Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. júlí 1996 7 Nelson Mandela farinn aö slaka á stjórnartaumunum: Leit hafin ab eftirmanni Ein ástæðan fyrir því að gjaldmið- ill Suður-Afríku, randið, féll að verðgildi fyrr á árinu var sú að upp kom orðrómur um að Nelson Mandela væri ekki heill heilsu. Sumir segja ab orðrómurinn hafi komist af stað þegar verðbréfasala nokkrum í London heyrðist starfsfélagi sinn í Suður- Afríku segja í símann: „Nelson er veik- ur," en í raun sagði hann „Jeltsín er veikur." Verðgildi randsins hrapaði niður um 20% gagnvart bandaríska dollaranum og hefur ekki tekist ab ná sér á strik aftur vegna viðvarandi ótta um óstöb- ugleika í stjórnmálum og efna- hagslífi landsins. Mandela er hins vegar langt frá því að vera veikur, og raunar getur varla hraustari menn á hans aldri. En hann er orðinn 78 ára og er far- inn að tala opinberlega um það að hann muni ekki sitja í forsetaemb- ættinu til eilífðar. Lengi hefur raun- ar verið vitað að hann ætli ekki að sitja áfram eftir að núverandi kjör- tímabili lýkur, en það gerist árið 1999, en í heimsókn sinni staðfesti hann það í fyrsta sinn opinberlega. „Þá verð ég orðinn 81 árs," sagði hann við blaðamenn. Og nú þegar er hann farinn að slaka töluvert á: Leggur minni áherslu á að halda sjálfur um taumana í stjórn lands- ins en tekur frekar að sér að vera sameiningartákn landsmanna. Hann er t.d. hættur að stýra ríkis- stjórnarfundum. Sú spurning er því farin að verða sífellt áleitnari hvað muni taka við eftir að hann sest í helgan stein? Og hver verður eftirmaður hans? Þegar hann var staddur í London gerði hann sjálfur öllum ljóst að eftir- maður sinn sem leiðtogi Afríska þjóðaráðsins muni verða varaforseti landsins, Thabo Mbeki. Ennfremur gaf hann í skyn í einkasamræðum að hann reiknaði með að Mbeki muni einnig taka við forsetaemb- ættinu. Vandinn er ekki síst sá að Man- dela býr yfir nánast náttúrulegum persónutöfrum og virðuleika sem verkar róandi á æsingamenn og auðveldar sættir milli andstæðinga. Þetta hefur veriö mjög mikilvægt fyrir lýðræðisþróunina í Suður- Afr- íku og finnst mörgum erfitt að ímynda sér að málin hefðu getað þróast jafn friðsamlega án Mandela. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚNI3 .105 REYKJAVÍK. SÍMI563 2340. MYNDSENDIR 562 3219 Utvarpshússlób vib Efstaleiti 1 Auglýst er kynning á breyttri afmörkun lóbarinnar ásamt lóbarafmörkunum og skilmálum fyrir lóbirnar Efstaleiti 3, 5, 7 og 9. Stabahverfi, deiliskipulag og skilmálar Auglýst er kynning á skipulagi Stabahverfis, sem samþykkt var í skipulagsnefnd 10. júní 1996 og borgarrábi 25. júní 1996. Kynning á teikningum og líkani ásamt skilmálum. Skógarhlíb, umhverfi og skipulag Auglýst er kynning á skipulagi umhverfis Skógarhlíbar — afmörkun lóba. Egilsgata 5 Auglýst er tillaga ab skipulagi lóbarinnar nr. 5 vib Egils- götu þar sem gert er ráb fyrir sjálfsala á bensíni, bílastæb- um og grænu svæbi. Ábendingum og athugasemdum vegna Skógarhlíbar og Egilsgötu 5 skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykja- víkur eigi síbar en 27. ágúst 1996. Kynningarnar fara fram í sal Borgarskipulags Reykjavíkur og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæb, kl. 9-16 virka daga og standa til 27. ágúst 1996. Nelson Mandela hefur þótt svo ómissandi í lýörœöisþróuninni í S- Afríku aö margir eiga erfitt meö aö sjá fyrir sér hvaö viö tekur eftir aö hann lætur af embœtti. Thabo Mbeki varaforseti, líklegasti eftirmaöur Mandela. Gallinn er hins vegar sá að menn óttast hvað við muni taka, einmitt vegna þess hvað persóna Mandela sjálfs hefur skipt miklu máli, og sá ótti getur virkað eyðileggjandi á þróunina. Mandela virðist greinilega bera fullt traust til þess að Mbeki sé fær um að standa undir þeim vænting- um sem gerðar eru til eftirmanns hans í forsetaembættinu. Mbeki er 54 ára og sonur einn af dyggustu liðsmönnum Afríska þjóðaráðsins og Kommúnistaflokksins, hagfræð- ingur að mennt, og hefur smám saman verið að takast á hendur auk- in völd. Sem varaforseti gegnir hann í raun hlutverki forsætisráð- herra með því að stýra