Tíminn - 31.10.1986, Page 3

Tíminn - 31.10.1986, Page 3
Föstudagur'31. október 1986 Tíminn 3 Prentsmiðjan Hólar gjaldþrota: Framboðsmál Framsóknar í Reykjavík: vegna fjárlaga Umræðan leiðir í Ijós hvort fjárveiting fæst til framkvæmda Dýpkunarskipið Hákur er nú komið til Ólafsfjarðar, en brýn þörf er á að dæla verulegu magni uppúr höfninni þar, en í hana berst alltaf talsvert af sandi og möl. Hefur af þeim sökum þurft að dýpka höfnina á fimm til átta ára fresti. Að sögn Óskars Þórs Sigurbjörns- sonar formanns hafnarnefndar á Ólafsfirði er þó ekki enn ljóst hvort nokkuð verður hafist handa við höfnina í haust, það veitur alveg á hvort fjárveiting fæst á þeim fjárlög- um sem nú eru til umræðu. Ef vilyrði fæst fyrir fjármagninu verður jafnvel reynt að byrja á dælingu úr höfninni í haust ef tfð leyfir. Áætlað er að dæla átján þúsund rúmmetrum upp úr höfn og innsiglingu. Kostnaðar- áætlun sem gerð er af hafnarmála- stofnun er upp á átta milljónir króna, en þá er reiknað með að koma öllu því efni sem upp úr höfninni kemur á land upp, en það hyggjast Ólafs- firðingar nota síðar f uppfyllingu undir íbúðarhúsabyggð og íþrótta- svæði. í sumar hafa loðnuskip oft þurft að sæta sjávarföllum við að komast inn til Ólafsfjarðar, einnig er ljóst að hinn nýi frystitogari Ólafsfirðinga Merkúr mun tæplega geta legið í heimahöfn ef einhver ókyrrð er í höfninni að óbreyttum aðstæðum. Að sögn Óskars er nú verið að gera við skemmdir þær sem urðu í fyrrahaust þegar Skeiðsfoss skip Éimskipafélags fslands sigldi á bryggju á Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður við viðgerðina er 1300 þúsund, sem er lítið eitt hærri upp- hæð en dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á. Enn er hinsvegar ófrágeng- ið hvað Eimskipafélagið greiðir háa upphæð vegna skemmdanna, og virðist samkomulag um það ekki vera í sjónmáli milli Eimskipafélags- ins og Ölafsfjarðarbæjar. Skuldir um 40 Ásta Ragnheiður gefur kost á sér - Guðmundur G. ekki ákveðinn Hákur bíður eftir að fjárlög verði afgreidd. Mynd: Ö.Þ. milljónir króna Nú hafa fjórir aðilar tilkynnt um þátttöku sína í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Þeir eru: Ásta R. Jóhannesdóttir, sem skilaði formlega inn gögnum á skrifstofu flokksins í gærkvöldi, en hún gefur kost á sér í annað sæti listans, Finnur Ingólfsson aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra, Haraldur Ólafsson alþingismaður og Helgi S. Guðmundsson markaðsfulltrúi sem hefur gefið kost á sér í þriðja sætið. Mikið hefur verið rætt um hvort Guðmundur G. Þórarinsson muni gefa kost á sér til framboðs fyrir Framsókn fyrir alþingiskosnin- garnar. Tíminn leitaði til Guð- mundar og spurði hann. Svaraði Guðmundur því til að hann ætlaði sér að hugsa málið yfir helgina. Þá sagðist hann vita að undirskriftar- listar væru á ferðinni og hann vildi bíða og sjá hversu almennur og mikill sá stuðningur væri áður en hann tæki endanlega afstöðu til framboðsmála. Loks má geta þess að Bolli Héðinsson hagfræðingur hafði gef- Dollaralánin of erfiö, segir Þröstur Jónsson Prentsmiðjan Hólar á Seltjarnar- nesi, hefur verið tekin til gjaldþrota- skipta og hefur Hlöðver Kjartans- son, lögfræðingur verið ráðinn bú- stjóri til bráðabirgða. Sagði hann, í viðtali við Tímann í gær, að greiðslu- stöðvun hefði verið veitt þann 18. júní til þriggja mánaða. Stjórn prentsmiðjunnar hefði síðan farið fram á gjaldþrotaskipti þann 17. september og rennur frestur til inn- köllunarkrafnaútþann l.desember. Sagði Hlöðver að skv. síðasta ársreikningi hefðu skammtíma skuldir fyrirtækisins numið 22,5 mill- jónum en langtímaskuldir 13,5 mill- jónum króna. Væri u.