fréttum að Davíð Oddsson væri ab hugsa um að bjóða sig fram til embættis forseta íslands, en mig minnir að í marsmánuði hafi hann loks lýst því yfir að hann hefbi ekki hug á því. Oft var getið um þetta í fréttum og ýmsar vangaveltur voru búnar að vera í sambandi við þennan orbróm. Meðal annars var sagt um þennan orðróm að margir hvettu Davíð til þess að bjóða sig fram, einkum eft- ir ab fullvíst þótti að Ólafur Ragn- ar Grímsson ætlaði að fara í fram- bob. Davíb Oddsson. Hinsvegar var sagt að margir af mestu áhrifamönnum Sjálfstæðis- flokksins hefbu lagt mjög hart að Davíb að fara ekki í framboð, því að þá mundi flokkurinn varla þola þau átök sem yrðu vegna kosning- ar nýs formanns. Hvort þetta er rétt veit ég ekki. En fljótlega eftir að Davíð gaf þessa yfirlýsingu kom annar sjálf- stæðismaður fram á sjónarsviðið og tilkynnti um framboö sitt til forseta íslands. Hann lét þess getib í leiðinni að hann hefði rábfært sig vib Davíð og Friðrik Sophusson áður en hann tók ákvörðun um framboð. Þetta var einn af hæsta- réttardómurum þjóöarinnar, mað- ur sem enginn styr hafði staðiö um, prúður og kom mjög vel fyrir. Það dugði þó ekki til ab hann næði kosningu, því hann fékk 12% minna fylgi en Ólafur Ragnar. Ekki mun Davíö hafa verið ánægður með úrslitin. Mig grunar ab þess- vegna hafi hann ekki viljaö hafa Ólaf Ragnar í forsetaskrifstofunni í Stjórnarráðshúsinu, en eins og kunnugt er hefur enginn kunn- ingsskapur verið með þeim. Ég hygg ab það, að Davíð bauö Vigdísi áframhaldandi afnot af forsetaskrifstofunni í Stjórnarráðs- húsinu, hafi verið gert til þess að losna við nýkjörinn forseta úr hús- inu. Þó að Vigdís sé alls góðs mak- leg, þá jinnst mér þetta of langt gengið, og ég er hissa á því ef hún þiggur þab. Og þá eru til peningar í ríkissjóði, fyrst hægt var að kaupa annað hús handa nýja forsetanum og innrétta það sem skrifstofuhús- næði handa honum. Mér hefði fundist nær að verja þeim peningum til stóru sjúkra- húsanna í Reykjavík, svo að ekki hefði þurft að loka eins mörgum deildum á þeim, sem er ríkisstjórn- inni til stórskammar. Það, ab þrengja ár eftir ár að starfsemi sjúkrahúsanna, finnst mér alveg óþolandi og ég skora hér með á fjárlaganefnd að láta það ekki endurtaka sig við fjárlaga- gerðina nú á komandi hausti, heldur auka verulega það fjár- magn sem lagt er til þeirra. Höfundur er fyrrum bóndi. Um Launasjób Eitt af því ömurlegasta, sem ég lendi í, er að hlusta á fjárhagslega vel stætt fólk barma sér undan peningaleysi. Því miður er þetta landlæg árátta. Hún ber vott um andlega fátækt af þeirri stærbar- gráðu, að líkja má við hungurs- neyð. Einu gildir hverju hent er í kjaftinn á svona fólki, það mettast aldrei. Þvert á móti eykst hungur þess við hvern bita sem það hremmir. Og þab er alveg sama hversu ríkt þetta fólk verður af veraldlegum gæbum. Sál þess er og verður snaub. Nýlega hitti ég einn félaga minna úr hópi rithöfunda. Talið barst að Launasjóði rithöfunda, enda stendur nú fyrir dyrum end- urskoðun laga um þann sjóð. Ég hef lengi barist fyrir því ab úthlut- anir úr sjóðnum verbi launa- tengdar, þannig að þeir höfundar, sem lifað geti mannsæmandi lífi af ritlaunum á almennum mark- aði, missi rétt til úthlutunar úr þessum sjóði. Þetta er raunar í fullu samræmi við upphaflegan tilgang hans. Nú hefur stjórn Rit- höfundasambands íslands kynnt menntamálaráðherra hugmyndir sínar um væntanlegar lagabreyt- ingar varðandi sjóbinn. Þær eru nánast engar. Hvorki er minnst einu aukateknu orði á launateng- ingu né er þar ab finna stakt orð, sem komið gæti í veg fyrir að sama fólkið hirði meginhluta út- hlutana ár eftir ár, svo sem veriö hefur. Þar eð rithöfundur sá, er ég áð- an minntist á, er í stjórn Rithöf- undasambandsins, gat ég ekki stillt mig um að hafa orð á þessu. Svarið var vesældarleg fátæktar- þula, sem gekk út á þab að aum- ingja maðurinn hefbi aðeins 200.000 kr. í mánaðarlaun á al- mennum markabi, eftir ab skatt- urinn hefði hirt sitt! Því taldi þessi maður sér nauðsynlegt að geta þar til viðbótar kríað 90.000 kr. á mánubi út úr Launasjóði rithöf- unda. Nú er það svo, ab 200.000 kr. á mánuði eftir skatt eru svo sem rithöfunda SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson ekki neinar ofurtekjur, sé borið saman við forstjóra stórfyrirtækja. En sé miðab við íslenska alþýbu og þar með u.