Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 26. júlí 1996 Lesendur! Kann- ist þiö við þetta hús? Teiknarinn góökunni, Ragnar Lár, teiknaöi þessa skemmtilegu mynd af húsi í Reykjavík fyrir 25-30 árum. Ragnar segist ekki vita hvar húsiö stóö eöa stend- ur, þaö var teiknaö eftir ljós- mynd. Nú væri gaman ef lesendur Tímans kannast viö húsiö og vita eitthvaö um sögu þess og afdrif. Hringiö í blaöiö og látiö vita. Eflaust eru margir lesenda sem kannast viö húsiö og um- hverfiö, sem aöeins sést í aö baki þess. Hvaba hús er þetta, hvar stendur þab, eba er þab yfirleitt uppistandandi enn í dag? Áriö 1915, í desember, kaupir Gunn- laugur Ólafsson Vatnsstíg 9 af sameig- anda sínum, Jónasi Árnasyni, lóö aö stærö 176 ferálnir. Lóö þessi var úr tómt- húsbýlinu Grjóthús sem faðir Jónasar, Árni Halldórsson, keypti árið 1903 af dánarbúi Bjarna Bjarnasonar í Grjót- húsi. Árni Halldórsson byggöi Vatnsstíg 9 og seldi Gunnlaugi Ólafssyni helming eignarinnar. En eftir aö kröfur urðu meiri um stærra húsrými sótti Gunn- laugur um byggingarleyfi fyrir öðru húsi á lóðinni, sem byggt yrði úr steinsteypu, 7,20 x 7,20 m, og skúr 3,55 x 1,75 m. Sama ár sækir hann um aö fá að hafa húsiö með stærri grunnfleti og var það leyft. Árið 1916 byggir hann húsiö sem í dag er Vatnsstígur 9A. En viö byggingu hússins minnkaði kartöflugarður þeirra Gunnlaugs og Jónasar. Fyrsta brunavirðingin var gerö 25. september 1916. Þar segir að Gunnlaug- ur Ólafsson hafi byggt einlyft hús með 4 álna risi, á lóð sinni við Vatnsstíg. Húsiö er byggt úr steinsteypu, sementsléttaðri utan og innan og asfalterað, með járn- þaki á plægöri 1' borðasúð, með pappa í milli. Niðri eru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og búr, allt þiljað og herbergin með striga og pappír á veggjum og loftum, einnig er pappi í lofti á eldhúsi. Allt mál- að og betrekkt. í einu herberginu er brjóstþil. Þar er einn ofn og ein eldavél. Uppi er eitt herbergi, þiljað og málað með einum ofni. Framloft er óþiljað. Kjallari 4 álnir á hæð er undir öllu húsinu. Þar em tvö íbúðarherbergi, þvottahús með vatnspotti, gangur og geymsluklefi. Herbergin em þiljuð og máluð og með timburgólfi ofan á steing- ólfi, sem er í öllum kjallaranum. Þar em tveir ofnar. Stærð hússins 12 x 12 álnir. Vatns-, gas- og skolpleiðslur eru í hús- inu. Við suðurgafl hússins er inngöngu- skúr, byggður eins og húsið. Þar em tveir gangar þiljaðir með striga og pappa, málaðir. Undir skúrnum er 4 álna hár kjallari, þar er geymsla. í manntali frá árinu 1916 búa á Vatns- stíg 9A: Gunnlaugur Ólafsson, fæddur 22. febrúar 1860, Guðrún Arnbjarnar- dóttir, kona hans, fædd 28. ágúst 1864, Arnbjörn Gunnlaugsson skipstjóri, fæddur 5. júlí 1888, Guðrún Gunnlaugs- dóttir skrifstofustúlka, fædd 25. júlí 1893, Eyjólfur Þórarinn Gunnlaugsson, fæddur 19. mars 1898, og Ólafur Júníus Vatnsstígur 9A Gunnlaugsson, fæddur 11. júní 1900. Á öðru heimili búa: Sigurður Vil- berg Sigurðsson húsbóndi, fæddur 1. febrúar 1894, Sig- urbjörg Sigurðardóttir húsmóðir, fædd 14. maí (ekki vitað um fæðingarár). Gunnlaugur Ólafsson lést af slysför- um 17. janúar 1926. Kona hans Gubrún Arnbjarnardóttir lést 6. oktober 1938. Þau hjón bjuggu lengst af í húsinu við hliðina, Vatnsstíg 9, í tvíbýli við fjöl- skyldu Jónasar P. Árnasonar. Börn þeirra vom: Arnbjörn skipstjóri, Gubrún, gift- ist til Danmerkur, Þórarinn, stýrimaður á skipum, og Ólafur sem lengi var kaup- mabur á Ránargötu 15. 