þ.b. helming- urinn í íslenskum krónum og óverð- tryggt en hinn helmingurinn í verð- tryggðum lánum eða erlendri mynt. Átti Hlöðver þó von á að heildar- skuldir yrðu nokkru hærri, m.a. vegna starfsmanna. Fyrsti skipta- fundur yrði síðan haldinn í janúar á næsta ári. Þröstur Jónsson, einn af forsvars- mönnum fyrirtækisins sagði að Prentsmiðjan Hólar hafi verið stofn- uð 1942 og hafi þá aðallega séð um prentun fyrir Mál og menningu. Mál og menning væri reyndar enn stærsti einstaki hluthafinn með 22% hluta- fjáreignar. Starfsmenn ættu hins vegar um 45% hlutafjár og afgangur- Ólafsfjörður: Hákur stopp inn skiptist milli margra einstak- linga. Hafi Sigurður Nordal, prófess- or átt þarna hlut og Halldór Laxness, rithöfundur einnig auk annarra. Sagði Þröstur að Hólar hafi verið leiðandi prentsmiðja á sinni tíð þeg- ar blýtæknin hafi verið notuð ein- göngu. Þetta forskot hafi hins vegar tapast þegar offset prentsmiðjan var tekin upp. Dollaratryggð lán frá Iðnlánasjóði hefðu verið tekin 1979 til að stækka verksmiðjuna og kaupa vélar, en þau hefðu reynst rekstrin- um ofviða. Kröfur Iðnlánasjóðs væru nú um 17 milljónir króna og kröfur Lands- bankans litlu lægri. Heildarkröfur væru sennilega rúmlega 4o milljónir kr. Þröstur sagði að þessa dagana væri verið að ljúka síðustu verkun- um sem Hólar kæmu til með að vinna, fleiri verk kæmu ekki inn. - phh Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur gefið kost á sér í annað sætið fyrir Framsókn í Rcykjavík. ið kost á sér, en dró það síðan til baka af persónulegum ástæðum. -ES HROGNATAKA ÁLAXEYRI Frá Magnúsi Magnússyni, fréttaritara Tímans á Borgarfírði. Kreisting er nú langt komin á klakfiski, hjá Fiskiræktarstöð Vest- urlands, á Laxeyri. Þetta haustið verða kreistar um 230 hrygnur, sem fengnar eru með ádrætti úr 10 ám, á Vesturlandi. Veiðin á klaklaxinum stendur yfir í mánuð, frá miðjum september. Laxinn er tilbúinn til kreistingar frá miðjum október og þarf fyrir hverja kreistingu að velja þann fisk, sem tilbúinn er. Úr hrygnunum kemur mismikið af hrognum, allt frá 0,4-1,6 lítrar, og fer það eftir stærð fisksins. Hrognin eru frjóvguð með svilum úr 2-3 hængum, af öryggisástæðum, ef ein- hver hængur reynist ófrjór. Eftir að búið er að frjóvga hrognin, eru þau látin standa í sótthreinsivökva í 2 klst. og þenjast þau þar út, síðan fara þau í aðra sótthreinsun og eru þar í 10 mínútur. Eftir þessa meðferð fara hrognin í klakrennur, sem þau eru í þar til þau klekjast út, en klakið tekur mislang- an tíma, eftir hitastigi vatnsins, sem rennur um þau. Héraðsdýralæknirinn, Gunnar Örn Guðmundsson, er viðstaddur allar kreistingar á Laxeyri. Gætir hann þess að öllum heilbrigðisregl- um sé framfylgt, auk þess tekur hann sýni af hrognavökva og svilum hænganna. Auk dýralæknis eru starfsmenn stöðvarinnar viðstaddir kreistingar, undir stjórn Bjarna Áskelssonar stöðvarstjóra á Lax- eyri. Lítrinn af hrognum kostar nú 13-14,000 krónur á almennum mark- aði og er mikil eftirspurn eftir þeim. Mest af þeim seiðum sem klekjast upp á Laxeyri, eru alin upp á stöðinni, í 30-35 gramma stærð og er öll framleiðsla stöðvarinnar nú þegar seld. M.M. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.86-01.05.87 kr. 280,81 . *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka (slands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1986 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.