þ.b. 90% rithöfunda á landi hér, þá eru þetta háar tekj- ur. í öllu falli er vel hægt að lifa af þeim, enda býr umræddur rithöf- undur í stórhýsi sem hann á sjálf- ur. Ég get vel unnt honum þessara tekna. En ég fæ ekki skilið hvers vegna ríkið á að hlaupa undir bagga meb honum og bæta um betur. Nægi manninum ekki fimmtungur milljónar til fram- færslu á mánuöi, þá ætti honum ab vera hægur vandinn ab snúa sér til Félagsmálastofnunar. Hlutverk Launasjóðs rithöf- unda er að gera rithöfundum fjár- hagslega kleift að einbeita sér að ritstörfum, til ab okkur megi aubnast að auka og fegra þann reit íslenskrar menningar, sem við höfum kosib að rækta. Launasjóð- ur er tæki ríkisvaldsins til ab auka listsköpun. Þetta tæki er ekki til þess ætlað að skapa hér afætustétt meb tilheyrandi prjáli og frægðar- kjaftæði, svo sem verið hefur. Vonandi ber menntamálaráb- herra gæfu til að endursenda stjórn Rithöfundasambands ís- lands hugmyndir hennar um framtíð Launasjóðs og taka þessi mál föstum tökum. Við rithöf- undar eigum engan sjálfkrafa rétt á því ab ríkiö hlaði á okkur pen- ingum úr hófi fram. En vilji menn blómlega bókmenntasköpun á ís- landi, þá eigum við rétt á því ab okkur séu tryggðar þær tekjur, sem við þörfnumst til lífsviður- væris. Sjálfir eigum vib svo að sjá sóma okkar í því að gera ekki kröf- ur umfram þarfir. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES HÁLF-TÍMINN Hálf hefur verið róstusamt í kringum gamla góba dagblaðið okkar Tímann undanfarin ár, svo grónum fram- sóknarmönnum þykir nóg um. Um tíma var skipt jafn ört um útgefend- ur og ritstjóra og íhaldið skipti um borgarstjóra á síöasta kjörtímabili sínu. En þá kom ágætt útgáfufélagib Frjáls fjölmiðlun til sögunnar og sið- an hefur blabið komist fyrir vind og voga og siglt hinn lygna sjó. Nánast sest í helgan stein. Einsog nærri má geta hoppaði margt Framsóknarhjartab þegar spuröist ab Tíminn okkar væri risinn úr helgum steini og kominn í óvígða sambúb norban heiöa. Þó ekki sé bú- ib ab rába ritstjórann, er þegar búib að upplýsa ab ritstjórnarstefnan verbur bæði „hógvær og vöndub landsbyggbarstefna" eba „óháð dag- blab og frjálst". Væntanlega eftir því hvort blabið er lesib frá forsíöu að mibjuopnu eba snúib við og lesib frá baksíbu ab opnunni eins og Spari- hefti heimilanna. Jafnframt segja venslamenn nýja Hálf-Tímans ab blabinu sé ætlab ab vinna nýtt land: „ab sækja frá lands- byggöinni og til höfubborgarsvæbis- ins með málefni sem varða fyrst og fremst landsbyggðina". Þeir trúa líka að „margir á höfuðborgarsvæðinu séu innst inni mjög hlynntir lands- byggbinni". Þessi ágiskun snertir pistilhöfund í hjartastab, enda hvfla forfebur hans, sem ekki týndust í hafi vib sjórán frá Grindavík, í hinum ýmsu grafreitum vib Eyjafjörb. Spurt er því: Hálf-Tíminn á ab færa okkur Reyk- víkingum fréttir úr sveitinni. Af hverju er þá slegib saman tveim sveitablöðum, sem fólk í höfubborg- inni les ekki nema á biðstofum, í stab þess ab kaupa vígba Reykjavíkur- pressu á borb vib Sjónvarpshandbók- ina, Fasteignablaðib og Sparihefti heimilanna? Reykvíkingar hlaupa ekki upp til handa og fóta þó fólk uppi í sveit langi ab segja þeim frá landsbyggbarstefnum. Jafnvel þó þær séu bæbi „vandaðar og hóg- værar", ab maöur segi nú ekki „frjálsar og óhábar" og Reykvíkingar séu „innst inni mjög hlynntir lands- byggbinni", eins og pistilhöfundur. En látum Kormák kyrran liggja. Pistilhöfundur bíður með öndina í hálsinum eftir Hálf-Tímanum og von- ast svo sannarlega til að fá svör vib spurningum dagsins: 1. Af hverju hefur landsbyggbin fimmfaldan kosningarétt á vib Breib- holtib? 2. Af hverju eiga sveitamenn ab fá vinnu í Reykjavík á meöan Reykvíkingum stendur það ekki til boba í öllum byggbarlögum? 3. Af hverju á ab flytja Landmælingar ís- lands, Sláturfélag Suburlands og Dagblabib Tímann frá borginni, en eldra fólk og þurfandi úr öllum landshomum til borgarinnar? 4. Af hverju þurfti starfsfólk Sælgætisgerb- arinnar Opal að missa vinnuna í Reykjavík, þegar Sölumibstöb hrað- frystihúsanna langabi að selja fisk á Akureyri? Eða jafnvel svör vib persónulegum spurningum: Eyjafjörbur er stærsta þéttbýli landsins utan höfubborgar- svæbis. Af hverju láta þá Eyfirðingar fara meb sig eins og sveitamenn og halda áfram að kjósa yfir sig eintóma sveitamenn á þing?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.