1928 var sótt um leyfi til að setja dyr á kjallara hússins Vatnsstígsmegin. Þá voru uppi hugmyndir um ab reka versl- un í kjallaranum. Þá var einnig sótt um ab breyta gluggum á kjallaranum. Leyfi fékkst ekki fyrir dymm Vatnsstígsmegin, en breyting á gluggum var leyfð. Ekkert varð af verslunarrekstri í húsinu og leyf- ið til breytingar á gluggum var ekki not- að. í október 1941 fær Arnbjörn leyfi til ab byggja kvisti á götuhlið hússins. I bruna- virbingu frá 1942 segir að húsið sé einlyft, meb tveimur kvistum, risi og kjallara. Á aöalhæðinni em þrjú herbergi, eldhús og búr. Allt þiljað, herbergin með striga og pappa í loftum og veggjum og einnig í lofti í eld- húsi, allt málab og veggfóðrab. í rishæb em tvö íbúðarherbergi, þiljuö og máluð. Kjallari er undir öllu húsinu. Þar eru tvö íbúöarherbergi, þvottahús, gangur og geymsla. Herbergin þiljub og málub. Timburgólf er ofan á steingólfi í her- bergjunum. Inngönguskúr er við suður- gafl hússins, byggður eins og það. Þar em tveir gangar, þiljaðir og með striga og pappír, málaðir. í kjallara undir skúrnum er geymsla. Arnbjörn byrjaði sjómennsku 13 ára gamall og var fyrst á skútum. Hann varð síðar skipstjóri og fór víða um fiskislóö- ir. Á milli fyrra stríðs og þess síbara fór hann með spönskum og portúgölskum fiskiskipum á íslensk fiskimið og einnig um langan veg, eins og til Nýfundna- HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR lands. Hann var oft langtímum saman að heiman vegna starfs síns. í fyrra stríði var hann skipstjóri á Egg- ert Ólafssyni eba þar til skipiö var selt til Frakklands. Þegar heimsstyrjöldinni síð- ari geisaði, sigldi Arnbjörn milli íslands og Bretlands með línuveiðarann Sverri, sem var gerður út af Sigfúsi Blöndal. Kona Arnbjörns Gunnlaugssonar var Sigríöur Rafnsdóttir, fædd 6. október 1894 á Norðfirbi. Þau eignuöust tvær dætur, Guðrúnu og Gubrúnu Erlu, sem báðar ólust upp á Vatnsstíg 9A. Þær vom skírðar í höfuðið á ömmum sínum sem báðar hétu Gubrún, en önnur þeirra hét líka Erla. í Suðurlandsskjálftanum árið 1898 var Arnbjörn á heimili móöurafa síns og - ömmu, þeim hjónum Arnbirni Þórarins- syni og Gubrúnu Magnúsdóttur, sem bjuggu á stórbýlinu Selfossi. í einni skjálftahrinunni féll þak bæjarins og Gubrún og Arnbjörn létust bæbi. Arn- björn yngri svaf í næsta rúmi við afa sinn og ömmu og náðist á lífi út úr rúst- unum ásamt öbmm manni. Þegar þessi hörmulegi atburður gerbist, var Arn- björn aðeins átta ára. Bærinn Selfoss var á þeim slóbum þar sem kaupstaðurinn Selfoss er nú og eru mörg af húsunum þar byggð á túni bæj- arins. Mikill gestagangur var á heimili Arn- bjarnar og Guðrúnar á Selfossi, enda staðurinn í alfaraleið og hjónin með ein- dæmum gestrisin. Aldrei þáðu þau borg- un fyrir veitingar eða gistingu. Allir í nærliggjandi héruðum þekktu þau og fór hátt rómur af örlæti þeirra. Það var því þungur harmur kveðinn að afkomendum þeirra og einnig þeim, sem vandalausir voru en höfbu notiö gestrisni á heimili þeirra. Þab væri vel til valið að reistur yrbi minnisvarði um þau hjón þar sem sveitabærinn Selfoss stób áður. Sigríður Rafnsdóttir lést 9. febrúar 1936, en maður hennar Arnbjörn Gunn- laugsson lést 7. nóvember 1967. í nokkur ár eftir lát hans var húsið leigt út, en síðan selt. Eftir að Jón Hilm- arsson varð eigandi að Vatnsstíg 9A byggði hann kvist í vestur. Ur stofugluggum hússins, sem snúa út á Vatnsstíginn, sjást Esjan, Akrafjallið og Skarðsheiöin. Einnig sést frá stofuglugg- unum, handan Sæbrautar rétt við fjöm- borbið, skúlptúrinn fagri Sólfarið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.