ríkisstjórnar- fundum. Ennfremur er ljóst að Mbeki er sá sem mestu ræður í ut- anríkismálum, auk þess að vera einna hæfastur í samningaviðræð- um við hægri íhaldsöfl hvítu mann- anna jafnt sem við forkólfa við- skiptalífsins sem flestir eru hvítir á hörund. Það sem Mbeki hefur verið gagn- rýndur fyrir er að hann hafi ekki sýnt nægilega mikla ákvebni í þeim vandamálum og átökum sem kom- ið hafa upp innan Afríska þjóða- ráðsins, auk þess sem hann hefur þótt sýna of mikla linkind gagnvart herstjórninni í Nígeríu, og er þá einkum vísað til þess að hann hafi verið tregur til þess að fordæma af- tökurnar á síðasta ári þegar um- hverfisbaráttumaðurinn Ken Saro- Wiwa og félagar hans voru teknir af lífi. Nú fyrir skömmu þótti honum hins vegar takast mjög vel upp við að koma af stað friðarumleitunum milli Afríska þjóðarábsins og Inkat- ha- hreyfingar Súlúmanna sem hugsanlega gætu bundið endi á átökin í KwaZulu- Natal. Nokkuö ljóst er að Mbeki muni taka við leið- togaembætti Afríska þjóðaráðsins af Mandela á flokksþingi sem haldið verður á næsta ári, og um leið verði hann útnefndur forsetaefni flokks- ins. Eftir það má búast við að hann fari að verða meira áberandi en Mandela, bæði innanlands og á al- þjóðavettvangi. -gb/Newsweek Margt líkt me6 reyking- um og ríkni- efnaneyslu Flestir virðast standa í þeirri trú ab þab sé ekki ýkja margt sem er sam- eiginlegt með því ab reykja sígar- ettur og sniffa kókaín. Vísinda- menn og læknar hafa þó iöulega bent á að hvort tveggja sé ávana- bindandi meb svipubum hætti, og nú nýlega birtu ítalskir visinda- menn vib háskólann í Cagliari niburstöbur rannsókna sinna sem varpa nýju ljósi á þab sem gerist í heilanum þegar sígarettur eru reyktar. Eins og venjulega þegar slikar til- raunir eru gerðar þurfti að níðast á nokkrum blásaklausum dýrum. Til- raunin fór þannig fram að rottum voru gefnir litlir skammtar af nik- ótíni í bláæð, en skammturinn var álíka stór og reykingamabur fær í sig í einum reyk. Siðan fylgdust vísinda- mennirnir, sem starfa undir forystu taugafræbingsins Gaetano di Chiara, með þeim lífefnafræðilegu breyting- um sem áttu sér stað í kjölfarið á ákveðnu svæði í heilanum, tauga- kjarna sem nefnist nucleus accum- bens, en á því svæði virðist sem ávanamyndun eigi sér stað. Það sem þar sást eiga sér stað var nokkuð sláandi. í ysta lagi tauga- kjarnans mátti greina verulega aukningu á streymi dópamíns sem er mikilvægt boðefni í heilanum, en umræddur taugakjarni er nátengdur einni mikilvægustu tilfinningamið- stöð heilans, svonefndri amygdala. Það sem er svona merkilegt vib þetta er að sömu vísindamenn höfbu ábur komist að því að þegar kókaíni, amfetamíni og morfíni er sprautað í rotturnar eiga sér stað nánast ná- kvæmlega sömu lífefnafræbilegu breytingarnar og þær sem hér hefur verið lýst. Sem þýðir að heilinn virð- ist í þessu tilliti engan greinarmun gera á því hvaða ávanaefni er um ab ræða, hvort það eru þau fíkniefni sem alræmdust em eða „bara" gömlu góðu sígaretturnar. -gb/Newsweek Risapadda í skóginum Þetta ófrýnilega tæki sem sést á myndinni er ný finnsk upp- finning sem þýsk yfirvöld eru að gera tilraunir meb þessa dag- ana. Hlutverk þess er að þramma um skóga og saga nið- ur tré. Tækið er á fótum sem gefa því nokkuð skorkvikindislegt útlit, og sérstakur skynjari er til þess að kanna hvort leiðin sé greið- VINNINGSTÖLUR MÐVIKUDAGINN 24.07 1996 mumIIÚLUR BONUSTOLUR Vtnnbigar F]öldl vinnlnga Vlnnlng* upphnö 1. -« 4 28.320.000 O Sd6 C-. .■ÓMua 0 371.904 3. «■<* s 58.440 4. 4 *6 230 2020 C 3-6 O. ••óHua 955 200 Samtals: 1194 28.752.564 MfctevtrrinoMVM: A ktard: 114.599.704 1.319.704 Uppfeingar un vinningstölur fést oimig 1 sircvara 568-1511 oöaGrœnunimonacOÆ11 og I toxlavflrpi ésíöu 463 fær. Þetta þykja töluverðar framfarir frá þeim stórvirku skógarhöggstækjum hingað til hafa verið notuð, en þau eru ýmist á hjólum eða beltum og valda töluverðri eyðileggingu á lággróðrinum. -gb/Der Spiegel Gluggar í útihús - án viðhalds ! Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 5644714

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.